Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 Að læra af náttúruöfl- unum - og sjálfum sér Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Kristinn í Björgun — eldhuginn í sandinum. Árni Johnsen skráði Útg. Almenna bókafélagið 1986. ÞAÐ er ekki ofmælt, að kalla Kristin í Björgun eldhuga. Ekki bara í sandinum, heldur líka í fiski- rækt og á sjónum. Kristinn er þó sjálfsagt þekktastur almenningi fyrir leitina að gullskipinu Het Wapen van Amsterdam. En maður- inn hefur komið ótrúlega víða við, um það sannfærist maður eftir lest- ur þessarar bókar. Hún er þó ekki hefðbundin ævisaga. Það er ofar í huga Kristins að segja frá því sem hann hefur fengizt við og það hefur sannarlega hefur verið fjölþætt. Þó eru hressilegir kaflar frá uppvaxt- arárum hans og prakkarastrik hans, sem eru ljómandi aflestrar eftir á, hafa án efa fengið ýmsa til að reita hár sitt í örvæntingu yfir uppátektunum. Kristinn fór ungur að heiman og varð að standa á eigin fótum. Hann virðist ungur hafa orðið eink- ar laginn við bílaviðgerðir. Sú lagni kom sér vel síðar; þegar hann réðst í meiri umsvif. I gegnum bílavið- gerðimar kynntist hann Snorra Hallgrímssyni lækni og með þeim tókst vinátta, sem varð heilladrjúg og lærdómsrík báðum. Þeir fóru meðal annars að bauka við fiskeldi, væntanlega löngu áður en menn höfðu gert sér grein fyrir, hvílík framtíð kynni að liggja í þessu, hvað þá að þetta gæti orðið arðbær atvinnugrein. Það er ekki síður fróðlegt og skemmtilegt- burtséð Fyrirfólk og draumadísir Bókmenntir Erlendur Jónsson Minningar Huldu Á. Stefáns- dóttur. II. 253 bls. Öm og Örlygur hf. Reykjavík, 1986. „Mér fannst ég vera að springa af harmi,“ segir Hulda Á. Stefáns- dóttir ífyrsta kafla þessarar bókar sem ber yfirskriftina Farið frá Möðruvöllum. Hún sá eftir Möðru- völlum en kveið hinu ókomna. Hún var að flytjast til Akureyrar. Sár getur verið söknuður bernskunnar. En hvort tveggja var að litla stúlk- an óx að visku og vexti, og kannski ekki síst að kjarki; og líka naut hún skjóls af samhentri, og raunar einn- ig nokkuð sterkri fjölskyldu. Hún átti því fyrir höndum — þegar hún óx úr grasi — að hitta menn sem skópu landinu örlög; og aðra sem með öðrum hætti settu svip á þjóðlífið. Hulda er hreinskilin og órög að segja það sem henni býr í brjósti. En undir frásögninni ólga tilfinningar frá liðnum dögum. En fleiri báru í btjósti tilfínning- ar. Einn þeirra var Tryggvi Svörf- uður, sá sem Þórbergur segir frá í Islenskum aðli. Hann langaði að verða heimsfrægt leikritaskáld. Og hann var ástfanginn í rómantískum skilningi orðsins. Leikrit samdi hann en varð þó ekki heimsfrægur. Og draumadísina hlaut hann ekki sem kannski var eins heppilegt því líkast til hefur hún verið hugsýn mestan part. „Hinn svarfdælski draumamaður dó . . . án þess að dýrlegir æskudraumar hans rættust nema að litlu leyti," segir Hulda. Valtýr Guðmundsson er meðal þeirra sem hér koma við sögu, sá frægi þjóðmálagarpur sem heill flokkur var kenndur við — Valtýing- ar. Hann ólst upp á hrakningi fyrir norðan, strauk úr vist sem honum gast ekki að; fáklæddur að sagt var; en braust svo til mennta með atorku og harðfylgi. „Þegar Valtýr hafði staðist inntökupróf í Lærða skólann, hafði hann látið þau orð falla, að nú væri hann loks kominn í mannatölu, hefði áður verið í hundatölu," segir Hulda. Þessi orð eru áreiðanlega lýsandi fyrir það sem mörg böm máttu þola fyrrum. Fæst þeirra urðu doktorar og þing- skörungar eins og Valtýr Guð- mundsson. Hulda telur vanmetinn þátt Val- týs í sjálfstæðisbaráttunni: „Helgi- sagan kringum Hannes Hafstein krafðist þess, að höfuðandstæðing- ur hans lenti í myrkrinu." Hulda minnist líka vinkonu sinnar, Ólafar frá Hlöðum. Hún var fædd og upp alin á Vatnsnesinu. Þaðan hafði hún með sér ekki að- eins ömurlegar minningar heldur líka hina köldu íhygli, raunsæi og rökhyggju Húnvetninga. Mat það, sem Hulda leggur á skáldskap Olaf- ar, finnst mér hárrétt. Ólöf frá Hlöðum var stórmenni vegna þess að hún lét almenningsálitið hvorki segja sér fyrir verkum né beygja sig. Ljóðlist hennar spratt upp af heitri lífslöngun en biturri lífsreynslu. Skáldskapurinn mun einnig hafa verið henni uppbót fyr- ir það sem hún þráði en fékk ekki notið. Mesta forvitni mun samt ömgg- lega vekja hér það sem Hulda segir frá Davíð Stefánssyni. Þjóðsagan sem segir að skáldið hafi ort til hennar „Vertu hjá mér Dísa ...“ og fleira af svipuðu tagi er gömul orðin. Svo mikill ljómi stóð af nafni Davíðs meðan hann stóð á hátindi frægðar að þess háttar hlaut að vekja getgátur. Hulda játar að þau hafi verið góðir vinir — og kannski svolítið meira. En hvað er þá hægt að segja frá þess háttar í endur- minningum? „Ég hef velt þessu fyrir mér fram og aftur, og þegar nú er að koma út önnur bók, finnst mér rétt að minnast lítillega á æskuvin minn, Davíð, þó að ekki verði öll sagan sögð. Sumt vill maður eiga einn og verður ekki til frásagnar." Freistandi er fyrir lesandann að taka hér við og semja áfram sögu þá sem ósögð er látin. Hulda renn- ir grun í það. Og því læðir hún þessum fvrirvara að hinum forvitna og söguþyrsta: „Við kvöddumt án allrar beiskju. Hvorki „sex“ né hjá- svæfur angruðu okkur né glöddu; einlæg vinátta hafði ráðið ferðinni. Hvort fólk trúir þessu eða ekki, verður að ráðast." Fáir hafa lýst Davíð ungum skil- merkilegar né nærfæmislegar en Hulda lýsir honum í þessari bók. Kvæði þau, sem Davíð orti á þeim árum er hann naut nágrennis og Hulda Á. Stefánsdóttir vináttu Huldu, voru eins og kvein fýrir stemmning síns tíma og gerðu Davíð strax að því dáða skáldi sem hann síðan var í meðvitund þjóðar- innar. Upp frá því vildi þjóðin hafa Davíð nákvæmlega eins og hann kynnti sig með fýrstu bókum. Síðar átti ljóðlist Davíðs eftir að breytast mikið. Og kannski líka hann sjálfur. „Ég hvarf brott úr Eyjafirðin- um,“ segir Hulda, „oggetekki sagt, að ég hafi komið þar síðan. Ég sakna þess stundum, að ég fékk aldrei framar tækifæri til að fylgj- ast með ferli Davíðs og kynnast þeim breytingum, sem á honum urðu, þegar árin liðu. Við sáumst snöggvast á skólahátíðinni á Akur- eyri 1930 — og síðan ekki söguna rneir." Þess er getið að auk höfundar hafi unnið að útgáfu bókar þessar- ar: Steindór Steindórsson, Páll Líndal og Hjörtur Pálsson. Óskandi væri að öll handrit fengju slíka meðferð fyrir útgáfu. Enginn höf- undur er svo fullkominn að ekki megi bæta verk hans með ráðgjöf og yfirlestri. Fyrsta bindi þessara endurminn- inga, sem út kom í fýrra, bar undirtitilinn Bernska. Hér er svo komin Æska. Fjöldi manna, kunnra og lítt þekktra, kemur hér við sögu. Hulda Á. Stefánsdóttir hefur frá mörgu að segja. Og þó er saga hennar varla nema hálfsögð að ætla má. Arni Johnsen frá því, að ég hef hvorki vit né sérstaka tilfinningu fyrir fiskeldi, að sjá, hversu rækilega Kristinn hefur sett sig inn í allar mögulegar hliðar á því. Hér er ekki verið að flana að hlutum, sem menn hafa ekki vit á, heldur reynt að afla sér þekkingar, sem til heilla horfir. Svo hressilega segir Kristinn frá, að maður hlýtur að hrífast með í bland. En fískiræktin er bara eitt af mörgu, sem Kristinn hefur fengizt við. Meginstarf hans hefur verið við björgun skipa. Þeim þætti eru gerð töluvert ítarleg skil og fyrir leik- mann fróðleg að því leyti, að það er ævintýri líkast að lesa um, hvílíka hörku og útsjónarsemi, hefur oft og ti'ðum þurft til þess, að erfið og flókin verkefni væru leyst. Þá segir vitaskuld frá leitinni að hinu marg- umtalaða gullskipi, sem Skeiðarár- sandur hefur að vísu ekki fengizt til að skila enn. En Kristinn er bjart- sýnn og ekki bilbug á honum að finna, þrátt fyrir að ótrúlegt bax hafi fylgt og mikil vonbrigði hljóta það að hafa verið, þegar menn héldu að gullskipið væri fundið- sem reyndist svo vera togari. Kristinn er ekki setztur í helgan stein, en af öllu má ráða að hugur hans stendur nú mjög til þess að kanna aukna möguleika á fiskeldi og hvers konar fiskirækt. Synir hans hafa tekið við fyrirtæki hans að verulegu leyti og hann getur leyft sér að blása ögn. Árni Johnsen, skrásetjari bókar- innar hefur valið þá leið, að leyfa Kristni að tala um það, sem honum er hugleiknast. í stað þess að beina honum inn á hefðbundari frásagn- arslóðir. Eða kannski hefur það ekki verið ætlunin. Hvað sem því nú líður er gaman að kynnast svona óbilandi bjartsýnismanni sem lætur ekki við það sitja að fá hugmyndir og stæra sig af hugsjónum. Heldur framkvæma í gríð og ergi. Og fram- kvæma af kappi og dugnaði, og ekki sízt af viti og kunnáttu. Kollega minn hefur sagt ein- hvers staðar í umsögn um ævisögu - og er þó ítrekað, að þetta er ekki ævisaga í þessari venjulegu merk- ingu -að honum finnist vel hafa tekizt til, þegar lesandi hugsar með sér í bókarlok, að gaman væri nú að hitta þennan karl/konu og rabba saman yfir kaffíbolla. Þetta er ágætur mælikvarði. Hann á ágæt- legavið um Kristin í Björgun. Og kannski ekki síður konuna hans. Það fer ekki mikið fyrir henni í þessari bók, en það má skynja, að varla hefði maðurinn náð þessum árangri, ef ekki væri konan bak við manninn. í beztu merkingu. Söngbók barnanna Bókmenntir Jenna Jensdóttir Fljúga hvitu fiðrildin. Söngbók barnanna. Helga Gunnarsdóttir og Ragn- heiður Gestsdóttir. Mál og menning, Reykjavik, 1986. „Sá sem ekki hefur dag hvem söngbók í höndum og syngur með bömunum, getur ekki verið góður kennari," sagði þekktur skólamaður við mig, er við ræddum kennslu yngri bamanna. Það em áratugir síðan þetta var sagt. Og þótt við tökum þetta ekki sem algild sann- indi er það víst, að þar sem söng og söngbók vantar í bekkinn hjá þeim litlu, þar vantar eitthvað mikil- vægt. Ut er komin bók með nótum og textum. Mörg gömul lög og kvæði ásamt nýju efni og sumt af því í fyrsta sinn að koma fyrir augu í bók. Hér em þjóðvísur og þýdd kvæði, gömul kvæði og ný. Einnig þjóðlög og gömul og ný lög, íslensk og út- Frá tónleikum kórsins i Hafnarfjarðarkirkju í sumar sem leið. Vinakvöld á aðventu KÓR Flensborgarskóla býður kvöld á aðventu". Þar mun kórinn Hrafnhildar Blomsterberg, sem Hafnfirðingum til hátíðar- syngja og leika ýmsa aðventu- og jafnframt er stjómandi kórsins. kvölds í skólanum fimmtudag- jólasöngva. Sérstakir gestir Þá verður og gestum boðið upp á inn 18. desember nk. kl. 20.30. kvöldsins verða 45 hafnfirsk böm kaffí og heimabakaðar tertur kór- á aldrinum 5-14 ára sem flytja félaga. Kvöld þetta ber nafnið „Vina- munu helgisöngleik undir stjóm Teikning við íslenzkt þululag. lend. Efnisflokkar kvæða em margir. Hér nefni ég þá stærstu s.s. Dýr, Þjóðtrú, Matur, Tré og jurtir og Fatnaður. Árstíðimar eiga þar sinn hlut og jólin líka. Lögin em við hæfi bamanna og textar auðlærðir þótt þeir séu mis- þungir. Mín reynsla er sú að böm eiga auðvelt með að læra ljóð í gegnum song. Kvæði já. Það hefði verið gaman að hafa kvæði við hin gullfallegu lög á bls. 76, 86 og 88, mér fínnst texti þeirra skera sig úr í bókinni, vera hálfgert bull. Það er alltaf vandi að velja í svona bækur. Maður saknar margra texta, og lagahöfunda, sem hafa unnið hug og hjörtu bamanna, á stuttum tíma og gegnum tíðina. Úr því er hægt að bæta með ann- arri bók, það er engin ofrausn þegar svona bækur em annars vegar, sem eiga að vera til á hverju heimili og í hverri deild skóla þar sem yngri bömin em. Það eykur gildi bókarinnar að í henni (aftast) em sýndir hljóm- borðshljómar, grip fyrir sópran, blokkflautu og gítargrip. Myndskreyting Ragnheiðar er mjög skemmtileg og falleg. Heiti og upphöf kvæða em í bókinni. En hvergi höfundatal kvæða og laga. Allir er að þessari bók standa eiga þakklæti skilið. Ekkert bam ætti að vera án hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.