Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 23 Sigurður Karlsson i hlutverki Gunn- ars. sérstaklega þegar verið er að vinna grunnvinnuna, ef hægt er að koma því við.“ Nú er alltaf verið að tala um „nýtt íslenskt verk“. Er það eitt- hvað sem skiptir máli? „Það skiptir kannski ekki máli í sjálfu sér að verkið er íslenskt, held- ur að það sé gott. Þetta verk er fyllilega þess virði að því sé komið á framfæri. Við fáum mikið af íslenskum leikritum inn til okkar, þannig að það má segja að ekki sé skortur á leikritum, en mörg þess- ara verka sem við fáum eru ekki frambærileg.“ Hvað er gott verk? „Það sem mér finnst gott við „Dag vonar“ t.d. er að þetta er mjög góður skáldskapur, magnaður og hlaðinn texti. Það eru sterkar persónulýsingar í verkinu. Það er í fáum dráttum þetta sem mér, sem leikstjóra, finnst spennandi að glíma við. Það er vinna leikstjór- ans, fyrst og fremst, að koma þessum persónum til skila. Þetta verk gefur ekki mikil tækifæri til útfærslu, leikstjórnin er fólgin í að vera trúr persónunum og fá ykkur til að trúa á þær. Auðvitað skiptir máli að verkið er íslenskt, að því leyti að það er verið að efla íslenska leikritun. Það er áríðandi að fá íslenska hugsun inn í leikhúsið, íslensk sérkenni. En þessi íslensku verk verða að hafa alþjóðlega skírskotun þótt þau séu úr okkar vemleika — þau verða að bera í sér eitthvað sammann- legt. Þetta eru mjög mikilvægir eiginleikar, sem mér finnst leikrit þurfa að hafa, sem ég vel að leik- stýra.“ í Degi vonar eru sex persónur. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur móðurina, Láru, Sigurður Karlsson leikur Gunnar, sambýlismann Láru, Sigríður Hagalín fer með hlutverk Guðnýjar, fullorðinnar konu sem blandast inn i örlög Láru og hennar fjölskyldu, þegar hún leigir þeim íbúð. Þtjú börn Láru leika Valdimar Örn Flygenring, Þröstur Leó Gunn- arsson og Guðrún S. Gísladóttir. Leikstjóri þessa verks Birgis Sig- urðssonar er Stefán Baldursson, sem áður segir, leikmynd og bún- ingar eru í höndum Þórunnar S. Þorgrímsdóttur, lýsingu annast Daníel Williamsson og tónlist er eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Alfreð Andrésson og Brynjólfur frumsýnt var 18. október 1934. yfírleitt mjög lélegur." Rétt eftir áramótin 1898 skrifaði Þjóðólfur: „Leikfélag Reykjavíkur á mjög þakkir skilið fyrir það, að hafa haft vilja og samtök til að halda uppi leikjum hér í bænum í vetur. Þó að leikimir séu í rauninni efnislitl- ir og f hinum gamla óeðlilega (vaudeville) söngleikastíl, þá er samt góðra gjalda vert af félagsmönnum að vilja styrkja og efla hinn fyrsta vísi til hins fagra andans frækoms, sem er grundvöllur hinnar mentandi og hrífandi leikaralistar." Það sem helst var fundið að þessi fyrstu ár var verkefnavalið, það þótti blöðunum venjulega lítilvægt og lé- legt. Þegar félagið sýndi „Ævintýri á gönguför" sagði ísafold: „Það er þrálátt við söngleikana, Leikfélag Reylq'avíkur. Og aldrei hefur söng- mannaskortur þess verið tilfinnan- legri en í þessum leik. Vér getum ekki hugsað oss neinn annan stað en Reykjavík í allri veröldinni, þar sem menn léku sér að því að bjóða fólki annað eins oftar en einu sinni. Yfirleitt var frammistaða leikend- Jóhannesson í Jeppa á Fjalli sem anna léleg." Þrátt fyrir alla þessa erfíðleika, og enn fleiri áttu eftir að fylgja, var starfinu haldið áfram. Fýrstu 10 árin sýndi leikfélagið nær eingöngu erlend verk. Undantekningar voru „Hjartsláttur Emils" eftir Vilhelm Knudsen. Fyrsta tilraunin sem gerð var til að lýsa samtímaumhverfí var þó „Skipið sekkur" eftir Indriða Ein- arsson, árið 1903. En árin 1907-1920 settu íslensk leikrit mik- inn svip á starf leikfélagsins og hefur það tímabil stundum verið kallað íslenska tímabilið. Allar götur síðan hefur Leikfélag Reykjavíkur lagt mikið upp úr flutningi íslenskra verka og lagt sitt af mörkum til að efla íslenska leikritun. Svo er enn eins og sjá má af verkefnavali fé- lagsins í vetur og afmælisverk Leikfélagsins er nýtt íslenskt verk, „Dagur vonar", eftir Birgi Sigurðs- son. Heimildir: Leikfélagið við Tjörnina eftir Svein Einarsson og Leikfélag Reykjavíkur 50 ára. Guðrún Gísladóttir i hlutverki Öldu og Sigríður Hagalín í hlut- verki Guðnýjar. BIRGIR SIGURÐSSON, rithöfundur: Það er ekkert vígi svo sterkt að sársaukinn smjúgi ekki inn DAGUR vonar, nýtt leikrit ^ Reykjavíkur. Dagur vonar \ er fimmta leikrit Birgis Bpj| « , Sigurðssonar sem sett er á f svið i íslensku leikhúsi. Hin l “ J fyrri eru Pétur og Rúna, j| jPtf H verðlaunaleikrit í leikrita- ffí ' %&.■ fl Reykjavíkur, Selurinnhef- \ , f ur mannsaugu, Skáld-Rósa l'\ ' Æk og Grasmaðkur. Á frum- sýningardaginn kemur jpllj" Dagur vonar einnig út í f bókarformi hjá Máli og menningu. Einhver gróska virðist hafa verið í íslenskri leikrit- un á síðustu mánuðum og mikið er sýnt af nýjum íslenskum leikritum í leikhúsunum þetta leikárið. Morgunblaðið spurði Birgi Sigurðsson hvort íslend- ingar væru að eignast sér-leikhúshefð og á hveiju sú hefð byggðist. „íslensk leiklist á sér auðvitað mjög stutta sögu miðað við það sem gerist í öðrum Evrópulöndum, að ég ekki tali nú um ýmis Afríku- og Asíuiönd. En íslenskt leikhúslíf er í rauninni núna orðið það öflugt að það ber í sér frjó að því sem við getum e.t.v. kallað leikhúshefð. Það verður þó að segja eins og er, að hvað viðkem- ur íslenskri leikritun, þá er hún svo ung að hún ber ekki í sér eiginlega íslenska hefð. Hún er hluti af evrópskri hefð. Við eigum enga stórkostlega leikrita- höfunda sem hafa mótað eftirkomendur sína, eins og gerðist t.d. bæði í Noregi og Svíþjóð, svo ég taki nærtæk dæmi. Þetta eigum við aftur á móti í skáldsagnahefðinni." Hvað er leikhús fyrir þér? „Menn nota orðið „leikhús" í svo margvíslegri merkingu að það er mjög erfitt að svara þessu. Leikhús fyrir mér er sá leikhússkáldskapur sem verður til á góðum sýningum og er undursamleg reynsla. Svo undursamleg, raunverulega, að þegar ég upplifi hana er eins og ég komist mjög nálægt þeim kjarna í eigin tilveru sem ég er alltaf í senn að finna og missa og leita að. Það er eins mikil hamingja þegar vel tekst til í leikhúsi og það er óþægilegt reynsla þegar eitthvað er illa og yfirborðs- lega gert.“ Oft heyrist sagt að maður finni sannleikann í leik- húsi, en er leikhús ekki blekking? „Ég veit það eiginlega ekki. Ein persónan í þessu leikriti mínu segir: „Komdu því inn í þinn þykka haus að listrænn veruleiki er meiri veruleiki en veru- leikinn sjálfur." Listrænn veruleiki er kannski blekking, en ég held að sú blekking sé örugglega minni en sá veruleiki sem við köllum veruleika. Varðandi sannleikann, þá er hann auðvitað afstæð- ur, eins og allir þykjast vita, og sumir vilja ekki taka mark á honum þess vegna. En hann er að minnsta kosti ekki afstæðari en lygin, svo velur maður bara á milli." Fólk á sér sárar minningar í verki þínu. Álítur þú að hver manneskja burðist með einhvem sárs- auka í gegnum lífið? „Það sleppur enginn við sársauka, og menn eru alltaf á flótta undan sársaukanum og sá flótti er mjög eðlilegur. Maður flýr það sem maður hræðist. En þegar þessi flótti er orðinn sjálfsflótti, þá snýst hann gegn manni og étur úr mönnum þann mann- eskjulega sannleika sem þeir mega ekki vera án, til þess að geta upplifað þetta stórkostlega ævintýri sem lífið er. Persónumar í Degi vonar em oft grimmar hver við aðra. Finnst þér manneskjan vera grimm í eðli sínu? „Manneskjan er bæði grimm og góð og stundum hvort tveggja í einu, en hún er miklu meira en það. Það er í henni djúpstæð fegurðarþrá. Óskaplega mikil og ódrepandi þörf og von til jjess að skapa sér og öðram gott og merkilegt líf. Eg hef ekki trú á því að það sé mögulegt að drepa þessa von og þessa þörf. Við lifum dag reiði, dag bræði, en við lifum líka dag sannleika og dag vonar." Hver er ástæðan fyrir þessari grimmd? „Það era ýmsar tímabundnar ástæður og mann- legar aðstæður sem skapa grimmd, en hvað grimmdin sjálf er í sínu innsta eðli veit ég ekki. Til þess að vita það þarf guðlegt innsæi og það hef ég ekki.“ Persónur þínar virðast allar finna sér flóttaleið. „Ég mundi nú ekki orða það svo. Sumar finna sér flóttaleið, aðrár finna leið. Þær sem finna sér leið bijóta af sér þá fjötra sem þær era í og þá verður dagur vonar til — vonandi. Hræðsla manns- ins við lífíð, sem e.t.v. í dýpsta eðli sínu er hræðsla við dauðann, leiðir til óskaplegrar öryggisþrár. Al- mennt leita menn svo ákaft eftir öryggi að þeir drepa jafnvel í sér lífið fyrir öryggið. Þessi öryggis- þrá kemur m.a. fram í okkar þjóðfélagi í skefjalausri sókn eftir hlutum til að raða í kringum sig, hvað sem það kostar, og hreiðra um sig meðal þeirra rétt eins og þá séu menn komnir í skothelt vígi, þetta sé „the real thing“. En það er ekkert vígi svo sterkt að sársaukinn smjúgi ekki inn, ekki síst þegar menn hafa sagt skilið við sjálfan sig, eða öllu heldur haft uppskipti á sínum mannlegu verðmætum og efnislegri ágimd." Nú er þetta leikrit tileinkað minningu systur þinn- ar. Ertu að skrifa um hana og kannski þína eigin fjölskyldu? „Þessi veraleiki sem er í leikritinu og ég hef mjög góðar vonir um að skili sér á leiksviðinu í Iðnó er skáldskapurj ekki leikgerð af mínu lífi eða minnar flölskyldu. Ástæðan fyrir því að ég tileinka verkið minningu systur minnar er einfaldlega sú að mér þótti vænt um hana og það sem í henni bjó.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.