Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 43 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Bókhaldsstarf Skrifstofustarf Fyrirtæki í Garðabæ óskar að ráða starfs- kraft til bókhalds- og skrifstofustarfa. Algjört skilyrði er að viðkomandi hafi góða bók- haldskunnáttu. Upplýsingar um menntun og fyrri störf ósk- ast send afgreiðslu Mbl. fyrir 16. janúar nk. merkt: „B — 2043“. Atvinnurekendur Rekstrartæknifræðingur með víðtæka þekk- ingu og reynslu á sviði stjórnunar og fyrir- tækjarekstrar óskar eftir framtíðarstarfi. Getur hafið störf fljótlega. Áhugasamir sendi upplýsingar til auglýsinga- deildar Mbl. sem fyrst merktar: „A — 2041 “. Aðstoð á tannlæknastofu vantar í miðbænum seinni part dags. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf skuli fylgja umsóknum merktum: „Hreinlæti — stundvísi — reglusemi“. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. jan. Við auglýsum eftir starfsmanni til ritarastarfa og símavörslu á skrifstofu okkar. Starfsreynsla nauðsynleg og æskilegt að við- komandi geti hafið störf fljótlega. Umsóknir með nauðsynlegum upplýsingum sendist okkur fyrir 15. janúar nk. Rfl EndurskoÓunar- mióstöóin hf. N.Manscher Höfðabakki 9 Pósthólf 10094 130 REYKJAVÍK Starfskraftur á skurðstofugang Starfskraft á skurðstofugang vantar í 100% vaktavinnu. Einnig vantar starfskraft á sama stað í 50% starf frá kl. 9.00-13.00. Upplýsingar veitir ræstingastjóri í síma 19600-259 milli kl. 9.00-14.00. Reykjavík6.1. 1987. Náttúrufræði- stofnun Norðurlands Forstöðumaður Hinn 1. júní 1987 verða Náttúrugripasafnið og Lystigarðurinn á Akureyri sameinuð í eina stofnun Náttúrufræðistofnun Norðurlands. Auk núverandi starfsemi verður stefnt að því í framtíðinni að stofnunin taki að sér rann- sóknir á sviði orkumála, fiskeldis, vatnsöflun- ar og náttúruverndar. Laust er starf forstöðumanns stofnunarinnar frá 1. júní 1987 og er umsóknarfrestur til 1. feb. nk. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í náttúruvísindum, helst grasafræði auk þess sem krafist er starfsreynslu við vísindastörf og stjórnun. Umsóknir berist undirrituðum sem veitir nán- ari upplýsingar í síma 96-21000 alla virka daga kl. 10.00 til 12.00. Akureyri 11. des. 1986, Bæjarstjórinn á Akureyri. Sölustarf óskast Vegna aukinna verkefna viljum við ráða til starfa: 1. Húsgagnasmiði. 2. Menn vana húsgagnaframleiðslu. 3. Mann til starfa á lager. Fyrirtækið framleiðir húsgögn og innréttingar fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings. Kjörin störf fyrir áhugasama og duglega karla og konur sem vilja taka þátt í mótun nýrra vinnuaðferða í húsgagnaframleiðslu í vel reknu og traustu fyrirtæki. Upplýsingar hjá verksmiðjustjóra. AXIS, AXEL EYJÖLFSSON HF. SMIÐJUVEGUR 9, 200 KÓPAVOGUR, SlMI 43500 KAUPSTAÐUR 23 ára stúdent á viðskiptasviði óskar eftir starfi sem sölumaður. Vanur sölumennsku. Getur byrjað strax. Upplýsingar í síma 73904. Byggingaverk- fræðingur óskast ÍMJÓDD Verslunarfólk Kaupstaður í Mjódd óskar eftir að ráða fleira fólk til verslunarstarfa. Viðkomandi þarf að hafa: 1. Góða og frísklega framkomu. 2. Geta unnið fullt starf. 3. Starfsreynsla æskileg. í boði er mikil vinna á góðum stað. Nánari upplýsingar í Kaupstað (ekki í síma) frá kl. 15.00-17.00. Byggingaverkfræðingur með 3-5 ára starfs- reynslu óskast til starfa við útibú okkar á Reyðarfirði. Starfið er fjölbreytt og felur í sér bæði hönn- un, eftirlit með framkvæmdum svo og gerð tilboða og aðra verktakaþjónustu. Við leitum að röskum manni, sem getur unn- ið sjálfstætt og er reiðubúinn að takast á við margvísleg verkefni. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í Reykjavík. Kaupstaður í Mjódd. Lager — innheimta Ríkisstofnun, miðsvæðis í borginni, vill ráða eldri starfskraft til lager-, innheimtu- og út- keyrslustarfa. Heilsdagsstarf en gott starf. Skriflegar umsóknir sendist skrifstofu okkar, fyrir 18. jan. nk. hönmmhf Ráðgjafaverkfræöingar FRV, Síöumúla 1, 108 Reykjavík. Sími (91) 84311. Gudnt TÓNSSON RÁÐC jÓF b RÁÐN I N CARhlÚN Ll STA TÚNGÖTU 5. ÍOI REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Læknir — sérfræðingur Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði óskar eftir að ráða lækni með sérgrein í endurhæfingu og/eða lyflækningum frá 1. apríl nk. Húsnæði á staðnum. Upplýsingargefuryfirlæknir í síma 99-4201. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist yfirlækni fyrir 15. febrúar 1987. Skrifstofustarf — ábyrgðarstarf Innflutnings- og verslunarfyrirtæki óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu. Um er að ræða alhliða skrifstofustarf auk þess að vera staðgengill framkvæmdarstjóra og þarf viðkomandi því að geta unnið sjálf- stætt og skipulega. Góð bókhaldskunnátta og almenn tölvuþekk- ing æskileg. í boði eru góð laun. Umsóknir, er greini aldur, menntun og starfsreynslu, þurfa að hafa borist undirrituð- um eigi síðar en föstudaginn 16. janúar nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðar- mál og verður þeim öllum svarað. endurshoöun hf löggiltir endurskoöendur, Suðurlandsbraut 18. Sími 68-65-33. 11.00-15.00 Fyrirtækið er þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið: Innkaup, framreiðsla á léttum hádegisverði fyrir 15 manns, kaffiumsjón, sendiferðir o.fl. í boði er mjög góð vinnuaðstaða og þægi- legt starf. Vinnutími frá kl. 11.00-15.00. Æskilegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða. Laust strax. Nánari upplýsingar veitir Katrín Óladóttir mánudaginn 12. janúar nk., milli kl. 14-16, ekki í síma. Hagvangurhf RÁÐNINCARPJÓNUSTA CRENSÁSVECI 13, 108 REYKJAVÍK Sími: 83666 WÓÐLEÍKHIJSIÐ Húsgagnasmiður Á trésmíðaverkstæði Þjóðleikhússins vantar nú þegar húsgagnasmið. Iðnaðarmenntun áskilin. Ráðningarkjör eru samkvæmt kjarasamningi BSRB og fjármálaráðherra. Nánari uppl. eru veittar í Þjóðleikhúsinu, Hverfisgötu 19, sími 11204. Umsóknum um starfið ber að skila til Þjóð- leikhússins á sérstökum eyðublöðum sem þar fást fyrir 16. janúar. Þjóðleikhússtjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.