Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 LEIKFELAGIÐ VIÐ TJORNINA Leikfélag Reykjavíkur AFMÆLISSÝNING LEIKFÉLAGS REYKJAVÍKUR: Dagur vonar eftir BIRGJ SIGURÐSSON í tilefni af 90 ára afmæli sínu býður Leikfélag Reykjavíkur upp á tvær sýningar. Önnur þeirra er „Djöflaeyjan“, leikgerð eftir sögum Einars Kárasonar, og verður sú sýning í LR—skemmunni við Kapla- skjólsveg. Hin sýningin er „Dagur vonar“ eftir Birgi Sigurðsson og er frumsýningin á því verki á sjálfan afmælisdaginn, 11. janúar. Dagur vonar er nokkurs konar uppgjör milli einstaklinga og eiga átökin sér stað innan fjölskyldu. Þótt hér sé um eina fjölskyldu að ræða eru væntingar einstakling- anna ólíkar og hagsmunir skarast. Leikritið gerist í Reykjavík á sjötta áratugnum og átökin og alvaran eru næsta áþreifanleg í verkinu. Stefán Baldursson, leikhússtjóri, er leikstjóri verksins og blm. Morgun- blaðsins spurði hann hvers vegna Leikfélagið hefði valið alvarlegt átakaverk sem afmælissýningu sína. „Fyrst og síðast af því okkur fannst þetta gott leikrit. Við erum með töluvert af léttu efni í gangi í vetur. í haust vorum við með „Upp með teppið Sólmundur", gaman- samt yfírlit yfir sögu Leikfélagsins. Síðan erum við enn með sýningar á „Landi míns föður" og þetta er annað árið sem það gengur. Nú, „Djöflaeyjan" er leikrit í léttum dúr og við ætlum að frumsýna það í febrúar. En' í sambandi við alvöru og átök má segja að það sé alltaf mikil gleði í alvörunni. Það má kannski segja að alvaran sé upp- spretta gleðinnar. Við byrjuðum að skoða þetta verk í maí í fyrra. Þá hittist hópur- inn sem að því stendur. Við lásum þetta saman og svo var þetta að geijast í okkur í sumar og f haust vorum við vel í stakk búin að byrja að æfa. Birgir hefur verið mikið með okkur á æfrngum, en það er orðið mjög algengt að höfundar fylgist með þegar verið er að æfa verk þeirra. Það er í rauninni nauð- synlegt að höfundurinn sé til staðar, Valur Gíslason, Arndís Björnsdóttir og Brynjólfur Jóhannesson f Stundum kvaka smáfuglar, sem frumsýnt var 23. nóvember 1933. Emilía Borg í hlutverki Lissie Larrabee og Hildur Kalman í hlut- verki Therese i Sherlock Holmes, frumsýnt 23. nóvember 1939. og verið var að æfa í tómu húsi, voru leikaramir í vetrarfrökkum, með húfur, vettlinga og trefla, því þótt báðir ofnar væru rauðglóandi var húsið svo óþétt og kalt að ekki dugði að standa lengra en 3 metra frá ofninum. Oft var erfitt að fá húsgögn sem nota þurfti í sýningum. Engar hús- gagnaverslanir voru í Reykjavík. Það hefði þó ekki komið að notum, því enga hafði leikfélagið geymsluna fyrir leikmuni. Fóru leikarar oft um allan bæ til að fá lánuð húsgögn. Ókunnugt fólk var þó ekkert áfjáð að lána húsgögn sín svo oft urðu leikaramir að tæma sínar eigin íbúð- ir svo hægt yrði að koma sýningum á fjalimar. Stofnun leikfélagsins og starfinu fyrstu árin var mjög misjafnlega tekið. Þann 22. desember 1897 var sagt frá starfsemi þess í ísafold: „Leikfélag Reykjavíkur heitir flokk- ur manna, karla og kvenna, sem er farinn að halda uppi gleðileikjum í húsi Iðnaðarmannafélagsins, byrjaði á laugardaginn var. Frammistaðan er mjög misjöfn, góð hjá sumum, en í lakara lagi hjá öðmm. Söngurinn Úr Fjalla—Eyvindi, sem frumsýnt var 2. febrúar 1940, Friðfinnur Guðjónsson, Jón bóndi og Gunnþórunn Halldórsdóttir, kona Jóns bónda. ur, sem meira og minna höfðu fengist við leikstarfsemi. Auk þess töldust til stofnenda fimm meðlimir Iðnaðarmannafélagsins, sem kjömir vom af hálfu þess, til að koma fram sem samningsaðilar gagnvart leigj- endum hússins og ýmsu fleiru þar að lútandi. Þeir vom starfslausir meðlimir í leikfélaginu, höfðu mál- frelsi á fundum, en ekki atkvæðis- rétt. Fyrsta sýning leikfélagsins var 18. desember 1897 þegar sýndir vom tveir gamanleikir. Það vom „Ferðaævintýrið“ eftir Amesen og„ Ævintýrið í Rosenborgargarði" eftir Heiberg. Varla er hægt að segja að leikið hafi verið í hagnaðarskyni fyrstu árin, heldur var leikið ánægjunnar vegna. Sú þóknun sem fólkið fékk var ein til fímm krónur á kvöldi, eftir stærð sýningar. Það þótti gott að ná 100 krónum á ári í leikhúsinu, en sæmileg árslaun vom talin 1.000—1.200 krónur. Ekki var því hægt að tala um atvinnuleik- hús í eiginlegri merkingu. Aðbúnaður í Iðnó var heldur bág- borinn á þessum fmmbýlingsáram leiklistarinnar í því húsi. I gangi sem lá fyrir framan búningsherbergi karlanna héngu oft ýmiskonar mat- væli niður úr loftinu, svo sem kálfsskrokkar, rjúpur og fleira, svo menn urðu að renna sér á rönd milli matarbirgðanna, til þess að komast inn í fremra herbergið. Búnings- herbergin vom ómáluð og glugga- laus. Húsið stendur á eystri bakka Reykjavíkurtjamar og fyrstu árin var engin uppfylling mílli tjamarinn- ar og húshliðarinnar, sem sneri að tjöminni. Afleiðingin varð því sú, að vatn síaðist gegnum vegginn og inn í kjallara hússins, inn í búnings- herbergi leikaranna. Leiksvið og búningsklefar vom lýst upp með steinolíulömpum, vana- legum eldhúslömpum. Þegar húsið fylltist byrjuðu lampamir að ósa, strókamir stóðu í háa loft upp úr lömpunum og senumennimir þurftu alltaf, við og við, að vera að hlaupa til og draga niður í lömpunum. í salnum var einn kolaofn og annar á sviðinu. Þegar frost og kuldi var úti Aðdragandinn að stofnun Leikfélags Reykjavíkur var vetur- inn 1895-1896 þegar myndaður var lítill leikflokkur undir for- ystu Stefáns Runólfs- sonar, prentara, sem hélt uppi sjónleikjum í Góðtemplarahúsinu. Voru flestir þeirra fé- lagar úr stúkunum Einingin og Verðandi. Leikhópurinn sýndi aðallega smágaman- leiki og var mikil aðsókn að þeim. Þegar lokið var smíði Iðnað- armannahússins veturinn 1896-1897, þurfti Iðnað- armannafélagið að tryggja sér leigjendur, til þess að ná í tekj- ur, svo húseignin gæti borið sig sem best. Það hafði verið innréttaður í húsinu rúmgóður samkomusalur með leiksviði fyrir öðram enda, miklu stærri en menn höfðu áður átt að venjast hér. Þetta hafði verið gert með það fyrir augum, að gefa þeim, er við sjónleiki vildu fást, betra húsnæði en annars staðar var völ á í bænum og draga þannig teikina að sér, í von um, að það gæti orðið tekjulind fyrir húsið fyrst um sinn.' Iðnaðarmannafélagið vildi einnig fá í sínar hendur leiktjaldasjóð bæj- arins með leiktjöldum þeim og búningum, er honum fylgdu. Til þess að þessu yrði framgengt, varð að stofna leikfélag, samkvæmt reglugerð leiktjaldasjóðsins. Stjóm Iðnaðarmannafélagsins fór þess því á leit við nokkra, sem á undangengn- um ámm höfðu verið viðriðnir sjónleiki í Góðtemplarafélaginu, að fara til helstu leikenda í bænum og heyra undirtektir þeirra um stofnun leikfélags. Arangurinn skilaði sér þegar Leikfélag Reykjavíkur var stofnað 11. janúar 1897. Stofnendur félagsins vom fjórtán að tölu. Vom það allt karlar og kon-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.