Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 27 þjónaði það hagsmunum KGB að nota hann til að sanna mátt sinn. Fyrir KGB skipti einnig máli, að með því að handtaka Daniloff var öryggislögreglan að ganga þvert á persónulega hagsmuni Gorbachevs. Anatoly Dobrynin, sem var sendi- herra Sovétríkjanna í Bandaríkjun- um í 24 ár, er helsti ráðgjafi Gorbachevs og Kremlveija um bandarísk málefni. Eftir langa dvöl í Washington er hann jafnvel betur að sér um innanríkismál í Banda- ríkjunum en Sovétríkjunum. Hvað hefði Dobrynin sagt, ef Gorbachev hefði spurt hann, hvort taka ætti Daniloff fastan? Hann hefði tví- mælalaust bent Gorbachev á það, að Bandaríkjastjórn yrði að bregð- ast harkalega við. Þá hefði hann minnt á, að Daniloff væri einnig blaðamaður og fjölmiðlar myndu krefjast þess, að honum yrði sleppt. Þar sem þetta gerðist rétt fyrir för Gorbachevs til Bandaríkjanna væri þess að vænta, að Daniloff-málið myndi spilla fyrir árangri hennar og raunar væri hún dæmd til að misheppnast. Þegar Daniloff var tekinn var Gorbachev ekki í Moskvu. Hann var í fríi suður við Svartahaf. Sá, sem veitti stjóminni forystu, var stað- gengill Gorbachevs, það er Yegor Ligachev. kerfínu. Hann er í raun köngulóin í vef nomenklátúra-kerfisins. Allir þeir, sem vilja öðlast frama innan þess, eiga allt sitt undir Ligachev. Hann stjómar blöðunum Prövdu oglsvestíu og ræður miklu í utanrík- ismálum. Eftir að Gorbachev setti Andrei Gromyko af sem utanríkis- ráðherra og gerði hann að valda- lausum forseta Sovétríkjanna er ljóst, að Gorbachev vill vera sinn eigin utanríkisráðherra. Með því að ýta Gromyko til hlið- ar losaði Gorbachev sig við reynslu- mesta utanríkisráðherra í heimi. Hann skipaði í hans stað Eduard Shevardnadze, sem veit ekkert um utanríkismál. Shevardnadze hafði sýslað með flokksmál og lögreglu- mál. Hann vann sig upp í flokknum í Georgíu en það sópaði ekki að honum. Hann hafði aldrei komið nálægt utanríkismálum, þegar Gorbachev valdi hann sem utanrík- isráðherra. Með þessu vali sýndi Gorbachev, að hann ætlaði sjálfur að fara með stjóm utanríkismála. Hann er í raun utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Shevardnadze er ekki annað en aðstoðarmaður hans. I einræðiskerfi Sovétríkjanna fylgir ekkert vald því að vera ut- anríkisráðherra. Valdið er hjá þeim, sem stjórnar kerfinu og flokknum. Samkvæmt því hefur Ligachev valdataumana í sinni hendi. Þetta Með því að gera Andrei Gromyko að forseta Sovétríkjannaí júlí 1985 hafnaði Gorbachev þjónustu reyndasta utanríkisráðherra í heimi og tók í raun sjálfur að sér embætti utanríkisráðherra. Hér sést Gorbachev óska Gromyko til hamingju með forsetakjörið — á milli þeirra situr Nikolai Tikhonov, þáverandi forsætisráðherra Sovétríkjanna. Hlutverk Ligachevs Ligachev er annar ritari í sovéska Kommúnistaflokknum og gengur næst aðalritara flokksins, Gorbach- ev. Titillinn „annar ritari" gefur ekki rétta mynd af völdunum, sem honum fylgja. Annar ritari er ábyrgur fyrir flokksstarfinu, hann skipar menn í embætti og er í nán- um tengslum við lykilmenn í kerf- inu. Völd hans innan stjórnmála- ráðsins (politburo) eru mjög mikil. Þegar Mikhail Suslov var og hét sem hugmyndafræðingur flokksins kölluðu menn hann gjarnan „annan annan ritarann". Hann bar ábyrgð á útbreiðslu heimskommúnismans, stjórnaði utanríkismálanefnd flokksins og úrskurðaði í hug- myndafræðilegum þrætum. Suslov réð einnig miklu um skipun í emb- ætti. Völd hans voru gífurleg á bak við tjöldin. Eftir fráfall hans þótti rétt að leggja stöðu hans niður. Það fellur hins vegar í hlut annars ritar- ans, nú Ligachevs, að fara með yfirstjórn áróðursmála og hann er formaður utanríkismálanefndar flokksins. Þá er hugmyndafræðin einnig á hans könnu. Ligachev stjórnar þannig flokks- þýðir ekki, að Gorbachev hafi ekki einnig mikil völd; hann er þó aðalrit- ari og kemur fram sem slíkur. Ligachev fer ekki í einu og öllu eftir vilja Gorbachevs. Hann er orð- inn andstæðingur Gorbachevs í stjórnmálaráðinu. Þar ræður afl atkvæða niðurstöðu. Gorbachev og Dobrynin voru báðir í fríi, þegar KGB handtók Daniloff. Ligachev tók endanlega ákvörðun um handtökuna, formlega ber Gaidar Aliyev, aðstoðarforsæt- isráðherra og KGB-maður, ábyrgð á handtökunni í stjórnmálakerfinu Viktor Chebrikov, yfirmaður KGB, sem á sæti í stjórnmálaráðinu, gaf fyrirmælin, sem gengu þvert á hagsmuni Gorbachevs. Hinn 12. september náðist um það samkomulag að Daniloff og Zakharov skyldu báðir fluttir í sendiráð landa sinna á meðan rann- sókn færi fram á málum þeirra. Tillaga um undir- búningsfund Shevardnadze fór til Banda- ríkjanna um miðjan september. Hann fór með bréf frá Gorbachev til Reagans og afhenti það 19. sept- ember. Þar var lagt til, að efnt yrði til fundar þeirra tveggja í því skyni að undirbúa leiðtogafundinn Washington. Vildi Gorbachev halda hann á Islandi eða í einhveiju öðru Evrópuríki. Þetta var skrýtin tillaga. Það er hlutverk utanríkisráðherra og sér- fræðinga þejrra að undirbúa leið- togafundi. Á hinn bóginn virtist þetta góð hugmynd hjá Gorbachev. Það var unnt að skýra hana á þann veg, að hann vildi ýta Daniloff- málinu til hliðar. Með þvi að hitta SJÁ BLS. 31 Dýrt að segja sannleikann eftirArnór Hannibalsson Dr. Arnór Hannibalsson flutti eftirfarandi kynningarorð um dr. Míkhail S. Voslenskí á fundi, sem Samtök um vestræna sam- vinnu (SVS) og Varðberg héldu í Átthagasalnum á Hótel Sögu laugardaginn 29. nóvember 1986. Dr. Voslenskí átti að flytja erindi á fundinum, en hann komst ekki til landsins fyrr en daginn eftir. Það getur verið dýrt að segja sannleikann. Það getur kostað mann mikið að segja sannleikann. Samt eru til þeir menn, sem geta ekki annað. Einn þeirra er Míkhaíl Voslenskí. Hann hefði ekki þurft að segja satt orð á ævinni. Hann var háttsettur sovézkur embættis- maður og hefði átt að láta sér líka það vel. Samt ákvað hann að gefa upp á bátinn stöðu og virðingarsess og yfirgefa föðurlandið. Til þess eins að geta sagt satt og rétt frá öllu. Þetta er undarlegt háttalag. Það er ekkert sældarbrauð að vera útlagi. Það hlutskipti er ekki öf- undsvert að mega aldrei á ævinni snúa aftur til ættlands síns. Hver maður á sér sínar rætur. Þær rætur eru þar sem hann er fæddur. Hvað sem til vill, verða menn ekki slitnir frá þeim rótum. Og hver er sá sem óskar sér þess að deyja fjarri föður- landi sínu og vera lagður í framandi mold? Míkhaíl Voslenskí kaus að leggja að baki alla þjónustu við sovétvaldið til þess eins að geta sagt frá því, hvernig það er, hvern- ig það starfar. Til eru þeir sem líta á þetta sem sérvizku. Kjósa ekki flestir að liggja í hægindum á vel tyrfðum bás og baula eftir sínum töðumeis? Míkhaíl Voslenskí valdi útlegðina. Hann er ekki einn sovét- borgara um það. Listamenn og fræðimenn flýja unnvörpum. Ein- ungis til þess að geta unnið og starfað samkvæmt samvinzku sinni. Hvað er sannleikur? Er hann sjónarhorn, sem menn geta valið að vild? í augum sovétleiðtoga er sannleikurinn fólginn í því að flygja fyrirmælum flokksins um rétta hugsun. Þegar Madame Gor- batsjova var spurð að því í íslenzka sjónvarpinu, hvort hún kannaðist við forréttindi yfírstéttarinnar í Sovétríkjunum, kom hún af fjöllum og kvað fréttamanninn hafa rangar upplýsingar. Auðvitað var hún að segja sannleikann — það sem henni bar að segja. En hvernig ætli henni gengi að reka heimili aðalritarans fyrir aðeins áttföld mánaðarlaun vekamanns? Ætli henni brygði ekki við, ef svo naumt væri skammtað? Míkhaíl Voslenski neitaði að láta nota sig til að segja sannleik, sem hann vissi að var lygi. Það er nefni- lega hægt að greina, hver sannleik- urinn er. Það er að minnsta kosti hægt að leita hans af einlægni Enginn einn maður getur sagt allan sannleikann. Allt okkar mannanna basl er í molum. Bók Voslenskís, Nomenklatúra, er ekki allur sann- leikurinn. Hún er brot af honum. En orðin, sem standa þar skrifuð, eru sönn. Með því að skrifa og gefa út þessa bók hefur Voslenskí gefið öðrum fordæmi. Við eigum ekki að sætta okkur við neitt minna en sannleikann. Við eigum ekki að þegja yfir því, sem við vitum, að er satt. Við eigum ekki að hindra að sannleikurinn komi í ljós. Fjöldi fjölmiðlamanna á Vesturlöndum vilja ekki heyra sannleikann. Þeir taka bók Voslenskís með tor- tryggni, vegna þess að sú mynd sem hann dregur upp, kemur ekki Dr. Arnór Hannibalsson heim og saman við það, sem þeir vilja trúa. Rödd sannleikans er lág- vær, eins og Sigmundur Freud sagði um rödd skynseminnar. En smám saman kveður sú rödd sér hljóðs. Og hin voldugustu herveldi fá ekki staðizt heni snúning. Það er hægt að ofsækja þá, sem segja satt. Það er gert. Ekki aðeins í Sovétríkjunum. Þegar sannleikan- um er varnað vegar, finnur hann sér aðra leið. Það þarf mikinn innri styrk að standast það, þegar heimurinn æpir að manni. Míkhaíl Voslenskí hefur þann innri styrk. Þeir sem höfðu kynnzt Sovétríkjunum á stríðsárun- um og vildi segja frá reynslu sinni á prenti eftir stríðið, lentu í erfið- leikum með að fínna útgefendur á Vesturlöndum. Þegar Voslenskí birti sína bók, höfðu viðhorf breytzt að nokkru. Æ fleiri neyddust til að trúa því sem satt var. En samt hætti Voslenskí lífi sínu með því að láta bók sína frá sér fara. Tilræð- ið við hann heppnaðist að vísu ekki. En við vitum ekki, hvenær hnefinn verður næst reiddur til höggs. Þeir sem ekki vilja trúa því, sem Vos- lenskí hefur að segja, ganga í lið með þeim, sem vilja hann feigan. Það er ekki háleitt hlutskipti. Fátt er Vesturlandabúum nauð- synlegra en að tileinka sér sannleik- ann um risaherveldið sem teygir sig yfir sjötta hluta þurrlendis jarðar vestan og austan Úralfjalla. Ef þekkinguna vantar, er við því að búast, að viðskipti þeirra ríkja, sem vilja halda uppi mannréttindum, við risann í austri, lendi öll í klúðri. Eg mæli með þvi, að við hlustum grannt eftir því, sem Míkhaíl Vos lenskí hefur að segja. Allt sem hann lætur frá sér fara einkennist af vönduðum vinnubrögðum. Hann segir ekki meira en hann hefur heimildir fyrir. En reynsla hans og þekking gefa honum heimild til að segja margt, sem við annars hefð- um ekki getað vitað. Það er hægt að kjósa að loka eyrunum. En með þvi móti fljótum við sofandi að feigðarósi. Við þurfum að taka á ímyndunar- aflinu til þess að gera okkur grein fyrir, hvílíkum stórmælum það í rauninni sætir, að við skulum geta setið hér í rólegheitum og ihugað sannleikann um valdastétt Sov- étríkjanna. Okkur finnst það svo sjálfsagt að við leggjum ekki hug- ann að því. Við látum okkur ekki detta í hug, að kárínur vofí yfir okkur fyrir að taka þátt í þessum fundi. Við erum ekki haldin neinum nagandi ótta um að við verðum rekin úr vinnunni fyrir það. Við gerum okkur ekki alltaf nægilega ljóst, hvílík forréttindi það eru að búa í landi, sem hefur tjáningar- frelsi tryggt með stjómarskránni. Þegar ég dvaldist í Moskvu vet- urinn 1982—1983 spurði ritari á skrifstofu heimspekideildar Moskvuháskóla mig að því, hvort ekki mætti senda mér tímarit, sem háskólinn gefur út um heimspekileg efni. Ég kvaðst gjaman myndu liggja það. „En hvað segir ritskoð- unin í þínu landi? Bannar hún ekki innflutning á sovézkum ritum og gerir þau upptæk?“ Ég svaraði því til, að ritskoðun væri bönnuð í íslenzku stjómarskránni. Ritarinn svaraði því engu, en horfði á mig tortryggnisaugum. Ég sá að hún ætlaði að segja: Svona lygi þarf nú ekki að bjóða mér. Auðvitað er rit- skoðun í hans landi! — Þetta er hugsunarháttur þrælsins. í hans augum er ófrelsið hið eðlilega ástand. En einmitt þar sem ritskoð- un kæfir alla djarfa hugsun rís þráin eftir frelsi, eftir því að mega segja sannleikann. Míkhaíl Voslenskí hristi af sér helsið og sagði hug sinn allan. En til þess að geta það varð hann að setjast að í útlöndum. Við þurfum að gera okkur ljóst, að við Vesturlandamenn emm eina fólkið í heiminum sem hefur þá skyldu að vaka yfir því, að tjáning- arréttur manna sé ekki skertur. Til em þeir Vesturlandamenn sem segja: Við skulum taka tillit til vina okkar (les: Flokksvaldsins) austan járntjalds og þegja um ýmislegt sem við vitum en þeir vilja að ekki kom- ist í hámæli, því að annars gætu þeir móðgast og þá er friðnum hætt. Ekkert er íjær sanni en þetta. Ef við viljum halda friðinn, skulum við segja sannleikann, skýrt og skorinort. Fólkið fyrir austan þráir að heyra hið sanna orð. Hvert skref sem við hopum á hæli undan þess- ari skyldu okkar er nýr feigðarboði fyrir okkar eigin mannréttindi. Samstaða í Póllandi krafðist að- ■ gangs að fjölmiðlum til þess að fólk fengi sannar fréttir. Samstöðumenn sögðu óhikað: Fjölmiðlamir ljúga! En þeir eiga að segja satt. Sovézk stjórnvöldu töldu það stærsta glæp Dúbeeks og Flokksins í Póllandi á samstöðutímanum, að slakað var á ritskoðun. Þau trúa því, að ströng ritskoðun tryggi innanlandsfrið. Fólk má aðeins fá að vita það, sem er stjórnvöldum í hag. En afleiðing- in er sú, að hið prentaða og útvarp- aða orð er ömurleg andleg eyðimörk. Fjöldi fólks myndi hlusta á erlent útvarp, ef færi gæfist. En í hverri borg er rekin truflanastöð, til þess að sjá til þess að ekkert berist yfir landamærin, sem stang- ast á við það sem á að segja. Innan Sovétríkjanna eru menn, sem hafa sagt satt orð. En það er þaggað snarlega niður í þeim. Það myndi einnig verða gripið fram í fyrir okkur hér, ef aðstaða væri til. Við, sem erum alin í kristinni menningu, treystum því, að fjöl- miðlamenn og fræðimenn ljúgi ekki að okkur vísvitandi. Um málefni austantjaldslanda er erfitt að vita, hvað er satt og hvað er logið, því að okkur skortir þekkingu. Við lát- um okkur það lynda, að vestrænir fréttamenn austantjalds sendi lítið annað frá sér en opinberar tilkynn- ingar, svo að þeir verði ekki reknir úr landi. Það er erfitt að afla þekk- ingar um málefni austantjalds- landa. Þessvegna stöndum við í mikilli þakkarskuld við menn eins og Míkhaíl Voslenskí, sem kom til okkar til að geta sagt okkur sem sannast og réttast frá. Hann er velkominn gestur og við munum hlusta á hann með athygli. Höf undur er dósent við Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.