Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 AIK íjóla- matínn Úrvals hangikjöt frá Húsavíkog Sambandinu. Londonlamb. } Kalkúnar. Aligæsir. Svínakjöt í miklu úrvali. Enn brjót- ast út átök í Karachi Faðir Ashkenazys fær að sækja um fararleyfi Ziirich, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. DAVID Ashkenazy, faðir Vladimirs Ashkenazy, pianóleikara og hljómsveitarstjóra, var tilkynnt í Moskvu um helgina að honum væri heimilt að sækja um fararleyfi frá Sovétríkjunum til að heim- sækja son sinn og fjölskyldu í Sviss á næsta ári. Hann fékk síðast leyfi tU að heimsækja son sinn fyrir átta árum. „Honum var neitað um fararleyfi fyrir nokkrum mánuðum," sagði Þórunn, eiginkona Ashkenazys, í samtali við Morgunblaðið i gær, „en nú á hann að leggja fram alla pappíra á ný og þetta virðist loksins ætla að ganga.“ Flugslys í miðri stórborginni Flugmanninum á þessari einshreyfils Tomahawk-flugvél, tókst ekki að lenda á opnu svæði þrátt fyrir örvæntingarfulla tilraunir þar að lútandi, að sögn sjónarvotta. Flugvélin rakst á framlið verksmiðjubyggingar í austurhluta Lundúnaborgar og féll niður í aðliggjandi bakgarð eftir að hafa sveimað lengi vel yfir hús- þökum í þéttbýlu íbúðarhverfi. Kona, sem var farþegi í vélinni, fórst, en flugmaðurinn slapp lifandi. ^ Karachi, AP. ÁTÖK þjóðflokka í Pakistan héldu áfram i gær þriðja daginn í röð og hafa nú 146 manns látið lífið í blóðugustu óeirðum í landinu í 40 ár. íbúar í Karachi, höfuðborg Pakistans, stóðu á húsþökum til að verjast óeirðaseggjum, sem lagt hafa eld að mörg hundruð húsum. Þegar leið á morgun hófust bardag- ar að nýju. Að minnsta kosti 545 manns hafa særst í átökunum. Þúsundir hermanna land- og sjó- hers voru á verði í höfuðborg landsins, en þeim tókst ekki að koma í veg fyrir að Pathanar réð- ust á Mohajira og Biharia. Barist var með haglabyssum, rýtingum og skammbyssum um hálfa borgina. Átök brutust einnig út í Hyd- erabad, um hundrað km austur af Karachi, og var kveikt í banka, tveimur ríkisskrifstofum og tólf verslunum, að sögn vitna. Hermenn fóru um götur Karachi og hvöttu borgarbúa til að halda sér vakandi og gæta eigna sinna í gegnum hátalara. Menn voru einnig varaðir við og tilkynnt í gegnum kalltæki að hver sá sem staðinn yrði að íkveikju, þjófnaði eða of- beldi yrði skotinn á staðnum. Fulltrúar Sovétríkjanna á Vínar- ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu greindu svissneskum full- trúum á ráðstefnunni frá fararleyfi Ashkenazys á föstudagsmorgun. Svissneska utanríkisráðuneytið sendi Ashkenazy-hjónunum strax skeyti og greindi þeim frá gleðitíð- indunum. Svissnesk stjómvöld hafa lagt sig fram um að fá Sovétmenn til að veita Ashkenazy fararleyfí. Mál hans var meðal annars borið upp við háttsetta aðila þegar Mik- hail Gorbachev og Ronald Reagan hittust í Genf í fyrra. Utanríkisráð- herra Sviss notaði erfíðleika hans sem dæmi um mannréttindabrot Sovétmanna þegar hann fór í sína fyrstu heimsókn til Sovétríkjanna nú í haust. „Vladimir náði ekki í föður sinn fyrr en á sunnudag og þá var hann búinn að fá tilkynninguna," sagði Þórunn. „Hann kemur líklega ekki til okkar fyrr en í maí en verður fram yfír fimmtugsafmæli Vladim- irs 6. júlí. Hann mun ferðast með okkur og hlusta á Vladimir spila og sjá hann stjóma." Ashkenazy var nýlega skipaður tónlistar- og hljómsveitarstjóri Konunglegu fílharmoníuhljómsveitarinnar í Lon- don. „Faðir hans hefur aldrei séð hann stjóma hljómsveit og nú er hann orðinn tónlistarstjóri," sagði Þómnn. Þómnn og Vladimir fara til Bandaríkjanna strax eftir áramótin. Þau verða þar fram í miðjan mars og fara þangað aftur eftir páska. í ferðinni mui, Ashkenazy stjóma Konunglegu fílharmóníusveitinni, leika einleik, leika undir hjá Elisa- beth Söderström og stjórna Cleve- land-sinfóníuhljómsveitinni. „Það er of flókið að fá leyfí fyrir tengdapabba til að fara með okkur til Bandaríkjanna," sagði Þómnn, „en það verður gaman að ferðast með honum hér í Evrópu í vor." David Ashkenazy er rúmlega sjö- tugur. Hann er píanóleikari og ferðast mikið um Sovétríkin og leik- ur undirleik. Bandaríkin: Milljóna- mæringur játar smá- þjófnað San Diego, AP. MAÐUR sem nýlega vann eina milljón Bandaríkjadala í lottó i Kaliforníu játaði í gær að hafa stolið tveimur koníaksflöskum úr verslun í septembermánuði. Þjófnaðinn framdi hann skömmu áður en hann datt i lukkupottinn. Terry Garret játaði að hafa stolið tveimur koníaksflöskum og var lát- inn laus gegn 50.000 dala trygg- ingu. Einnig hafði verið gefin út ákæra á hendur honum fyrir kók- aínneyslu en henni var vísað frá. Garret, sem er fyrmm heróínneyt- andi, kann að hljóta þriggja ára fangelsisdóm þar sem hann hefur þegað verið ákærður fyrir fjölskrúð- ug brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Þann 30. ágúst síðastliðinn vann eina milljón dala og mun hann fá 40.000 dali greidda á ári að frátöld- um sköttum næstu 20 árin. Gengi gjaldmiðla London, AP. Bandaríkjadollari hækkaði í gær gagnvart öllum helstu gjald- miðlum heims. Verð á gulli lækkaði. Gjaldeyriskaupmenn sögðu að jólainnkaup hefðu eflt dollarann, aftur á móti væm gjaldeyrisvið- skipti óvenju lítil því enn væri vika til jóla. I Tókýó kostaði dollarinn 163,68 japönsk jen (163,26) þegar gjald- eyrisviðskiptum lauk. í London kostaði sterlingspundið 1,4297 dollara (1,4325) síðdegis í gær. Gengi annarra helstu gjaldmiðla var á þann veg að dollarinn kost- aði: 2,0220 vestur-þýsk mörk (2,0140), 1,7058 svissneska franka (1,68985), 6,6145 franska franka (6,5925), 2,2835 hollensk gyllini (2,2760), 1.397,50 ítalskar lírur (1-396,00) og 1,3795 kanadíska dollara (1,3784). í London kostaði trójuúnsa af gulli 394,00 dollara (394,75). Arangnrsrík megrun: Léttíst um 193 kg á einu ári - og er samt akfeitur New York, AP. VIÐ fæðingu var Ron High heilbrigt barn, 2,8 kg að þyngd, en Adam var ekki lengi í Paradís og þegar hann var þrjátíu og þriggja ára hafði hann blásið út og vigtaði 386 kg. í þrjú ár vildi hann hvorki né gat farið út úr íbúð sinni í New York. En þegar læknar sögðu honum í fyrra að hann myndi ekki lifa sinn næsta afmælisdag ef hann legði ekki af fór High loksins út fyrir hússins dyr og reyndar alla leið til Bahama-eyja. Þar fór hann í meðferð á alþjóðlegu heilsuhæli. Ef ég fæ ekki stúlkuna . . . High sneri aftur til New York um helgina eftir ársdvöl í Karabía- hafi til þess að sýna árangur megmnarinnar. Reyndar er ekki hægt að segja að High sé nú orð- inn þvengmjór - hann er 193 kg — en breytingin er talsverð. Sem dæmi má nefna að mittismál hans hafði minnkað um 86 cm og hálsmálið um 15 cm. Aukinheldur hefur High lækk- að í loftinu. Fyrir ári síðan var hann 185 sm að hæð, en nú er hann 177 sm. „Fætumir á mér skmppu sam- an og bingó: átta sentimetrar famir," sagði High í símaviðtali. Hann kveðst hafa verið feitur eins lengi og hann man eftir sér og segir að átið hafí verið flóttaieið: „Eg sagði við sjálfan mig: ef ég fæ ekki stúlkuna, þá fæ ég mér einfaldlega pizzu. Eg varð þunglyndur af því að ég var þreyttur á að allir litu á mig sem viðrini. Allir gera ráð fyrir því að feitt fólk sé glaðlynt. En það er erfítt að vera alltaf glaður, sérstaklega þegar fólk káfar á manni og spyr hvort mað- ur sé raunvemlegur. Þess vegna gerðist ég einbúi." High neitaði að fara út úr íbúð sinni í New York, en ekki leið á löngu þar til hann átti ekki ann- ars úrkosta en sitja heima. „Að því kom að ég gat ekki farið. Ég var einfaldlega of stór,“ sagði High. . . . þáfæégmér einfaldlega pizzu 4. desember 1985 fór High í flugvél í fyrsta skipti og þar hófst megrunin. í upphafí borðaði hann eingöngu ávexti og grænmeti, sem hann renndi niður með vatni og ávaxtasafa. Því næst fastaði hann í 63 daga. „Þetta var eins og andleg upp- vakning," sagði hann um föstuna. „Skilningarvitin skerptust." Nú tóku við grænmetiskúr og líkamsæfíngan „Æfíngamar hóf- ust á því að ég gekk sjö til tíu metra. Nú get ég gengið tvo kíló- metra og ég hef lært að synda og spila borðtennis." High stefnir að því að grenna sig niður í 86 kg. „Það segja allir að ég geti það ekki, en ég skal sýna þeim . . .“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.