Morgunblaðið - 17.12.1986, Page 70

Morgunblaðið - 17.12.1986, Page 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 Zurbriggen enn í efsta sæti • Pirmin Zurbriggen er nú efstur f heimsbikarnum f alpagreinum. Hann er líklegur til að verða meistari því hann er jafnvígur á allar fjórar greinarnar, brun, risastórsvig, stórsvig og svig. MIKIL spenna er nú á toppnum f kalraflokki heimsbikarsins í alpagreinum. Keppt var tvívegis í stórsvigi um sfðustu helgi og f gœr var keppt f svigi. Zurbriggen er nú efstur með 105 stig en fast á hæla honum koma Markus Wasmaeier og ný ftölsk stjarna, Richard Pramotton, með 93 stig. Ingemar Stenmark er f fjórða sæti með 67 stig. í svigkeppninni sem fram fór í Madonna di Campiglio á Ítalíu í gær sigraði áður óþekktur ítali, Ivano Edalini, í fyrsta sinn í heims- bikarnum. Ingemar Stenmark, Svíþjóð, var annar 0,19 sekúndum á eftir. Joel Gaspoz, sem sigraði í stórsviginu sem fram fór á sama staða á sunnudaginn, varð þriðji. Zurbriggen nældi sér í dýrmæt stig með því að ná 8. sæti. Svig- brautirnar voru mjög erfiðar og féllu margir úr keppni. I stórsviginu á sunnudaginn sigraði Svisslendingurinn, Joel Gaspoz. Pramotton frá Ítalíu, sem komið hefur mjög á óvart í vetur, varð annar og Markhus Wasmaier, V-Þýskalandi, þriðji. Zurbriggen varð fjórði og Ingemar Stenmark í sjoundi. ítalir urðu í þremur efstu sætun- um í stórsviginu á sama stað á laugardaginn. Pramotton varð fyrstur, Alberto Tomba í öðru og Oswald Toetsch í þriðja sæti. Ingemar Stenmark náði besta brautartímanum í seinni ferð og varð fjórði. Staðan í heimsbikarnum er nú þessi: Pirmin Zurbriggen, Sviss 105 Markus Wasmaier, V-Þýskalandi 93 Richard Pramotton, italíu 93 Ingemar Stenmark, Svíþjóð 67 Joel Gaspoz, Sviss 63 PeterMUIIer, Sviss 62 Pranz Heinzer, Sviss 51 Leonard Stock, Austurriki 43 Robert Eriacher, italfu 42 Hubert Strolz, Austurríki 39 Næsta mót verður stórsvig sem fram fer í Kranjska Gora í Júgó- slavíu á föstudaginn. Skíði: Svissneskar í sérflokki - Walliser með afgerandi forystu MARIA Walliser, Sviss, hefur tekið afgerandi forystu i heims- bikarnum f kvennaflokki alpa- greina. Hún hefur nú 85 stig, en síðan kemur landa hennar, Schneider, með 61 stig. Sviss- nesku skíðakonurnar hafa verið í nokkrum sórflokki það sem af er vetri. Walliser sigraði í fyrsta risa- stórsvigi vetrarins sem fram fór í Vald D'lsere í Frakklandi á sunnu- daginn. Catherine Quittet, Frakkl- andi, varð önnur og síðan komu tvær svissneskar stúikur, Vreni Schneider og Michela Figini. Laurie Graham frá Kanada sigr- aði nokkuð óvænt í bruni á sama stað á laugardaginn. Hún fór brautina á 1.26,42 mínútum. María Wailiser varð önnur á 1.27,14 og Gatherine Quittet þriðja á 1.27,45 mínútum. Staðan í heimsbikarnum í kvennafiokki er nú þessi: Maria Walliser, Sviss 85 Vreni Schneider, Sviss 61 Erika Hess, Sviss 51 Catherine Quittet, Frakklandi 51 Michela Figini,Sviss 49 Michaela Gerg, V-Þýskalandi 47 Lauríe Graham, Kanada 36 Tamara Makinney, Bandarfkjunum 36 Mateja Svet, Júgóslavfu 36 Corinne Schmidhauser, Sviss 33 Konurnar keppa í svigi á Ítalíu í dag. Ekki er búist við að Maria Walliser, sem hefur forystu í heimsbikarnum, verði með þar. Hennar sérgreinar eru brun, risa- stórsvig og stórsvig. Sund: Mörg met slegin MÖRG met voru setgin f sundinu á innanfélagsmóti Aspar og Ægis sem fram fór í Sundhöllinni fyrir skömmu. Þrjú íslandsmet og tvö unglingamet voru sett á þessu' móti Sigrún Huld Rafnsdóttir setti íslandsmet í 100 metra bringu- sundi er hún synti á 1:36.3 mín og einnig í 100 metra skriðsundi en þar synti hún á 1:22.3 mínútum. Sigrún er í Ösp. Sveit Ægis setti íslandsmet í Handknattleikur: Leika Víkingar báða leikina íHöllinni? MIKLAR líkur er nú á þvf að Víkingur leiki báða leiki sina gegn pólska liðinu Gdansk f Evrópu- keppni meistaraliða hér á landi. Vfkingar hafa gert Gdansk tilboð um að leika hér 9. og 11. janúar og hafa Pólverjarnir tekið vel í það. Víkingar eiga von á endanlegu svari frá forráðamönnum Gdansk í dag eða á morgun. Hallur Halls- son, formanns handknattleiks- deildar Víkings, sagði að hann væri mjög vongóður um að fá leik- ina hingað heim. , „Við eigum að sjálfsögðu meiri möguleika á að komast áfram gegn þessu sterka liöi ef við leikum báða leikina hér heima. íslensk lið hafa sýnt það í gegnum árin að þau eru erfið heim að sækja," sagði Hallur. 4x50 metra flugsundi en sveitin synti á 1:55.7 mínútum. Sveitina skipuðu Ólafur Einarsson, Halldór Cristiansen, Þórir Sigurðsson og Hafliði Halldórsson. Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir úr Ægi bætti meyjamet Ingibjargar Arnardóttur í 100 metra flugsundi um 3 sekúndur, synti á 1:14.7 mínútum. Karl Pálmason setti drengjamet í 50 metra skriðsundi er hann synti á 26.1 sekúndu. Keila: Halldórvann Svalabikarinn HALLDÓR R. Halldórsson varð um helgina hlutskarpastur í keilu- móti sem kallast Svala mótið og fram fór í Keilusalnum. Þetta er í annað sinn sem mót þetta er haldið og sigraði Halldór einnig í fyrra. í öðru sæti varð Hjálmtýr Inga- son og faðir Halldórs sigurvegara, Halldór Halldórsson, varð í þriðja sæti á þessu móti. • Halldór með hinn veglega Svalabikar sem hann vann f fyrra og aftur í ár. Keila: 1X2 «o 1 2 C D 03 O 5 > o Tíminn c c 1* 3 '£* Dagur «0 '§ I M 8 fiC c (D 1 m Sunday People Sunday Mirror Sunday Express Sunday Telegraph News of the World SAMTALS 1 X 2 Arsenal — Luton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 — 11 0 0 Charlton — Liverpool 2 2 X 2 2 2 X X X 2 2 - 0 4 7 Chelsea — Tottenham 2 2 X 2 2 2 2 2 2 2 X - 0 2 9 Coventry — Man. City 1 1 X X 1 1 1 - - - - - 5 2 0 Everton — Wimbledon 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 — 11 0 0 Man. United — Lelcester 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 i - 11 0 0 Nott. Forest — Southampto 1 1 1 1 1 1 1 X 1 i 1 1 — 10 1 0 Oxford — Aston Vllla 2 2 1 X 1 X X i 1 1 1 - 6 3 2 Sheffield Wed. - NewcastU 1 1 X 1 1 i 1 — — — — — 6 1 0 West Ham — QPR 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 0 0 Derby — Grímsby 1 1 X 1 1 1 X — — ' — — — 5 2 0 Huddersfield — Cr. Palace 2 2 2 2 X 1 2 X 1 1 X - 3 3 5 Bikarkeppnin í fullum gangi KEILARAR hafa nú lokið fyrstu umferð í bikarkeppni sinni og verður dregið i aðra umferð þann 15. janúar. í annari umferð verða alls 16 lið sem keppa en í fyrstu umferð kepptu 24 lið. Mikil gróska er nú í keilunni og sífelit fjölgar þeim sem þátt taka í mótum á vegum keilufélagsins og ekki vantar frumlegheitin þegar sveitunum eru gefin nöfn. Hér á eftir eru sveitirnar sem komust í aðra umferð tíundaðar. Fellibylur, Toppsveitin, Þröstur, Keilubanar, Mánaskin s.f., Kakkalakkar, Víkingasveitin, Stormsveitin, Kakt- us, Keiluvinir, Stórskotaliðið, Gandaflokkurinn, Dúkpjötlur, KK 6, JP Kast og Gúmmíkappar. Skólamót NÚ fer að liða að hinu árlega skólamóti í blaki sem Blaksam- bandið gengst fyrir. Keppt verður í þremur flokkum að þessu sinni, grunnskólaflokki, framhalds- skólaflokki og háskólaflokki. Þeir sem hug hafa á að vera með í mótinu geta haft samband við skrifstofu BLÍ í síma 686895 fram til 25. desember

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.