Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 37 sins: ofnunar eru larstefnuna skrá til almenningsrafveitna. í fyrstu athugasemd Þjóðhagsstofn- unar við áætlun Landsvirkjunar segir, að gert sé ráð fyrir 50 milljón- um króna til að mæta ófyrirséðum olíukostnaði, ef bilun verði á ra- forkukerfi hennar. Þessi liður valdi hækkun rekstrar- og viðhaldskostn- aðar um 20%, en án hans væri hækkunin 12%. Telur Þjóðhags- stofnun eðlilegra, að þessi þáttur valdi ekki hækkun raforkuverðs fyrr en kostnaður fellur til. Að te- knu tilliti til þessa þurfi gjaldskrá ekki að hækka nema um innan við 1% til að ná rekstraijöfnuði. Önnur athugasemd Þjóðhags- stofnunar varðar greiðslujöfnuðinn. Þar segir, að áætlun Landsvirkjun- ar geri ráð fyrir því, að reksturinn standi undir eridurgreiðslu á 5% af skuldum fyrirtækisins. í því felist að Landsvirkjun hyggist greiða langtímalán sín á 20 árum, sem sé mun skemmri tími en líklegur end- ingartími þeirra eigna, sem fjár- magnaðar hafi verið með þessum lánum. Þessi gjaldskrárstefna bæti eiginfjárstöðu fyrirtækisins veru- lega á komandi árum. Til marks um áhrif þessa á hækkunarþörf Landsvirkjunar megi nefna, að unnt sé að ná greiðslujöfnuði á árinu 1987, án hækkunar á gjaldskrá, með því að fresta nálægt 300 millj- óna króna afborgomum af lánum frá því sem gert sé ráð fyrir í áætl- unum fyrirtækisins. Þrátt fyrir þetta stæði reksturinn undir endur- greiðslu á tæplega 4% af skuldum fyrirtækisins, sem þýddi að endur- greiðslutími langtímalána yrði 26 ár. Þjóðhagsstofnun telji rétt að vekja athygli á þessu atriði, þar sem það hljóti að koma til álita þegar hækkunarþörfin sé metin hverju sinni. Loks er í umsögn Þjóðhagsstofn- unar gerð athugasemd við gjald- færslu afskrifta og vaxta í áætlun Landsvirkjunar, en þessir rekstrar- liðir nema nálægt 80% af heildar- gjöldum í áætluninni fyrir árið 1987. Umsögn Þjóðhagsstofnunar var lögð fyrir stjóm Landsvirkjunar hinn 4. desember s.l. Jafnframt var lagt fyrir stjórnina bréf frá Halld- óri Jónatanssyni, forstjóra, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við umsögnina. Um fýrstu athugasemd Þjóðhagsstofnunar segir Halldór, að umræddar 50 milljónir króna séu ekki eingöngu vegna ófyrirséðs olíukostnaðar, heldur aðeins helm- ingurinn af þeirri fjárhæð. Að öðru leyti sé um að ræða fjárhæð vegna alls annars ófyrirséðs kostnaðar. Umræddar 50 millj. kr. nemi ekki nema 1,5% af öllum rekstrargjöld- um Landsvirkjunar og upphæðin sé ekki hærri en í fyrri áætlunum fyrir- tækisins. Telur forstjórinn, að það væri hreint ábyrgðarleysi að fylgja ráði Þjóðhagsstofnunar og taka ófyrirséðan kostnað ekki með í áætlunina fyrr en hann er orðinn að veruleika. Um aðra athugasemd Þjóðhags- stofnunar segir Halldór Jónatans- son, að það sé hægara sagt en gert að fresta afborgunum á næsta ári um 300 millj. kr. Hér sé í fyrsta lagi um að ræða hugmyndir er gangi gegn stefnu stjórnar Lands- virkjunar um endurgreiðslu langtí- malána og feli þær í sér hvatningu um aukningu erlendra lántaka um 300 millj. kr. á næsta ári. Orðrétt segir forstjórinn: „Erfitt er að hugsa sé að fara með umræddan endurgreiðslutíma úr 20 árum í 26, þar sem það mundi auka mjög á lánabyrði LV [Landsvirkjunar] til lengri tíma litið og vera í bága við lagaákvæði um að lántökur vegna framkvæmda eigi ekki að vera meiri en góðu hófi gegni og taka eigi mið af því sjónarmiði við ák- vörðun á rafmagnsverði LV, sem Þjóðhagsstofnun ber lögum sam- kvæmt að hafa að leiðarljósi í umsögn sinni um hækkunárþörfina. Þá eru auknar láritökur á næsta ári í þversögn við þá stefnu ríkisstjórn- arinnar sem kemur fram í láns- fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1987, þar sem lántökuheimild LV vegna virkjunarframkvæmda 1987 er skorin niður úr 550 m. kr. í 400 m.kr. eða um 150 m.kr., sem LV er gert að mæta með fé úr rekstri. Er ekkert vikið að þessum viðhorf- um í umsögn Þjóðhagsstofnunar, heldur látið eins og þetta vandamál sé ekki fyrir hendi, þótt á það hafí verið bent í bréfi LV til stofnunar- innar frá 30. október s.l.“ Síðan segir fortjóri Landsvirkjun- ar í bréfinu: „Miðað við áætlað verðlag á næsta ári og að viðbætt- um kostnaði við kerfiráð eru umræddar 150 m.kr. alls 185 m.kr. Þá er greiðsluhallinn án gjaldskrár- hækkunar áætlaður 345 m.kr. en ekki 300 m. kr. og er því alls um 530 m.kr. að ræða sem fjármagna þyrfti með lántökum á næsta ári umfram lántökuheimildir sam- kvæmt lánsfjárlagafrumvarpinu og/eða með fé úr rekstri 1987 að viðbættri sjóðseign í lok 1986.“ Loks gagnrýnir forstjórinn tillög- ur Þjóðhagsstofnunar um nýjar reikningsskilaaðferðir. Telur hann þær fara í bága við lög um Lands- virkjun og venjur, sem fram að þessu hafí ekki verið véfengdar af ábyrgum aðilum. í lok bréfsins leggur Halldór Jón- atansson til að gjaldskrá Lands- virkjunar verði hækkuð um 10% frá áramótum. „í mínum huga breytir umsögn Þjóðhagsstofnunar hér engu um,“ segir hann, „en með hliðsjón af því hve hækkunarþörfin fær þar dræmar undirtektir og hve mikil hækkun er af þjóðfélagsá- stæðum óhenpileg eins og á stendur leyfí ég mér aö 'eggja til að stað- næmst verði við 10% gjaldskrár- hækkun." Halldór segir, að um lágmarkshækkun sé að ræða, sem geri lítið meira en vega upp á móti óhagstæðri verðlags- og gengis- „ þróun á þessu ári miðað við þær forsendur sem gefnar voru er gjald- skrá Landsvirkjunar var lækkuð um 10% 1. mars s.l. Loks er þess að geta, að Lands- virkjun leitaði eftir áliti Stefáns Svavarssonar, löggilts endurskoð- anda, á umsögn Þjóðhagsstofnunar. í bréfí sem hann ritaði Landsvirkjun hinn 5. desember s.l. segir hann m.a., að umsögn stofnunarinnar um afskriftir, vexti og eiginíjáraukn- ingu Landsvirkjunar sé „alveg dæmalaus". Hann segir, að bæði sé umræða um afskriftir í sam- bandi við greiðsluafkomu fyrirtæk- isins röng og eins hitt, að samanburður stofnunarinnar á breytingum á eigin fé Landsvirkjun- ar s.l. 15 ár og afkomu hennar á sama tímabili, lýsi miklu skilnings- leysi á reikningsskilum fyrirtækis- ins. í lok álitsgerðarinnar segir Stef- án: „Eftir lestur þessarar umsagnar [Þjóðhagsstofnunar] er ég sann- færðari en áður um það, að hinn þekkti hagfræðingur Kenneth E. Boulding hafði rétt fyrir sér þegar hann hélt því fram í gagnmerkri grein ..., að hagfræðingar fengju ekki nægilega menntun í reiknings- haldi og það taldi hann „deplorable" [harmsefni]... Mér virðist að honum hafi láðst að taka fram, að það gæti líka verið hættulegt." Ragnar Kjartansson fyrrv. stjórnarformaður Hafskips: íhugar að óska eftir opin- berri rannsókn á rann- sókn Hafskipsmálsins Hefur sent saksóknara ríkisins 180 blaðsíðna skýrslu RAGNAR Kjartansson, fyrrver- andi stjórnarformaður Hafskips lif., og lögmenn eru með í athug- un, hvort óska eigi eftir opin- berri rannsókn á rannsókn Hafskipsmálsins, en í fréttatil- kynningu sem Ragnar sendi frá sér í gær segir hann rannsóknina einkennast af óskiljanlegum keðjuverkandi mistökum rann- sóknaraðila: Hér fer á eftir fréttatilkynningin, sem Ragnar Kjartansson sendi frá sér í gær: „Lögmaður Ragnars Kjartans- sonar, fyrrv. stjómarformanns Hafskips hf., hefír afhent saksókn- ara ríkisins 180 blaðsíðna skýrslu sem Ragnar hefur tekið saman um rannsóknarmeðferð Hafskipsmáls- ins og gagnrýnisverða þætti í henni. Með skýrslunni fylgja marghátt- uð fylgiskjöl til skýringar á u.þ.b. 200 blaðsíðum, auk greinargerða og bóka, þar með talin bókin „Ship’s Value“ eftir Kaj Pineus, þekktan, erlendan sérfræðing á sviði skipa- mata, en verðmætamat á skipum Hafskips er einmitt meðal þess sem tekist hefur verið á um í rannsókn- armeðferð málsins. Meðal fylgi- skjala með skýrslunni eru minnisblöð vegna upplýsingaviðtala við 17 af fyrrverandi samstarfs- mönnum hjá Hafskip hf., sem allir gegndu ábyrgðarstöðum hjá félag- inu, hérlendis eða erlendis. Rann- sóknarskýrslur voru ekki teknar af 9 þessara 17 yfirmanna hjá félaginu og óverulegar skýrslur voru teknar af 4 þeirra. Athygli vekur hvemig staðið var að vali starfsmanna Haf- skips hf. til skýrslutöku í þessu yfírgripsmikla máli. Meginkaflar skýrslunnar eru 12 talsins og tekið er á meintum ávirð- ingum og sakargiftum málsins og fjallað er mun ítarlegar en í fyrri skýrslu Ragnars Kjartanssonar, frá 30. september 1986, um einstök rannsóknarmistök skiptaráðend- anna í Reykjavík, ráðgjafa þeirra hjá N. Manscher hf. og Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Dregin eru saman í lok hvers kafla helstu atriði sem talin eru ámælisverð í rannsóknarmeðferð- inni. Þau em nær 200 talsins. Svo virðist sem mörg þeirra atriða geti brotið í bága við fyrirmæli í lögum um meðferð opinberra mála þar sem rannsóknaraðilum er uppálagt að rannsaka jöfnum höndum atriði sem benda til sektar og sakleysis. Til viðbótar þessari skýrslu er nú hafínn undirbúningur að ítar- legri úttekt á umfjöllun íjölmiðla um Hafskipsmálið og áhrifum henn- SAUÐFJÁRBÆNDUR eiga rétt á dráttarvöxtum frá sláturleyfis- höfum vegna greiðsludráttar á innlögðum sauðfjárafurðum í haust, að áliti lögfræðinga sem alþingismenn leituðu til við setn- ingu búvörulaganna vorið 1985. Lokagreiðsla fyrir innlagðar sauðfjárafurðir átti að fara fram í fyrradag, en bændur hafa enn ekki fengið peninga sína. í áliti lögfræðinganna, Jóns Þor- steinssonar, Benedikts Blöndals og Gauks Jörundssonar, segir að ef afurðastöð inni ekki iögmæltar greiðslur af hendi á réttum gjald- daga, beri henni að greiða framleið- ar á rannsóknarmeðferð þess. Ennfremur verður umfjöllun Al- þingis um málið athuguð með hliðstæðum hætti, m.a. með hliðsjón af meintum pólitískum áhrifum á framgang málsins í Skiptarétti Reykjavíkur og hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Sérfræðingar á sviði fjölmiðlunar og réttarfars verða fengnir til að leggja mat á þessi atriði. Skýrsluhöfundur og lögmenn hafa nú til athugunar hvort ekki verði óskað eftir opinberri rannsókn á rannsóknarmeðferð Hafskips- málsins, m.a. á grundvelli skýrsl- unnar, en talið er að rannsóknarfer- ill málsins einkennist af óskiljanlegum keðjuverkandi mis- tökum rannsóknaraðila.“ anda dráttarvexti með sama hætti og tíðkast í verslunarviðskiptum. Jóhannes Kristjánsson á Höfða- brekku, formaður Landsamtaka sauðfjárbænda, sagði að þessi dráttur á greiðslum kæmi sauð- fjárbændum afar illa. Menn treystu á greiðslurnar 15. desember og miðuðu ijárhagsskuldbindingar sínar við þær. Nú fengju þeir drátt- arvexti á skuldir sínar og teldu sig eiga bakkröfur á sláturleyfíshafana vegna vanskila þeirra. Ýmsar ástæður væru fyrir því að greiðsl- umar hefðu dregist en ekki væri hægt að hafa bændur fyrir blóra- böggul í því efni. Sauðfjárbændur eiga rétt á dráttarvöxtum - segja lögfræðingar sem alþingis- menn leituðu til Heilbrigði fyrir alla árið 2000 Opið bréf til ríkisstjórnar og al- þingismanna um heilsuvernd og nauðsyn á að draga úr heildar- neyslu áfengis Heilsuvemd, sem byggir á holl- um lífsvenjum, er grundvöllur heilbrigðis og langlífís. Alþjóða- heilbrigðisstofnunin hefur lagt fram stefnuskrá þar sem bent er á markmið og leiðir til þess að stuðla að heilbrigði fyrir alla árið 2000. Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt þessa stefnuskrá. Með- al þeirra markmiða, sem stofnunin telur nauðsynlegt að ná, er að fyrir þann tíma hafí allar þjóðir minnkað heildaráfengisneyslu sína um a.m.k. fjórðung. Ástæða þessa er sú að öll vandamál, sem tengjast áfengi, vaxa margfalt með aukinni heild- ameyslu. Áfengissýkin er aðeins einn þáttur þessara vandamála. Aðrir sjúkdómar fólks á starfs- aldri eiga að verulegu leyti rót sina að rekja til ofnotkunar áfeng- is. Sama er að segja um slys. Hvort tveggja veldur þjáningu og örorku, auknum kostnaði við heil- brigðisþjónustu og meiri dánarlík- um. Lítill vafí er á að aukin áfengisneysla á sinn þátt í vax- andi kostnaði við heilbrigðisþjón- ustu á undanförnum aldarfjórð- ungi. I umræðum um ólögleg vímu- efni gleymist alltof oft að leggja áherslu á, að áfengisnotkun er jafnan samfara notkun þeirra. Áfengisneysla er og í flestum til- vikum undanfari annarrar vímu- efnanotkunar. Félagslegar afleiðingar ofnotk- unar áfengis em ekki síður uggvænlegar og aukast einnig margfalt með vaxandi heildar- neyslu. Hér má minna á vinnutap og heimilisböl ýmis konar, s.s. hjónaskilnaði, ofbeldi á heimilum, andlegar og líkamlegar misþyrm- ingar á maka og börnum. Enn- fremur ber að minna á hættuna, sem stafar af ölvunarakstri og ýmissi annarri óábyrgri hegðun, sem leiðir af því að áfengi slævir dómgreind manna. Annað og oft óviðkomandi fólk getur þannig verið í verulegri hættu. Sérstök ástæða er til þess að minna á, að samfara ölvun er tíðni tilviljunarkenndra eða óráðgerðra kynmaka mun meiri en ella. Af þessu kunna að hljótast alvarlegir sjúkdómar, sem geta verið ban- vænir. Með hliðsjón af framansögðu viljum við undirritaðir hér með skora á ráðherra og aðra alþingis- menn að gera það sem í þeirra valdi stendur til að draga úr fram- boði áfengis og eftirspum eftir því þannig að heildamotkun þess minnki hér á landi í samræmi við markmið Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar. Með mikilli virðingu, Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, Asmundur Brekkan, forseti jæknadeildar HÍ, Björn Önundarson, tryggingayfirlæknir, Gunnlaugur Geirsson, prófessor í réttarlæknis- fræði, Hrafn Tulinius, prófessor í heilbrigðisfræði, Þórður Harðarson, prófessor í lyflæknisfræði, Ólafur Ólafsson, Iandlæknir, Haukur Þórðarson, formaður Læknafélags ís- lands, Gunnar Þór Jónsson, prófessor í slysalækningum, Hjalti Þórarinsson, prófessorí handlæknisfræði, Tómas Helgason, prófessor í geðlæknisfræði, Þorkell Jóhannesson, prófessor í lyfjafræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.