Morgunblaðið - 09.01.1987, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691100 KL. 17-18
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu . .
Nóg komið af
skítkasti
Undrandi sjónvarps- og út-
varpsunnandi hringdi:
Mér fannst nú nóg komið af
skítkastinu sem ausið var yfir
heimili landsins, þegar á fýrsta
degi ársins var sýnt ógeðfellt
klámleikrit í Rikissjónvarpinu, þó
ekki bættist við hið argasta guð-
last sem ég held að hafi heyrst
til þessa, 2. eða 3. janúar í Ríkisút-
varpinu og var auglýst sem
skemmti- og gamanþáttur.
Þar sem ég hef mjög gaman
af léttu gamni og eftirhermum
ætlaði ég svo sannarlega að leggja
við hlustimar. Þáttur þessi var
nefndur Skriðið til skara. Stjóm-
endur eru sennilega ungir menn
sem hafa ætlað að slá sér veru-
lega upp.
Væri nú ekki æskilegt að ráða-
menn væm vandari að vali þess
fólks sem þeir kjósa til að koma
fram í þessum virðulegu fjölmiðl-
um sem em eign allra lands-
manna? Ég veit um nokkra sem
ætluðu að hlusta á þáttinn en
urðu svo hneykslaðir, eftir að
hafa heyrt ósómann, að þeir
skrúfuðu fyrir tækin. Það má
hastarlegt heita þegar fólk ætlar
að hafa ánægju af því sem fram
er borið að þá skuli það þurfa að
bíta í það súra epli að stundin
verður því bæði til hryggðar og
gremju. Það hlýtur að vera til nóg
af skemmtilegu efni og góðu fólki
sem skiiur eftir göfugar hugsanir
og fyllir mann von um bjartari tíð
með blóm í haga sálar og líkama.
Gleðilegt ár í Guðs friði.
Rautt veski
tapaðist
Ásta Jónsdóttir: hringdi:
Ég varð fyrir því óláni um dag-
inn að týna rauðu samanbrotnu
veski, líklega í grennd við Hlemm,
daginn fyrir gamlársdag. Ef ein-
hver heiðarlegur maður hefur
fundið þetta veski, sem í var tölu-
vert af peningum, strætisvagna-
miðar, happdrættismiðar, myndir,
skilríki o.fl., bið ég hann um að
skila því, a.m.k. skilríkjunum.
Finnandi vinsamlegast hringi í
síma 23923.
Þakkir til Krist-
jáns Alberts-
sonar
Þ. hringdi:
Nú þegar daglega er hellt yfir
mann alla vega viðbjóði, í bókum
og fjölmiðlum, langar mig til að
biðja þig fyrir kveðju og þakklæti
til Kristjáns Albertssonar fyrir
bókina Margs er að minnast, sem
kom út fyrir jólin. Ég gef henni
þrjár stjömur. Góð, skemmtileg,
falleg.
Tapaði leður-
hönskum
Agnar Elíasson hringdi:
Ég tapaði nýjum leðurhönskum
sl. mánudag. Hanskana fékk ég
í jólagjöf og er mjög annt um þá.
Líklega tapaði ég þeim er ég fór
frá bflastæði við Tryggvagötu yfir
í Landsbankann eða þá við Lind-
argötu. Finnandi vinsamlegast
hringi í 20748.
Týndi gullhring
Emiliía hringdi:
Ég týndi gullhring fyrir jól.
Hringurinn er með bláum steinum
og enn í kassanum sem hann var
keyptur í. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 622753.
Léleg hraðsend-
ingarþjónusta
Haraldur Jóhannson hringdi:
í vetur hef ég nokrum sinnum
þurft að fá varahluti frá Reykjavík
og hafa þeir stundum verið sendir
með flugi. En af einhveijum
ástæðum eru svona pakkar oftast
skildir eftir þegar vélamar fara
frá Reykjavík. Maður þarf að
borga kostnaðinn við það að senda
pakkana með leigubíl á flugvöllinn
en yfírleitt hefur maður líka þurft
að láta leigubfla sækja pakkana
aftur og setja þá í flutningabíl.
Mér fínnst þessi lélega þjónusta
fyrir neðan allar hellur, enda er
maður látinn borga stórfé fyrir
þessa flutninga. Ég veit um fjölda
fólks sem hefur þessa reynslu af
Flugleiðum í sambandi við svona
flutninga.
Klám og lauslæti
ekki í tísku
Sjónvarpsáhorfandi hringdi:
Þó margt skemmtilegt og gott
hafí verið í útvarpi og sjónvarpi
nú yfír hátíðimar þá hafa margir
hneykslast vegna leikrits Ríkis-
sjónvarpsins að kvöldi nýársdags,
einu af þeim kvöldum sem böm
fá að vaka lengur og horfa á sjón-
varpið. Þjóðin sem greiðir starfs-
mönnum Ríkissjónvarpsins launin
mun lítið þakka fyrir brjálæðis-
og klámmyndir á hátíðarkvöldi,
fáum geðjast að slíku. Nýársleik-
rit Ríkissjónvarpsins var móðgun
við konur. Klám og lauslæti er
ekki í tísku núna.
„Skessan í þokuimi - Svargrein
i.
{ Velvakanda þann 21. desember
sl. birtist greinin „Skessan í þok-
unni“, undirrituð af Fróðhreppingi og
er þar rætt um samnefndan kafla í
bókinni „Draumar og æðri hand-
leiðsla" eftir Aðalheiði Tómasdóttur,
en ritari bókarinnar er Ingvar Agnars-
son.
I grein sinni hneykslast höfundur
umræddrar Velvakandagreinar á fá-
einum atriðum í nefndri frásögn.
Vil ég fara um efni hennar nokkrum
orðum, þar sem mér er málið skylt
og eru hér fáeinar tilvitnanir ásamt
skýringum mínum og leiðréttingum:
1. Fróðhreppingur byijar á að gefa
höfundi bókarinnar þá ráðleggingu
að þar ætti „heiðarleiki að sitja
í öndvegi og sannsögli til hægri
handar". Mun hann vera sá eini
sem gefur höfundi umræddrar bók-
ar þá einkunn að hún sé bæði
óheiðarleg og ósannsögul.
2. Þá talar Fróðhreppingur um, að
ekki sé rétt farið „með skírnar-
nafn kynsystur sinnar og samtí-
ðarkonu í Fróðárhreppi". Þessu
er til að svara að umrædd kona
var ávallt af öllum kölluð Ásta,
eins og hún er nefnd í sögunni, en
fullt nafn hennar var Áslaug. Það
hefur hingað til ekki talist niðrandi
eða nein hneisa að vera nefndur
því stuttnefni, sem almennt er not-
að af vinum og ættingjum.
3. Þessu til viðbótar segir Fróðhrepp-
ingur: „Nú er ekki nóg með þetta,
þvi þessi sama góða kona er
rangfeðruð". Þessi athugasemd
er alveg rétt og er ritara bókarinn-
ar þar um að kenna. Bið ég
afsökunar á þeim mistökum. Ás-
laug var Jónsdóttir, og voru þær
Aðalheiður bræðradætur. Hinsveg-
ar var Áslaug gift Þorgils Þorgils-
syni og mun mér hafa orðið þama
á í messunni vegna eigin óaðgæslu
og ókunnugleika, en alls ekki í
þeim tilgangi að særa neinn. Þetta
voru mikil sæmdarhjón að allra
áliti.
4. Þá segir Fróðhreppingur enn, að
þessi góða kona, Aslaug, sé í sög-
unni talin Jafnvel af tröllum
komin". — Þama hlýtur greinar-
höfundi eitthvað að hafa skjöplast
með skilninginn á því sem í sög-
unni segir. Þar var hvergi talað
um að Áslaug væri tröll eða af
tröllum komin, heldur aðeins að
þessi vera sem nálgaðist í þok-
unni, sýndist í fyrstu vera tröllsleg,
eins og allt annað í umhverfinu,
uns hún kom nær telpunni, sem
var að villast, enda þekkti hún
hana þá og varð „fegnari en frá
verður sagt“. Greinarhöfundur
mun vera eini lesandinn, sem ekki
getur skilið hvað í sögunni felst.
5. Að lokum segir Fróðhreppingur um
áðumefnt atriði, að það sé
„ómerkileg aðför á látinni
sæmdarkonu og frænku". Hér
ber að sama brunni: Greinarhöf-
undur skilur bersýnilega ekki það,
sem hann les.
(Ath. Allar leturbreytingar em
mínar.)
n.
Ég vil taka upp lítinn kafla úr þeirri
frásögn bókarinnar, sem hér er rætt
um. Sögumaður, Aðalheiður Tómas-
dóttir, þá um tíu ára gömul, er að
leita að nokkrum lambám fram í
Valladal. Veður var þungbúið og þoka
efst á fjöllum.
Orðrétt segir hún: „Allt í einu lagð-
ist yfir þoka, niðdimm og ógnvænleg
°g byrgði alla útsýn. Ég hélt áfram
göngunni um sinn en brátt tapaði ég
öllum áttum og vissi ekki hvert halda
skyldi. Ég nam staðar. Þokan var svo
dimm, að ég sá aðeins það sem næst
var. Én hvað allt sýndist nú stórt og
hrikalegt. Steinar í nágrenninu urðu
sem háir klettar og strýtur, og sýnd-
ust taka á sig allskonar kynjamyndir.
Sumir litu út eins og tröll með grettar
brúnir en aðrir eins og einhver huldu-
dýr. Það ýrði úr þokunni og hún leið
eins og flygsur undan vindinum, svo
að allar þessar kynjamyndir virtust
vera á hreyfíngu. Best væri að koma
sér sem fyrst niður úr þessum ömur-
lega fjalladal. En í hvaða átt ætti ég
að halda? Það vissi ég ekki. Ég var
hálfsmeyk þama, ein og yfírgefín
langt frá öllum, umkringd þessum
óhugnanlegu og síkviku furðuverum
sem þokubólstramir gerðu enn
ískyggilegri. Ég rýndi út í dimmuna.
Hvað var nú þama á ferð? Það var
eins og ein af þessum kynjamyndum
væri á hreyfingu. Jú, það var ekki um
að villast. Þetta hreyfðist og stækkaði
óðum. Þetta var að sjá eins og tröll-
kerling, stór og ógurleg. Það fór að
fara alvarlega um mig. Ég stóð þó
kyrr og starði á þessa ógnvænlegu
vem, sem kom út úr þokunni. Brátt
tók hún á sig fullkomna mannsmynd.
Og er hún var komin næstum alveg
til mín þekkti ég hver þetta var. Þetta
var þá mannleg vera, ein af nágranna-
konunum, Ásta Þorgilsdóttir í Hrísum.
Ég varð fegnari en frá verður sagt.
Hún varð undrandi að rekast á mig
héma. „Hvað, ert þú héma, Heiða
mín,“ sagði hún, „alein hér að villast
í þpkunni, rétt eins og ég.“
Ég held að engum, nema Fróð-
hreppingi, ritara Velvakandagreinar-
innar, geti fundist þessi frásögn vera
„ómerkileg aðför að látinni sæmd-
arkonu og frænku".
Þeir sem lent hafa í þoku vita, að
allir hlutir nágrennisins sýnast stórir
og tröllslegir, hvort sem um er að
ræða steina eða menn. Og það er langt
frá, að bókarhöfundur telji konuna frá
Hrísum vera af tröllum komna. Það
hlýtur hver maður, sem söguna les,
að skilja.
Þykist ég þá hafa svarað að mestu
hinni illkvittnu grein á hendur Aðal-
heiði Tómasdóttur, höfundar bókar-
innar, „Draumar og æðri hand-
leiðsla“, og leiðrétt þann misskilning
sem fram kemur hjá Fróðhreppingi
í grein hans.
Ingvar Agnarsson
Strengdir þú áramótaheit á þann veg
að hreyfing og hollir lifnaðarhættir
sætu í fyrirrúmi á nýja árinu?
Hjá Dansstúdíói Sóleyjar
er boðið uppá létta og skemmtilega
leikfiml fyrir fólk á „besta aldri".
Sóley og Aðalheiður sjá til þess
að allir hafi gott og gaman af
og vonast til þess að sjá sem flesta,
bæði konur og karla.
Kennarar Sóley Jóhannsdóttir og
Aðalheiður Þóra Jónsdóttir sjúkraþjálfari.
Innritun er hafin i símum: 68-77-01 og 68-78-01 frá kl. 13-17.
Kennsla hefst 12.janúar og afhending skírteina er laugard. lO.janúar.
Engjateigi I , símar 687701 og 687801.