Morgunblaðið - 09.01.1987, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987
Landsmenn 243.698
talsins:
_
Islendingnm
fjölgaði um tæp
2000 í fyrra
Barneignir 1985 og 1986
ekki færri síðan 1947
MANNFJÖLDI á íslandi hinn 1.
desember síðastliðinn var
243.698, samkvæmt bráðabirgða-
tölum frá Hagstofu íslands.
Karlar voru 122.438 en konur
121.260. Á einu ári nemur fjölg-
unin 1.948 eða 0,81%. Það er
nokkru meiri fjölgun en árið
1985, en talsvert minni en árin
þar á undan. Árið 1985 fjölgaði
um 0,68% og árin 1981 til 1984
um 1,21% á ári að meðaltali.
Nákvæmar tölur um breytingar
mannfjöldans árið 1986 liggja ekki
fyrir enn, en svo virðist sem tala
brottfluttra af landinu hafi orðið
um 200 hærri en tala aðfluttra, en
tala fæddra um 2.100 til 2.200
hærri en tala látinna.
Árin 1981 til 1983 fluttust um
1.000 fleiri til landsins en frá því,
en árin 1984 til 1986 fluttist sami
fjöldi brott umfram þá sem fluttust
hingað frá útlöndum. Brottflutning-
ur umfram aðflutning árið 1986
varð minni en að jafnaði 20 árin á
undan.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofunnar eru horfur á að tala
bamsfæðinga sé svipuð því árið
1986 sem hún var 1985, en þá og
árið 1984 fækkaði þeim mikið frá
fyrra ári. Ætla má, að á árinu 1986
hafi fæðst rúmlega 3.800 lifandi
böm, en þau voru 3.856 árið 1985
og 4.371 árið 1983. Hafa ekki fæðst
svo fá börn sem á ámnum 1985
og 1986 síðan árið 1947, og hefur
þó tala kvenna á bamsburðaraldri
ríflega tvöfaldast síðan þá.
Á árinu 1986 dóu á landinu rúm-
lega 1.600 manns, en tala látinna
vex lítið eitt frá ári til árs með
hækkandi tölu roskins og aldraðs
fólks.
26 meinatæknar hafa
sagt upp störfum:
„Eðlilegt fram-
hald málsins“
- segir talsmaður
meinatækna
ALLS höfðu 26 meinatæknar á
Borgarspítalanum sagt upp
störfum síðdegis í gær að því er
Magnús Skúlason, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri spítalans, sagði í
samtali við Morgunblaðið. Er það
þorri þeirra sem drógu uppsagn-
ir sínar til baka með samkomu-
laginu frá 4. janúar síðastliðnum,
en þeir voru 33 talsins.
„Þessar uppsagnir okkar nú eru
í eðlilegu framhaldi af því sem áður
hefur gerst í málinu," sagði Val-
borg Þorleifsdóttir, talsmaður
meinatækna, er hún var spurð um
ástæður fyrir uppsögnunum. „Við
höfðum áður boðist til að fresta
uppsögnum okkar um 3 mánuði á
meðan málin skýrðust um breyting-
ar á eignaraðild og stjómun spítal-
ans, en það var talið ólöglegt. Við
gerðum því bráðabirgðasamkomu-
lag þar sem við drógum uppsagnir
okkar til baka og í því samkomu-
lagi var ákvæði um þriggja mánaða
uppsagnarfrest og að ekki væri
heimilt að framlengja hann. Þetta
kemur því í sama stað niður og boð
okkar um að fresta uppsögnunum
um þijá mánuði,“ sagði Valborg.
Valborg sagði að í raun hefði
ekkert verið komið til móts við kröf-
ur meinatækna á Borgarspítalanum
í kjaramálum. „Það hafa engar við-
ræður átt sér stað um okkar
kjaramál og ég fæ ekki séð að nokk-
ur áhugi sé fyrir hendi á slíkum
viðræðum af hálfu viðsemjenda
okkar,“ sagði hún.
SJÓMANNADEILAN
Morgunblaðið/Einar Falur
Fulltrúar fiskvinnslunnar ræða málin fyrir utan Arnarhvál i gær eftir fund með viðskiptaráðherra
og sjávarútvegsráðherra. Frá vinstri eru Sigurður Markússon framkvæmdastjóri sjávarafurðadeildar
Sambandsins, Friðrik Pálsson forstjóri Sambands hraðfrystihúsanna, og Magnús Gunnarsson fram-
kvæmdasfjóri Sölusambands íslenskra fiskútflytjenda.
Ráðherrar kalla á deiluaðila til að fá upplýsingar um stöðuna:
Bráðabirgðalög ekki
til umræðu sem stendur
RÍKISSTJÓRNIN hefur ekki á
þessari stundu í hyggju að
gripa inn í sjómannadeiluna,
en sjávarútvegsráðherra og
viðskiptaráðherra kölluðu í
gær á fulltrúa sjómanna og
útvegsmanna, fulltrúa fisk-
vinnslunnar og einnig fulltrúa
undirmanna á kaupskipum og
vinnuveitenda þeirra til að afla
sér upplýsinga um stöðu mála.
„Samkvæmt þeim fréttum sem
við höfum haft undanfama daga
vorum við að vona að mál væru
að þokast verulega áfram en eftir
það sem gerðist í morgun eru
menn að sjálfsögðu miklu svart-
sýnni en áður. Við komumst síðan
að raun um í dag að þessi deila er
í hinum mesta hnút og það er
erfitt að meta á þessari stupdu
hvemig mál munu þróast áfram
en við töldum okkur bera skyldu
að kynna okkur stöðuna," sagði
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra í samtali við Morgun-
blaðið eftir fundina í gær.
Halldór var spurður að því
hvort til greina kæmi að ríkisvald-
ið grípi inn í deiluna, þá með
bráðabirgðalögum. „Frekari af-
skipti af deilunni hafa ekki komið
til tals,“ sagði Halldór. „Við höf-
FISKVERKENDUR og stjórn-
endur fisksölusamtakanna hafa
miklar áhyggjur af þvi hve hægt
miðar í kjaradeilu sjómanna og
útgerðarmanna. Fulltrúar kaup-
enda í yfimefnd Verðlagsráðs
sjávarútvegsins samþykktu á
gamlársdag 2% hærra fiskverð
en þeir þurftu. Það gerðu þeir
að beiðni fulltrúa sjómanna og
útgerðarmanna, þar sem þeir
töldu það greiða fyrir kjara-
samningum. Þessi 2% kosta
fiskvinnsluna um 200 miiyónir
miðað við fiskkaup eins árs.
Vegna þessa kemur það fisk-
verkendum mjög á óvart að ekki
skuli verið að semja, heldur ver-
ið að leika einhvers konar
hráskinnsleik, eins og Árai
Benediktsson orðar það i sam-
tali við Morgunblaðið.
um að sjálfsögðu miklar áhyggjur
af málinu. Það er til dæmis ljóst
að birgðastaða frysts físks í
Bandaríkjunum er komin á mikið
hættustig. Hinsvegar held ég að
öllum deiluaðilum sé ljóst hve
málið er orðið alvarlegt og það
kom skýrt fram í þessum viðræð-
um.“
Aðalbitbein sjómannadeilunnar
er rækjutogarinn Hafþór sem
gerður er út frá Ísafírði en skipið
var tekið á leigu frá Hafrannsókn-
arstofnun. Halldór var spurður
hvort ríkisstjómin myndi reyna
að beita sér fyrir að togarinn
kæmi í land, eins og krafist hefur
„VIÐ stöndum fast á því, að
setjast ekki að samningaborð-
inu fyrr en Hafþór er kominn
inn og jafnframt krefjumst við
þess, að verkfallsbijótar í sigl-
ingurn snúi skipum sínum til
hafnar. Við höfum vissulega
áhyggjur af stöðu fiskvinnslu
og fiskvinnslufólks, en við er-
um að beijast fyrir rétti okkar
„Það er mjög alvarlegt miðað
við stöðu fiskvinnslu og þjóðarbús-
ins að deiluaðilar virðast vera
hættir að fjalla um aðalatriði máls-
ins, en stunda þess í stað þrætubók-
arlist, sem snýst um það hvort einn
skipstjóri sigli skipi sínu inn,“ sagði
Friðrik Pálsson, forstjóri SH.
„Þessi staða hlýtur að koma mjög
illa við okkur fulltrúa fiskkaupenda
í yfimefnd Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins, sem gengum langt úr götu
á gamlársdag til að samþykkja
fískverð, sem deiluaðilar gætu sætt
sig við og fullyrtu að myndi greiða
fyrir samningum. Allir hugsandi
menn hljóta að skora á alla deiluað-
ila að hætta þessum skollaleik og
að þeir setjist af alvöru að samn-
ingaborðinu," sagði Friðrik Páls-
son.
Ámi Benediktsson, fram-
verið af hálfu sjómanna.
„Við höfum ekkert velt því fyr-
ir okkur," sagði Halldór. „Skipið
er leigt og sá samningur rennur
út eftir eitt og hálft ár og að sjálf-
sögðu em allar athafnir þess á
ábyrgð leigutaka." Halldór sagði
aðspurður að ekkert hefði verið
fjallað um hvort knýja ætti það
fram með lagasetningu að togar-
inn sigldi í land.
Halldór sagðist ekkert geta
sagt til um það í gærkvöldi hvert
næsta skref ráðherranna og ríkis-
stjómarinnar yrði en það myndi
sjálfsagt ráðast af þeirri stefnu
sem málin tækju í dag.
og þetta virðist eina leiðin. Við
verðum að beita þrýstingi,“
sagði Hólmgeir Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Sjómannasam-
bands íslands, í samtali við
Morgunblaðið.
Hólmgeir sagði ennfremur, að
strax í næstu viku kæmi að því,
að ólöglegu skipin færu að selja
kvæmdastjóri Félags Sambands-
fiskframleiðenda og annar fulltrúa
kaupenda í yfimefnd, sagði f sam-
tali við Morgunblaðið, að á gaml-
ársdag hefði orðið samkomulag um
það, að beiðni seljenda í yfimefnd-
inni, að fiskverð hækkaði meira,
en kaupendur hefðu áður náð sam-
komulagi um með oddamanni, í
trausti þess, að verið væri að greiða
fyrir kjarasamningum með því.
„Þess vegna hefur það komið okk-
ur mjög á óvart að ekki skuli verið
að semja, heldur verið að leika ein-
hvers konar hráskinnsleik, algjör-
lega óskyldan samningum og okkur
óskiljanlegan. Það verður einnig
að hafa það í huga, að meira er í
húfi en hagsmunir útgerðarmanna
og sjómanna, það eru hagsmunir
þjóðarinnar allrar, hagsmunir fisk-
verkunarstöðva og starfsfólks
þeirra. Það má segja að öllum þess-
um hagsmunum sé fómað," sagði
Ámi Benediktsson.
Sjómenn á Hafþóri:
Hvorki
samnings-
né verk-
fallsbrot
Fordæmum þvergirðings-
hátt samninganefndanna
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi orðsending
frá skipverjum á rækjutogar-
anum Hafþóri. Þeir telja að
hvorki sé verið að fremja á
þeim verkfalls- né samnings-
brot. Ennfremur fordæma þeir
þvergirðingshátt samninga-
nefnda sjómanna, „sem krefj-
ast þess að samningar séu
brotnir á okkur með því að sigla
í land“, eins og segir í orðsend-
ingunni:
„Okkar álit er að hvorki sé
verið að fremja á okkur samn-
ings- né verkfallsbrot. Eins viljum
við fordæma þann þvergirðing-
ingshátt samninganefnda, sem
krefjast þess að samningar séu
brotnir á okkur með því að sigla
skipinu í land. í samningunum eru
ákvæði um landanir innan lands
og þar eigum við bæði jóla og
áramótafrí. Sé hins vegar landað
erlendis, eigum við 60 eða 90
klukkustunda frí eftir því hvort
siglt er til heimahafnar eða haldið
beint á veiðar. Því miður treystum
við okkur ekki til að heimfæra
ákvæði um frí þegar landað er
innan lands yfir á sölur erlendis.
Eins finnst okkur að allar kröfur
á hendur skipstjóra okkar hljóti
að flokkast undir atvinnuróg. Þá
viljum við benda á að fréttaflutn-
ingur af þessu máli hefur hingað
til næstum eingöngu verið ein-
hliða, þar sem sjónarmið samn-
inganefnda hafa verið túlkuð."
„Það skrifa allir undir þetta,“
sagði Hörður Steingrímsson, vél-
stjóri, í samtali við Morgunblaðið.
afla sinn erlendis. Fulltrúi SSÍ
yrði þá kominn utan til viðræðna
við fulltrúa Alþjóðasambands
flutningaverkamanna um það,
hvemig bezt væri að hindra lönd-
un úr skipunum.
Vegna fréttar Morgunblaðsins
um mat Þjóðhagsstofnunar á því,
að sjómenn hafi þegar fengið það
bætt, sem tekið var af þeim með
lögunum um kostnaðarhlutdeild
árið 1983, sagði Hólmgeir, að það
væri ekki rétt. Stofnunin tæki inn
í dæmið ýmsa þætti, sem ekkert
ættu skylt við hlutaskipti. Nú
vantaði sjómenn um 13% upp á
að fá sama hlut úr aflanum og
fyrir lögin. Þjóðhagsstofnun
reiknaði inn í dæmið kauptrygg-
ingu, leiðréttingu á lífeyri og
fæðispeningum og aukinn skatt-
afslátt. Það væri allt hæpinn
útreikningur, sem tæplega yki
hlut sjómanna nema skattafsláttt-
urinn, en hann kæmi ekki frá
útgerð.
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, sagði stöðu þessarar deilu
orðna furðulega. Sjómenn settu
eitt skilyrði í dag og annað á
morgun, þegar það fyrra stæðist
ekki. Héldu þeir þessu áfram,
væri ekki sjáanlegt annað en að
deilan væri óleysanleg.
Guðjón A. Kristjánsson, forseti
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands, sagði að málið
væri allt í hnút. Engar viðræður
væru og þetta virtist því ill- eða
óleysanlegt.
Stunda þrætubókarlist
í stað samninga um kjör
— segir Friðrik Pálsson, forstjóri SH
Hólmgeir Jónsson, f ramkvæmdastj óri SSI:
„Erum að berjast fyrir rétti okkar“