Morgunblaðið - 09.01.1987, Qupperneq 28
Skíðavertíðin haf in:
Flóðlýst í Hlíðar-
fjalli um helgina
FLÓÐLÝST verður í
Hlíðarfjalli í fyrsta sinn í
vetur nú um helgina. Að
sögn Vilhelms Jónssonar í
SSkíðastöðum, er skíðafæri
mjög gott og verður troðið
eftir þörfum um helgina.
Skíðalyftumar verða í gangi
frá kl. 10 til 17 laugardag og
sunnudag. í dag, föstudag, verða
þær opnar frá kl. 13 til 19 skv.
vetraráætlun.
Vilhelm sagði, að skíðanám-
skeið væru þegar hafín, bæði
væri boðið upp á helgamám-
skeið og lengri námskeið í miðri
viku. Hægt væri að velja sér
námskeiðstíma allt frá því kl.
10 að morgni til kl. 19 að kvöldi
frá þriðjudögum til fímmtudaga.
Eins er hægt að fá einkatíma.
Vilhelm sagði að skíðafæri
væri orðið mjög gott, nýfallinn
snjór sem búið væri að troða,
þannig að gott færi væri bæði
fyrir svigskíði og gönguskíði.
Hjá Veðurstofunni fengust
þær upplýsingar, að reiknað
væri með áframhaldandi sunn-
anátt, jafnvel með strekkings-
vindi, hitastig verður svipað og
í gær, fímmtudag.
Sjónvarp Akureyri
Dagskrá Sjónvarps Akur-
eyrar verður sem hér segir í
kvöld, föstudagskvöld:
Kl. 20.30 Bóló. Teiknimynd
fyrir yngri áhorfenduma.
Kl. 21.55 Myndrokk. Nú
verða sýnd myndbönd ýmissa
þungarokkshljómsveita.
Kl. 22.50 Allt er þá þrennt
er. Gamanþáttur sem fjallar um
Jack, en hann reynist heldur
heppnari en aðrir í að lenda í
vandræðum.
Kl. 23.15 Giftingahugleiðing-
ar frú Delafields. - Bandarísk
kvikmynd um ættmóður stórrar
og auðugrar fíölskyldu. Hún
verður ástfangin af lækni sínum,
þrátt fyrir ólíka fortíð þeirra.
Þessi mynd var ranglega sögð
eiga að vera á dagskrá í gær-
kvöldi, fimmtudagskvöld, í stað
Nighthawks, og er beðist vel-
virðingar á því.
Menningarmálanefnd:
Úttekt á menningarmálum
Menningarmálanefnd bæjarins
ákvað á fundi sínum 12. des-
ember sl. að fela amtsbóka-
verði og menningarfulltrúa,
Ingólfi Armannssyi, að láta
gera úttekt á ýmsum þeim
þáttum sem snúa að menning-
armálum. Stefnt er að því að
úttektinni verði lokið 1. apríl
n.k.
í fréttatilkynningu frá menning-
armálanefnd segir m.a., að á
umræddum fundi nefndarinnar
hafi verið ræddar hugmyndir sem
komið hafi fram á málþingi 22.
nóvember sl., en þær hafí beinst
mjög að aðstöðu fyrir ýmiss konar
menningar- og félagsstarf í bæn-
um.
í fréttatilkynningunni eru eftir-
taldir þættir nefndir, sem gera á
úttekt á: „- Húsnæði í bænum, sem
er í notkun eða möguleikar á að
nýta fyrir ýmis konar menningar-
starfsemi; - húsnæði í byggingu,
sem hugsanlegt er að hægt verði
að nýta til slíkrar starfsemi; -
hönnunarforsendur fyrir húsnæði,
sem þyrfti að byggja á næstu árum
til að sinna þeirri starfsemi, sem
ekki væri með góðu móti hægt að
koma fyrir í þegar byggðu eða
áætluðu húsnæði.
Sjónvarp Akureyri:
Ruglun strax
í næstu viku
BJARNI Hafþór Helgason sjón-
varpsstjóri hafði samband við
Morgunblaðið í tiiefni af frétt
blaðsins í gær um að ruglun sjón-
varpsefnis hæfist um mánaðar-
mótin. Sagði hann upplýsingar
þar um byggðar á misskilningi
starfsmanns sjónvarpsins. Hið
rétta væri, að ruglun hæfist strax
í næstu viku, þegar fyrstu mynd-
lyklarnir bærust hingað.
Að sögn Bjama munu 300-400
myndlyklar koma í næstu viku, en
á milli 500 til 600 hafa verið pantað-
ir. Hann ítrekaði, að ruglun efnis
hæfíst um leið og búið væri að af-
greiða þessa myndlykla, sem
bærust í næstu viku.
Bjami bað einnig um að leiðrétt-
ar yrðu upplýsingar frá þeim um
fréttaútsendingar, þ.e. að þær hæf-
ust fljótlega. Hið rétta væri, að
engin ákvörðun lægi fyrir þar um.
Blaðbera vantar
Blaðbera vantar í Innbæ og Víðilund.
Upplýsingar í síma 23905.
JHttgtmltfiKfetfr
Hafnarstræti 85.
Morgunblaðið/Fríða Proppé
Fjórir af leikurunum í hlutverkum sínum, talið frá vinstri: Guðrún Marinósdóttir, Guðjón Peder-
sen, María Arnadóttir og Einar Jón Briem.
Rauðhærði riddarinn frumsýndur í kvöld:
„Skemmtilegt og
nærgöngult verk“
-segir Guðjón Pedersen, sem leikur eitt aðalhlutverkið
LEIKFÉLAG Akureyrar
frumsýnir í kvöld leikritið
Hvenær kemurðu aftur
rauðhærði riddari? eftir
Mark Medoff. „Skemmti-
legt, nærgöngult og kafar
djúpt inn á grófar tilfinning-
ar. Aðalboðskapurinn, eins
og ég skil hann er, að aðgát
skuli höfð í nærveru sálar,“
sagði Guðjón Pedersen, sem
fer með eitt aðalhlutverkið
í leiknum.
Rætt var við Guðjón og Skúla
Gautason, sem leikur rauðhærða
riddarann, eftir æfingu nýverið,
en Skúli lék sama hlutverkið í
uppfærslu Nemendaleikhússins í
Reykjavík á verkinu í fyrravor.
Þeir félagar voru sammála um
að verkið væri mjög nærgöngult
og að það væri alls ekki við hæfi
viðkvæmra, né bama yngri en 12
ára vegna ofbeldisatriða. Þeir
tóku sérstaklega fram, að þrátt
fyrir gróf ofbeldisatriði væri leik-
ritið mjög skemmtilegt.
Leikritið gerist á litlum veit-
ingastað, skyndibitastað, syðst í
Nýju Mexíkó í lok sjöunda áratug-
arins. Þangað koma viðskiptavin-
ir, m.a. Teddy, fyrrverandi
hermaður í Viet-Nam, sem Guðjón
Pedersen leikur. Guðjón sagði, að
efni leikritsins ijallaði að sínu
mati að hluta á lúmskan hátt um
Viet-Nam stríðið, en hermaðurinn
fyrrverandi væri skaðaður á geðs-
munum eftir þá lífsreynslu. Um
persónu Teddys sagði Guðjón
m.a.: „Hann á sína drauma og
hann hittir á þessum stað jafnoka
sinn í rauða riddaranum og upplif-
ir fortíðina að nokkru í gegnum
hann. Hann segir t.d. nokkrum
sinnum, er hann fréttir að rauð-
hærði riddarinn sé á förum: Mig
langaði einu sinni líka til að fara
í burtu. - Hann fór í burtu, til
Viet-Nam.“
Skúli sagði, að efni leikritsins
væri sérstaklega næmt og að það
hefði mjög fína strengi. Hann var
spurður hvort hann þekkti Teddy
fyrir sama mann í þessari upp-
færslu og í uppfærslu Nemenda-
leikhússins, þ.e. hvort uppfærsl-
umar væru svipaðar. Hann
svaraði: „Ég hef verið svo mikið
á kafi í þessu að ég get ekki
dæmt um það. Ég reyni að gleyma
gamalli uppfærslu um leið og ég
kem inn í nýja. Nei, ég get engan
veginn dæmt um það“.
Miklar sviptingar eru
á sviðinu og er það hálf óhijálegt
Guðjón og Marinó Þorsteinsson
í hlutverkum sinum.
í lok verksins, glerbrot og rusl
út.um allt. Þeir Guðjón og Skúli
sögðu enda, að meiningin væri
að „rústa öllu“. þeir voru því
spurðir, hvort enginn hefði slasast
á æfíngum og hvort ekki væri
erfitt að standa í svo miklum
slagsmálum. Þeir töldu, að þetta
kæmist upp í vana og Guðjón
bætti við: „Það er þeim mun betra
að leika þessi atriði sem æfingin
og leikurinn er minni. Það er að
segja þeim mun raunverulegri
sem slagsmálin eru, þeim mun
auðveldara er að sýna viðbrögð.
Það er auðveldara að æpa af sárs-
auka, þegar maður finnur til. Við
sláumst sem sagt sem mest í al-
vörunni."
Þeir félagar sögðu í lokin, að
þeir vonuðust til að sem flestir
kæmu á leikritið. Það ætti enginn
að verða fyrir vonbrigðum, alla
vega væri erfítt að láta sér leið-
ast. - Hvort þeir kviðu frumsýn-
ingunni? „Það er auðvitað alltaf
mús í maganum, Það er bara
gaman," sögðu þeir.
Aðrir leikarar í Rauðahærða
riddaranum eru: Inga Hildur Har-
Teddy tuskar rauðhærða ridd-
arann til. Guðjón Pedersen og
Skúli Gautason.
aldsdóttir, Marinó Þorsteinsson,
Þráinn Karlsson, María Ámadótt-
ir, Einar Jón Briem og Guðrún
Marinósdóttir. Leikritið er í þýð-
ingu Stefáns Baldurssonar, leik-
stjóri er Pétur Einarsson. Lýsingu
annast Ingvar Bjömsson. Leik-
mynd gerði Om Ingi Gíslason,
búninga Freygerður Magnúsdótt-
ir.
Þetta er fjórða leikverk Leik-
félags Akureyrar á þessum vetri.
Næsta og fímmta leikverkið verð-
ur söngleikurinn Kabarett, sem
æfingar em nú að hefjast á. Að
sögn Péturs Einarssonar leik-
hússtjóra hefur aðsókn verði
nokkuð góð í vetur.