Morgunblaðið - 09.01.1987, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kæri stjömuspekingur.
Getur þú lesið úr stjömukorti
minu. Ég er fædd 9.1. 1962
kl. 1.30—2 að nóttu í
Reykjavík. Með fyrirfram
þakklæti."
Svar:
Þú hefur Sól, Venus og Mars
saman í Steingeit, Tugl,
Merkúr, Satúmus og Júpíter
í Vatnsbera, Vog Rísandi og
Ljón á Miðhimni.
Jarðbundin
Sól í Steingeit táknar að þú
ert að upplagi jarðbundin og
raunsæ. Þú ert alvörugefin
og vilt öryggi og varanleika
í líf þitt. Þú ert heldur íhalds-
söm á það sem þér er kært.
í sjálfstjáningu ert þú varkár
og formföst. Þú vilt bíða og
sjá til áður en þú tekur
ákvarðanir, ert yfirveguð og
frekar laus við fljótfæmi.
Skipulögð
Mars í Steingeit táknar að
Íú hefur skipulagshæfíleika.
vinnu ert þú samviskusöm
og vandvirk. Þú ert metnað-
argjöm að því leyti að þú vilt
byggja upp og sjá áþreifan-
legan árangur gerða þinna.
Trygglynd
Venus í Steingeit táknar að
þú ert varkár í ást og vin-
áttu. Þú ert trygglynd þeim
sem þú elskar og vilt varan-
leika í mannleg samskipti.
Þú ert einnig að mörgu leyti
gamaldags og íhaldssöm á
þessu sviði.
Félagslynd
- Tungl í Vatnsbera táknar að
þú ert tilfínningalega yfirveg-
uð. Þú ert vingjamleg og
félagslynd, en þú hleypir fólki
samt sem áður ekki of nálægt
þér, þ.e. þú átt til að vera
ópersónuieg og fjarlæg. Þú
vilt einnig að skynsemi stjórni
tilfinningum og reynir því að
hafa hemil á sjálfri þér og
er ildla við of mikla tilfinn-
ingasemi hjá öðrum. Þér er
einnig illa við að aðrir geri
of miklar kröfur til þín, þar
sem sjálfstæði skiptir þig
töluverðu máli.
Vingjarnleg
Vog Rísandi táknar að þú ert
vingjamleg og ljúf í fram-
komu og átt auðvelt með að
umgangast fólk. Þú ert á
margan hátt fæddur dipló-
mat, þó þú eigir einnig til að
vera þver og stíf.
Yfirveguð
Merkúr og Satúmus saman í
Vatnsbera táknar að þú ert
skipulögð og yfirveguð í
hugsun og átt auðvelt með
að vera hlutlaus. Þú hefur
gott formskyn og hefur t.d.
hæfileika í arkitektúr óg á
skyldum sviðum. Það sem
helst getur hins vegar háð
þér er að þú átt til að vera
of kröfuhörð við sjálfa þig og
gera of lítið úr eigin hæfileik-
um.
Félagsleg
skipulagsstörf
Þegar á heildina er litið má
segja að kort þitt gefi til
kynna yfirvegaða og skipu-
lagða persónu sem vill hafa
fætuma fasta á jörðinni. Yfir
þér er ákveðin rósemi og
heiðríkja og í þér býr sterk
skynsemi. Það sem þú tekur
þér fyrir hendur þarf að vera
skynsamlegt og uppbyggj-
andi og veita þér öryggi.
Vegna Vogar og Vatnsbera
er ágætt að þú vinnir með
öðru fólki, að starf sitt feli
ekki í sér einangrun, heldur
samstarf og samskipti, eða
ákveðinn eril. Júpíter á Nept-
únus ásamt Vog og Ljóni á
Miðhimni gefur síðan til
kynna listræna og skanand;
hlið.
GARPUR
TOMMI OG JENNI
HU/STAPU, KlS/. ÉG ETR BlMBO 1
TRÚPUR. Oú ÉS EK AE>AL
TR.ÚÐui?IMKI HER.
/V1UMPU ÞA€> '
Pwi CR PA- '
LtTIP EfZVlTT
SMÁFÓLK
S0UND5 UKE A TKAlN
GOIN6 THR0U6H A
TUNNEL, HUH, MA'AM?
Hljómar eins og lest að
fara um jarðgöng, ekki
satt, kennari?
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Undirmálsopnanir á einum í
hálit em tískufyrirbæri um þess-
ar mundir. Bandaríkjamennimir
Soloway og Goldman, sem
skarta meðal annars heims-
meistaratitli, hafa tekið upp
þessa sagnaðferð, og það með
nokkuð góðum árangri ef marka
má eftirfarandi spil gegn öðmm
snillingum, Sontag og Becker:
Norður gefur; AV á hættu.
Norður
♦ 976
♦ D10974
♦ 106
♦ KD8
Vestur
♦ 2
♦ K865
♦ ÁD9743
♦ 104
Austur
♦ ÁDG1085
♦ 32
♦ G82
♦ 65
Suður
♦ K43
♦ ÁG
♦ K5
♦ ÁG9732
Vestur Norður Austur Suður
— 1 hjarta 1 spaði 2 lauf
2 tíglar Pass Pass 2 hjörtu
Pass Pass 2 spaðar 3 lauf
Pass Pass Pass
Opnun Goldmans í norður á
einu hjarta sýndi 7—10 punkta
og fimmlit, og sú er skýringin á
hægagangi Goldmans í suður.
Það standa 3 spaðar í AV, svo
það er sigur í sögnum hjá NS
að fá að spila þijú lauf. (Að vísu
em þrjú grönd ansi freistandi
samningur, en honum má
hnekkja með réttri vöm.)
Hvað um það. Gegn þremur
laufum spilaði Becker út einspil-
inu í spaða, semm austur drap
á ás og spilaði drottningunni um
hæl. Becker trompaði kóng suð-
urs og spilaði sofandi trompi í
næsta slag. Og missti þar með
af tækifæri, sem menn fá ekki
oft á ævinni. Goldman gat nú
sótt hjartað í rólegheitum og
hent spaðataparanum niður í
fríhjarta. Snilldarvömin sem
Becker missti af var að spila
tíguldrottningunni og búa þar
með til innkomu á gosa austurs.
Gegn þeirri vöm á sagnhafí ekk-
ert svar.
Umsjón Margeir
Pétursson
Það er ekki bara sókn sem fóm-
ir geta skilað miklum árangri.
Þessi staða kom upp í viðureign
stórmeistaranna Hans Ree og
Vlastimil Hort á alþjóðlega mót-
inu í Wijk aan Zee í janúar sl.
Sem sjá má er Hort, sem hefur
svart, liði undir í endatafli og í
krappri vöm. Samt tókst honum
að hanga á jafntefli:
ist að „patta“ hvítu drottninguná:
59... .Hxh4!, 60. Kxh4 - Bd4!
(Nú á hvíta drottningin engan
reit, svo Ree var ekkert meira að
gert. Eftir nokkra tilgangslausa
leiki féllst Ree á jafntefli:)
61. Kg3 - Ke7, 62. Kf3 - Bal.
Jafntefli.