Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 Af tölvísi stj órn- málamanns eftirÁrdísi Þórðardóttur í Tímanum 13.12 á bls. 5 og í Þjóðviljanum sama dag, bls. 3, eru fréttir af undarlegum talnaleik Geirs Gunnarssonar varðandi rekstrarkostnað Lánasjóðs íslenskra námsmanna eins og hann var fram settur við 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi föstu- daginn 12. des. Þessi framsetning gefur í skyn að það hafrorðið kostnaðarspreng- ing á árinu í skrifstofurekstri lánasjóðs. Það er fjarri öllu lagi. Umfang skrifstofu lánasjóðs nú er svipað og það var á árinu 1985. I þessu sambandi er rétt að tvennt komi fram: 1. Í langan tíma hefur fjárveit- ingavaldið ekki viðurkennt umfang skrifstofu Lánasjóðs íslenskra námsmanna. í stað þess að loka skrifstofu sjóðsins í marslok ár hvert hefur starfseminni verið hald- ið úti allt árið á grundvelli 5. gr. laga nr. 72 frá 1982. Þar segir í 4. mgr. „Árlegur rekstrarkostnaður greiðist af fé sjóðsins." Þetta verk- lag gerir það að verkum,' að vart er hægt að segja að tölur í fjárlög- um ár hvert og samsvarandi ríkis- reikningur séu að lýsa sama hlutnum að því er tekur til kostnað- ar við rekstur skrifstofu Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Síðustu 4 árin hafa gögnin litið svona út: Rekstrarkostnaður skrifstofu 1983 1984 1985 1986 Framlög skv.Qári. 3.203 4.664 6.526 9.200 Ríkis- reikningur 11.286 16.42225.62037.000* * Áætlun Lín. Tölur eru í þúsundum króna. Þarna kemur glöggt fram að hægt er að fá breytingar á kostn- aði upp á nokkur hundruð prósent ef grunnpunkturinn er tekinn úr fjár'.ögum og hann síðan borinn saman við tölur úr ríkisreikningi. Slík talnameðferð er skólabókar- dæmi um mikla misþyrmingu á tölum. 2. Öll starfsemi Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur verið í endurskoðun á kjörtímabili núver- andi ríkisstjómar. Rekstur skrif- stofu sjóðsins hefur þar ekki verið undanskilinn. Hægt hefur miðað að mínu mati en mörg hænuskref stig- " ■ ' ; studio-linie studiohúsið á horni Laugavegs og Snorrabrautar Sími 18400 Árdís Þórðardóttir. „Stjórn lánasjóðsins er staðráðin í þvi að upp- byggingarstarfi ársins 1986 verður haldið áfram á komandi ári, námsmönnum til hags- bóta. Jafnframt komum við til með að gæta að- halds í rekstrinum.“ in og á þessu ári hefur þetta starf farið að skila sér einkum í nákvæm- ari og vandaðri vinnbrögðum. Það geta bæði viðskiptavinir sjóðsins vitnað um svo og aðrir samstarfsað- ilar sjóðsins. Stjóm lánasjóðsins er staðráðin í því að uppbyggingar- starfí ársins 1986 verður haldið áfram á komandi ári, námsmönnum til hagsbóta. Jafnframt komum við til með að gæta aðhalds í rekstrin- um. Af þessu má ljóst vera að menn svífast einskis þegar koma á höggi á pólitískan andstæðing. Vart geta menn fundið marga snögga bletti á núverandi menntamálaráðherra þegar gripið er til talnabrenglunar af því tagi sem Geir Gunnarsson varð uppvís að samkvæmt tilvitnuð- um fréttum hér í upphafí. Hið sanna í málinu er að hugsan- lega tekst Sverri Hermannssyni menntamálaráðherra að koma mál- um þannig fyrir, að í fjárlögum fyrir árið 1987 komi raunhæf skipt- ing á fjármagni til lánasjóðs í rekstrarkostnað, fjármagnskostn- að, ferðastyrki, náms„lán“ o.s.frv. Það er því óforskammað að slíkri tímabærri tiltekt skuli líkt við stökkbreytingu í rekstri sem jafn- gildir Qórföldun skrifstofunnar. Mér fínnst einhvem veginn frekar ástæða til að fagna þessu og segja sem svo, að engu sé líkara en að menntamálaráðherra hafí smitast af því hreinlætisæði sem undirlegg- ur mörg heimilin einmitt nú á þessum tíma. Hver vill ekki hafa hreint og fínt hjá sér um jólin? Höfundur er rekstrarhagfræðing- ur og formaður stjómar Lána- gjóðs ísl. námsmanna. Reyðarfjörður: Fólk að vinda fram eftir VONT veður var hér aðfararnótt mánudagsins, mikið rok og rign- ing. Þjóðvegurinn, sem iiggur meðfram sjónum hér á Reyðar- firði, fór mjög illa. Stærðar grjóthnullungar og möl gengu upp á veginn og vegkantar voru svo illa famir að menn hafa verið að keyra uppfyllingaefni í skörðinn, sem mynduðust í veðrinu. Rokið var samt svo mikið að gámar fóm af stað niður við höfn og síldartunnur, fullar af sfld, fuku niður í fjöru hjá Bergsplani. Víða rann vatn inn í hús og stóð fólk við að vinda það upp fram eftir morgni. Veðrið gekk niður um kl. 10.00 á mánudagsmorgun. Gréta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.