Morgunblaðið - 09.01.1987, Side 27

Morgunblaðið - 09.01.1987, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 27 Námskeið um öryggismál fyrir sjómenn SLYSAVARNASKÓLI sjómanna efnir til almenns námskeiðs fyrir sjómenn, dagana 13.-16. janúar nk. Fjallað verður um helstu þætti öryggismála, svo sem end- urlífgun og skyndihjálp, flutning slasaðra og ráð til að halda lífi við erfiðar aðstæður, meðferð ýmissa björgunartækja um borð i skipum og höfnum. Björgun með þyrlum. Lög og reglur um búnað skipa svo og brunavamir og slökkvistörf. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða frá Slysavamafélagi Islands, Landssambandi slökkviliðsmanna, Landhelgisgæslunni. Siglingamála- stofnun og Líffræðistofnun Háskól- ans. Þess má geta að fyrri námskeið um öryggismál sjómanna, sem SVFÍ hefur gengist fyrir hafa verið fjölsótt og færri komist að en vildu. Upplýsingar varðandi námskeið- in verða gefnar á skrifstofu SVFÍ, eða í skólaskipinu Sæbjörgu í síma 985 20028. Skipið liggur við Ör- firisey, undan fiksverkunarstöðinni Granda hf. Morgunblaðið/ÁstvaldurJóhannesson Hurðinni var spark- aðupp BROTIST var inn í Valhúsaskóla á Selljarnarnesi í fyrrinótt og talsverðar skemmdir unnar. Nemendur skólans tóku eftir því í gærmorgun að búið var að eyði- leggja hurð á eðlisfræðistofunni. Hafði hurðinni verið sparkað upp og lásinn við það rifnað úr henni í heilu lagi og hurðin tekin af hjörun- um. Sá sem þetta gerði hefur síðan farið inn í stofuna, losað borðplötu af skólaborði og brotið hana. Ekki virðist neitt hafa horfið úr skólan- um, svo þama hefur skemmdar- fýsnin ein valdið. Á stóm myndinni sést hurðin sem brotin var upp í Valhúsaskóla. Á innfelldu myndinni er lásinn úr hurðinni. Búðardalur: Gott veður um hátíðarnar Búðardal. JÓLAUNDIRBÚNINGUR og jólahald var hér með hefðbundn- um hætti. Guðsþjónustur vom í öllum kirkjum sóknarprestsins, séra Friðriks Hjartar. Enda veð- ur mjög gott um hátíðarnar, svo fólk gat farið allra sinna ferða. Gamlársdagur rann upp með heiðskýru veðri og hátíðarblæ. Hér var kveikt í áramótabrennu kl. 20.00 um kvöldið og safnaðist fólk saman eins og venjulega. Mikið var sprengt af allskyns ragettum og sprengjum sem gerði heilmikla samstöðu og gleði. Dansleikur var haldin í Dalabúð um nóttina og fór mjög vel fram, lítil sem engin óhöpp og það er mest um vert að allir séu glaðir og hressir. Vonandi verður hið nýja ár okkur gjöfult og gott. Kristjana Jólin kvödd á Neskaupstað Neskaupstað. NORÐFIRÐINGAR kvöddu jólin með pompi og pragt. Kom fjöldi manns saman við íþróttahúsið og gekk með kyndla fylktu liði, með álfakóng og álfadrottningu í broddi fylkingar, að brennu á bökkunum sem eru utarlega í bænum. Við brennuna var stiginn álfa- dans og félagar úr Lionskór Norðíjarðar leiddu fjöldasöng. Þá var björgunarsveitin Gerpir með flugeldasýningu. Veður var með eindæmum gott og tókst skemmtun þessi mjög vel. Það var Lionessu- klúbburinn Ósk ásamt íþróttafélag- inu Þrótti sem stóðu að þessari skemmtun. - Sigurbjörg Börnin voru klædd ýmsum furðuklæðnaði og voru tíu bestu búningarnir tilnefndir. Morgunblaðið/EG Vel heppnuðþrettandagleði í Vogunum A ÞRETTANDANUM var haldin þrettánda- gleði í Vogunum, sem fór fram með skrúð- göngu um byggðarlagið, álfabrennu, flugelda- sýningu og skemmtun í félagsheimilinu Glaðheimum. Fjölmenni tók þátt i gleðinni. Það var kl. 20.00 að skrúðganga lagði af stað frá félagsheimilinu með hestamenn í fararbroddi, síðan kom dráttarvél með kerru, en í kerrunni voru álfakóngur og álfadrottning, ásamt fjölda álfa og harmonikkuleikara. Síðan gengu allskyns verur á eftir, þar má nefna Grýlu, drauga, púka ofl. Fór skrúðgangan eftir Ægisgötu, Aragerði og Tjarnargötu að brennu á Eyrarkotsbakka. Þar var dansað og sungið, og þegar flugeldasýningu björg- unarsveitarinnar lauk var farið í skrúðgöngu í félagsheimilið Glaðheima þar sem jólin voru döns- uð út. Þar voru tilnefndir tíu bestu búningar dagsins. - EG Akranes: Batnandi afkoma ein- staklinga og fyrirtækja INNHEIMTA á álögðum gjöldum Bæjarsjóðs Akraness gekk vel á árinu 1986 og í heildina var hún betri en árið á undan. Álögð útsvars- og aðstöðugjöld ársins 1986 námu kr. 140.128.916. Af þessari tölu innheimtust kr. 127.046.867, sem eru 90,6% álagðra gjalda. en var á sama tíma í fyrra 89,6%. Álögð fasteignagjöld 1986 voru kr. 34.392.000 og inn- heimtist af því kr. 33.377.351, sem er rösk 97%. Á sama tíma í fyrra innheimtist rösk 96% fasteigna- gjalda. Að sögn Þorvarðs Magnússonar innheimtustjóra Akranesbæjar eru ástæður góðrar innheimtu greini- lega betri afkoma einstaklinga og fyrirtækja. Þetta er þó ekkert nýtt á Akranesi því yfirleitt innheimtast gjöld vel hjá bæjarsjóði og er inn- heimtuhlutfallið að jafnaði með því besta á landinu. Við viljum halda okkur í toppbaráttunni í því eins og í knattspymunni. Þar fer saman góðir knattspymumenn og skilvísir gjaldendur, sagði Þorvarður Magn- ússon að lokum. JG Fundur um framtíð- arhorfur Samtökin Ungt fólk fyrir friði heldur fund á sunnudaginn kl'. 16 til að ræða framtíðarhorfur. Fundurinn verður í húsnæði Iðn- nemasambandsins að Skólavörð- ustíg 19. Þar verður rætt um kjarnorkuvígbúnað í heiminum og um þátttöku íslendinga á Friðar- hátíð Norðurlanda í Stokkhólmi 24. - 28. júní nk. Borgarnes: Afmæli hjá Sjálfstæð- iskvenna- félaginu Sjálfstæðiskvennafélag Borg- arfjarðar verður með opið hús i Sjálfstæðishúsinu við Brákar- braut í Borgarnesi næstkomandi laugardag í tilefni af 20 ára af- mæli félagsins. Sjálfstæðiskvennafélagið nær yfir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Það var stofnað fyrir 20 árum og var Ásgeir Pétursson sýslumaður aðalhvatamaðurinn að stofnun þess. Kristjana S. Leifsdóttir á Brú- arreykjum er formaður félagsins. Afmælisveislan hefst klukkan 15. Angela Molina í hlutverki Annunziata leiðir hóp reiðra kvenna um götur Napólí. Camorra sýnd í Regnboganum í Regnboganum er verið að sýna kvikmyndina Camorra, sem Lína Wertmtlller leikstýrir, en hún hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem leikstjóri. Með aðalhlutverk fara Harvey Keitel, Angela Molina og Francisco Rabal. Kvikmyndin er spennumynd og fjallar um keðju afbrota á vegum Camorra-glæpasamtakanna Napólí. Erfiðlega gengur að upp lýsa málin og margir þykja grunsamlegir. Rauði þráðurinn er hópur sterkra, ákveðinna kvenna. (Úr fréttatilkynningu.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.