Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 17.12.1986, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 Fiskurog handbolti: HIÐ forna stef um bardaga Davíðs, hins ráðsnjalla, gegn dólgnum Goliat, heill- ar enn og aftur. Á heims- meistaramótinu í handknattleik í Sviss olli glæsileg frammistaða íslenska landsliðsins því að á nýjan leik var blásið lífi í glæður þessarar Gamla testamentissögu. Og Guðmundssynir, Ara- synir, Sveinssynir, í stuttu máli: synir eldfjallaeyjunn- ar áttu fyrirfram vísa samúð allra sem halda með „þeim litla“. En ísland varð í 6. sæti í Sviss og vann sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Seoul árið 1988. Margir „risar“ voru aftar á merinni og sitja eftir með sárt enni: Vestur-Þjóðverjar, Danir, Rúmenar, Rússar, Tékkar og Pólverjar náðu ekki markinu, 6. sætinu eftir- sótta, og verða nú að berjast sín á milli, í B- keppninni, um örfá laus sæti í Seoui. síns vegna einkum við útlönd þá leikur Þorgils Óttar, enn sem kom- ið er, í heimalandi sínu. Þessi 24 ára viðskiptafræðinemi er línu- maður hjá FH en segist gjarna mundi spila í „Bundesligunni". En þar eru félagar hans í landsliðinu margir hverjir samningsbundnir og þykja þyngdar sinnar virði í gulli eins og deilurnar um Kristján Ara- son sýndu glöggt. Þorgils, fyrirliði, segir að sér sé þó Ijóst að félögin í Þýskalandi séu alltaf fyrst og fremst á höttunum eftir útileik- mönnum þegar þau vilja ráða útlendinga til liðs við sig. Og vissu- lega eru útileikmennirnir skraut- fjöður íslensks handknattleiks og þeir sem þar skara fram úr, Krist- ján Arason, Páll Ólafsson, Alfreð Gíslason og Sigurður Sveinsson, eru stjörnur í „Bundesligunni". En að Ólympíuleikunum loknum hefur línumaðurinn snjalli, Þorgils Óttar, hug á því að feta í fótspor félaga sem spila á meginlandi Evrópu. En það væri þó rangt að ætla að einungis annars flokks leik- menn héldu kyrru fyrir á íslandi, því þrátt fyrir allt komust tvö íslensk félagslið, FH og Víkingur, í undanúrslit á Evrópumótunum í fyrra. „Handknattleikur situr í önd- vegi íþróttagreina á íslandi," segir Kjartan Steinbach. „Hann er full- komin vetraríþrótt," bætir hann við máli sínu til áherslu. Veturinn þarna rétt sunnan heimskauts- baugs er að vísu ekki sérlega kaldur, þökk sé Golfstraumnum, en langur er hann og með ólíkind- um dimmur. Steinbach er léttur á bárunni og lætur einn sígildan norrænan brandara fjúka: Nóttin 15. október til 20. mars íslendingar eru svo fáir að þar finnst engum það vera neitt til- tökumál að Þorgils Óttar, fyrirliði handknattleikslandsliðsins, sé sonur utanríkisráðherrans. Þar sem íbúar eru aðeins 250.000, færri en Kielarbúar, getur annað Pólverjinn Kowalczyk Eins og nærri má geta stóð öll íslenska þjóðin á öndinni í febrúar þegar landsliðið brá fæti fyrir hvern Golíatinn á fætur öðrum. Forsætis- og utanríkisráðherra flugu rakleiðis til Sviss fyrir leikinn gegn Svíum í milliriðli. Aðrir íslend- ingar sátu sem límdir við sjón- varpið. Meira að segja á fimmtudögum, þegar það er lenska að gefa sjónvarpinu frí, gat að líta blússandi handbolta á skjám landsmanna. „Reykjavík var sem dauð borg þegar leikir íslenska liðsins fóru fram," segir Guðjón Guðmundsson, aðstoðar- þjálfari, stoltur. En árangurinn í Sviss er þó ekki eingöngu af íslenskum meiði vaxinn. Því þótt ísland flytji út afburðaleikmenn og einnig einn afburðaþjálfara, þar sem er Jóhann Ingi Gunnarsson, þá er Pólverjinn Bogdan Kow- alczyk landsliðsþjálfari. Hann hefur nú verið á íslandi í 7 ár. í upphafi var hann þjálfari hjá Víkingi • Fyrri opnan í Handball Magazin Iftur svona út. Opnan er í lit og sýnir Atla Hilmarsson reyna skot í landsleik, Alfreð Gíslason f leik með Essen og stóra myndin er tekin f Borgarfirði. Morgunblaöið/Gunnlaugur Rögnvaldsson • Þeir gera það gett í Þýskalandi. Bjarni Guðmundsson leikur með Wanne-Eickel, Alfreð Gíslason leik- ur með Essen og Kristján Arason leikur með Gummersbach. Þeir eru hér á góðri stundu með þýskum félaga sínum. eins gerst. Kjartan Steinbach, starfsmaður HSÍ, telur þessa tilvilj- un vera íslenskum handknattleik til framdráttar og mælir eflaust manna heilastur. Þótt faðir hans skipti embættis „Ákærði, hvar voruð þér nóttina 15. október til 20. mars?" 20. desember ríkir nóttin ein á íslandi. Að loknum 4 stunda morg- ungráma er nótt í 20 stundir. En það er greinilegt að í þessu lofts- lagi og á þessum breiddarbaug þrífst handknattleikur eins og best verður á kosið. Innan HSÍ eru u.þ. b. 800 virkir leikmenn. Félögum í 1. deild var nýlega fjölgað úr 8 í 10 og 300—1000 áhorfendur koma á leiki í deildinni. Utf lutningsvörur sem slá í gegn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.