Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 Stíf fundahöld í sj ómannadeilunni Frá framkvæmdum við nýja flugstöðvarveginn. Morgunbiaðið/EG Keflavíkurflugvöllur: Framkvæmdir hafnar við nýja flugstöðvarveginn SAMNINGANEFNDIR sjómanna og útvegsmanna settust að samn- ingaborðinu klukkan 10 í gærmorgun og var búist við miklum fundarhöldum um helg- ina um nýja kjarasamninga sjómanna. Nýr fundur hefur ekki Bjartsýnn á leikinn - segir Bjarki Sigurðsson, 19 ára hornamaður Víkings „Ég er bjartsýnn á leikinn í kvöld og tel að það sé raunhæfur möguleiki á sigri. Við sýndum og sönnuðum hvers við erum megnugir í fyrri leiknum, en ég hefði viljað sjá fleiri áhorfendur í Laugardalshöllinni. Með stuðn- ingi þeirra gætum við náð mjög langt,“ sagði Bjarki Sigurðsson, hinn ungi hornamaður Víkings, sem stóð sig mjög vel í fyrri Ieik Víkings og Gdansk á föstudags- kvöld. Síðari leikur Víkings og pólska liðsins í átta liða úrslitum Evrópu- keppni meistaraliða verður í Laugadalshöllinni í kvöld, sunnu- dag, og hefst klukkan 20.15. Fyrri leik liðana lauk með jafntefli 25-25 eftir æsispennandi viðureign og skoraði Bjarki jöfnunarmarkið þeg- ar aðeins nokkrar sekúndur voru til leiksloka. Víkingur leiddi lengst af í leiknum og komst mest í fimm marka forskot um miðjan seinni hálfleik. Lokakafli leiksins var hins vegar slæmur hjá Víkingum og glopruðu þeir þá niður forskotinu. Bjarki sagði að Gdansk væri eitt af bestu félagsliðum sem komið hefðu hingað til lands og taugamar hjá Víking hefðu brostið í lokin. „Þetta var mjög erfiður leikur. Ég man ekki til þess að ég hafí spilað jafn erfiðan leik, en með stuðningi áhorfenda og ef við sýnum eins leik og við sýndum í gær, þá getur allt gerst," sagði Bjarki ennfremur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Bjarki Sigurðsson. verið boðaður hjá ríkissáttasemj- ara í farmannadeilunni eftir að upp úr viðræðum slitnaði á föstu- dagskvöld. Guðlaugnr Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari, sagði í samtali við Morgunblaðið um hádegisbilið í gær að hann byggist við stífum fundar- höldum um helgina. Þá vom menn ennþá að ræða smærri atrðið í samningagerðinni, en Guðlaugur sagði að hann byggist við að farið yrði fljótlega að ræða helstu ágrein- ingsatriðin, sem em kostnaðarhlut- deild sjómanna og skipting aflaverðmætis við sölu erlendis. Útgerðarmenn leggja áherslu á það að við breytingar á kostnaðarhlut- deild sé tekið mið af verðbreyting- um á olíu. Samkomulag tókst á föstudag um ákvæði varðandi vinnu sjó- manna í verkfalli, en samninga- menn vilja ekki láta uppi að svo stöddu hver þessi ákvæði em. Skip- stjóra- og stýrimannafélagið Bylgj- an á Vestlj'örðum hefur gert kröfu um það að togarinn Hólmadrangur hætti veiðum og komi til hafnar. Samningafundur VSÍ, VMS, og verkamannafélagsins Dagsbrúnar um nýjan kjarasamning félagsins hófst klukkan 14 í gær. Dagsbrún er ekki aðili að samningi ASÍ, VSÍ og VMS, sem undirritaður var í byijun desember. EINA ferðina enn er Egilsstaða- flugvöllur lokaður vegna aur- bleytu. Síðast lokaðist völlurinn um miðjan desember og þar áður um miðjan nóvember. Um miðjan desember var von bæði á menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra austur á Seyðis- fjörð ásamt föryuneyti til að vígja ÚTFLUTNIN GUR Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna á síðasta ári var samtals 90.717 lestir að verðmæti um 9,5 milljarðar króna. Útflutningur ársins 1985 nam 85.351 iest og jókst því milli ára um 6,2% í magni og enn meira í verðmætum talið. Sölu- skrifstofa SH í Hamborg jók sölu sína í magni um 20% en litlu Vogoim. NÝLEGA hófust framkvæmdir við síðari hluta vegarlagningar að nýju flugstöðvarbyggingunni á Keflavíkurflugvelli, og er gert ráð fyrir að vegarlagningunni verði lokið áður en flugstöðvar- byggingin verður tekin í notkun þar nýjan grunnskóla og heilsu- gæslustöð. Þeirri athöfn var frestað þar til nú, vegna ófærðar á Egils- staðaflugvelli. í gærmorgun komust ráðherrarnir austur í Fokkervél Landhelgisgæslunnar, sem bíður til kvölds í von um að frysti. Flugleiðir treysta sér hins vegar ekki til þess að lenda á Egilsstöð- minna í verðmæti. í Bretlandi jókst salan í verðmætum talið um 66,3% og rúmlega 40% í magni. Sala til Japans jókst um 96,5% í magni talið. Sala Coldwater dróst saman um 7,5% í magni en jókst um 9,1% í verðmætum. Endanlegt verðmæti liggur ekki fyllilega fyrir hjá öllum deildum, en sala Coldwater á árinu nam í aprílmánuði næstkomandi. Framkvæmdir hófust síðastliðið sumar við fyrri hluta vegarins, sam- tals 2,8 km, en það var sá hluti vegarins sem er frá flugstöðvar- byggingunni og að gamla flugvall- arveginum fyrir ofan Keflavík. um, en ætla að lenda á Neskaupstað í staðinn. Þaðan er farþegum ekið til áfangastaðar. Austfirðingar eru að vonum sáróánægðir með ástand Egilsstaðaflugvallar, en þetta er aðalflugvöllur Austurlands. Auk þess hefur hann hlutverki að gegna í sambandi við millilandaflug til Færeyja. Björn tæpum 9,5 milljörðum króna og í Bretlandi var salan um 2 millj- arðar. Af útflutningi SH á síðasta ári voru 6.687 lestir af sjófrystum fiski. Mest af framleiðslunni fór til Bandaríkjanna eða 36.244 lestir, sem er 3.634 lestum minna en árið áður. 14.779 lestir fóru til vinnslu og sölu í Bretlandi en 10.581 lest árið áður. Alls fóru um sölusvæði Vegurinn sem nú er unnið við ligg- ur fyrir ofan Ytri-Njarðvík, milli tanka Hitaveitu Suðurnesja og verslunar Hagkaups á Fitjum og tengist loks Reykjanesbraut. Þessi hluti vegarins er alls 3,6 km að lengd. Þar eð vegurinn liggur innan núverandi girðingar vamarsvæðis- ins verður girðingin færð og verður því verki lokið áður en vegurinn verður tekinn í notkun. Þá verður lögreglustöð íslensku lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli utan girðing- ar, en það er ekki talið valda vandkvæðum. Hafinn er undirbún- ingur að því að færa lögreglustöð- ina. Annað aðalhlið Keflavíkurflug- vallar, Grænáshlið, lendir einnig utan girðingar, en það verður flutt á nýjan stað, og sú aðstaða sem því fylgir. fyrirtækisins í Grimsby 21.985 lest- ir, sem er 34% aukning frá fyrra ári. Til Sovétríkjanna fóm 12.553 lestir, sem er 23,6% minna en árið áður. Til Japans fóm 11.220 lestir, en 5.708 árið áður. Aukningin ligg- ur að mestu í karfa, loðnu og rækju. Söluskrifstofa SH í Þýzka- landi seldi alls 7.980 lestir, sem er 20% meira en árið áður. Aukningin er mest í síld. Sala Icelandie Freezing Plants í Bretlandi nam 35,1 milljón punda eða um 2 milljörðum króna og jókst um 66,3% milli ára. Verksmiðju- framleiddar vömr vom seldar fyrir 10,8 milljónir punda og flök og fleira fyrir 24,3 milljónir punda. Aukning í sölu flaka var 73% í verð- mætum talið en 52% í verksmiðju- vömm. í lestum talið er 21% aukning. Til Frakklands og Belgíu vom seldar um 7.000 lestir, sem einnig er um 21% aukning. Heildarsala Coldwater var á síðasta ári 61.500 lestir að verð- mæti 9,5 milljarðar króna, en var árið áður 66.500 lestir að verðmæti 8,6 milljarðar. Samdráttur í magni er um 7,5% en aukning í verðmæt- um 9,1%. Af unninni vöm vom seldar 24.400 lestir en 26.000 árið áður og af flökum vom seldar 31.300 lestir en 31.800 árið áður. Samdrátturinn er fyrst og fremst talinn stafa af því, að ekki hefur fengizt allt það magn að heiman, sem hægt hefði verið að selja. Ekki aðstæður til að al- næmisprófa alla landsmenn - segir Guðjón Mag-nússon aðstoðarlandlæknir „Ég útiloka ekki að í framtíð- inni skapist þær aðstæður að það verði fýsilegur kostur að allir landsmenn gangist undir alnæmispróf en í dag er það ekki,“ sagði Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir en Skúli Johnsen borgarlæknir hefur Iagt til að allir landsmenn á aldrinum 15 til 69 ára verði mældir. Guðjón sagði að tillaga um að mæla alla landsmenn hefði verið rædd hjá landlæknisembættinu enda hefði þessi aðferð gefíst vel í baráttunni gegn öðmm sjúk- dómum. „En mælingar hafa ýmsa annmarka og þá fyrst og fremst þá að alnæmi mælist ekki alltaf í blóðinu. Tíminn sem líður frá því smit á sér stað þar til mótefni mælist er auk þess mismunandi, allt frá 6 vikum til 6 mánaða eða lengri. Það þyrfti því að tvímæla alla. Nákvæmni bestu mælinga er um 99% og þetta 1% sem gæfi falskt jákvæði þýðir að nokkur hundmð manns fengju þær upp- lýsingar að þeir væm haldnir alnæmi án þess að vera það. Þá þyrfti að gera umfangsmeiri og kostnaðarsamari rannsókn," sagði Guðjón. „Svo má ekki gleyma því að smitun á sér ekki eingöngu stað innanlands. Ég veit ekki hvort borgarlæknir hefur hugsað sér að alnæmisprófa alla sem fara til útlanda en það em um 40 þúsund manns á ári.“ Guðjón sagði að ekkert benti til að fólk mundi koma af sjálfs- dáðum í slíkar mælingar og þá vaknar sú spurning hvað gera á við þá sem ekki koma. Hann sagði að lauslega áætlaður efniskostn- aður við mælingarnar væri 60 milljónir ef miðað væri við að all- ir á aldrinum 15 til 69 ára yrðu mældir tvisvar. Egilsstöðum: Enn lokast fluörvöllurinn Egilsstöðum - EG Útflutningnr SH jókst um 6,2% á síðasta ári Aukingin mest í sölu til Japan og Bretlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.