Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Fóstrur starfsfólk Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftir- taldar stöður á dagvistarheimilum bæjarins lausar til umsóknar: Fóstrur eða starfsfólk við uppeldisstörf að dagvistarheimilinu Marbakka. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 641112. Fóstrur eða starfsfólk við uppeldisstörf að skóladagheimilinu Dalbrekku. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 41750. Einnig eru lausar stöður fóstra eða starfs- fólks við uppeldisstörf á dagvistarheimilum bæjarins. Umsóknum skal skilað á þartil gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á Félagsmála- stofnun, Digranesvegi 12. Einnig veitir dagvistarfulltrúi upplýsingar um störfin í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs. Vaktavinna um nætur Fyrirtækið er opinber stofnun í Reykjavík. Starfið er létt og snyrtilegt þjónustu- og upplýsingastarf. Vinnutími er 10 klst. næturvaktir, u.þ.b. 15 vaktir á mánuði. Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi góða almenna menntun, séu eldri en 30 ára og hafi lipra og þægilega framkomu. Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 1987. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Alleysmga- og radningaþ/onusta Liósauki hf. Skólavórdustiq 1d - 101 Reykinvik - Sirni 6213SS Aðstoðarverslunar- stjóri í Hafnarfirði Fyrirtækið er bókaverslun í Hafnarfirði. Starfið felst í umsjón með versluninni og starfsmönnum hennar, innkaupum og dag- legum uppgjörum. Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi góða almenna menntun og reynslu af sjálfstæðum störfum. Kunnátta í ensku og einu Norður- landamáli æskileg svo og einhver þekking á tölvum. Vinnutími er frá 9-18. Umsóknarfrestur er til og með 14. janúar nk. Umsækjendur þyrftu að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Alleysmga- og rúðnmgaþiónusta Lidsauki hf. Skolavordustig 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355 Hjúkrunardeildar- stjóri Kristnesspítali óskar að ráða hjúkrunardeild- arstjóra. íbúðarhúsnæði og barnagæsla á staðnum. Uppl. gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-31100. Kristnesspitali BORGARSPITALINN LAUSAR STÖÐUR Hjúkrunarfræðingar Á geðdeiid A-2, fullt starf eða hlutastarf. Á geðdeild Borgarspítalans í Arnarholti vantar hjúkrunarfræðinga til afleysinga, góð vinnuaðstaða og húsnæði ef óskað er. Ferð- ir frá Hlemmi daglega. Á skurðlækningadeildum: Deild A-3. Slysadeild með 19 rúm. Heila- og taugaskurðlækninga- deild með 12 rúm. Deild A-4. Háls-, nef- og eyrnadeild með 14 rúm. Almenn skurðlækningadeild með 16 rúm. Deild A-5. Þvagfæraskurðlækningadeild með 12 rúm. Almenn skurðlækningadeild með 18 rúm. Deildirnar eru einingaskiptar. Talsverð sam- vinna er á milli eininganna. Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf. Fyrir 60% fasta næturvinnu eru greidd deildarstjóralaun. Starfsaðstaða hjúkrunarfræðinga er mjög góð. Á öldunardeildum B-5 og B-6, fullt starf eða hlutastarf. BORGABSPÍTALINN “696600 Vilt þú lifandi starf? Seldu þá líftryggingu Við bjóðum ykkur vinnu sem gefur góða tekjumöguleika, vinnutíma sem hentar þér, skemmtilegt og lærdómsríkt starf. Við erum að leita að duglegu fólki, sem get- ur unnið sjálfstætt, á auðvelt með að umgangast fólk og hefur góða framkomu. Þetta starf hentar mjög vel t.d. skólafólki, húsmæðrum, vakavinnufólki o.fl. Setjið á blað nafn, heimilisfang, aldur og símanúmer og sendið til auglýsingadeildar Mbl.„ merkt— LÍF 86“ og við munum hafa samband. 1É BRUnHBÚTHFClHG ÍSUIIDS LAUGAVEGI 103. 105 REYKJAVIK, SIMI 26055 Framleiðslustjóri AXIS hf. óskar eftir að ráða framleiðslustjóra með tæknimenntun og/eða reynslu við fram- leiðslustjórnun. Verksvið framleiðslustjóra nærtil eftirfarandi þátta: 1. Starfsmannahald og mannaráðningar. 2. Gerð framleiðsluáætlana. 3. Umsjón með innkaupum á hráefnum. 4. Tilboðsgerð. 5. Verkuppgjör og kostnaðareftirlit. Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „AX — 8195" fyrir 21. janúar nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og öllum umsóknum svarað. AXIS hf. er leiðandi fyrirtæki í húsgagnafram- leiðslu með ört vaxandi útflutning til Evrópu og Bandaríkjanna. Hér er um að ræða ábyrgðarstarf hjá vel reknu og traustu fyrirtæki. AXIS, AXEL EYJÓLFSSON HF. SMIÐJUVEGUR 9, 200 KÓPAVOGUR, SlMI 43500 AXIS LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Eftirtaldar stöður skólatannlækna eru lausar til umsóknar: í Árbæjarskóla vinnutími kl. 13.00-17.00 í Hagaskóla vinnutími kl. 08.00-12.00 og 13.00-17.00 í Hólabrekkuskóla vinnutími kl.08.00-12.00 oq 13.00-17.00 í Heilsugæslu Arbæjar til að þjóna Selár- skóla og elstu bekkjum Árbæjarskóla vinnu- tími kl. 08.00-12.00 og 13.00-17.00. Upplýsingar gefur yfirskólastjóri í síma 22400. Umsóknareyðublöð fást afhent á Heilsu- gæslustöð Reykjavíkur. Umsóknum skal skilað til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, eigi síðar en 15. janúar. Starfsfólk óskast 1. Röskur karlmaður óskast til starfa í kjöt- afgreiðslu. 2. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa fyrir hádegi. Uppl. á staðnum eða í síma: 671200 og 17261. Heilbrigðisfulltrúi Laust er til umsóknar starf heilbrigðisfulltrúa hjá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðarsvæðis. Um laun fer samkvæmt samningi Hafnar- fjarðarbæjar og Starfsmanafélags Hafnar- fjarðar. Umsóknir skal senda til héraðslæknis Reykjaneshéraðs, formanns svæðisnefndar um heilbrigðiseftirlit, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfirði, fyrir 1. febrúar nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir fram- kvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins á sama stað, sími: 651881. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðarsvæðis. Varahlutaverslun Stórt bifreiðaumboð óskar eftir vönum starfsmanni í varahlutadeild. Umsóknir skilist til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „JJ — 8189“ fyrir 19. janúar. Öllum umsóknum svarað. Meinatæknar Á rannsóknadeild Landakotsspítala er laus staða. Upplýsingar gefa yfirlæknir og deildarmeina- tæknar. Thermopane á íslandi leitar að hæfum starfsmönnum til starfa við glerframleiðslu. Um framtíðarstarf er að ræða. Góðir tekjumöguleikar fyrir þá sem reynast hæfir eftir undirbúningsþjálfun. Nýr og vistlegur vinnustaður. Heitur matur í hádegi. Nánari upplýsingar í síma 666160. Glerverksmiðjan Esja hf., Vöiuteig 3, Mosfellssveit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.