Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 ÚTVARP/ SJÓNVARP Sitt lítið Vegna mistaka birtist hér í þættinum í gær grein sem áður hafði birst. Biðst blaðið velvirð- ingar á þessu. að gekk mikið á hjá Ómari er lægðin djúpa nálgaðist landið. Sá er hér ritar hljóp útí garð að bjarga útigrillinu og svo voru fimmtommu- naglar reknir í garðshliðið, kvöld- bænirnar náttúriega á sínum stað en svo gustaði bara lítillega um þekjuna. Var ekki full hart brugðist við, Ómar? Tjah, fór ekki vindhraðinn yfir tvö- hundruð kílómetra markið í Kjósinni? Sjaldan er of varlega farið og ég tel persónulega að sjónvarpsstöðvamar með Ómar Ragnarsson í broddi fylk- ingar hafi brugðist hárrétt við vamað- arorðum veðurfræðinganna og þá tel ég við hæfi að almenningur kynnist nánar stjómstöð Almannavama ríkis- ins því þannig eflast tengslin milli hins almenna borgara og þeirra sem hafa með höndum yfirstjóm almannavama. Þegar í harðbakkann slær skiptir mestu að almenningur átti sig á orð- sendingum yfirstjómar almannavama og kunni að bregðast við skipunum æðstu yfirmanna. Þá liggur í augum uppi að yfirstjóm almannavama verð- ur að eiga þess kost að reyna vamar- kerfið á almenningi. Hin hógværu vamaðarorð er bárust í fyrradag frá Almannavömum ríkisins má skoða sem leiðbeiningar er sýna hinum al- menna borgara hveiju einfaldar varúðarráðstafanir geta áorkað. Máski verðum við enn fljótari að bregðast við næst og er þá ekki tilganginum náð? BlóÖrautt Sunnudagsmenningarþáttur ríkis- sjónvarpsins, Geisli, er yfirmáta menningarlegur enda menningin al- vörumál — ekki satt? Hef ég svona á tilfinningunni að ungmennafélagskyn- slóðin af rás 1 sé komin í spilið og að blómarósin Karítas H. Gunnars- dóttir hafi ráðið litlu um gervihnatta- spjallið við Ólaf Jóhann Ólafsson smásagnahöfund þann er Jón Óttar Ragnarsson yfírmaður Stöðvar 2 ræddi við síðastliðinn sunnudag í gegnum 5 gervitungl. Vesalings mað- urinn hefír bara ekki stundlegan frið fyrir tæknióðum íslenskum sjónvarps- mönnum. Hugmyndin var snjöll og fersk hjá Jóni Óttari. Sporgöngumenn mega hins vegar gæta sín á því að vera ekki of fljótir í slóðina. Sólarlag Já, menningin er sannarlega alvöru- mál, slíkt alvörumál í augum sumra starfsmanna ríkissjónvarpsins að áhorfendur fá tár í augun og neyðast til að slökkva á tækinu ef þeir hafa ekki eignast hann Gretti. Er Geisla lauk síðastliðið sunnudagskveld var á dagskrá hinn ágæti framhaldsmynda- flokkur Wallenberg, sem hefir senni- lega að mati sumra starfsmanna ríkissjónvarpsins kætt fullmikið áhorf- endur því þá tók við enn einn Listahá- tíðardagskrárbúturinn. Taka þessi ósköp aldrei enda? Vissulega er Hrafni vorkunn því hann sá jú um Listahátíð og er því umhugað um að dagskráin rati á skerminn. En hvað um áhorfend- ur, eiga þeir að gjalda þess að Hrafti Gunnlaugsson stýrði Listahátíð '86? Það er mikið vandaverk að stýra innlendri dagskrárgerð ríkissjónvarps- ins en þar verður að fara saman fagmennska, heiðarleiki og listræn sköpunargáfa. Slíku starfí verður ekki sinnt nema menn leggi líf og sál í verkið alla daga er íslensk þjóð gefur. Mikið verk hefir verið unnið af fimum höndum en yfirmaður innlendrar dag- skrárgerðar sjónvarps allra lands- manna verður að standa alla stund við kvikmyndavélar íslenska sjón- varpsins ef ekki á að síga á ógæfuhlið- ina og hann verður að hafa úr nógu að spila. Annars er nóg af hæfu kvik- myndagerðarfólki á landi voru. Hvað til dæmis um Hilmar Oddsson eða Guðnýju Halldórsdóttur og ekki fynd- ist mér úr vegi að bjóða Þráni Bertels- syni að annast Stundina okkar. Ólafur M. Jóhannesson Stöð tvö: Astar- þjófurinn ■■■■ í kvöld verður 0015 myndin „Thief "O- of Hearts" sýnd á Stöð tvö. Fjallar hún um unga konu, se verður fyrir því að dagbókum hennar er stolið, þegar atvinnu- þjófur brýst inn á heimili hennar og eiginmanns hennar. Henni er missirinn sár, því að í bækumar hef- ur hún fært öll sín leyndar- mál, þrár og duldir. Innbrotsþjófurinn hrífst af henni við lestur bókanna og ekki spillir fegurð henn- ar fyrir. Hann gerir sér því far um kynnast henni og beitir óspart bókþekkingu sinni á henni. Hann spilar þannig út öllum réttu trompunum og áður en varir fellur hún fyrir kauða. Tilfínningar hennar verða þó blandnar þegar hún gerir sér grein fyrir að vitneskja hennar um elskhugann er nær engin. Fyrst fer þó að hitna í kol- unum þegar eiginmann hennar tekur að gruna að ekki sé allt með felldu. Leikstjóri myndarinnar er Douglas Day Stewart, en aðalhlutverk leika Steven Bauer og Barbara Will- iams. Myndin, sem er 100 mínútna löng, eru atriði, sem ekki við hæfi barna. Eiginmaður frúarinnar og elskhugi hittast. Rás 1: Skeggrætt um „friðarfræðslu“ ■■■■ í þáttunum / J 0 30 dagsins önn, sem eru í umsjá Sverris Guðjónssonar, hef- ur að undanfömu verið fjallað um „friðaruppeldi" og „friðarfræðslu". Siglir þessi umræða í kjölfar ráðsstefnu Námsgagna- stofnunar um friðarfræðslu í dagsins önn í skólum. Hefur m.a. verið rætt við Guðrúna Agnars- dóttur, alþingiskonu, og Pálu Ólafsdóttur, fóstru. Þessari umfjöllun verður nú fram haldið og stefnt að því að kynna fyrir hlust- endum það námsefni, sem friðarfræðsluyfírvöld ann- arra þjóða hafa samið fyrir skólaböm. Má nefna efni frá Norðurlöndum og Bandaríkjunum, sem og efni sem Sameinuðu þjóð- imar hafa látið gera. Þá verður reynt að gera grein fyrir viðhorfum ís- lendinga til fræðslu og uppeldis af þessu tagi. UTVARP MIÐVIKUDAGUR 17. nóvember 6.46 Veöurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Páll Benediktsson, Jón Baldvin Halldórsson og Lára Marteinsdóttir. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 9.00 Fréttir. 9.03 Jólaalmanakið. „Brúðan hans Borgþórs", saga fyrir börn á öllum aldri. Jónas Jónasson les sögu sína (13). Jólastúlkan, sem flettir al- manakinu, er Sigurlaug M. Jónasdóttir. 9.20 Morguntrimm — Til- kynningar. 9.36 Lesið úrforustugreinum dagblaöanna. 9.46 Þingfréttir. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Áður fyrr á árunum. Umsjón: Agústa Björns- dóttir. 11.00 Fréttir. 11.03 islenskt mál. Endurtek- inn þáttur frá laugardegi sem Gunnlaugur Ingólfsson flytur. 11.18 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 i dagsins önn — Börn og skóli. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 14.00 Miðdegissagan: „Graf- skrift hins gleymda" eftir Jón Þorleifsson. Þorvarður Helgason les (2). 14.30 Segðu mér að sunnan. Ellý Vilhjálms velur og kynn- ir lög af suörænum slóðum. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Landpósturinn. Frá Austurlandi. Umsjón: Inga Rósa Þóröardóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Vernharður Linnet. 17.00 Fréttir. 17.03 Síðdegistónleikar. 17.40 Torgið — Samfélags- mál. Umsjón: Bjarni Sig- tryggsson og Anna G. Magnúsdóttir. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Fjölmiðlarabb. Bragi Guð- mundsson flytur. (Frá Akureyri.) 20.00 Ekkert mál. Bryndís Jónsdóttir og Sigurður Blöndal sjá um þátt fyrir ungt fólk. 20.40 Létt tónlist. 21.00 Bókaþing. Gunnar Stef- ánsson stjórnar kynningar- þætti um nýja bækur. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 22.35 Hljóövarp. Ævar Kjart- ansson sér um þátt I samvinnu við hlustendur. 23.10 Djassþáttur — Tómas R. Einarsson. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. SJÓNVARP ýQt. Tf MIÐVIKUDAGUR 17. desember 18.00 Úr myndabókinni 33. þáttur. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Umsjón: Agnes Johansen. Kynnir Anna María Péturs- dóttir. 18.60 Skjáauglýsingar og dag- skrá 19.00 Undraeyjan (Wildlife on One: Sulawesi) Bresk mynd um sjaldséðar dýrategundir á eynni Celeb- es (Sulawesi) í Indónesíu. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Prúðuleikararnir Valdir þættir. 12. Með Judy Collins. Brúðumyndasyrpa með þestu þáttunum frá gullöld prúðuleikara Jims Henson og samstarfsmanna hans. Þýöandi Þrándur Thorodd- sen. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar 20.46 I takt við tímann Blandaður þáttur um fólk og fréttnæmt efni. Umsjón: Ásdís Loftsdóttir, Elín Hirst og Jón Gústafsson. 21.50 Sjúkrahúsið í Svarta- skógi (Die Schwarzwaldklinik.) Fimmtándi þáttur. Þýskur myndaflokkur sem gerist meðal lækna og sjúkl- inga í sjúkrahúsi í fögru héraöi. Aðalhlutverk: Klaus- jurgen Wussow, Gaby Dohm, Sascha Hehn, llona Grubel, Angelika Reissner og Karin Hardt. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdóttir. 22.50 Seinni fréttir 22.56 Annað kvöld jóla — End- ursýnmg Þáttur með blönduöu efni frá 1976. Hannibal Valdimarsson, Steindór Steindórsson frá Hlööum og Pétur Gunnars- son rithöfundur spjalla saman milli skemmtiatriða sem eru söngur, dans, tón- list og upplestur. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. Stjórn upptöku Egill Eð- varösson. 23.50 Dagskrárlok. STÖDTVÖ MIÐVIKUDAGUR 17. desember 17.00 Myndrokk. Þungarokk- tónlist, stjórnendur eru Amanda og Dante. 18.00 Teiknimynd. Fyrstu jólin hans Jóga. 18.30 Þorparar (Minder). Breskur þáttur meö Dennis Cole og George Cole í aðal- hlutverkum. 19.30 Fréttir. 19.55 Matreiðslumeistarinn. Meistarakokkurinn Ari Garðar Georgsson kennir þjóðinni matreiöslu. 20.15 Dallas. Bandarískur framhaldsþáttur. 21.00 Hardcastle og Mac- Cormic. Bandarískur myndaflokkur. 21.45 Á því Herrans Ari (Anno Domini). 3. hluti. Banda- rískur framhaldsmynda- flokkur með Anthony Andrews, Ava Gardner, James Mason, Jennifer O'Neil, Richard Roundtree o.fl. í aðalhlutverkum. Sjá umfjöllun á þriðjudegi. 23.15 Ástarþjófurinn (Thief of Hearts). Bandarísk kvik- mynd frá 1984. Mynd þessi er um draumóra ungrar, giftrar konu. Dagbók hennar er stolið af innbrotsþjófi en í hana hefur hún skrifaö alla draumóra sína. Innbrots- þjófurinn les dagbókina og vill kynnast höfundinum nánar. Mynd þessi er ekki við hæfi barna. Aöalhlutverk eru leikin af Barbara Will- iams, Steven Bauer og John Gets. (Endursýnd.) 00.45 Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 17. desember 9.00 Morgunþáttur i umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. Meðal efnis: Barnadagbók í umsjá Guðríöar Haralds- dóttur að loknum fréttum kl. 10.00, gestaplötusnúður og getraun. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Kliður. Þáttur I umsjá Gunnars Svanbergssonar. 15.00 Nú er lag. Gunnar Sal- varsson kynnir gömul og ný úrvalslög. 16.00 Taktar. Stjórnandi: Heiðbjört Jóhannsdóttir. 17.00 Erill og ferill. Erna Arnar- dóttir sér um tónlistarþátt blandaðan spjalli við gesti og hlustendur. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. TÓNLISTARKVÖLD RÍKIS- ÚTVARPSINS (Útvarpað um dreifikerfl rásar tvö) 20.00 „Tannháuser", ópera eftir Richard Wagner Heildarflutningur verksins í hljóðritun frá tónlistarhátið- inni í Bayreuth 26. júlí í sumar. Stjórnandi: Gius- eppe Sinopoli. Leikstjóri: Wolfgang Wagner. Richard Versalle (Tannháuser), Cheryl Studer (Elisabeth), Gabriele Schnaut (Venus), Wolfgang Brendel (Wolfram von Eschenbach), Hans Sotin (Landgraf), Robert Schunk (Walther von der Vogelweide), Siegfried Vog- el (Biterolf), Kurt Schreib- mayer (Heinrich der Schreiber), Sándor Sóly- om—Nagy (Reinmar von Zweter) og Brigitte Lindner (ungur fjárhirðir) syngja ásamt kór og hljómsveit tónlistarhátíðarinnar í Bayreuth. Leifur Þórarins- son kynnir. 23.20 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1. 18.00-19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Héðan og þaöan. Umsjón: Gísli Sigurgeirsson. 989 úm'prjjU MIÐVIKUDAGUR 17. desember 07.00—09.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Siguröur lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Opin lína til hlustenda, mataruppskrift og sitthvaö fleira. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðar- dóttur. Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í frétum, segja frá og spjalla við |ólk. Flóamarkaðurinn er á dag- skrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar síödegispoppiö og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Hlustendur syngja uppáhaldslögin. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrimur Thorsteinsson I Reykjavik síödegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—21.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson leikur létta tónlist og kannar hvað helst er á seyöi í íþróttallfinu. 21.00—23.00 Vilborg Hall dórsdóttir. Vilborg sníður dagskrána við hæfi ungl inga á öllum aldri. Tónlist og gestir í góðu lagi. 23.00—24.00 Vökulok. Þægi leg tónlist og fréttatengt efni i umsjá fréttamanna Bylgj unnar. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veöur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.