Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 56
semþarf ftgtntþlfifeUÞ STERKTKORT SUNNUDAGUR 11. JANUAR 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Vetrarkyrrur um miðjan mörsug Morgunblaðið/Bára Fjórða besta saltfiskár íslandssögnnnar: Saltfiskur í fyrsta skipti seldur til allra heimsálfa Meðalland: Frækileg refaveiði Hnausum, Meðallandi. EIN frækilegasta refavéiði, sem menn hér hafa haft spurnir af átti sér stað í nánd við Grund undir Eyjafjöllum á dögunum. Af því mátti sjá að ekki væri allur dugur skekinn úr bændum þrátt fyrir erfiðleika og eymd í landbúnaðarmálum. Milli jóla og nýárs á liðnu ári, næstsíðasta dag ársins, voru þeir á ferð úr Reykjavík bændurnir Sig- urður Lárusson Hörgslandskoti og Guðjón Bergsson Hamrafossi á Síðu. Segir ekki af ferð þeirra fyrr en þeir eru í nánd við Grund undir Eyjafjöllum. Er þar mjög stór og fallegur ref- ur við hringveginn. Voru þeir auðvitað byssulausir, en reyna þó að ná refnum. Fer Sigurður úr bílnum til að standa fyrir rebba, en Guðjón ók í veg fyrir hann. Þvæld- ist refurinn í kringum bílinn í nokkurn tíma, en þorði ekki í gegn- um girðingarnar við veginn. Hafði hann gott vit á að láta hvorki Guð- jón fá færi á sér eða koma nærri Sigurði. Barst leikurinn í áttina að brekkunum fyrir austan Hvamm. Sá Guðjón að veiðin var að ganga þeim úr greipum og nú varð að gera síðustu tilraun. Ók hann þá fram fyrir refinn, greip stein úr vegbrúninni, kastaði og hitti í haus- inn. Tók rebbi heljarstökk og lá þar steindauður. Vilhjálmur Verðmæti útflutningsins jókst um 51% á milli ára IÍSM 53 þúsund tonn af salt- iiski voru flutt út á síðasta ári og er árið fjórða besta salt- fiskár Islandssögunnar. Það var aðeins á árunum 1952, 1981 og 1982 sem meira var flutt út af saltfiski. Það telst líka til Ytri-Njarðvík: Fengu smokk- f isk til beitu frá Portúgal * "^Ytri-Njarðvík. TOGARINN Þrymur BA frá Patreksfirði flutti 80 tonn af smokkfiski frá Portúgal hingað fyrir skömmu. Smokkfiskinn á að nota til beitu, en hann þykir í smærra lagi miðað við það sem menn eiga að venjast. Síld hefur verið helsta agnið á krókunum hjá línubátunum að und- anfömu, þannig að sá guli á von á tilbreytingu, þegar samningar hafa tekist í sjómannaverkfallinu. Sam- bandið flytur smokkfiskinn til 'Ttmdsins og eru kaupendur hans ýmsir útgerðarmenn á svæðinu. Þrymur BA er nýlegt skip, keypt- ur hingað til lands frá Portúgal til Patreksfjarðar. Einhveijar lagfær- ingar verða gerðar á Þtym í Skipasmíðastöð Njarðvíkur áður en hann verður tilbúinn til að hefja veiðar. - BB tíðinda að í fyrra var saltfiskur í fyrsta skipti seldur til allra heimsálfa. Verðmæti útflutts saltfisks (kominn um borð i skip) var 6 milljarðar kr. í fyrra, en var tæplega 4 milljarðar árið 1985. Árið 1985 voru flutt út 49 þús- und tonn af saltfíski og jókst útflutningurinn því um 4 þúsund tonn í fyrra, eða um rúm 8% Verð- mætaaukning útflutningsins varð meiri eða tæplega 51%. Framleiðsla saltfísks í fyrra var sú sama og útflutningurinn, eða 53 þúsund tonn. Árið áður var framleiðslan 46 þúsund tonn og jókst því um 7 þúsund tonn á milli ára, eða um rúm 15%. Saltfisks- framleiðslan hefur farið vaxandi eftir að hún var í lágmarki á sjö- unda áratugnum. Á árunum 1960-69 var framleiðslan rúmlega 30 þúsund tonn á ári að meðal- tali, rúmlega 41 þúsund tonn á árunum 1970-79 og árin 1980-86 hefur framleiðslan verið 51.600 tonn að meðaltali. Af þeim 53 þúsund tonnum af saltfiski sem flutt voru út í fyrra voru 46 þúsund tonn af þorski. Samsvarar það 140 þúsund tonn- um af þorski upp úr sjó, eða um 40% af þorskafla landsmanna á árinu. Saltfiskur fór nú til allra heims- álfa í fyrsta skipti í sögunni, þó þjóðir í sunnanverðri Evrópu kaupi sem fyrr meirihluta framleiðslunn- ar. Helstu kaupændur saltfísks voru: Portúgal 27,5 þúsund tonn, Spánn 11,2 þúsund tonn, Ítalía 4,7 þúsund tonn, Grikkland, 3,2 þús- und tonn, Vestur-Þýskaland 3 þúsund tonn, Frakkland 1,4 þús- und tonn og Bretland 1 þúsund tonn. Uppistaðan í útflutningnum var fullstaðinn fiskur, 30,3 þúsund tonn en það er rúmlega 3 þúsund tonnum minna en árið 1985. Flutt voru út 15 þúsund tonn af tandur- físki, rúmlega 5 þúsund tonnum meira en árið áður. Þá voru flutt út 3,1 þúsund tonn af ufsaflökum, 3,2 þúsund tonn af þorsk- og lönguflökum og 800 tonn af fésum og var mikil aukning í öllum þess- um tegundum. Aftur á móti voru flutt út 600 tonn af þurrfíski og er það mun minna en árið áður. Um eitt þúsund tonn af saltfíski voru til í birgðum um áramót, sem samsvarar um vikuframleiðslu. Megninu af birgðunum var afskip- að til Spánar fyrstu dagana í janúar. 2000 tonn af fiskimjöli frá Siglufirði Si^lufirði. TVÓ þúsund tonn af fiski- mjöli voru lestuð á Siglufirði í gær og fyrradag. Það var þýskt skip á vegum Sam- bandsins sem tók mjölið og fer með það á markað til Póllands og Danmerkur. í gærmorgun var eitt falleg- asta vetrarveður sem komið hefur hér í langan tíma. Góður skíðasnjór er á skíðastöðunum og búið er að hreinsa mestallan snjó í bænum. Matthías Húsnæðisstof nun: Helmingur lífeyrissjóðanna ekki samið um skuldabréfakaup Beðið með afgreiðslu lánsumsókna sjóðfélaga UM HELMINGUR lífeyrissjóðanna hefur ekki gert samninga um skuldabréfakaup hjá Byggingasjóði ríkisins á þessu ári og því næsta. Húsnæðisstofnun frestar afgreiðslu lánsumsókna félaga í þessum sjóðum þar til þeir hafa gengið frá samningum. Sigxirður E. Guð- mundsson framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar sagði hugsanlegt að ef sjóðirnir drægju lengi enn að gera samninga gæti svo farið að sjóðsfélagar færðust aftar í biðröðinni hjá stofnuninni. Húsnæðisstofnun fékk 3.700 umsóknir um lán á tímabilinu 1. september til 31. desember síðast- liðinn, samkvæmt nýja húsnæðis- lánakerfinu. Þar sem um helmingur lífeyrissjóðanna hefur ekki undirrit- að samninga um skuldabréfakaup er Ijóst að það eru hundruðir eða þúsundir umsókna sem ekki er hægt að afgreiða lánsloforð út á. Sigurður sagði að stofnunin hefði ítrekað tilmæli sín til sjóðanna um þetta mál. Sigurður sagði að í lánadeild Húsnæðisstofnunar væru unnið af kappi við að afgreiða umsóknir með útgáfu lánsloforða eða beiðni um nánari upplýsingar. Unnið væri fram á kvöld og um helgar og væri nánast búið að loka fyrir símann á deildinni svo að starfs- fólkið hefði vinnufrið við þetta verk. Hann sagði að ekki væri búið að taka saman upplýsingar um fjölda útgefínna lánsloforða, til þess hefði hreinlega ekki gefist tími. Sigurður sagði að í október hefði nýja húsnæðislánakerfið í raun komið til framkvæmda. í október, nóvember og desember hefði stofn- uninn veitt lán út á yfír 600 íbúðir, samtals að fjárhæð 450—500 millj- ónir kr., samkvæmt eldri umsókn- um sem fólk hefði fengið breytt til samræmis við nýja kerfíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.