Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 Að dreyma framsóknar- menn og þykja það vont eftirHelga Pétursson Fátt er Sambandinu óviðkomandi og verkefnin, sem þar koma upp á borð manna, eru af mörgum toga. Núna glimum við við þann vanda hér innanhúss, að koma reglu á draumfarir Örlygs Sigurðssonar, listamanns og heimsborgara, sem býr í Norðurmýrinni í Reykjavík. Örlygur ritar grein í Morgun- blaðið og segir að hann dreymi núorðið oft Steingrím Hermanns- son, Þórarin á Tímanum, Erlend í Sambandinu og Halldór á Kirkju- bóli. Það fór í það nokkur tími hér í Sambandinu að átta sig á því, að það væru vondir draumar, en við verðum að taka orð listamannsins trúanleg og annað verður heldur ekki lesið út úr greininni, sem hann skrifar. Okkur þykir mjög miður, að lykt- in af Sambandshangikjötinu trufli svefn Örlygs. Ilmurinn af Sam- bandshangikjötinu hefur hingað til táknað vellíðan og gæði og svo sannarlega viljum við ekki breyta því. Hins vegar er okkur að fullu ljóst, að öllu má ofgera. Gæðum þessa heims er misskipt. Þúsundir manna standa í biðröðum um land allt til þess að kaupa Sambands- hangikjöt, snæða það um hátíðirnar og anda að sér ilminum. Þess vegna verðum við að standa við að reykja hangikjöt allan sólarhringinn í des- ember ár hvert og höfum varla undan. En það er engjn meining, að það verði til þess að Órlygur Sigurðsson verði fyrir þeim ósköpum að dreyma framsóknarmenn í röðum. Sérstak- lega ef hann vill það alls ekki og vaknar upp í svitakófi. En það þýðir ekkert að vera að hrópa á Davíð. Hann hefur að vísu sent okkur bréf í gegnum sitt heil- brigðiseftirlit, en ekki til þess að segja okkur neitt annað en það sem við vissum og höfum vitað lengi, að við yrðum að flytja okkur um set sem allra fyrst og ganga betur frá ofnum okkar og reykháfum. Svoleiðis bréf fengu öll reykhús í borginni og þar var þeim bent á, að þau yrðu að vera í a.m.k. 100 metra fjarlægð frá íbúðarhúsnæði. Þessu höfum við unnið að, en erum að leita að heildarlausn fyrir okkar kjötiðnað í borginni eða nágrenni hennar. Okkur, sem öðrum, var gefinn frestur til 1. ágúst 1989 til þess að ganga frá málinu. Það munum við gera. Og til þess að Örlygur megi einn- ig sannfærast um gæði Sambands- hangikjötsins og ilminn af því höfum við sent honum og fjölskyldu hans gott læri, sem við vonum að smakkist. Og einn góðan veðurdag á næstu misserum mun að því koma, að ilm- urinn af Sambandshangikjötinu mun ekki fylla vit Örlygs. Hvað ætli hann dreymi þá? Bestu kveðjur. Höfundur er blaðafulltrúi Sam- bandsins. Helgi Pétursson „Ilmurinn af Sam- bandshangikj ötinu hefur hingað til táknað vellíðan og gæði og svo sannarlega viljum við ekki breyta því.“ Fóa feykirófa og f leiri ævintýri MÁL OG menning hefur sent frá sér ritið fslensk úrvalsævintýri og hefur Hallfreður Örn Eiríksson séð um útgáfuna. í ritinu em tuttugu íslensk ævin- týri frá liðnum öldum, þar á meðal um Búkollu og strákinn, Fóu feyki- rófu, Grámann, Velvakanda og bræður hans, vísindahrafninn og miðþurrkumanninn. íslensk ævintýri eru til í ýmsum útgáfum en vantað hefur handhæga og ódýra útgáfu á borð við þessa, segir í frétt frá útgefanda. Ritið er ætlað öllum aldursflokkum. KVEIKJUM Á KERTI OG BÚUMTIL. . IKVOLD! S/VTJÖ^ SMJÖR OG “SÚKKULAÐIÆÐIГ Konfekt, súkkulaði og aftur konfekt er það fínasta fína þessa dagana. Nýjasta „æðið“ sem talið er eiga rætur sínar að rekja til Frakklands, og hefur þegar náð mikilli útbreiðslu m.a. í Bandaríkjunum Hér er þó ekki um að ræða neitt venjulegt konfekt eða súkkulaði sem við þekkjum svo vel úr hillum kaupmannanna - nei, handgert skal það vera og eingöngu úr Ijúffengustu og fínustu náttúruefnum. Uppistaða þessa sælgætis er suður amerískt súkkulaði, ferskur rjómi og hreint smjör.Því er skiljanlegt að gómsætið sé ekki gefið. Nú skulum við athuga málið. Við getum nefnilega útbúið okkar sælgæti sjálf fyrir aðeins ’/io hluta þess verðs sem áðurgreint konfekt kostar og ekki skortir okkur hráefnið. Hér koma nokkrar góðar uppskriftir. Látum nú hendur standa fram úr ermum SUKKULAÐ ROMMKONFEKT 110 g suðusúkkulaði 110 g smjör 300 g flórsykur romm eftir smekk. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið smjörinu út í. Hrærið flórsykrinum og romminu saman við. Mótið litlar kúlur og veltið þeim upp úr súkkulaðikurli. Geymið í kæli. KÓKOSKÚLUR 125 g smjör 175 g flórsykur IV2 msk romm eða koníak 250 g suðusúkkulaði, brætt yfir vatnsbaði. Hrærið smjörið þar til það verður létt og ljóst og bætið þá flórsykrinum og víninu út í. Látið súkkulaðið kólna ögn áður en þið blandið því saman við smjörhræruna. Setjið hræruna í sprautupoka og sprautið í lítil pappamót eða á plötu klædda smiörpaooír. Kælið. 75 g smjör 1 dl sykur 1 msk vanillusykur 3 dl haframjöl 175 g suðusúkkulaði, brætt yfir vatnsbaði 2 msk mjólk ldlkókosmjöl. Hrærið saman smj vanillusykri, súkkulaði, mjólk. Mótið kúlur eð; háframjöli og ívgila bita og veltið upp úr kókosmjöli. Kælið é
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.