Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 39 1901) sjómanns í Reykjavík Þórðar- sonar. Þau áttu þrjú böm, dætumar Svönu Guðrúnu og Ágústu, móður greinarhöfundar, og son, Ólaf, flug- stjóra. Ólafur fórst með flugvélinni Glitfaxa 31. janúar 1951. Unnur hét dóttir Jóhanns, sem hann átti áður en hann kvæntist. Unnur ólst upp á heimili föður síns. Hún veikt- ist er hún var við nám í Þýskalandi og dó tvítug að aldri. Jóhann Þ. Jósefsson lést í Hamborg 15. maí 1961 á leið heim af þingi Evrópu- ráðsins í Strasbourg. V Jóhanni Þ. Jósefssyni var kunn sú skoðun margra þeirra, sem til þekktu, að séra Jón Þorvarðarson hefði verið afí hans. Fleiri ástæður hafði Jóhann til að ætla, að svo væri, m.a. orð uppeldissystur Jós- efs, Þuríðar í Hvammi. Þuríður kunni að segja Jóhanni ýmislegt af föður hans, ekki síst frá æsku hans og uppvexti. Hafði Þuríður eftir foreldmm sínum, fósturforeldrum Jósefs, og taldi ótvírætt, að séra Jóhann Þorvarðarson hefði verið faðir Jósefs. Sömu skoðun tjáði Jóhann Ólafs- son, brúarsmiður, ömmu minni eftir lát afa míns. Svo hafði sagt honum móðir hans, Helga María Þorvarð- ardóttir, en hún var hálfsystir séra Jóns Þorvarðarsonar. Auk munnlegra upplýsinga ligg- ur fyrir skjalfest heimild um faðemi Jósefs. Heimildin er prestsþjónustu- bók Holts undir Eyjafjöllum 1816—1878, og er hún varðveitt í Þjóðskjalasafni. Ömmi minni hug- kvæmdist að afa mínum látnum að grafast fyrir um, hvað hún hefði að geyma. Jósefs er tvisvar getið í kirkju- bókinni, þ.e. við skím og fermingu. Jósef var skírður í kirkjunni í Holti daginn sem hann fæddist. I dálkinn „Bamsins fulla nafn“ færði séra Þorvarður nafnið Jósef Valdason. Fyrir neðan reit hann fangamarkið J.Þ. í sviga. í dálkinn „Foreldranna Nöfn, Stand og Heimili" reit séra Þorvarður stafína JÞor en hafði strikað yfir, reit þvínæst nafn Valda Ketilssonar, bónda í Gerðakoti, ekk- ils, svo og nafn Þorgerðar Guð- mundsdóttur, ógiftrar vinnukonu í Holti. Meðal guðfeðgina bamsins tilgreindi séra Þorvarður son sinn, Hannes Þorvarðarson. Jósef var fermdur í Holti íjórtán vetra gamall árið 1862, og hafði, eins og áður er getið, alist upp að Indriðakoti í fóstri hjá sæmdarfólk- inu, sem þar bjó. Þegar séra Þorvarður færði nafn fermingar- piltsins í kirkjubókina tiltók hann nöfn fósturforeldra Jósefs, Jóns og Amdísar, í tilætlaðan dálk og vott- aði ágæta kunnáttu hans og hegðan. Loks jók hann við orðunum: „Kjörsonur Valda Bónda Kjetilsson- ar“. Skímar -og fermingarskýrslur séra Þorvarðar í Holti verða ekki misskildar. I prestsþjónustubókinni staðfestir séra Þorvarður Jónsson, að sonur hans, séra Jón Þorvarðar- son, var faðir Jósefs. Ekkert liggur fyrir um ástæður þess, að Jón var ekki tilgreindur sem faðir bamsins. En sýnt er, að embættisframa hins upprennandi prests hefði verið teflt í tvísýnu, yrði uppvíst, að hann væri faðirinn. Má ætla, að í ljósi þessa hafi séra Þorvarður fengið Valda bónda til að leyfa, að hann yrði skrifaður fyrir drengnum. Kirkjubókarfærslur séra Þor- varðar bera með sér, að hann var hugsi yfir málinu. Hann firrti son sinn vandræðum en gerði það á kostnað móður og bams. Hann leit- aðist þó við að tryggja, að hið sanna kæmi í ljós um faðemi Jósefs, enda gekk hann ekki að því gruflandi, að fyrr eða síðar yrði kirkjubókinni lokið upp og vitnisburður hans sjálfs yrði opinber. Þorgerður og Jón höfðu þekkst nokkur ár þegar Jósef fæddist. Þorgerður (f. 18. mars 1822, d. 1. júní 1866) var frá Efstadal í Laug- ardal þar sem foreldrar hennar, Guðmundur Hansson og Sigríður Jónsdóttir, bjuggu um áratuga skeið. Séra Þorvarður fékk Miðdal í Laugardal árið 1841. Þorgerður gerðist vinnukona á prestssetrinu í Miðdal, en starf á góðu heimili var mikill og góður skóli fyrir ungar stúlkur á þessum tíma. Hún fluttist með fjölskyldunni þegar séra Þor- varði var veitt Holt undir Eyjafjöll- um vorið 1847. Árið eftir að Jósef fæddist var hún send í burtu frá Holti og fluttist þá að Eyvindar- hólum. Hún fór til Vestmannaeyja 1857 og bjó þar ógift til æviloka. Séra Jón Þorvarðarson fæddist 26. ágúst 1826 og var sonur séra Þorvarðar og fystu konu hans, Önnu Skúladóttur stúdents að Stóruborg Þórðarsonar. Hann var tekinn í Bessastaðaskóla 1843, varð stúdent úr Reykjavíkurskóla 1849, og lauk prófi úr prestaskóla 1851. Hann fékk Breiðuvíkurþing árið eftir, Hvamm í Norðurárdal 1854, Garða á Akranesi 1858 og Reyk- holt 1862, sem hann hélt til ævi- loka. Hann var prófastur í Borgarfjarðarsýslu 1859—1866. Hann kvæntist árið 1850 Guðríði Skaftadóttur. Þijú böm þeirra kom- ust upp. Þessi hálfsystkini Jósefs voru: Anna, átti Sigurð hreppstjóra Ólafsson á Hellulandi, séra Skafti á Hvanneyri og Guðný, átti Gunnar að Lóni Ólafsson alþingismanns að Ási Sigurðssonar. Séra Jón Þor- varðarson lést fertugur að aldri 6. nóv. 1866. Séra Þorvarður Jónsson, sem svo mjög kemur við þessa sögu, var fæddur 1798, sonur séra Jóns Þor- varðarsonar, prests á Breiðabólstað í Vesturhópi, og konu hans, Helgu Jónsdóttur. Eins og áður er sagt fékk séra Þorvarður Miðdal 1841 og Holt undir Eyjaijöllum 1847. Hann fékk Prestbakka á Síðu 1862 og þjónaði til æviloka. Hann var þríkvæntur. Böm séra Þorvarðar og Önnu Skúladóttur sem upp kom- ust, auk séra Jóns, voru Skúli alþingismaður og bóndi að Berghyl í Hrunamannahreppi og Hannes bóndi að Haukagili í Vatnsdal. Séra Þorvarður lifði séra Jón, son sinn, og lést á sjötugasta og öðm aldurs- ári 1869. VI I bókarkaflanum um föður sinn segir Jóhann Þ. Jósefsson, að á uppvaxtarárum sínum hafi hann oft orðið þess var og notið þess hjá mörgum hve faðir hans hafði verið vinsæll og geðþekkur allri alþýðu og drengskaparmaður í hvívetna. Hann segir móður sína hafa dáð föður sinn lífs og minningu hans að honum liðnum. Hafi henni orðið tíðræddast um ástríki hans gagn- vart henni og bömunum og drengi- lega framkomu í einu og öllu. Er hann spurði hana eitt sinn um þeirra fyrstu kynni, sagði hún, að hann hefði þá fyrst gengið í augu sér, er hann, að henni ásjáandi, skarst í leik og rétti hlut manns eins, sem gárangamir austur þar lögðu í ein- elti með ertingum. Afi minn segir föður sínum hafi verið svo lýst af þeim, er hann þekktu, að hann hafi verið „í minna meðallagi á hæð, þrekvaxinn, nokk- uð gildur. Kvikur á fæti, vel limaður og snar í hreyfíngum. Fimur, fót- viss og bjargmaður hinn besti. Einarður í fasi og glaðvær. Hann var trúmaður, hispurslaus og stillti skap sitt vel, þótt skapmaður væri, gat verið harður í hom að taka við stórbokka, en mildur fátækum og vildi rétta hlut þeirra, er minnimátt- ar vora. Hann var í einu orði sagt atgervismaður til sálar og líkama og á undan sinni samtíð í mörgum efnum." VII Atvikin höguðu því svo, að Jósef naut hvorki umhyggju móður sinnar né föður í æsku. Hann var sviptur réttu faðemi og kenndur við ókunn- an mann. En skylt er að hafa það heldur er sannara reynist, og því hæfir að gera heyrinkunnugt nú, hver faðir Jósefs var. Jósef Valda- son var Jónsson. Höfundur ei hagfræðingur og starfarnú lyá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum í Washington. ------1 LAUSN A GEYMSLUVANDA SKRIFSTOFUNNAR Ef þú vilt hafa allt í föstum skorðum þá ættirðu að kynna þér kosti Pas kerfisins. Með Pas er leikur einn að hafa röð og reglu á skrifstofunni. Kerfið byggir á lausum einingum og þú veiur og setur saman einingar eftir eigin þörfum. Samstæðan sem hér er sýnd hefur geysilega mikið rými og kostar aðeins kr. 48.000.- Með Pas getur þú byrjað smátt en verið fyrirhyggju- samur samt sem áður, því stöðugt er hægt að bæta við einingum. Einingar Pas kerfisins eru; bakkar kr. 377.- og kr. 363.-, möppur kr. 410.-, skúffur kr. 445.- ✓ ..... """p 31 j i i :i. 1 CT. ... ” - *■* ... ÓKEYPIS SENDINGARÞJÓNUSTA OG REYNSLUTÍMI. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér kosti Pas þá sendum við þér samstæðu og þú getur haft hana til reynslu án þess að vera skuldbundinn til að kaupa hana. Þessi þjónusta er þér ( byrjað smáttog I algjörlega að kostnaðarlausu. Söludeild. Sími 83366 Höfðabakka 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.