Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 67 Að láta aðra borga skemmtunina fyrir sig Einkaframtaksmaður skrifar Ég minnist þess tíma er áhuga- mannahópur geystist um ritvelli blaðanna og talaði mikið um menn- ingu, mannsæmandi líf, að komast út úr moldarkofunum og annað þess háttar, en tilgangurinn var að tiltölulega fámennur hópur sértrú- arfólks um tónlist vildi fá sinfoníu- tónleikana sína á ríkisframfæri. Þetta fólk vildi að ég og þú greidd- um fyrir það skemmtunina, og þá í nafni einhverrar menningar. Mér fannst þetta dálítið frekt en þetta hafðist hjá fólkinu og síðan höfum við skattgrgreiðendur mátt greiða öllu starfsliði hljómsveitar- innar föst laun. Því má spyija, hvers vegna greiðir ríkið ekki meðlimum karlakóranna og jafnvel popp- hljómsveitanna, sem virðast vera mun vinsælli en umtöluð hljóm- sveit, laun? Mér finnst mál til komið að hreinsað verði til hjá ríkisjötu- fólkinu og þeir borgi sem eiga að borga, ekki hinir. Nú er annar hópur komin á stjá, hópur sem vill láta okkur, mig og þig, borga skemmtunina fyrir sig. Þessi áhugamannahópur vill koma óperunni í Gamla bíói á ríkisfram- færi. Hvað skyldi koma næst? Borgarleikhúsið á án efa eftir að verða ríkisbaggi, ef af líkum lætur, og er því full ástæða fyrir ráða- menn þessarar þjóðar að skoða Þessir hringdu . . . it 'W* Kvörtun vegna Andrésar Anna María Sigurðardóttir hringdi: Ég gerðist áskrifandi að Andrési Önd og félögum fyrir dóttur mína fyrir nokkru og fínnst mér það bagalegt að engin íslensk heimilis- föng eru í blöðunum. Ég hef skrifað út og kvartað yfir þessu en ekki fengið neitt svar enn. Gott væri að fá svar við því og einnig af hverju fylgihlutir fýlgja ekki alltaf með þó því sé lofað. Vinningsnúmer Þroskahjálpar Valgeir hringdi: Ég keypti fyrir nokkru 10 alman- ök frá Þroskahjálp, sem eiga jafnframt að gilda sem happdrætt- ismiðar, en hef hvergi séð vinnings- númerin auglýst. Eg skora því á Þroskahjálp að birta númerin. Mér er nokkuð sama um vinningana en vil samt fylgjast með þessi mál vel áður en lengra er gengið. Ekki svo að skilja að ég sé óánægður með óperuna, þvert á móti á hún lof skilið og það fólk sem að henni stendur. Hitt er svo annað mál, að ríkið getur ekki tek- ið alla áhugamannahópa landsins upp á arma sína, nóg er nú samt. Mér skilst að erlendis sé miklu algengara að áhugamenn greiði fyrir sínar skemmtanir og standi undir kostnaði ef um halla er að JGB skrifar Velvakandi góður. Forsvarsmenn ferðamála hafa lýst áhyggjum sínum af því að mjög hafi dregið úr framlögum til ríkisins til ferðamála og telja að þetta sé mjög ómaklegt þar sem ferðamannastraumur á ári hefur aldrei verið meiri en einmitt nú, og sé því nauðsynlegt að leggja meira til ferðamála en gert er. Frá leikmanns sjónarmiði virðist nú málið horfa öðurvísi við. Það Tapaði gullarm- bandi Ragnhildur Pálsdóttir hringdi: Ég varð fyrir því óhappi aðfara- nótt laugardags að tapa gullarm- bandi á leiðinni frá Bugðulæk og inn að Broadway. Armbandið er með litlum hlekkjum en þeir eru ekki opnir eins og algengt er á arm- böndum sem seld eru hérlendis. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 73766 Hvar er búðin sem var á Grensásvegi? Guðrún hringdi: Hvert hefur búðin, sem var á Grens- ásvegi og seldi notaðar skíðavörur flutt. Ef einhver getur upplýst Guðrúnu um það er hann vinsam- legast beðinn um að hafa samband við Velvakanda. „Hleyptu svo öll- um frítt inn“ Unglingur hringdi: Ég fór á tónleika Bonnie Tyler og borgaði 1000 krónur fyrir. En þegar að því kom að söngkonan skyldi koma fram þá tók ég eftir því að fjölda unglinga, sem staðið höfðu fyrir utan, var hleypt frítt inn. Þetta finnst mér ekki rétt, ef allir hefðu nú beðið fyrir utan ræða, annars væri áhuginn varla umtalsverður. Þessir menningar áhugamannahópar verða að borga fyrir skemmtanir sínar sjálfir, málið er ekki flóknara en svo að mínu mati. Þá vekur það athyglí að hitaveit- ur landsins eru á haúsnum, ríkið getur ekki látið aka börnum í skól- ana o.s.frv., en svo réttir ríkissjóður kvikmyndaklúbbi 75 milljónir, hvorki meira né minna. er að því minna sem ríkið veitir til ferðamála þá beinlínis eykst ferðamannastraumurinn, og virð- ist því sem leiðin til að drepa þessa þjónustugrein væri að veita meira fé til hennar, og hefur samgöngu- málaráðherra lýst yfír vilja sínum til að auka íjárveitingar til þessara mála. Já einu sinni var spurt: „Er þetta hægt Matthías". Sem sagt, því minni fjárveiting - þvi meiri ferðamannastraumur. Vitanlega er þetta alveg forkastanlegt, þegar stefnan er að sem mestu skuli eytt. og enginn borgað sig inn, hvað þá? En er ekki einmitt verið að hvetja til slíkrar framkomu með þessu? Seikoúr tapaðist í Evrópu Ása Einarsdóttir hringdi: Ég tapaði Seikoúri síðasta laug- ardagskvöld í Evrópu. Úrið er gyllt með brúnni leðuról. Skífan er ljós og engir tölustafír á henni. Finnandi er beðinn um að hringja í síma 79316. Fundarlaunum heitið. Fréttin ekki frá mér komin Sigurður Magnússon, skipstjóri, hringdi: Nýlega birtist frétt héðan af Eskifírði sem Sigurður Magnússon er skrifaður fyrir. Mér hefur verið bendlað við þessar greinar og vil því koma því á framfæri að þessar greinar eru ekki frá mér komnar. Hanna hringdi: Innilegar þakkir og kveðjur til Sigurðar Einarssonar fyrir alveg frábæran þátt, Samhljóma, hvað varðar tónlist og flytjendur s.l. föstudagsmorgun. Haldið áfram á sömu braut. Vínrauð prjóna- húfatapaðist Arndís hringdi: Vínrauð pijónahúfa úr mohair- gami tapaðist, trúlega í Vesturbæ, 8.-10. desember. Ef einhver hefur rekist á hana er hann vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 21868. Auglýsing- ar í miðjum þáttum Hallgrímur hringdi: Það stakk mig illilega að Stöð 2 er farin að stinga inn auglýsingum í miðja þætti. Þetta er hvimleiður siður og miður ef þetta kemst á. HEILRÆÐI Á heimilunum eru slys á bömum algengust. Unnt hefði verið að komast hjá mörgum þessara slysa með meiri fyrirhyggju og aðgát. Við jólabaksturinn og matseldina verður að gæta þess vel að hræri- vélin sé ekki í gangi og heldur ekki hakkavélin, þurfí að bregða sér frá. Lítil hnáta og lítill hnokki geta sem best klifrað upp á eld- húskollinn og fest litlar hendur í þessum heimilistækjum. Njótum undirbúnings jólanna með slysalausum dögum. Nauðsynlegt að leggja meira til ferðamála HERRAFÖTí ÚRVALI hatUonÍjká Þ&Ö’ Austurstræti 14, s: 12345. Opiðf dag til kl. 16.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.