Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 33 V opnasölumálið: CIA veitir írökum upp- lýsingar um varnir Irana Washington, AP. BANDARÍSKA leyniþjónustan CIA hefur veitt írökum upplýs- ingar um varnir írana á laun og áttu þessi viðskipti sér m.a. stað á meðan stjórnin í Teheran keypti vopn af Bandarikja- mönnum, að því er haft er eftir tveimur embættismönnum í Hvíta húsinu. Hér er meðal annars um upp- lýsingar frá gervihnöttum að ræða, segja embættismennimir. Gervihnattamyndimar koma sér vel fyrir íraska sprengjuflugmenn í loftárásum á írönsk athafna- svæði, t.d. olíuhafnir og borpalla. í raun hafa Bandaríkjamenn aðstoðað hvora tveggju í Persa- flóastríðinu, sem nú hefur staðið í sex ár, og um leið haldið fram hlutleysi sínu og afskiptaleysi. Embættismennimir sögðu báð- ir að talið hefði verið skynsamlegt að láta Iraka hafa upplýsingar, sem aflað hefði verið gegnum gervihnetti, til að koma í veg fyr- ir að íranir neyttu liðsmunar og legðu undir sig írak. „Líta má á þessa aðstoð sem svo að Bandaríkjamenn vilji ekki að íranir nái yfirhöndinni í stríðinu," sagði annar embættis- mannanna. „Ef það gerðist myndu íranir ekki taka í mál að semja um frið á grundvelli jafnræðis.“ í dagblaðinu The Washington Post sagði á mánudag að William J. Casey, yfírmaður CLA, hefði tvisvar hitt háttsetta fulltrúa ír- aka til að fullvissa sig um að upplýsingar kæmust klakklaust til skila og hvetja íraka til harð- ari árása á írönsk mannvirki. Fundir þessir hefðu verið haldnir í október og nóvember. Embættismennimir vildu ekki staðfesta þennan hluta frásagnar blaðsins og sagði annar þeirra að fréttin væri ýkt. Arabískir heimildamenn segja að viðskipti íraka og CLA hafi verið á hvers manns vömm í lönd- unum við Persaflóa í rúmt ár. Þess vegna hafi írösk stjómvöld þagað þrátt fyrir gremju yfir vopnasölumálinu. Carlucci hyggst breyta til hjá Þjóðaröryggisráðinu Washingfton, AP. FRANK Carlucci, hinn nýskip- aði öryggismálaráðgjafi Bandaríkjaforseta, hefur hafizt handa um að undirbúa mannabreytingar hjá Þjóðarör- yggisráðinu og verður breyt- ingunum hrint í framkvæmd þegar hann tekur formlega við starfi um áramótin. Carlucci er sagður hafa orðið mjög hneykslaður þegar hann fór að kynna sér innviði stofnunarinn- ar. Fannst honum sem meðal- mennska væri í fyrirrúmi og að skortur væri á faglegum vinnu- brögðum. Hyggst hann skipta um nær alla æðstu embættismenn hjá ráðinu, um 50 talsins. Er þar um að ræða sérfræðinga og ráðu- nauta, sem sagðir em hafa fengið starf sitt vegna stjómmálaskoð- ana en ekki vegna sérþekkingar á utanríkismálum. Aðstoðarmenn Carluccis segja að ein skýring á því að faglegum vinnubrögðum hafí hnignað hjá Þjóðaröryggisráðinu sé hlutfalls- legt reynsluleysi öryggisráðgjafa Ronalds Reagan, forseta. Forver- ar Carluccis em Richard V. Allen, William P. Clark, Robert McFarl- ane og John Poindexter. Sá síðastnefndi hrökklaðist úr starfi vegna vopnasölunnar til írans. Enginn þeirra var úr hópi helztu sérfræðinga Bandaríkjanna í ut- anríkismálum en McFarlane hafði þó áður verið starfsmaður ráðsins. Þá hafi verið tilhneiging hjá stofnuninni til að endurtaka vinnu, sem unnin væri innan ut- anríkis- og vamarmálaráðuney- tanna og á vegum lejmiþjón- ustunnar. Þessar stofnanir réðu þó jrfír margfalt fjölmennara starfsliði en Þjóðaröryggisráðið. Loks er því haldið fram að áhrif hersins hafi aukizt hjá ráðinu, einkum í tíð McFarlanes, sem var foringi í landgönguliðinu, og í tíð Poindexters, sem er enn í her- þjónustu. Starfsmenn Þjóðaröryggisráðs- ins hafa að öðm lejrti borið sig illa síðustu daga og haldið því fram að starfsemi stofnunarinnar ráðherra ísraels, segir að íranir hafi átt frumkvæðið að vopnaviðskiptum við Banda- ríkjamenn og þeir hafi beðið Bandaríkjamenn að selja sér vopn. Þetta kom fram í sam- ræðum, sem japanskir frétta- ritarar áttu við Shamir á mánudag. „Til að sanna að þeir íhuguðu fyrir alvöm að byggja upp sam- skipti við Bandaríkjamenn fóm hafi verið meira og minna lömuð, annars vegar vegna óvissu um framtíðina og hins vegar vegna þess að flest skjöl og gögn stofn- unarinnar hafa verið gerð upptæk vegna rannsóknar á vopnasölunni til írans og peningagreiðslum í því sambandi til Contra-skæmliða í Nicaragua. Blaðið Jerusalem Post hélt því fram í gær að Howard Teicher, jrfirmaður þeirrar deildar Þjóða- röryggisráðsins sem fjallar um her- og stjómmál, hefði sagt af sér um helgina vegna vopnasölu- málsins. Hann er sagður hafa farið með McFarlane og Oliver North, aðstoðarmanni Poindext- ers, til Teheran í maí sl. íranir fram á vopnaviðskipti," sagði í blaðinu Tokyo Daily. I blaðinu Sankei Daily stóð: „íranir vildu koma á sambandi við Bandaríkjamenn að nýju og með vissu má segja að þeir hafi beðið Bandaríkjamenn að selja sér vogn.“ I blöðunum Tokyo Daily og Nihon Keizai var haft eftir Sham- ir að ísraelar hefðu fiutt vopn til írans að ósk Bandaríkjamanna og ekki að eigin fmmkvæði. * Iranir áttu frumkvæðið Tókýó, Reuter. YITZHAK Shamir, forsætis- Shultz utanríkisráðherra: Stefna Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum er óbreytt GEORGE Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi, sem fram fór um gervihnött í gær, að stefna Bandaríkjanna væri nú sem endranær sú að beijast gegn hryðjuverkastarfsemi, sama hver ætti í hlut og að það ætti einnig við um Iran. Þá sagði Shultz að Atlanthafsbandalagið væri grundvöllur varna og ör- yggis Bandarikjanna. „Sú hefur verið raunin, svo er, og þannig mun það verða.“ Spumingar fréttamanna beind- ust einkum að vopnasölunni til írans og afleiðingum hennar. Shultz sagði að stefna Bandaríkjanna væri óbrejrtt. Ekki yrði samið við hryðju- verkamenn og að stefnt væri að því að binda enda á Persaflóastríðið. Shultz ítrekaði yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um að vopnasal- an til írans hefði verið ætluð til þess að gefa þarlendum stjórnvöld- um vísbendingu um að samskipti ríkjanna gætu orðið liðugri. Þá var hann spurður hvort að fullyrðingar um vilja Bandaríkjastjómar til frið- ar milli írans og Iraks væm ekki fals eitt, þegar litið væri til þess að íraksstjóm hefði fengið f hendur upplýsingar frá Bandaríkjunum um skotmörk í íran. Shultz sagði að hann væri ekki í aðstöðu til þess að ræða trúnaðarmál, en að Banda- ríkjastjóm vildi raunhæfa friðar- samninga. „Við viljum ekki að annar hvor aðilinn verði sigurveg- ari stríðsins, enda verður ekki af neinum samningum meðan annar hvor hefur yfirhöndina. — Hitt er alveg á hreinu að ekki verða fleiri vopn seld til írans." ítalskur blaðamaður varpaði fram þeirri spumingu hvort að vopnasölumálið gæti ekki haft margvísleg áhrif í for með sér, þar sem forsetinn væri ekki með eins styrka stöðu og þyrfti að treysta meira á þingið. Shultz sagðist ekki óttast það mjög, að sjálfsögðu ætti forsetinn að fara að vilja þingsins, en hann benti á að Reagan forseti hefði reynst sérlega lunkinn við að fá þingið til liðs við sig. Spurt var hvert gildi Atlantshafs- bandalagsins væri fyrir Bandaríkin, sértstaklega í ljósi tillagna Reagans á Reykjavíkurfundinum um eyði- leggingu langdrægra kjamorkueld- flauga. Shultz sagði að Bandaríkin myndu aldrei hvika frá skuldbind- ingum sínum við bandamenn sína í Evrópu. „Okkar hlutverk innan bandalagsins er að tiyggja kjam- orkufælingarmátt þess, stjrkja vamir bandalagsins í Evrópu og að vera fremstir meðal jafningja í stefnumótun þess, en styrkur bandalagsins felst m.a. í sveigjan- leika þess. Þegar ný vandamál koma upp em þau rædd og lausnir fundnar." Daglegt líf í Nablus Gamall maður ekur hjólbörum framhjá ísraelskum hermanni vopnuð- um vélbyssu. A börunum er tunna, sem notuð hafði verið sem vegartálmi í Balata-flóttamannabúðunum i útjaðri bæjarins Nablus á vesturbakka Jórdanfljóts í mótælaaðgerðum, sem þar áttu sér stað fjrrir nokkrum dögum. Efnahagsspá fyrir næsta ár: Hægur hagvöxtur og gengissig dollara Washington, AP. í SKÝRSLU Alþjóðafjármála- stofnunarinnar, sem heyrir undir stórbanka víða um heim, er því spáð að gengi Bandaríkjadollara muni lækka á næsta ári og hag- vöxtur verði hægur í Banda- ríkjunum og öðrum vestrænum iðnríkjum. í skýrslunni er talið að hagvöxtur í vestrænum iðnríkjum verði um 2,6 prósent samanlagt á þessu ári og 2,3 prósent árið 1987. Heildar- hagvöxtur var 2,8 prósent árið 1985. „Mikil verðlækkun á olíu frá lok- um ársins 1985 hefur ekki haft í för með sér þá aukningu sem búist var við í framleiðslu iðnríkja," sagði í útdrætti úr skýrslunni. „Þess í stað hefur dregið úr eftir- spum, neytendur hafa sparað meira og framleiðendur fjárfest minna.“ í skýrslunni segir að gengi dollar- ans gæti lækkað um 16 prósent á þessu ári, sjö prósent á næsta ári og muni þetta gengissig halda áfram árið 1988. Spáð er aukinni eftirspum eftir innflutningsvömm bæði í Japan og Bandaríkjunum, en í skýrslunni er talið að eftirspurn eftir innfluttum vömm minnki í Vestur-Evrópu á næsta ári. Belfast: Öflug sprenging í lögreglustöð Belfast, Reuter. AP. LÖGREGLU STÖÐ í Belfast stórlaskaðist er gífurlega öflug sprengja sprakk f jrrir utan bygg- inguna í gærmorgun. Sex manns slösuðust lítillega, þ. á m. einn lögregluþjónn. Sérfræðingar áætla að 450 kfló af sprengiefni hafi verið í sprengj- unni. Er það ein stærsta sprengja, sem hryðjuverkamenn hins ólöglega lýðveldishers (IRA) hafa sprengt. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í skólabíl, sem skilin var eftir fyrir utan lögreglustöðina. Hertóku hryðjuverkamenn IRA bifreiðina og neyddu bílstjórann til að aka sprengjunni að lögreglustöðinni meðan þeir héldu fjölskyldu hans í gíslingu. Lét hann lögregluna viþa hvers kyns var þegar hann yfirgaf bifreiðina og sprakk sprengjan með- an verið var að flytja fólk úr nærliggjandi húsum. Fjölskyldu bílstjórans slepptu IRA-mennimir þegar hann hafði yfirgefið skóla- bílinn. Aðeins 12 stundum fyrir spreng- inguna gaf lögreglan út almenna viðvömn þar sem varað var við sprengjuherferð, sem talið var að IRA efndi til síðustu dagana fyrir jól. Irski lýðveldisherinn hefur jafnan efnt til sprengjuherferðar rétt fyrir jól til þess að vekja á sér athygli. Herinn skipa kaþólikkar, sem vilja að Norður-írland losni undan jrfir- ráðum brezku stjómarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.