Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 Minning: Gísli Guðjóns- son íHlíð Fæddur 10. júlí 1891 Dáinn 31. desember 1986 Nú þegar pabbi í Hlíð er allur langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum. Hann fæddist 10. júlí 1891 að Setbergi við Hafnarfjörð. Foreldrar hans voru hjónin Stefanía Gísladótt- ir og Guðjón Jónsson bóndi þar. Þegar Gísli var 5 ára flutti hann . með foreldrum sínum að Suðurkoti í Krýsuvík og átti þar heima næstu fimm árin. Þá fluttu foreldrar hans að Garði í Hraunum og þar átti Gísli heima meðan hann var í for- eldrahúsum. Gísli átti einn bróður sem var tveimur árum yngri en hann. Sá hét Guðlaugur. Hann bjó Iengst af í Grindavík. Hann kvænt- ist Guðmundu Guðnadóttur og eignuðust þau 8 börn. Þeir bræður voru samrýndir í æsku og var alltaf kært með þeim. Guðlaugur er nú látinn fyrir allmörgum árum. Æska þeirra bræðra var áfalla- laus. Þeir dvöldu hjá foreldrum sínum sem voru frekar veitandi en þiggjandi og fóru ekki að heiman fyrr en þeir voru vaxnir úr grasi. Þegar Gísli var 17 ára fór hann sem vinnumaður að Óttarstöðum í Hraunum til Guðjóns Sigúrðssonar hreppstjóra og konu hans Jósepínu Jósepsdóttur og var þar næstu 8 árin. Ég sé hann fyrir mér á þessum árum sem ungan og laglegan mann, ekki háan en vel vaxinn, kvikan í hreyfmgum, glaðlegan í viðmóti og með þessi fallegu bláu augu. Starf Gísla á Óttarstöðum var mikið í því fólgið að hirða um kindur og átti það vel við hann, því hann hafði alla tíð mikið yndi af sauðfé og var talinn góður fjármaður. Bæði var hann léttur á fæti og svo var hann með afbrigðum glöggur á fé og markaglöggur. Féð í Hraunum kom lítið í hús og var mikið verk að smala því og standa yfir því á vet- uma. Gísli fór einnig til sjós á þessum árum, á skútur, og var það á vegum húsbóndans. Sjálfur fékk hann hæst 200 kr. í kaup á ári auk fæðis, húsnæðis og einhverra fata. Þetta var á árunum 1908—16. Auk hjónanna á Óttarstöðum voru meðal annarra á heimilinu tveir synir þeirra, Jósep og Guð- mundur, og frænka þeirra Þorbjörg Guðjónsdóttir. Þau voru öll á bams- aldri þegar Gísli kom á heimilið. Þetta fólk átti eftir að verða ná- grannar hans seinna á lífsleiðinni og vom meðal hans bestu vina. Síðast en ekki síst var þama á heim- ilinu ung og myndarleg stúlka, Ragnheiður Margrét Jósepsdóttir, fósturdóttir Guðjóns og Jósepínu. Hún var Húnvetningur að ætt en fluttist 12 ára gömul suður með fósturforeldrum sínum. Ragnheiður var fædd 15. apríl 1889. Þau Gísli felldu hugi saman og dag einn árið 1916 ganga þau frá Óttarstöðum fram að Görðum í Garðahverfi og eru gefin þar saman af séra Áma Bjömssyni. Þau Gísli og Ragnheiður byijuðu búskap í Straumi í Hraunum við Straumsvík. Hann átti þá 40 ær en hún 10. Þama bjuggu þau í 2 ár en fluttu þá til Krýsuvíkur og höfðu þar bú- setu í eitt ár. Þá fluttu þau að Hlíð í Garðahverfi og bjuggu þar til æviloka. Gísli og Ragnheiður eignuðust einn son, Kristin, sem fæddur er 5. nóv. 1917. Hann er kvæntur Hólmfríði Sigurðardóttur og eiga þau tvo syni. Þau búa í Hlíð. Auk þess ólu Gísli og Ragnheiður upp tvær fósturdætur, Guðlaugu Guð- laugsdóttur, bróðurdóttur Gísla, og Fjólu Sigurbjömsdóttur, bróður- dóttur Ragnheiðar. Guðlaug giftist Finnboga Sigurðssyni og eignuðust þau fimm syni. Hún býr að Holti í Garðabæ. Fjóla giftist Gunnari Sveinssyni og eignuðust þau 5 böm. Þau búa í Keflavík. Þegar Gísli og Ragnheiður fluttu að Hlíð kringum 1920 var þar tvíbýli. Þama voru torfbæir og slæm húsakynni. Árið 1923 fengu þau alla jörðina og ári síðar byggðu þau nýtt timburhús í Hlíð. Á næstu ámm bættu þau jörðina, sléttuðu tún, byggðu nýtt fjós og Qölguðu kúm. Þótt Gisli nyti ekki langrar skólagöngu frekar en margir af hans kynslóð vom honum falin ýmis störf fyrir sveit sína. Hann var kosinn í hreppsnefnd Garða- hrepps, sem nú heitir Garðabær, árið 1931 og sat þar í 27 ár þar til hann baðst undan endurkjöri. Einnig var hann í skólanefnd og fleiri nefndum fyrir hreppinn. Hann var og leitarstjóri og réttarstjóri í fjölda ára. Ég held að það hafi ver- ið meðal hans bestu stunda þegar hann stóð í almenningnum og horfði yfir stóran hóp af lagðprúðu fé, nýkomnu úr frelsi fjallanna, og að taka lagið með góðum félögum meðan réttarpelinn gekk á milli. Gísli missti konu sína árið 1966. Hún var mikil dugnaðarkona en átti við heilsuleysi að stríða sein- ustu árin. Gísli bjó áfram í Hlíð með syni sínum og tengdadóttur og vann í búinu meðan kraftar hans leyfðu. Hann var mjög hraustur lengst af ævinnar en eftir áttrætt þurfti hann oft að fara á sjúkrahús en sjaldan lengi í einu. Hann minnt- ist oft á það hvað hjúkrunarfólkið á Borgarspítalanum væri gott við sig. Gísli var mannblendinn og gladd- ist á góðra vina fundum. Nú síðustu árin var ellin farin að sækja að honum. Hann sem áður var svo frár á fæti var nú orðinn valtur á fótun- um og mæðinn. Einnig var sjóninni farið að hraka en alltaf var hann samt jafn skýr í hugsun. Sólargeisl- ar síðustu ára voru spilakvöldin með eldra fólkinu og lítil langafaböm sem kættu lund hans. Þeim fækkar nú óðum gömlu Garðhverfingunum og búskapur er þar að leggjast niður að miklu leyti. En lífið heldur áfram og vegna legu staðarins mun fólk halda áfram að búa á þessum fallega stað. Ég þakka elsku pabba fyrir allt frá liðnum árum og Gunnar og böm okkar þakka honum líka allar skemmtilegu samvemstundirnar. Blessuð sé minning hans. Fjóla Sigurbjörnsdóttir Minning: Kristín H. Markan Fædd 29. janúar 1938 Dáin 25. desember 1986 Er mér barst sú fregn að Kristín vinkona mín hefði látist á jóladag, fannst mér sem eitthvað hefði verið tekið frá mér — eitthvað sem ég myndi aldrei hreppa aftur. Svo tengdar vomm við hvor annarri að varla leið svo dagur að við töluðum ekki saman. Kristín var dóttir hjón- anna Guðrúnar Guðlaugsdóttur og Harðar Markan. Kristín ólst upp í föðurhúsum í Reykjavík ásamt systkinum sínum, sem vom fimm, Sigríði, Hrefnu, Elínu, Guðrúnu og Herði. Um tvítugt giftist Kristín Bimi Emilssyni. Áttu þau farsælt hjónaband og eignuðust fimm böm, Eddu, Sigríði, Emil, Valentínu og Einar. Ekki fer þó allt sem ætlað er. Leiðir Bjöms og Kristínar skildi. Ætíð bar Kristín þó hlýjan vinarhug til Bjöms. Skilst mér að svo hafí einnig mátt segja um Bjöm. Svo ég snúi mér aftur að vináttu okkar Kristínar, get ég fullyrt að hún var einstök. Kannski hefur bóheminn í okkur báðum styrkt þau bönd. Kristín kom mér alltaf í gott skap. Brandaramir flugu. Ekki þurfti hún að hafa lesið þá í ein- hverri bók né blaði eða heyrt þá einhvers staðar. Brandaramir komu frá henni sjálfri. Hún átti ríka kímnigáfu og hugmyndaflug. List- rænum hæfileikum var hún einnig gædd. Ljóðskáldið blundaði með henni, en kom upp á yfírborðið stöku sinnum. Kímnigáfan var þó oftast efst á baugi. Þegar ég sagði fjölskyldu minni lát Kristínar sagði sonur minn (sem er jafngamall Ein- ari) „Það er sorglegt, þú hlóst alltaf svo mikið þegar þið töluðuð saman. Dómkirkjan: Helgitáknin í kirkj- unni prédikunarefni SNEMMA á liðnu ári sagði ég í prédikun frá myndinni á skírnar- fonti Thorvaldsens í Dómkirkj- unni og ræddi einkum táknræna merkingu hörpudisksins, sem skírarinn notar þar til að ausa Krist vatninu úr Jórdan. Ég lét þess þá getið, að ef söfnuðurinn hefði hug á að fjallað yrði um fleiri tákn í kirkjunni í prédikun siðar meir, þá væri ég til þess fús. Ég hef fengið við því mjög jákvæð svör, m.a. á safnaðar- fundi í vor og hef lofað að halda aftur prédikun um þetta efni. í dag, 1. sunnudag eftir þrett- ánda, er höfuðguðspjall dagsins um Jesú í musterinu í Jerúsalem. Dóm- kirkjan geymir eftirlíkingu fræg- asta helgitákns þess musteris. Þess vegna virtist mér sjálfsagt að efna nú loforð mitt og því er prédikunar- efni mitt í dag Helgitáknin í Dómkirkjunni. Ég læt þessa getið hér, vegna þeirra, sem eftir þessu hafa óskað. Messan hefst kl. 14.00. Þórir Stephensen. Legsteinar Framleiðum ailar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega uppfýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSmlÐJA SKEMMUVEGI 48 SÍMI 76677 Hún kom þér alltaf í svo gott skap.“ Kristín var mjög greind og víðlesin kona. Oft kom hún mér á óvart, þó víðlesin sé. Við töluðum mikið um skáldskap. Kristín hafði miklar mætur á ljóðum. Ég tel að hún hafi haft mestar mætur á frum- sömdum og þýddum ljóðum Magnúsar Ásgeirssonar. Þótti henni eitt ljóð framar öðrum. Það er Vögguþula eftir Federico Garcia Lorca í þýðingu Magnúsar. Við lás- um oft ljóð hvor fyrir aðra í gegnum síma, því langt var á milli okkar. Hún bjó í Breiðholtinu en ég í Hafn- arfirði. Einnig bar það oft við að við kváðumst á. Kristín hringdi til mín og var þá með fyrripart úr vísu og ég botnaði, eða ég hringdi til hennar með fyrripart og hún botn- aði. Kristín var trygglynd og góð kona. Því er mér það mikill missir að heyra rödd hennar ei lengur. Hver tónn er hún söng var tær og hreinn eins og tár sem er grátið í hljóði. Ég votta börnum hennar, bama- bömum, föður, systkinum og öðrum vandamönnum mína dýpstu samúð. Mig langar að taka mér í munn orð Einars Benediktssonar: „Þú vógst upp björg á þinn veika arm. Þú vissir ei hik né efa.“ Með þessum orðum kveð ég mína kæru vinkonu. Áslaug Ólafsdóttir Misritun FULLT nafn Gísla bónda Gísla-- sonar á Uppsölum, sem minnst var hér í blaðinu í gær, misritaðist í fyrirsögn. Hann hét Gísli Oktoví- anus (ekki Oktavíus) Gíslason. Um leið og þetta er leiðrétt er beðist afsökunar á mistökunum. Þórdís Sigurðar dóttir - Kveðja Fædd 13. ágúst 1908 Dáin 4. desember 1986 Kveðja til Doddu ömmu Það er erfitt að setjast niður svona langt í burtu og reyna að segja það, sem mér býr í brjósti. Ekki bjóst ég við, þegar Dodda amma gekk með mér fram á gang á Landspítalanum sl. haust og kvaddi mig, að ég myrdi ekki sjá hana aftur í sumar. Dodda amma, Þórdfs Sigurðar- dóttir, sem alltaf brosti til mín og kallaði mig „Skottu", er dáin og sársaukinn situr einn eftir. Maður fer að hugsa um allar góðu sam- verustundimar, sem ég átti með Doddu ömmu. Þetta eru góðar minningar, sem ég mun aldrei gleyma. Þegar ég var að leika mér með fötin hennar og reyna að vera alveg eins og amma. Ámma, sem söng og strauk hendina mína, þegar erfitt var að sofna. Alltaf gaf hún sér tíma til að hlusta á mig og tala við mig. Hún kenndi mér að sauma. Hún kenndi mér að pijóna. Gaf mér leiðbeiningar af sérstakri alúð og hlýju. Nú er hún farin. Eg og við, sem elskuðum ömmu, söknum hennar. Við söknum góðu kókostertunnar, sem enginn gat gert eins vel og hún, eða þá góða „frómasið", sem við fengum hjá henni á jólunum. Það leikur enginn eftir henni frekar en annað, sem hún gerði. AHt var fullkomið. Við sitjum eftir og reynum að skilja vegi Guðs. Hvers vegna? Það er spuming, sem erfitt er að svara. Yegir Guðs eru órannsakanlegir. Ég veit að ömmu líður vel núna og ég mun hitta hana aftur. Ég sendi mína hinstu kveðju til Doddu ömmu með ljóði, sem hún sendi mér sl. vor og henni þótti svo fallegt. Mér kenndi móðir mitt að geyma hjarta trútt þó heimur brygðist, þaðan er mér kominn kraftur, vinátta, ástin ótrauða, sem mér aldrei deyr. (Benedikt S. Gröndal) Með von um að Guð gefi afa styrk á þessum erfiða tíma. College Place, 28. des. 1986, Iris Hilmarsdóttir. t Eiginkona mín, VIKTORÍA KRISTJÁNSDÓTTIR, Grundarlandi 6, lést aðfaranótt laugardagsins 10. janúar á kvennadeild Landspital- Guðmundur Björnsson. t Innilegt þakklæti fyrir vinsemd og samúð við andlát og útför móður okkar og ömmu, JÓNFRÍÐAR KRISTBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR. Jón Kr. Sigurðsson, Óskar Á. Sigurðsson og börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.