Morgunblaðið - 09.01.1987, Side 16

Morgunblaðið - 09.01.1987, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 Um dauðann og það sem honum fylg’ir eftir Gunnar Finnbogason -Menn tala um alla hluti — og þó. Til skamms tíma veigruðu margir sér við því að tala um dauð- ann en nú er fólk orðið miklu frjálslegra en áður og kemur orðum að því sem það hugsar og vill þá líka eiga orðastað við aðra. Dauðinn er hið eina sem er öruggt í lífínu og því reyna flestir að setja hann sér fyrir hugskotssjónir. Ætli það sé ekki hjá mörgum að hið eina sem sættir þá við dauðann er það að allir aðrir deyja líka? í þessu greinarkomi var hug- myndin ekki sú að ræða um dauðann heldur það sem tengist honum og er vandamönnum mikið atriði, þ.e. minning hins burtkall- aða. Það er víst álitið séríslenskt fyrirbrigði þessar miklu og mörgu minningargreinar sem birtast í dag- blöðum (einkum í Morgunblaðinu) á útfarardegi hins látna. Sumum finnst þetta vera óþarfi og mesta tilfinningasemi og vitna til annarra landa en þá er ekki tekið með í reikninginn hvað íslendingar eru fáir miðað við aðrar þjóðir. Hér hafa því þróast aðrar venjur en í öðrum löndum. Hjá okkur þekkja líka allir alla. Það fer naumast fram hjá neinum að hlutur minningagreina í Morgun- blaðinu er orðinn ærið stór. Það er ekki að undra þegar þess er gætt að á síðustu 45 árum hefur þjóð- inni fjölgað um helming (2. des. 1940 var fólksfjöldinn á landinu 121.474). Tala látinna hefur eðli- lega aukist og svo hlýtur að vera á næstu árum. Ég held líka að minningargreinar séu að verða öllu fyrirferðarmeiri en áður. Allt ber því að sama brunni að best fer á því að hafa hóf á lesmálinu og þess skulum við minnast að stutt grein er fremur lesin en löng og allir sem skrifa vilja að mál sitt sé lesið. Þegar á allt er litið er ekki úr vegi að leita einhverra leiða til að koma betra skipulagi á þessi mál. Tökum dæmi: Einhver einn af vandamönnum hins látna hlýtur að standa honum næst. Því er æskilegt að þeir sem ætla sér að skrifa minn- ingarorð hafi samband við viðkom- andi vandamann og segi frá hvaða þátt eða þætti í lífi hins látna þeir hugsi sér að skrifa um. Ætli allir séu ekki sammála um það að telja það fremur hvimleitt þegar nokkrir aðilar, t.d. fjórir, skrifa allir sömu atriðin úr ævisögu hins látna? Eigi ætla ég mér þá dul að segja til um það hvað skuli skrifa í minningargrein, heldur vildi ég mega gefa vísbendingu um hvemig best sé að ná tökum á því sem við skrifum um og viljum að aðrir lesi. Þetta mun hægt að ein- hverju leyti. Vandinn er oft fólginn í því að þeir sem skrifa vita ekki um hina sem skrifa líka. Hér þyrfti að koma til samband eða samvinna á milli þessara aðila eins og getið hefur verið. Efni minningargreina hlýtur að vera öðrum þræði heimild og upp- lýsing. Því hefí ég oft undrast það hversu flestir höfundar greinanna hliðra sér frá að nefna dánarorsök. Sumir segja t.d. lést af slysförum, átti við erfíðan sjúkdóm að stríða en ekkert frekar. Er þetta eitthvað sem ekki má tala um? Sá sem les vill frekari vitneskju. Einnig er það eftirtektarvert og það virðist eins konar regla þegar minningarorð er skrifað um bam eða ungling að geta ekki ættar né foreldra. Víst er að lesandann lang- ar til að vita meira og erum við ekki einmitt að skrifa fyrir hann? Auðvitað hljóta í svona tilvikum að verða undantekningar, sem ekki þarf um að ijalla. Ef til vill má hugsa sér að efni minningargreina skiptist í eftirtalda þætti meðal annars og jafnframt má gera því skóna að sá sem skrif- ar taki til meðferðar einn eða fleira af þessum þáttum. I. Ævisaga. Sagt frá uppmna, ættir raktar, skólaganga, störf, gifting og afkomendur ef við á. II. Ymsir þættir. Skrifað sé um ýmsa þætti í lífi eða starfí viðkom- andi, t.d. íþróttamálefni, viðskipta- og kaupsýslumál, búnaðarmál, sjó- mennska, heilbrigðismál, ferðalög, stéttarfélagsmál eða önnur félags- mál, stjómmál, ritstörf og ræður, líknarmál og trúmál o.s.frv. Ekki skal þessi upptalning höfð lengri. Aðalatriðið er að allir séu ekki að tönglast á því sama. Það getur verið erfítt að koma víða við nema haft sé samráð við einhvem einn aðila sem stendur næst hinum burtkallaða eins og drepið hefur verið á. Að lokum skal nefna það atriði að sjaldan sjást minningarorð eftir hina allra nánustu. Vel þykir mér fara á því að einhver hinna nánustu riti nokkur orð sem líklega verða þá hin besta mannlýsing og um leið huggun syrgjendum og ákall til lífsins því lífíð heldur áfram þótt dauðinn sé á ferð. Að leiðarlokum Á kirkjuþingi í október 1985 var m.a. rætt um breytingar á lögum frá 1963 um kirkjugarða. Þá kom fram tillaga frá dómprófasti, sr. Ólafí Skúlasyni, um það að afmarka sérstakt svæði í kirkjugarði fyrir ómerktar grafír. Tekið er fram að þessi siður sé að ryðja sér til rúms erlendis. Rökin fyrir þessu eru þau að hinn látni hafí óskað eftir að ekki yrði lögð nein kvöð á eftirlif- andi vandamenn. Hér er áreiðanlega hreyft máli sem þörf er á og þegar um þetta er hugsað kemur fleira upp í hug- ann. Hættir og siðir í þjóðfélaginu taka breytingum og kirkjan þarf að fylgjast með, ræða mál og breyta ýmsu á nýjum forsendum. Um kirkjugarða, gamla og nýja, mætti skrifa langt mál en ég leiði það hjá mér, en ekki er ég að öllu leyti sáttur við tillöguna sem ég gat um í upphafi þessa máls. Mér þyk- ir eðlilegast að afmarka grafreiti á éinfaldan hátt og þá einnig að reisa þar kross úr viði. Þá má líka hugsa sér að gróðursetja tré í reitnum. Það má telja æskilegt einmitt hér á norðlægum slóðum. Varla ætti að leyfa nokkur frekari umsvif við þessa látlausu reiti. Við vitum að sumir gamlir kirkjugarðar eru sem virki tilsýndar og því má til sanns vegar færa að þar hefur kvöð verið lögð á eftirlifendur. Það veltur á ýmsu í tímans rás. En það getur reynst býsna erfítt að fá fólk til að tala um þessi mál. Oft er það svo að fólk skortir kjark til að tala um dauðann og er yfír- leitt óljúft að ræða um hann og það sem honum fylgir. Æskilegt er þó að menn geri sér grein fyrir hvað er á ferðum og myndi sér skoðanir á þessum málum. Þess vegna hef ég leiðst til að koma þessum orðum á blað en hér þarf að gæta var- fæmi í allri umræðu. Við andlát vandamanns hljóta eftirtalin atriði meðal annars að leita á hugann: 1. Grafreitur. 2. Jarðarför. 3. Erfí. Allt þetta stendur og fellur með eftirfarandi: hugkvæmni, vinnu og peningum. Við vitum að vandamenn kapp- kosta svo sem best má verða að heiðra minningu hins látna en þar er mönnum stakkur skorinn m.a. vegna kostnaðar. Og mér er nær að halda að í þeirri tillögu sem minnst var á hér fyrst, þar sem talað er um kvöð á eftirlifandi vandamönnum, sé ekki síst átt við útgjöld, peninga. Við skulum tala kinnroðalaust um hlutina. Hér hlýtur að vera æskilegt, ef Gunnar Finnbogason „Oft er það svo að fólk skortir kjark til að tala um dauðann og er yf ir- leitt óljúft að ræða um hann og það sem honum fylgir. Æskilegt er þó að menn geri sér grein fyrir hvað er á ferðum og myndi sér skoðanir á þessum málum. Þes vegna hef ég leiðst til að koma þessum orðum á blað en hér þarf að gæta varfærni í allri umræðu.“ unnt er, að vita fyrir hvers menn hafa óskað þegar að síðustu stund- inni er komið. En til þess að svo megi verða þurfa menn að hafa þor til að tala um hlutina. Grafreitur. Það er aldagamall siður að hlaða upp leiði. Víða má sjá rammlega gerð leiði úr varan- legu efni, skrautleg og falleg, með dýrustu legsteinum. Hugsanlegt er að upp gæti komið einhvers konar keppni hjá eftirlifendum um það að gera grafreit vandamanns slíkan að hann beri af þeim sem mestir eru og flýgur okkur þá í hug gerð píramídanna í Egyptalandi. Þetta dæmi er aðeins nefnt til að minna okkur á að gæta hófs. Þótt grafreitir séu vel gerðir í fyrstu drabbast þeir niður ef ekki er hirt um þá. Spumingin er því sú hversu langur tími líður frá því leiði var gert og þar til umhirðan verður ónóg. Ég giska á 30—50 ár. Auðvitað er þessi tími mikilsverður fyrir vandamenn en vert er að velta fyrir sér hvort hægt sé að haga þessum atriðum þann veg að minn- ingu hins látna sé engu minni sómi sýndur þótt öðru vísi væri háttað. Sumu fólki þykir það nálgast óhæfu að tala um kostnað vegna andláts vandamanns en það verður að telja óþarfa viðkvæmni enda er allt okk- ar líf bundið jafnvægi, sem e.t.v. má líka kalla skynsemi. Minningu manns er ekki gert hærra undir höfði þótt peningar séu látnir flæða, Söngvakeppni sjónvarpsins: Dómnefndir í öllum kjör- dæmum velja signrlagið Tíu lög í undankeppni valin í næstu viku UNDIRBÚNINGUR er nú haf- inn að Söngvakeppni sjón- varpsins, þar sem valið verður það lag sem keppir fyrir ís- lands hönd í söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu á þessu ári. Sérstök dómnefnd, skipuð fimm mönnum, mun velja 10 lög í undankeppni og síðan mun almenningur i landinu, i dómnefndum úr öll- um kjördæmum, velja sigur- lagið í beinni sjónvarpsútsend- ingu. Egill Eðvarðsson, sem ásamt Birni Bjömssyni var falið að endurskoða fyrirkomulag keppn- innar, sagði í samtali við Morgunblaðið að miklar breyt- ingar væru fyrirhugaðar á framkvæmd keppninnar frá því í fyrra. „Við lærðum mikið af þátttöku okkar í keppninni í fyrra og með hliðsjón af þeirri reynslu og í samráði við fulltrúa flytjenda, höfunda og útgefenda var ákveðið að gjörbreyta fyrir- komulagi keppninnar," sagði Egill. Hann sagði að ekki lægi end- anlega fyrir hversu mörg lög hefðu borist að þessu sinni, en ljóst væri að þau væru færri en í fyrra, líklega í kringum 60 tals- ins. Á laugardag mun fulltrúi fógeta flokka og innsigla þau lög sem borist hafa þar sem nafn- leynd höfunda verður haldið í fyrstu lotu, þegar valin verða lög í undankeppnina. Fimm manna dómnefnd mun annast það verk, en í henni eru fulltrúar flytjenda, höfunda og hljómplötuútgefenda og tveir fulltrúar frá sjónvarpinu. Nefndin mun heija störf á laug- ardag og kvaðst Egill búast við að hún lyki störfum í næstu viku. Þá yerða birt nöfn þeirra höf- unda sem náðu lagi í undan- keppnina og verður þeim síðan gefínn einn mánuður til að búa lögin undir lokakeppnina. Höfundar fá 150 þúsund króna styrk frá sjónvarpinu til að búa lögin undir keppnina og verður sú útgáfa látin halda sér í sjálfa lokakeppnina, þar sem almenningur úr öllum landsíjórð- ungum velur sigurlagið í beinni sjónvarpsútsendingu. „Þetta er veigamikil breyting frá því í fyrra, þegar sjónvarpið réð öllu um flytjendur og flutning lag- anna. Nú verða það höfundar sjáifír sem bera ábyrgðina og geta þeir valið þá flytjendur sem þeir óska sér, sem munu þá væntanlega fylgja sigurlaginu alla leið í sjálfa Evrópukeppnina í Belgíu," sagði Egill. því minningin er bundin kynnum, vinarbrögðum, fómfysi — og þetta er einungis greypt í hjörtu hinna nánustu. Tímamir breytast. Áður voru jarðarfarir líka eins konar samkom- ur sveitunganna. Menn hittust, spurðu fregna og sögðu fréttir. En nú koma kirkjugestir einungis vegna athafnarinnar. Fjölmenni við jarðarfarir er ákaflega misjafnt og þarf ekki að skrifa nánar um það — en hvað er hjálp og hvað er hugg- un í neyð? Það vekur undrun þar sem fjölmenni er í kirkju og nú er verið að fylgja einhveijum síðasta spölinn að fólk fæst ekki til að fara með bænarorð prests svo sem hann gerir. Hví kom þetta fólk? Hlýlegt er að kirkjugestur leggi eitthvað til athafnarinnar einnig. Hér sem í öðm kemur allt af sjálfu sér ef maðurinn er allur og heill í verki sínu. Nokkuð fer það í vöxt að menn vilja láta jarðsetja sig í kyrrþey þegar dauðinn hefur sótt þá. Þessi Vinningar í H.H.Í. 191 2.160 á kr. 20.000; i Samtals 135.000 vinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.