Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 Afmæliskveðja: Arni Kristjánsson píanóleikari Árni Kristjánsson og kona hans, Anna Steingrímsdóttir, í samkvæmi með Erling Blöndal Bengtsson. Eftir langa göngu er gott að á um stund, huga að hversu miðað hefur, gá til veðurs og velja bestu leiðina fyrir næsta áfanga. Einn þeirra manna sem nú æir um stund og hyggur að mal sínum, er Ami Kristjánsson píanóleikari en í dag hefur hann lagt að baki áttatíu ár. Frá Grund í Eyjafírði, með við- komu á Akureyri, er hann sextán ára að aldri kominn út í heim, stað- ráðinn í að nema píanóleik. Hvað rekur ungan svein út í slíkt ævin- týri ef það er ekki kall huldukon- unnar. Hún fælir frá honum allan ótta og fyllir hann óskammfeilni hins grandalausa. Óboðinn knýr hann dyra hjá frægasta kennara Berlínar og er Scharwenka skilur að þessi farandsveinn er kominn alla leið frá Últíma Túle, býður hann gestinum inn. Tíu árum síðar (1933) er Ámi kominn heim, til að miðla því sem hann hefur lært. Hann veit að heima bíður fólk hans með spum í svip og fróðleiksþorsta. Nú vita menn hvert erindi hans var og hafa tekið mið af lærdómi hans pg hann sjálfan sér til fyrirmyndar. í því fmmræktarstarfi að kenna íslendingum umgengni við agaða fegurð hins klassíska tónmáls, naut hann samfylgdar margra mætra manna, manna eins og Páls ísólfs- sonar orgelleikara, Bjöms Ólafsson- ar fiðluleikara, Heinz Edelsteins sellóleikara og hugsjónarmannsins Ragnars Jónssonar, svo nokkrir séu nefndir af fmmræktendum íslenskrar tónmenntar. í samstarfi þessara manna er stór saga, sem því miður hefur ekki nema að litlu leiti verið skrásett. Ytri umgerð starfssögu Áma Kristjánssonar er sú að hann starfaði sem kennari og skólastjóri við Tónlistarskólann í Reykjavík í rúman aldarfjórðung og síðar sem tónlistarstjóri Ríkisút- varpsins um sextán ára skeið. Þar til viðbótar hefur hann gegnt ýms- um trúnaðarstörfum en síðast en ekki síst leikið fyrir okkur íslend- inga tónverk meistaranna og þar í fólginn dýrasti hluti starfsævi hans. Enn er Ámi að starfi en 1983 hafði hann kennt við Tónlistarskólann í 50 ár. Þeir sem hafa notið leiðsagn- ar hans muna hann sem andríkan og gáfaðan listamann er miðlaði ekki aðeins kunnáttu sinni, heldur beindi einnig sjónum manna að tign og fegurð listarinnar. í nýútkominni bók, sem hefur að geyma nokkur greinarkom, er Ami hefur sett sam- an á síðari ámm við ýmis tækifæri, má finna þann einlæga og hrif- næma svein er forðum svaraði kalli álfkonunnar. í fyrsta kafla bókarinnar, er ber yfirskriftina „Hvað ertu tónlist?", lýsir Ámi í raun sjálfum sér og því dýrmæti er hann hefur sótt í sjóði listarinnar. „Allar listgreinar eru skyldar og sprottnar af sömu rót í myrkviðum mannsálarinnar. Listhvötin, tján- ingarhvötin leitar upp og fram í ljós meðvitundarinnar. Einn tjáir sig í tónum, annar í orðum, hinn þriðji í myndum, en alls staðar slær strengjunum saman: í tónlistar- manninum býr málari eða ljóða- smiður, í skáldinu tónlistarmaður, í myndlistarmanninum byggingar- meistari og skáld o.s.frv. I hveijum áheyranda, sem móttækilegur er fyrir tónlist, bifa margir strengir, er hann hlustar á sinfóníu leikna, eða sónötu, eða fúgu svo nefnd séu aðalform „hreinnar" tónlistar, sem svo er kölluð, hvað þá, ef tónlistin er ljóðræns eðlis eða hermitónlist. Enginn skyldi halda að nokkur tón- elskur hlustandi geti notið tónlistar einvörðungu sem leiks með form og tónahjaldur. Snerti hún hann í sannleika, lifna margslungnar til- fínningar í undirvitund hans og laða fram hugsanir, taka á sig myndir. Það vakna af gleymsku dularfullar kenndir, — og tíminn hverfur hon- um meðan hann hlustar í algleymi." Vert er að minnast orða Emst Theodors Hoffmanns, er var jafn hagur á tóna og orð, en hann spyr: „Er tónlist ekki hið leyndardóms- fulla tungumál Qarlægra æðri heima, þar sem undursamleg hrynj- andi þessa guðamáls nær að bergmála í sálum okkar og vekur mönnum löngun til háleitara og mikilfenglegra lífs?“ Víst var það bjargföst trú á fræðsluöldinni, að með því að efla með mönnum þekk- ingu, yrði heimurinn frelsaður undan illræði og miskunnarlausu ranglæti fáfræðinnar. Nú efast menn að þekkingin verði hjálpræði mannsins og sjá það skýrar en nokkru sinni fyrr, að fagurt mannlíf á sér einnig aðrar uppsprettur er liggja í djúpum tilfinninganna, en í þeirri kviku er allur gróður við- kvæmur, svo að gæta verður þess vandlega að ekki sé þar sáð illu sæði. „Sáðmaður gekk út að sá“ stendur skrifað og sú saga á vel við ævistarf Áma Kristjánssonar, og hann hefur sáð í fijóa jörð. Starf hans hefur ávaxtast og margfaldast og er hann nú hyggur að mal sínum, ásamt fjölskyldu sinni, sér hann að vel hefur honum dugað nesti það er hann hafði með sér að heiman fyrir langa löngu og að enn mun það duga honum dijúgan spölinn framundan. Undirritaður óskar Árna og fjölskyldu hans til ham- ingju en hann dvelur nú hjá dóttur sinni, Kristínu, er býr á Spáni. Heimilisfangið er: Kristín Ámadóttir, Gran via de Carlos III., 61, at 2°, Barcelona 08028, Espána. Jón Ásgeirsson í dag, 17. desember, er kennari minn Ámi Kristjánsson píanóleikari 80 ára. Við þau tímamót í ævi hans leitar hugur minn aftur í tímann eða allt til ársins 1945. Mikill ljómi er yfir þeim haust- dögum er við hófum píanónám hjá Áma við Tónlistarskólann í Reykjavík. Kennslustundir hans vom okkur mikil opinberun. í tímunum sat Ámi gjaman við hlið okkar og lék verkið með okkur á efri hluta hljómborðsins, meðan við vorum að komast í gegnum það. Ég man hve hugur minn var bund- inn við leik hans, — mér fannst eins og ég sæi inn í ókunna veröld, svo mjög lifnaði verkið í höndum hans. Þar næst reyndi hann að fá hvem nemanda til þess að túlka verkin á sinn eigin persónulega hátt, þar sem forskrift tónskáldsins var höfð að leiðarljósi. Hvert styrkleikatákn gat ekki verið satt í flutningi okkar nema við fyndum það þannig innra með okkur. Ámi gerði sér einnig far um að glæða tilfínningu okkar fyrir öðmm listum jafnframt þvf, sem hann ræddi við okkur um lífið og tilgang þess. Árni Kristjánsson, píanó- leikari, er áttræður í dag. í tilefni af afmæli hans gaf Almenna bókafélagið út greinasafn, sem Ámi segir vera samtíning um tónlist og tónlistarmenn. ~ Heiti bókarinnar er: „Hvað ertu tónlist?" Hér á eftir fer kafli úr bókinni er Ámi nefnir „Með Wagner í Bayreuth": Með Wagner í Bayreuth Á hallanda sumri ár hvert, þegar skógurinn dökknar og vínviðurinn vefur sig um hæðir FYankalandsins, skrýðist einnig Bayreuth, borgin milli hæðanna við upptök Main- elfar, sínu bezta skrúði og heldur hátíð, sem um skeið breytir þessum litla kyrrláta bæ í höfuðborg tónlist- arlífsins í Evrópu. Gestir og gángandi streyma pángao ur ollum áttum, músíkantar af öllu Þýzka- landi, hljóðfæraleikarar með gígjur sínar, lúðra og hljóðpípur, söngvar- ar og sviðsstjórar, tæknimeistarar, trúðar, leikarar og aðrir listarinnar þjónar, fréttamenn og ferðamenn, sem koma unnvörpum til þess að sameinast undir merki meistarans, er stofnsetti hér á þessum stað þýzkt þjóðleikhús fyrir rúmum hundrað árum. Öll borgin verður iðandi af lífí. Ibúamir, sem hversdagslega sýsla við störf sín í kyrrþey, snúast nú um framandi gesti úr nýja og gamla heiminum, en loftið fyllist kliði ólfk- ustu tungumála, er brotna hvert við annars hreim í margvíslegum blæbrigðum — í gistihúsum og á götum úti. Wagner — þetta orð eiga allar tungur sameiginlegt, þótt hver kveði að því á sinn hátt — Wagner er sameiningartákn allra, er hingað sækja. Bayreuth er borg Richards Wagners og virki listar hans. Hér fann þessi órólegi andi loks sama- stað eftir stormasamt líf, löngum í útlegð frá föðurlandi sínu, hér stendur hús hans Wahnfried, „wo mein Wáhnen Frieden fand“, eins og hann lét letra á framhlið þess, — hér lagði hann grundvöll að frama sínum og veraldarfrægð, og hér — í grænum lundi að baki húss síns, var hann liðinn lagður í mold. Niðjar hans hafa búið í Bayreuth eftir hans dag og hldið heiðri hans hátt á loft: fyrst Siegfried sonur hans, sem tók við arfínum ásamt móður sinni Cosimu, dóttur Liszts — en hún var lengi æðsti prestur í musterinu — og síðar synir Sieg- frieds tveir, Wieland og Wolfgang, og þeirra móðir Winifred. Wieland er nú allur, en Wolfgang lifir og stjómar leiksýningum f Festspiel- haus. í meir en níu áratugi hefir „goðið í Bayreuth" — eins og De- bussy kallar Wagner — setið þar á stalli og laðað til sín pílagríma hvað- anæva svo þúsundum skiptir, er koma þangað yfír lönd og höf á hveiju sumri til að njóta Iistar hans, dýrka hann og vegsama. Hér, í Bayreuth, rættust draumar Richanls Wagners. Draumar Wagn- ers? Já, Wagner dreymdi stóra drauma: — um nýtt samfélag, nýja menningu, nýtt líf og nýja list, nýtt leikhús handa þjóðinni í andstöðu við hirðleikhús þeirra tíma, og hann boðaði hugsjónir sínar í ræðu og riti, en einkum þó í söngleikum sfnum, sem áttu að vera fyrirmynd- ir eða frummyndir af listaverkum framtíðarinnar og jafnframt magn- aðar hugvekjur til nýrra lífsskoð- ana. „Der Ring des Nibelungen" eða „Niflungahringurinn" er ekki einasta mesta verk Wagners að fyrirferð, þessi fjórleikur er hans heimsmyndunarsaga og lífstjátn- ing. Dramað — goðsögnin var hans heimur. „Helgasta köllun manns- ins“ — sagði hann — „er listin, en æðsa takmark listarinnar er dram- að.“ Dramað, þ.e. músíkdrama Wagners, sem svo hefir verið kall- að, „hið nýja listaverk", á að verða til fyrir samverkan allra listgreina. Heitið „músík-drama“ taldi hann síður en svo vera réttnefni: — sagði það valið verkum sínum til hnjóðs af óvinveittum gagnrýnendum. Hér geti ekki verið um neinn sjónleik eða drama að ræða, eins og nafnið feli í sér, slíkt heiti gæti í hæsta lagi átt við um þann óskapnað söng- listarinnar, sem ber hið fáránlega nafn „ópera" — söngleikaform, sem teygði dramað og togaði á alla lund til að samþýðast tónlistinni — form sem Wagner fyrirleit og vildi feigt. En músíkin, sú list, sem kennd er við listagyðjumar eða músumar, skyldi á ný hefjast til síns foma vegs og binda í sér söng, póesíu, Ieik og látbragðslist í einu samfelldu listaverki eða hljómandi sjónarspili. tónlistin var upphaf dramans — sagði Wagner — óg það á hún aft- ur að verða. „Hún er hvorki fylgi- kona þess né frilla, hún er þess móðir. Hún hljómar, og það, sem hún hljómar, verður yður augum ljóst á leiksviðinu —en hvað hún er, getið þér aðeins rennt grun í; þessvegna birtist hún yður í líking- um á leiksviðinu, líkt og þegar móðir lýkur upp leyndardómum trú- arinnar fyrir bömum sínum með því að segja þeim helgisögur." ... „Ég vildi helzt mega lýsa sjón- leikum mínum sem sýnilegum athöfnum tónlistarinnar sjálfrar," sagði hann ennfremur. „Búhnen- Festel", þ.e. „Hátíðarsjónleikur" var það heiti, er hann að lokum kaus „Hringnum", þegar hann bauð til fyrstu hátíðarinnar í Festspiel- haus í Bayreuth árið 1876. Wagner hafði lengi dreymt um hið nýja hátíðarleikhús sitt, hina nýju Wartburg, nýju Akropólís, þaðan sem rödd hans skyldi hljóma um veröld víða. Og það skyldi standa á leyndum stað í Braga- lundi, langt úr alfaraleið veraldar- hyggjunnar, því að hann hugsaði sér hátíðarsýningar sínar sem n.k. launhelgar í nýjum anda. Hann lýsti því þannig: „Leikhúsið á að standa á hæð og sjást langt að. Þangað á fólk að flykkjast úr öllu landinu og leita sér sálubótar í samneyti við fegurð háleitrar og skýrrar listar. Aðeins hið bezta á að vera á boðstól- um og flutt á því samboðinn hátt. Þjóðin á sjálf að efna til listahátfð- arinnar, og skal einskis endurgjalds krafizt." Bayreuth varð fyrir valinu, og var leikhúsið reist þar á grænni hæð í hinu fegursta umhverfi með til- styrk góðra manna undir forystu vinar Wagners og velunnara, Lúðvíks II Bæjarakonungs. Og í Bayreuth lét Wagner lúðra gjalla og kveðja saman þýzka þjóð 1876, um líkt leyti og minnzt var á Fróni með þjóðhátfð íslands þúsund ára. Einnig hin þýzka þjóð gat þá minnzt síns uppruna og sameðlis sem einn- ar örlagaheildar. í fjarvídd goð- sagnarinnar, eða í ljósi þeirrar heimsmyndunarsögu, sem Wagner rakti í fjórum ginnmögnuðum sjón- arspilum, studdum þeim fomu fræðum, sem skráð em í Eddu og sögum okkar lands, mátti þjóð hans sjá sjálfa sig sem í skuggsjá og kanna rök mannlegrar tilveru sinnar. „Niflungahringurinn" hljómaði hér í Bayreuth í fyrsta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.