Morgunblaðið - 17.12.1986, Side 32

Morgunblaðið - 17.12.1986, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 AIK íjóla- matínn Úrvals hangikjöt frá Húsavíkog Sambandinu. Londonlamb. } Kalkúnar. Aligæsir. Svínakjöt í miklu úrvali. Enn brjót- ast út átök í Karachi Faðir Ashkenazys fær að sækja um fararleyfi Ziirich, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. DAVID Ashkenazy, faðir Vladimirs Ashkenazy, pianóleikara og hljómsveitarstjóra, var tilkynnt í Moskvu um helgina að honum væri heimilt að sækja um fararleyfi frá Sovétríkjunum til að heim- sækja son sinn og fjölskyldu í Sviss á næsta ári. Hann fékk síðast leyfi tU að heimsækja son sinn fyrir átta árum. „Honum var neitað um fararleyfi fyrir nokkrum mánuðum," sagði Þórunn, eiginkona Ashkenazys, í samtali við Morgunblaðið i gær, „en nú á hann að leggja fram alla pappíra á ný og þetta virðist loksins ætla að ganga.“ Flugslys í miðri stórborginni Flugmanninum á þessari einshreyfils Tomahawk-flugvél, tókst ekki að lenda á opnu svæði þrátt fyrir örvæntingarfulla tilraunir þar að lútandi, að sögn sjónarvotta. Flugvélin rakst á framlið verksmiðjubyggingar í austurhluta Lundúnaborgar og féll niður í aðliggjandi bakgarð eftir að hafa sveimað lengi vel yfir hús- þökum í þéttbýlu íbúðarhverfi. Kona, sem var farþegi í vélinni, fórst, en flugmaðurinn slapp lifandi. ^ Karachi, AP. ÁTÖK þjóðflokka í Pakistan héldu áfram i gær þriðja daginn í röð og hafa nú 146 manns látið lífið í blóðugustu óeirðum í landinu í 40 ár. íbúar í Karachi, höfuðborg Pakistans, stóðu á húsþökum til að verjast óeirðaseggjum, sem lagt hafa eld að mörg hundruð húsum. Þegar leið á morgun hófust bardag- ar að nýju. Að minnsta kosti 545 manns hafa særst í átökunum. Þúsundir hermanna land- og sjó- hers voru á verði í höfuðborg landsins, en þeim tókst ekki að koma í veg fyrir að Pathanar réð- ust á Mohajira og Biharia. Barist var með haglabyssum, rýtingum og skammbyssum um hálfa borgina. Átök brutust einnig út í Hyd- erabad, um hundrað km austur af Karachi, og var kveikt í banka, tveimur ríkisskrifstofum og tólf verslunum, að sögn vitna. Hermenn fóru um götur Karachi og hvöttu borgarbúa til að halda sér vakandi og gæta eigna sinna í gegnum hátalara. Menn voru einnig varaðir við og tilkynnt í gegnum kalltæki að hver sá sem staðinn yrði að íkveikju, þjófnaði eða of- beldi yrði skotinn á staðnum. Fulltrúar Sovétríkjanna á Vínar- ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu greindu svissneskum full- trúum á ráðstefnunni frá fararleyfi Ashkenazys á föstudagsmorgun. Svissneska utanríkisráðuneytið sendi Ashkenazy-hjónunum strax skeyti og greindi þeim frá gleðitíð- indunum. Svissnesk stjómvöld hafa lagt sig fram um að fá Sovétmenn til að veita Ashkenazy fararleyfí. Mál hans var meðal annars borið upp við háttsetta aðila þegar Mik- hail Gorbachev og Ronald Reagan hittust í Genf í fyrra. Utanríkisráð- herra Sviss notaði erfíðleika hans sem dæmi um mannréttindabrot Sovétmanna þegar hann fór í sína fyrstu heimsókn til Sovétríkjanna nú í haust. „Vladimir náði ekki í föður sinn fyrr en á sunnudag og þá var hann búinn að fá tilkynninguna," sagði Þórunn. „Hann kemur líklega ekki til okkar fyrr en í maí en verður fram yfír fimmtugsafmæli Vladim- irs 6. júlí. Hann mun ferðast með okkur og hlusta á Vladimir spila og sjá hann stjóma." Ashkenazy var nýlega skipaður tónlistar- og hljómsveitarstjóri Konunglegu fílharmoníuhljómsveitarinnar í Lon- don. „Faðir hans hefur aldrei séð hann stjóma hljómsveit og nú er hann orðinn tónlistarstjóri," sagði Þómnn. Þómnn og Vladimir fara til Bandaríkjanna strax eftir áramótin. Þau verða þar fram í miðjan mars og fara þangað aftur eftir páska. í ferðinni mui, Ashkenazy stjóma Konunglegu fílharmóníusveitinni, leika einleik, leika undir hjá Elisa- beth Söderström og stjórna Cleve- land-sinfóníuhljómsveitinni. „Það er of flókið að fá leyfí fyrir tengdapabba til að fara með okkur til Bandaríkjanna," sagði Þómnn, „en það verður gaman að ferðast með honum hér í Evrópu í vor." David Ashkenazy er rúmlega sjö- tugur. Hann er píanóleikari og ferðast mikið um Sovétríkin og leik- ur undirleik. Bandaríkin: Milljóna- mæringur játar smá- þjófnað San Diego, AP. MAÐUR sem nýlega vann eina milljón Bandaríkjadala í lottó i Kaliforníu játaði í gær að hafa stolið tveimur koníaksflöskum úr verslun í septembermánuði. Þjófnaðinn framdi hann skömmu áður en hann datt i lukkupottinn. Terry Garret játaði að hafa stolið tveimur koníaksflöskum og var lát- inn laus gegn 50.000 dala trygg- ingu. Einnig hafði verið gefin út ákæra á hendur honum fyrir kók- aínneyslu en henni var vísað frá. Garret, sem er fyrmm heróínneyt- andi, kann að hljóta þriggja ára fangelsisdóm þar sem hann hefur þegað verið ákærður fyrir fjölskrúð- ug brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Þann 30. ágúst síðastliðinn vann eina milljón dala og mun hann fá 40.000 dali greidda á ári að frátöld- um sköttum næstu 20 árin. Gengi gjaldmiðla London, AP. Bandaríkjadollari hækkaði í gær gagnvart öllum helstu gjald- miðlum heims. Verð á gulli lækkaði. Gjaldeyriskaupmenn sögðu að jólainnkaup hefðu eflt dollarann, aftur á móti væm gjaldeyrisvið- skipti óvenju lítil því enn væri vika til jóla. I Tókýó kostaði dollarinn 163,68 japönsk jen (163,26) þegar gjald- eyrisviðskiptum lauk. í London kostaði sterlingspundið 1,4297 dollara (1,4325) síðdegis í gær. Gengi annarra helstu gjaldmiðla var á þann veg að dollarinn kost- aði: 2,0220 vestur-þýsk mörk (2,0140), 1,7058 svissneska franka (1,68985), 6,6145 franska franka (6,5925), 2,2835 hollensk gyllini (2,2760), 1.397,50 ítalskar lírur (1-396,00) og 1,3795 kanadíska dollara (1,3784). í London kostaði trójuúnsa af gulli 394,00 dollara (394,75). Arangnrsrík megrun: Léttíst um 193 kg á einu ári - og er samt akfeitur New York, AP. VIÐ fæðingu var Ron High heilbrigt barn, 2,8 kg að þyngd, en Adam var ekki lengi í Paradís og þegar hann var þrjátíu og þriggja ára hafði hann blásið út og vigtaði 386 kg. í þrjú ár vildi hann hvorki né gat farið út úr íbúð sinni í New York. En þegar læknar sögðu honum í fyrra að hann myndi ekki lifa sinn næsta afmælisdag ef hann legði ekki af fór High loksins út fyrir hússins dyr og reyndar alla leið til Bahama-eyja. Þar fór hann í meðferð á alþjóðlegu heilsuhæli. Ef ég fæ ekki stúlkuna . . . High sneri aftur til New York um helgina eftir ársdvöl í Karabía- hafi til þess að sýna árangur megmnarinnar. Reyndar er ekki hægt að segja að High sé nú orð- inn þvengmjór - hann er 193 kg — en breytingin er talsverð. Sem dæmi má nefna að mittismál hans hafði minnkað um 86 cm og hálsmálið um 15 cm. Aukinheldur hefur High lækk- að í loftinu. Fyrir ári síðan var hann 185 sm að hæð, en nú er hann 177 sm. „Fætumir á mér skmppu sam- an og bingó: átta sentimetrar famir," sagði High í símaviðtali. Hann kveðst hafa verið feitur eins lengi og hann man eftir sér og segir að átið hafí verið flóttaieið: „Eg sagði við sjálfan mig: ef ég fæ ekki stúlkuna, þá fæ ég mér einfaldlega pizzu. Eg varð þunglyndur af því að ég var þreyttur á að allir litu á mig sem viðrini. Allir gera ráð fyrir því að feitt fólk sé glaðlynt. En það er erfítt að vera alltaf glaður, sérstaklega þegar fólk káfar á manni og spyr hvort mað- ur sé raunvemlegur. Þess vegna gerðist ég einbúi." High neitaði að fara út úr íbúð sinni í New York, en ekki leið á löngu þar til hann átti ekki ann- ars úrkosta en sitja heima. „Að því kom að ég gat ekki farið. Ég var einfaldlega of stór,“ sagði High. . . . þáfæégmér einfaldlega pizzu 4. desember 1985 fór High í flugvél í fyrsta skipti og þar hófst megrunin. í upphafí borðaði hann eingöngu ávexti og grænmeti, sem hann renndi niður með vatni og ávaxtasafa. Því næst fastaði hann í 63 daga. „Þetta var eins og andleg upp- vakning," sagði hann um föstuna. „Skilningarvitin skerptust." Nú tóku við grænmetiskúr og líkamsæfíngan „Æfíngamar hóf- ust á því að ég gekk sjö til tíu metra. Nú get ég gengið tvo kíló- metra og ég hef lært að synda og spila borðtennis." High stefnir að því að grenna sig niður í 86 kg. „Það segja allir að ég geti það ekki, en ég skal sýna þeim . . .“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.