Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 72
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Dagsbrún vill viðræður STJÓRN og trúnaðarráð Dagsbrúnar samþykkti á fundi í gær- kvðldi að leita eftir viðræðum við Vinnuveitendasamband íslands um nýjan aðalsamning þar sem aðaláherslan verði lögð á ýmsar lagfæringar á samningum félagsins og að nýtt taxtakerfi hafi tekið gildi fyrir lok samningstímabilsins. Þröstur Ólafsson fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert hefði verið tímasett hvenær óskað yrði eftir viðræðunum og ekkert hefði verið kveðið nánar á um í samþykktum eftir hvaða Iagfæringum yrði leitað. Myndin var tekin á Dagsbrúnar- fundinum í gærkvöldi og er Þröstur í ræðustól, en við hlið hans situr Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar. Gjaldskrá Landsvirkjunar hækkar um 7,5% í janúar Forstjóri fyrirtækisins gagnrýnir umsögn Þjóðhagsstofnunar um hækkunarbeiðnina VERÐ á rafmagni frá Landsvirkjun til almenningsrafveitna hækkar um 7,5% um næstu áramót, en það svarar til um 4,5% hækkunar á smásöluverði. Ákvörðun þessa efnis var tekin á fundi stjórnar fyrir- tækisins í gær. í frétt frá Landsvirkjun segir, að rekstraráætlun og gjaldskrá fyr- irtækisins fyrir árið 1987 hafí verið endurskoðaðar með hliðsjón af ný- gerðum kjarasamningum og þeim verðbóiguspám, sem gerðar hafi verið í kjölfar þeirra. Sé við það miðað, að verðbólga verði ekki meiri en 7-8% á árinu og gengi krónunnar verði stöðugt. í fréttinni segir ennfremur, að viðbótarhækkun gjaldskrárinnar sé æskileg vegna meiri lækkunar hennar að raungildi á árinu 1986 en stefnt hafi verið að fyrr á árinu. Stjóm Landsvirkjunar sé þeirrar skoðunar, að með því að takmarka hækkunina við 7,5% sé henni stillt eins mikið í hóf og unnt er, enda myndi minni hækkun óhjákvæmi- lega leiða til erlendrar skuldasöfn- unar umfram forsendur lánsflár- áætlunar ríkisins. Fyrr í þessum mánuði lagðist Þjóðhagsstofnun eindregið gegn hugmyndum Landsvirkjunar um gjaldskrárhækkun á bilinu 10-16,4%. í Morgunbiaðinu í dag kemur fram, að forstjóri Lands- virkjunar telur umsögn Þjóðhags- stofnunar um hækkunarbeiðni fyrirtækisins m.a. fela í sér sjónar- mið, er gangi þvert á lánsijáráætiun ríkisstjómarinnar. Auk þess séu í umsögninni viðhorf, er sýni ábyrgð- arleysi, og þar sé horft fram hjá mikilvægum upplýsingum, sem stofnuninni vom látnar í té. Þá tel- ur löggiltur endurskoðandi, sem Landsvirkjun bað um álit á umsögn Þjóðhagsstofnunar, að hún sé „al- veg dæmalaus". Þar sé að finna atriði er lýsi vanþekkingu og skiln- ingssleysi. Sjá á miðopnu: „Tillögur Þjóð- hagsstofnunar eru í andstöðu við s<jómarstefnuna.“ Félagsmálaráðherra á Alþingi: 12,2 millj. endurgreidd- ar um 8.000 lánþegum ALEXANDER Stefánsson, fé- lagsmálaráðherra, sagði á Aiþingi í gær, að Húsnæðis- stofnun ríkisins hefði ekki framfylgt ákvörðun ríkis- stjómarinnar í ágúst 1983 að verðtrygging á lániim stofnun- arinnar í september sama ár skyldi vera 5,1% I stað 8,1%. Hann átaldi stofnunina fyrir þessi vinnubrögð og skýrði frá því að hann hefði fyrirskipað endurgreiðslu mismunarins. Væri þar um að ræða 12,2 millj- ónir á núgildandi verðlagi fyrir tímabilið 1983-1986. Samtals væri um að ræða tæpar 64 millj- ónir króna fram til ársins 2010. Endurgreiðsluna kvað hann ná til tæplega 8.000 lánþega. Þingmenn stjómarandstöðunn- ar minntu á, að fyrir skömmu hefði ráðherrann fullyrt opinber- lega að Húsnæðisstofnunin hefði þegar orðið við tilmælum ríkis- stjómarinnar. Létu þeir í ljós undrun á skoðanaskiptum hans í þessu efni. Jafnframt gagnrýndu margir þingmenn ráðherrann harðlega fyrir, að varpa ábyrgð á framkvæmd samþykktar ríkis- stjómarinnar á herðar embættis- manna, eins og komist var að orði. Sjá þingsiðu bls. 41 Framsalsmálið Svíar yfirheyra manninn hérlendis MENN FRÁ rannsóknarlögreglu og ákæruvaldi í Svíþjóð komu hingað til lands í gær til að yfir- heyra manninn sem setið hefur i gæsluvarðhaldi á hóteli í Reykjavík. Eins og komið hefur fram í frétt- um Morgunblaðsins gerðu sænsk yfírvöld þá kröfu að maðurinn yrði framseldur til Svíþjóðar vegna ákæru um fjármálamisferli þar í landi. Gæsluvarðhaldsúrskurður mannsins er nú ranninn út og var hann úrskurðaður í farbann til 26. þessa mánaðar. Hæstiréttur hefur ekki enn úrskurðað um það hvort skilyrði séu til framsals. Þegar full- trúar sænskra yfirvalda hafa yfirheyrt manninn verður tekin af- staða til þess hvort beiðni um framsal verður afturkölluð. Hólmadrang- ur strandaði á sandrifi við ísafjörð ísafírði. FRY STITOG ARINN Hólma- drangur strandaði á sandrifi í sundinu fyrir utan ísafjörð milli klukkan 22 og 22.30 í gærkvöldi. Þegar Morgun- blaðið fór í prentun í nótt var verið að gera ráðstafanir til að ná togaranum á flot og voru skip og áhöfn ekki talin vera í neinni hættu. Norðaustan stormur var á ísafirði í gærkvöldi en lítill sjór. Helst var talið að vindhviða úr fjall- inu hefði borið Hólmadrang upp á sandrifið. Enginn hafnsögumaður var um borð þó hafnsöguskylda sé á þessu svæði. Togarinn Júlíus Geirmundsson frá ísafirði var að leggjast við akk- eri yst í sundinu um miðnættið í nótt og lóðsbáturinn var kominn af staðtil að koma línu á milli togar- anna. Átti Júlíus Geirmundsson að frei sta þessa að draga Hólmadrang af rifínu á flóðinu um eittleytið. Úlfar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.