Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki Forstjóri Lands vir kj unar í bréfi til stjórnar fyrirtæki Tillögur Þjóðhagsst í andstöðu við stjóri Löggiltur endurskoðandi telur atriði í umsögn Þjóðhagsstofnunar röng og sýna skilningsleysi á reikningsskilum Landsvirkjunar Frá því að Steinullarverk- smiðjan á Sauðárkróki tók til starfa á síðasta ári hafa ýmsir erfiðleikar steðjað að rekstrinum. Ofn verk- smiðjunnar reyndist ekki eins og framleiðendur hans höfðu lofað og skaðabæturnar vegna þessa urðu ekki eins miklar og forráðamenn Steinullarverksmiðjunnar höfðu vonað. Og þrátt fyrir að verksmiðjunni hafi tekist vel upp í sölu, í raun betur en áætlað var, og hlotið lof fyrir góða framleiðslu, hefur ekki tekist að renna styrkum stoðum undir reksturinn. Um nokkum tíma hefur verið þrýstingur á ríkisvaldið, sem á 40% af hlutafé, að leggja fram aukið fjármagn til verksmiðjunnar. Iðnaðar- ráðherra hefur nú tekið af skarið og lýst því yfir að hann muni beita sér fyrir því að ríkissjóður leggi fram 24 milljónir króna í aukið hluta- fé, að ákveðnum skilyrðum fullnægðum. Aðrir stærstu hluthafar munu þegar hafa samþykkt að auka hlutafé. Spumingin er sú hvort Steinullarverksmiðjunni tak- ist að uppfylla þau skilyrði sem ráðherra hefur sett. Miklar skuldir hvíla á verk- smiðrjunni og verða forráða- menn hennar að ná nauðungarsamningum við helstu lánardrottnana, og þar er Helsinkibanki stærstur. Hvort þetta tekst á tíminn eftir að leiða í ljós, en á því getur framtíð verksmiðjunn- ar ráðist. Vegna þessara erfíðleika hljóta menn að leiða hugann að því hvernig staðið var að ákvörðun um að reisa stein- ullarverksmiðju á Sauðár- króki. Þar réðu fremur pólitísk sjónarmið en arðsemi og hagkvæmni. Á sínum tíma vöruðu margir, sem vel þekktu til, við því að steinull- arverksmiðja yrði reist á Sauðárkróki — þeir töldu það boma von að slík fjárfesting skilaði arði. Það var ekki síst staðsetningin sem þar skipti máli. Það voru pólitískar for- sendur en ekki mat á arðsemi sem réðu úrslitum og það ekki í fyrsta skipti og því miður líklega ekki í það síðasta. Morgunblaðið er þeirrar skoðunar að ríkis- valdið eigi ekki að taka þátt í atvinnurekstri, sem betur er kominn í höndum einstakl- inga og félagasamtaka þeirra. Dæmin um afleiðing- ar þess, þegar misvitrir stjómmálamenn skipta sér af atvinnulífinu, eru of mörg. Atvinnulífið á Sauðárkróki á mikið undir Steinullarverk- smiðjunni og vonandi leysast þau vandamál sem verk- smiðjan á við að glíma. Af fréttum að dæma er ljóst að Sauðárkróksbær á við veru- legan fjárhagsvanda að stríða. Svo kann að fara að Steinullarverksmiðjan verði þungur baggi á bæjarfélag- inu í stað þess að vera því sú lyftistöng sem vonir stóðu til. Á það hefur verið bent að of snemmt sé að dæma Stein- ullarverksmiðjuna. Fram- leiðsla hófst þar á síðasta ári og eðlilegt sé að fyrirtæki sem þetta þurfi nokkur ár til þess að unnt sé að dæma um, hvort það geti staðið á eigin fótum. Á síðustu misserum hafa orðið stórkostlegar breyting- ar á innlendum fjármagns- markaði í kjölfar aukins fijálsræðis. Þessar breyttu aðstæður hafa knúið menn í atvinnulífinu til að taka upp önnur vinnubrögð. Skilyrði iðnaðarráðherra fyrir auknu hlutafé bendir til þess að menn séu famir að átta sig á því að það dugar ekki leng- ur að setja æ meira fé í rekstur fyrirtækja, sem standa höllum fæti, án þess að aðrar ráðstafanir séu jafn- framt gerðar. Vonandi tekst það í þetta sinn, en óneitan- lega vakna vissar efasemdir þegar slíkir erfiðleikar koma upp svo skömmu eftir að rekstur hefst. FORSTJÓRI Landsvirkjunar tel- ur að Þjóðhagsstofnun hafi í umsögn sinni um hækkunarþörf fyrirtækisins komið fram með tillögur, sem séu í þversögn við þá stefnu, er fram komi í frum- varpi ríkisstjórnarinnar til lánsfjárlaga. Þá hefur löggiltur endurskoðandi, sem Landsvirkj- un leitaði til vegna umsagnar Þjóðhagsstofnunar, lýst sumum atriðum hennar sem röngum og villandi og til marks um að hag- fræðingar fái ekki nægilega menntun í reikningshaldi. Svo sem fram kemur í frétt ann- ars staðar í blaðinu í dag ákvað stjórn Landsvirkjunar í gær, að hækka verð á rafmagni frá Lands- virkjun til almenningsrafveitna um 7,5% frá og með næstu áramótum, en það samsvarar 4,5% hækkun á smásöluverði rafmagns. I fréttatil- kynningu frá Landsvirkjun segir, að rekstraráætlun og gjaldskrá fyr- irtækisins hafí verið endurskoðaðar með hliðsjón af nýgerðum kjara- samningum og þeim verðlagsspám, sem gerðar hafi verið í kjölfar þeirra. Við það sé miðað, að verð- bólga verði ekki meiri en 7-8% á næsta ári og gengi krónunnar verði stöðugt. í lok október s.l. sendi Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkj- unar, Jóni Sigurðssyni, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, bréf, þar sem farið er fram á umsögn stofnunar- innar um þörf Landsvirkjunar fyrir hækkun á gjaldskránni til almenn- ingsrafveitna. í bréfi Halldórs kom fram, að stjóm Landsvirkjunar taldi gjaldskrána þurfa að hækka um 10-16,4% í byijun næsta árs. Fyrri talan gekk út á það, að ná rekstrar- jöfnuði á næsti ári. Hún var miðuð við 14% verðbólgu á þessu ári, 5% verðbólgu á næsta ári og að gengi hækkaði um 2,3% skv. viðskipta- vog, 2,6% miðað við SDR og 3,7% miðað við ECU. Síðari talan var hins vegar byggð á því, að Lands- virkjun næði ekki aðeins rekstrar- jöfnuði heldur einnig greiðslujöfn- uði á árinu 1987. Hinn 3. desember s.l. barst Landsvirkjun umsögn Þjóðhags- stofnunar. Hún var undirrituð af Bolla Þór Bollasyni, aðstoðarfor- stjóri. Þar er að finna þijár athuga- semdir við rekstraráætlun fyrirtækisins og forsendur hennar. Niðurstaða Þjóðhagsstofnunar er sú, að áætluð rekstrarafkoma Landsvirkjunar gefi aðeins tilefni til óverulegrar hækkunar á gjald- Morgunblaðið/Júlíus Geir Freysson afhjúpar bijóstmynd af afa sínum Geir Hallgrímssyni, fyrrverandi borgarsljóra. Davið Oddsson, borgarstjóri, fylgist með. Reykjavíkurborg: Brjóstmynd af Geir Hallgrímssyni afhjúpuð BRJÓSTMYND af Geir Hallgrímssyni, fyrrum borgar- stjóra í Reykjavík , var í gær afhjúpuð í húsakynnum borg- arstjórnar við Pósthússtræti. Myndin er eftir Helga Gíslason, myndhöggvara. Það var ungur dóttursonur Geirs, Geir Freys- son, sem afhjúpaði brjóstmynd- ina, en venja er að borgarstjórn láti gera slíkar myndir af fyrr- verandi borgarstjórum. Bijóstmyndin af Geir Hall- gn'mssyni var afhjúpuð að við- stöddum gestum, flestum tengdum borginni og borgar- stjórn. Davíð Oddsson, borgar- stjóri, bauð gesti velkomna og flutti stutt ávarp fyrir athöfnina. Hann sagði meðal annars, að Geir hefði verið mjög virtur og afkastamikill sem borgarstjóri og hefði hann fylgzt betur með borg- armálunum, en flestir hefðu talið að unnt væri. Hann hefði meðal annars átt mestan heiður af því að gera Reykjavík að borg, sem bæri nafn með rentu. Reykjavík hefði reyndar verið gerð að borg samkyæmt lögum árið 1962, en án framtaks Geirs hefði hún tæp- lega risið undir því nafni. Sem dæmi um þá virðingu,. sem Geir naut sem borgarstjóri, gat Davíð Oddsson þess, að enginn annar hefði fengið jafnmikinn hluta at- kvæða í prófkjöri og Geir, er hann var í framboði í borgarstjómartíð sinm. Eftir að bijóstmyndin hafði verið afhjúpuð, þakkaði Geir Hallgrímsson þá virðingu, sem honum væri sýnd með þessu. Þá gat Geir þess, að frá borgarstjóra- tíð sinni ætti hann margar góðar og ánægjulegar minningar. Hann teldi borgarráð ætíð hafa unnið mikið og happasælt starf og þar hefðu samheijar og mótheijar lagt hart að sér til að finna beztu lausnina á viðfangsefnunum. Geir sagði, að koma sín í þetta hús- næði vekti með sér mjög góðar minningar og gaman væri að end- umýja kynni sín við listaverkin á staðnum, en á bak við þau sum hver lægju skemmtilegar sögur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.