Morgunblaðið - 09.01.1987, Page 5

Morgunblaðið - 09.01.1987, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 c 5 LISTAMAÐURINN Baltas- ar hefur nýlega lokið við gerð myndskreytingar í Víðistaðakirkju í Hafnar- firði. Verkið er á fimm flötum, 16 til 50 fermetrar að stærð, en alls er verkið 200 fermetrar. Myndefnið sótti listamaðurinn í Sælu- boðorð Fjallræðunnar og sagðist hann í samtali við Morgunblaðið hafa haft nokkuð fijálsar hendur um val efnisins. Um er að ræða freskumynd, sem unnin er á blautan múrinn, blandaðan kalki og marmara- sandi í þremur mismunandi lögum. Múrinn stendur 10 til 15 cm frá ytri vegg og er fjaðrandi á púðum svo verkið eyðileggist ekki komi til jarðskjálfta. Baltas- ar sagði að mexíkanskar fresku- myndir hefðu staðist öll átök í hinum mikla jarðskjálfta þar í landi á sl. ári. Hita- og rakastig var mjög vandmeðfarið á meðan á vinnu verksins stóð og þurfti að halda því jöfnu allan tímann. Því þurfti einnig að flýta vinnu þess sem mest. Hin svokallaða freskuaðferð er talin ein varan- legasta aðferð myndlistarinnar og varðveitast litirnir sérstaklega Morgunblaðið/Ámi Sæberg Baltasar og aðstoðarmaður hans, Orri Árnason, við vinnu í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði . v l i \ W 1 * E Notaði mexíkanska hug- mynd og íslenskt liugvit segir Baltasar um gerð 200 fermetra listaverks í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði velj að sögn listamannsins. I verkið fóru 3.000 lítrar af kalki og 12 tonn af sandi svo dæmi séu tekin og þurfti að hand- þvo hann allan og þurrka síðan. Algengasta plága freskumynda eru sprungur eins og dæmin sanna á verkum Michellangelos, Rafaels og Leonardos. „Þeir not- uðu alltof mikið kalk í hlutfalli við sandinn þar sem stíll þeirra tíma krafðist fínni áferðar. Því mynduðust sprungur í verkum þeirra. Ég nota hinsvegar einn skammt af kalki á meðan ég nota helmingi meira af sandi. Freskumyndir hafa alla tíð haft mikla meiningu og skjóta þær sífellt upp kollinum á tímum trúarlegra eða pólitískra vakn- inga. Sumir halda að freskur tengist aðeins trú, en það er reg- inmisskilningur," sagði Baltasar. Listaverkið í Víðistaðakirkju er stærsta myndskreyting Balt- asars til þessa og ein stærsta myndskreytingin á Islandi. Balt- asar sagðist vonast til að fá fleiri tækifæri til að gera freskumynd- ir því hann sagðist njóta sín mjög við vinnuna auk þess sem hann hefði safnað upplýsingum um tækni þessa. „Ég kynntist fresk- um fyrst á námsárum mínum. Síðan hef ég á undanförnum árum farið til Mexíkó og kynnt mér tæknina betur. Eg nota þessa ævafomu mexíkönsku hugmynd og blanda síðan íslensku hugviti saman við. Út- koman varð hreint frábær, að mínu mati. Vandinn er þó sá að ég þarf sjálfur að byija á því að kenna aðstoðarfólki mínu hand- brögðin, en í Mexíkó er hægt að fletta upp í símaskránni og fá til sín sérstaka freskumúrara, freskujámiðnaðarmenn til að hjálpa sér við vinnuna,“ sagði Baltasar. Kanna hand- tökumálið „VIÐ erum að athuga mál Hörpu og á þessu stigi get ég ekkert meira sagt,“ sagði Steven Gangstead, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Menningarstofnun- ar Bandaríkjanna. Morgunblaðið skýrði frá því um helgina að ung kona í Keflavík, Harpa Högnadóttir, hefði verið handtekin við vinnu sína hjá Islensk- um markaði í Chicago. Nú í vikunni hefur Morgunblaðið ítrekað haft samband við Steven Gangstead, sem segir að verið sé að kanna málið. „Harpa hefur ekki sent formlega beiðni til okkar um að kanna málið og það kemur því ekki til kasta okk- ar að svo stöddu.“ Astirningar hittast í Bú- staðakirkju ÁSTIRNINGAR hittast í Bú- staðakirkju nk. laugardag kl. 16.00. Þar verða sýndar myndir frá starfinu og Bogi Pétursson, forstöðumaður, mun kynna það. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ástirningar hittast á stór- Reykjavíkursvæðinu sér til skemmtunar. Þessi liður starfsins er til þess gerður að tengja foreldra drengjanna við starfið og eins til þess að hafa samband við þá yfir veturinn. Eldri sem yngri Ástirning- ar eru velkomnir ásamt vinum og vandamönnum. Aðgangur verður ókeypis en í lokin verður tekið á móti fijálsum framlögum til styrkt- ar starfinu. Sumarbúðirnar að Ástjörn hafa nú verið starfræktar í 40 ár og því er víst að margir sem búa á stór- Reykjavíkursvæðinu hafa komið að Ástjöm sem sést best á því að á síðasta sumri dvöldust 70 drengir af stór-Reykjavíkursvæðinu á Ástjörn. Þú svalar lestrarþörf dagsins Bíla-happdrætti Handknattleikssambands íslands 20 BÍLAR DREGNIR ÚT í KVÖLD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.