Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 MICHAEL VOSLENSKY UM LEIÐTOGAFUNDINN í REYKJAVÍK: IJTANRIKISSTEFNA ERÓMARKVISS Gorbachev hefur ekki náð undirtökunum ístjórnmálaráði sovéska Kommúnistaflokksins MICHAEL Voslensky er einn hæst setti sovéski embættismaðurinn, sem ieitað hefur hælis á Vesturlöndum. Þegar hann settist að í Vestur-Þýskalandi á árinu 1972 var hann 51 árs gamall. Hann hafði þá öðlast víðtæk kynni af sovéska stjórnkerfinu og starfsemi þess bæði innan Sovétríkjanna og út á við. Voslensky var meðal annars fulltrúi Sovétstjórnarinnar hjá Heimsfriðarráðinu. I störfum sínum sem prófessor við Lúmúmbaháskólann í Moskvu, sem félagi og starfsmaður Vísindaakadem- íunnar og ritari aðalnefndar Sovétríkjanna um afvopnunarmál öðlaðist hann einstaka þekkingu á þeim viðhorfum, sem ráða mótun sovéskrar utanríkisstef nu. Yiktor Afanasyev, aðal- ritstjóri Prövdu, minnti á það fyrir skömmu, að marxistar væru ekki friðarsinnar (pasifíst- ar), þeir væru reiðubúnir að heyja þjóðfrelsisstríð og það, sem hann kallaði varnarstríð. Þegar Tékkar reyndu á árinu 1968 að losna undan ófrelsi sósíalismans og hinu sovéska oki, sem er forsenda þess, að þeir þurfa að sætta sig við sósíaliska einræðisstjóm, sagði Leonid Brez- hnev, að Sovétmenn teldu sig hafa rétt til þess að beita herafla til að verja hinn „sósíalíska ávinning" í Tékkóslóvakíu. Herafli frá Varsjár- bandalagslöndum var sendur inn í Tékkóslóvakíu til að berja þjóðina til undirgefni. „Flokkurinn styður alþjóðahreyfíngar kommúnista og þjóðfrelsishreyfingar og heldur uppi viðstöðulausri hugsjónabaráttu gegn stéttaandstæðingum sínum,“ sagði Afanasyev, PróVdu-ritststjóri. Þegar rætt er við Michael Vosl- ensky, kemst viðmælandi hans fljótt að þeirri niðurstöðu, að hann efíst ekki um vilja valdastéttarinnar í Sovétríkjunum til að ná heimsyfír- ráðum. Voslensky hefur skilgreint eðli þessarar nýju valdastéttar í heimskunnri bók sinni Nomenklat- ura, sem kom út 1980. Er þetta nafn á Kremlveijum og hirð þeirra nú orðið alþjóðlegt eins og „Gúl- ag“, sem Alexander Solzhenitsyn gerði frægt. Voslensky hefur tvisv- ar sinnum komið hingað til lands í því skyni að flytja fyrirlestra. í fyrra skiptið í nóvember 1985, þegar hann talaði á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs og lýsti sovéskum áformum um að ná undirtökunum í Vestur-Evrópu. Hann var hér aftur á ferð í lok nóvember 1986. Ætlaði hann þá að ræða um leiðtogafundinn í Reykjavík á fundi sömu félaga og áður. Vegna niðurfellingar á flugi Flugleiða hf. varð að aflýsa erindi Voslenskys en dr. Amór Hannibals- son, sem ætlaði að kynna hann fyrir fundargestum, hafði framsögu um sovésk málefni. Birtist kynningar- ávarp dr. Amórs um Voslensky með því viðtali, sem hér fer á eftir. Eins og áður sagði efast Vosl- ensky ekki um áform valdastéttar- innar í Sovétríkjunum. Honum er kappsmál að koma sjónarmiðum sínum sem best á framfæri og læt- ur verulega að sér kveða í umræð- um um alþjóðamál og sovésk málefni. Hann vildi ekki láta undir höfuð leggjast að koma sjónarmið- um sínum um leiðtogafundinn í Reykjavík á framfæri við Islend- inga, þótt röskun á flugáætlun útilokaði opinberan fyrirlestur. Við hittum hann því nokkrir, sem höfum staðið að komu hans hingað til lands, og er eftirfarandi afrakstur þess samtals. Fáa menn hef ég hitt, sem gæta jafn mikillar nákvæmni í frásögn sinni og Michael Vosl- ensky. Honum er ljóst, að skoðanir hans eru oft andstæðar yfírborðs- kenndum frásögnum og vangavelt- um í vestrænum fjölmiðlum. Hann nálgast viðfangsefnið úr allt ann- arri átt en venjulegir fjölmiðlamenn og vestrænir sérfræðingar í málefn- um Sovétríkjanna. Hann er ekki einvörðungu að lýsa staðreyndum heldur mati sínu á þeim og hvemig hann telur, að eigi að skilja þær á grundvelli þekkingar hans á sov- éska stjómkerfínu og þeim, sem ráða þar ferðinni. Geimvarnir ekki vandamál Micahel Voslensky segir, að það sé mjög forvitnilegt að skilgreina leiðtogafundinn í Reykjavík. Þegar það sé gert þurfí annars vegar að líta til áhrifa hans á þróun alþjóða- mála og hins vegar þess, hvað hann segir okkur um hið lokaða stjóm- kerfi Sovétríkjanna. Nauðsynlegt er að rifja upp að- draganda fundarins _ til að fá af honum rétta mynd. í sumar sendi Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sov- Michael Voslensky á Hótel Loftleiðum. étríkjanna, langt bréf. Þar lagði hann til, að teknar yrðu upp mjög alvarlegar viðræður í því skyni að ná samkomulagi um takmörkun vígbúnaðar. Taldi forsetinn mikil- vægt að semja um fækkun lang- drægra kjarnorkueldflauga og meðaldrægra eldflauga í Evrópu og Asíu. Forsetinn minntist ekki á geimvamaáætlunina (SDI). Sovét- menn vissu, að forsetinn væri ekki tilbúinn til að ræða um SDI í af- vopnunarviðræðum, þar sem hann lítur enn þannig á, að um rannsókn- ir sé að ræða en ekki vopnakerfi. Þá er Reagan þeirrar skoðunar, að með samningum um afvopnun sé verið að lögfesta, ef svo má segja, vamir gegn eldflaugaárás, en með geimvamaáætluninni sé verið að tryggja varnimar með tæknilegum ráðstöfunum. Forsetinn hefur hvað eftir annað látið í ljós áhuga á, að Sovétmenn fái aðgang að SDI- tækninni. Hann lítur því ekki á SDI sem hluta af samningum við Sovét- menn um takmörkun vígbúnaðar eða afvopnun heldur sem vamar- tæki gegn öllum hugsanlegum árásaraðilum. Það er aldrei unnt að þurrka kjamorkuovopn út af jörðinni eða semja við alla um að þau hverfí úr sögunni. Nú á tímum gera menn sér til dæmis grein fyrir þeirri hættu, sem það hefði í för með sér, ef þjóðarleiðtogi á borð við Gaddhafí hefði kjamorkuvopn undir höndum. Fáir vænta þess, að unnt sé að setja honum skorður með samningum. Sovétmenn svöraðu bréfí Reag- ansjákvætt. Sérfræðingar ríkjanna hittust og vora niðurstöður þeirra á þann veg, að unnt yrði að semja um takmörkun vígbúnaðar. Sovét- menn settu það ekki sem skilyrði fyrir samkomulagi, að Bandaríkja- menn hættu við geimvarnaáætlun- ina eða rannsóknir í þágu hennar í samræmi við ABM-samninginn frá 1972 um bann við gagneldflauga- kerfum. Þegar leið á sumarið var almennt talið, að Gorbachev færi til Wash- ington fyrir árslok 1986. Væntu hvorir tveggju þess, að fyrir þann tíma lægju fyrir skýrar, sameigin- legar tillögur að samkomulagi um takmörkun vígbúnaðar, sem unnt yrði að staðfesta með einum eða öðram hætti, þegar Gorbachev væri í Washington. Deilan um Daniloff Þegar undirbúningur undir leið- togafund í Washington var kominn á þennan skrið varð hörð deila milli stjómvalda í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum vegna þess að KGB, svoéska öryggislögrelgan, handtók Nicholas Daniloff, fréttaritara bandaríska vikuritsins U.S. News and World Report hinn 30. ágúst í Moskvu. Hann var ekki njósnari. Sovétmenn kröfðust þess að Genn- adiy Zakharov, sovéskur eðlisfræð- ingur í aðalskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, yrði látinn laus. Banda- ríska alríkislögreglan handtók Zakharov í New York 23. ágúst og sakaði hann um njósnir. Daniloff var ekki njósnari eins og Zakharov. Eins og málum er nú háttað hafa Sovétmenn dregist aftur úr Vestur- löndum í tækniþekkingu og fram- föram. Þeir geta ekki brúað þetta bil með eigin afli. Þeir verða annað- hvort að kaupa tækninýjungar á Vesturlöndum eða stela þeim. Af þessum sökum er Sovétmönnum nauðsynlegt að stunda víðtækar njósnir á Vesturlöndum. Til að vinna þetta starf era margir KGB- menn sendir sem stjómarerindrekar til annarra landa. Gorbachev er það kappsmál, að út á við beri Sovétrík- in það yfirbragð, að þar ríki stöðugleiki og þeim sé unnt að treysta í alþjóðlegum samskiptum. Það vekur alltaf reiði, þegar útsend- arar KGB eða GRU, leyniþjónustu sovéska hersins, era afhjúpaðir á Vesturlöndum. Þetta kemur sér illa fyrir ímynd Sovétríkjanna. Gorb- achev er andvígur hneykslum af þessu tagi og telur þau rýra sig trausti út á við. En hvað er til ráða fyrir Kreml- veija? Eiga þeir að gera njósnara út af örkinni, án þess að veita þeim þá vemd, sem felst í úrlendisrétti stjómarerindreka? Þessi vemd kemur í veg fyrir, að útsendarar séu handteknir. Zakharov starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum og naut ekki réttinda sem sovéskur stjóm- arerindreki, þess vegna var hann handtekinn. Stjórnendum KGB og GRU er sama, þótt fólk lendi í óvinahöndum. Þeir era á hinn bóg- inn á nálum yfír því, að útsendarar þeirra séu teknir til yfirheyrslu. Þeir óttast, að við þær aðstæður kunni njósnaramir að bjóðast til að segja sannleikann í von um að hljóta væga refsingu að launum. Síðan geti þeir sest að á Vesturlöndum og ritað endurminningar sínar. Að öllu athuguðu er talið best að búa þannig um hnúta, að njósn- ararnir hafí stöðu stjórnarerind- reka; þeir séu ekki handteknir heldur sendir heim, ef þeir finnast. Fyrir Sovétmenn er hins vegar mik- ilvægt að geta sýnt fram á, að jafnvel voldugasta ríki heims sendi sovéska njósnara heim, þótt þeir séu ekki jafnframt skráðir sem stjómarerindrekar og með réttindi þeirra. Vegna Zakharovs vildu sov- ésk stjómvöld halda þannig á málum, að þetta markmið næðist. Rökin vora meðal annars þau, að önnur ríki ættu ekki annarra kosta völ en feta í fótspor Bandaríkja- manna, létu þeir undan sovéskum kröfum um framsal á njósnaranum Zakharov. Frá sovéskum sjónarhóli var mikilvægt, að sýnt yrði fram á þetta með ósvífnum og afdráttar- lausum hætti. Daniloff var fómarlamb KGB í þessu augnamiði. KGB-maður af- henti honum pakka með skjölum og síðan var Daniloff handtekinn og sakaður um njósnir. Vesturlönd era vamarlaus gegn slíkum prett- um. Daniloff talar rússnesku. Sovésk stjómvöld hafa horn í síðu slíkra manna. Hann var að því kominn á starfsferli sínum að kveðja Sov- étríkin. KGB þurfti ekki að grípa til neinna sérstakra aðgerða til að losna við hann úr landi. Hins vegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.