Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 9 HUGVEKJA Endurkoma Krists eftir ÓSKAR JÓNSSON IÞað munu verða miklar þrengingar sem ganga yfir heimsbyggðina áður en dagur Drottins kemur. Vegnakrist- inna manna mun tíminn styttur verða. Texti: Matt. 24, 15—28. Þegar þér sjáið viðurstyggð eyðingarinnar, sem Daníel spá- maður talar um, standa á helgum stað, — lesandinn athugi það — þá flýi þeir, sem í Júdeu eru, til §alla. Sá sem er uppi á þaki, fari ekki ofan að sækja neitt í hús sitt. Og sá sem er á akri, skal ekki hverfa aftur að taka yfirhöfn sína. Vei þeim sem þungaðar eru eða hafa á bijósti á þeim dögum. Biðjið, að flótti yðar verði ekki um vetur eða hvfldardegi. Þá verð- ur sú mikla þrenging, sem engin hefur þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa og mun aldrei verða. Ef dagar þessir hefðu ekki verið styttir kæmist enginn maður af. En vegna hinna útvöldu munu þeir dagar styttir verða. Ef ein- hver segir þá við yður: „Hér er Kristur" eða „þar“, þá trúið því ekki. Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti. Sjá, ég hef sagt yður það fyrir. Ef þeir segja við yður „Sjá, hann er í óbyggðum", þá farið ekki þangað. Ef þeir segja „Sjá, hann er í leynum", þá trúið því ekki. Eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs, svo mun verða koma Mannssonarins. Þar munu emirnir safnast, sem hræið er. Jesús talar við lærisveina sína um Jerúsalemborg og íbúa henn- ar. Hann segir frá því hversu oft hann hafi viljað vernda og blessa íbúana, en þeir vildu það ekki. Hann vissi að eftir nokkra daga mundu þeir dæma hann til dauða og hrópa: „Krossfestu, krossfestu hann ... burtu með hann ... blóð hans komi yfir oss og böm vor.“ Eftir að lærisveinarnir höfðu sýnt Jesú voldugar og fagrar byggingar helgidómsins, segir Jesús þeim frá eyðileggingu Jers- úsalem og segir við þá: „Hér mun ekki eftir látinn steinn yfír steini, er eigj sé niður brotinn." Þegar Jesús sat á Olíufjallinu, gengu lærisveinamir til hans og spurðu einslega: „Seg þú oss, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn komu þinnar og endalok veraldar?" Eitt af táknunum var umsátur Rómveija um Jerúsalem og eyði- legging borgarinnar. Það skeði árið 70. Daníel spámáður kallar það viðurstyggð eyðingarinnar. Hörmungamar vom miklar og hungrið voðalegt, svo gripið var til örþrifaráða. Kristnir menn gátu forðað sér í tæka tíð, því Jesús hafði gefið aðvörun. Jesús sagði lærisveinunum að margir falskristar mundu koma fram, sem þyrfti að vara sig á, því þeir mundu reyna að afvega- leiða hina kristnu. Hann sagði einnig frá ofsóknum á hendur hin- um kristnu og allt hefur það komið fram, enn í dag eru kristnir menn fangelsaðir í nokkmm löndum. Flestir postulanna dóu píslarvætt- isdauða. Dauði þeirra var sæði kirkjunnar. Alltaf bættust í hóp- ínn þeir er frelsast létu. Öllum þjóðum á að boða fagn- aðarerindið áður en endurkoma Krists verður. Síðastliðinn sunnudag var Kristniboðsdagurinn og við minntumst orða Jesú: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisvein- um.“ Mætti Guð ríkulega blessa trúboðana okkar. Við ættum að minnast þeirra daglega í bænum okkar og styrkja starf þeirra með fjármunum. „Hversu fagurt er fótatak þeirra, sem færa fagnað- arboðin góðu.“ (Róm. 10, 15.) Postulinn hvetur okkur til að vera: „Skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap frið- arins.“ (Efesus 6,15.) Milljónir án minnstu vonar deyja myrkri í dauðans sviptar öllum frið. Flýt þér öllum sannleik þann að segja: Sætt þá Jesús hafi Drottin við. :,:Tala Guð,:,: láttu eld þinn helga hreinsa þig :,:Tala Guð,:,: glaður vil ég vinna fyrir þig. Uppskerunnar tími óðum líður, óðum húmar, bráðum kemur nótt. „Vakið! Starfið!“ býður Drottinn blíðun „bú þig undir reikningsskilin fljótt!“ (George Bennard.) Það munu verða miklar þreng- ingar sem ganga yfir heims- byggðina áður en dagur Drottins kemur. Vegna kristinna manna mun tíminn styttur verða. Sann- kristnir menn eru ljós og salt í þessum heimi. Líknarstarf og sjúkrahús eiga þjoðimar kristnum mönnum að þakka. Það vom þeir sem opnuðu fyrstu líknarstofnanir og sjúkrahús. Nokkur blöð hafa skrifað um kjamorkuslysið í Rússlandi sem tákn tímanna, vegna tjónsins sem það olli, og alla mengunina. Síðasta bók Biblíunnar segir frá mörgum dýrðlegum fyrirheitum, en einnig segir hún frá plágum sem koma munu. Eftir eina þeirra segir að skaðinn muni verða mik- ill og þriðjungur allra lífvera í hafinu munu deyja. (Ob. 8,8.) Kristnir menn á öllum tímum hafa beðið endurkomu Krists og sumir hafa reynt að reikna út daginn, en það hefur ekki tekist. Jesús kallar sig Mannsson og seg- ir: „Og menn munu sjá Mannsson- inn koma á skýjum himins með mætti og mikill.i dýrð . . . En þann dag og stund veit enginn .. . eins og var á dögum Nóa, svo mun verða við komu Mannssonar- ins ... vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. Enn er biðtími, náðartími sem við ættum að nota vel, gera okkur reiðubúin að mæta Jesú er hann kemur. Ó, hve gott er að leggja i Lausnarans hönd lífið, þar til ég heim fara má. Héðan eygi ég dýrðleg og ljómandi lönd. Þar er löngun mín uppfyllt og þrá. (Hugrún). FJARFESTINGARFEIAGIÐ UERBBREFAMARKAÐURINN Genqiðídaq ....----- 16. NÓVEMBER 1986 Markaðsfréttir Veðskuldabréf - verðtryggð Lánst. 2 afb. áári Nafn- vextir HLV Sölugengi m.v. mism. ávöxtunar- kröfu 12% 14% 16% 1 ár 4% 95 93 92 2ár 4% 91 90 88 3ár 5% 90 87 85 4 ár 5% 88 84 82 5ár 5% 85 82 78 6 ár 5% 83 79 76 7 ár 5% 81 77 73 8ár 5% 79 75 71 9ár 5% 78 73 68 10ár 5% 76 71 66 Veðskuldabréf - óverðtr. Lánst. 1 afb. áári Sölugengl m/v. mlsm. nafnvexti 20% HLV 15% 1 ár 89 84 85 2ár 81 72 76 3ár 74 63 68 4ár 67 56 61 5 ár 62 50 56 KJARABRÉF Gengi pr. 14/11 1986 = 1,761 Nafnverð 5.000 50.000 Söluverð 8.805 88.050 |ii|Cr% Aiú iii Dæmi um verðtryggðar, ársfjórðungslegar ■VIliTJU arðgreiðsluraftekjubréfimiðaðviðmismun- TEKJUBRÉFUNUMandi raunávöxtun ERTU Á FÖSTUM LAUNUM HJÁ SJÁLFUM ÞÉR TEKJUBRÉF Gengi pr. 14/11 1986 = 1,063 Nafnverð 100.000 500.000 Söluverð 106.300 531.500 Fjárfesting í krónum 5% 10% 15% 100.000 1.250 2.500 3.750 500.000 6.250 12.500 18.750 1.000.000 12.500 25.000 37.500 5.000.000 62.500 125.000 187.500 fjarmál þín - sérgrein okkar Fjárfestingarfélag íslands hf., Hafnarstræti 7,101 Reykjavík. S (91) 28566, ® (91) 28506 símsvari allan sólarhringinn ÓSA/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.