Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANUAR 1987 „í margra augum er föður- landið kær sjúklingur, sem lýstur hefur verið ólæknandi í þeim til- gangi að losna við fyrirhöfnina við að lækna hann“. Þessi orð Valtours nokkurs, sem ég rakst á í haust í frönsku bókasafni í hundrað ára gömlu eintaki af bláðinu Illustration, riijuðust upp við heimkomuna við ummæli í fjöl- miðlum um sjúklinginn ísland og heilsufar hans í tilefni áramóta. Virðast allt eins eiga við nútíma ísland sem heimsmyndina 1884. Það er raunar svolítið áfall fyrir flölmiðlafólk nútímans að lenda í að fletta gömlum eintökum af franska blaðinu Illustration frá síðustu öld. Fréttimar og frétta- skýringarnar frá blaðamönnum þeirra tíma vom að vísu ekki svona fljótar í ferðum, en sýnilega þeim mun betur úr garði gerðar. Makalaust glöggar heimsfréttir, að ekki sé talað um þessar stór- fenglegu fréttamyndir eða þá teikningarnar sem prýða síður. Og líklega er kostur að vera búinn að átta sig á því hvað er að ger- ast áður en fréttin er skrifuð og geta gefið viðmælanda tíma til að vita hvað hann er að segja áður en hann er búinn að segja það. Eða hvað finnst ykkur? Gott er að fá viðmiðun, þótt aldargömul sé. Vísast verða Gáru- lesendur að hafa þolinmæði á næstunni við höfund, sem undan- farna mánuði hefur sprangað um Signubakka og sogað í Frans í sig áhrif og viðmiðanir eins og svampur. A eflaust títt eftir að vinda úr honum áhrif og saman- burð meðan örendi endist. Raunar erfitt að sjá hvernig hægt er að vinda stöðugt úr sama svampinum án þess að fá endurnýjaðan vökva í hann öðru hveiju og samanburð, hvort sem þar eru á ferð sflek- andi blaðamenn eða ákvarðana- takandi politíkusar. Heimkominn og bólginn af nýjungum verður auðvitað að byija á því að sperra eyrun og ná upp heimafregnum og and- rúmi. Fljótlegra að setjast við sjóvarp en lesa ijögurra mánaða skammt af öllum dagblöðum, sem gott fólk í húsinu hafði raðað snyrtilega á borðið. Og svo lukku- lega vildi til að maður lenti æði oft um þessi jól á endurteknu efni frá fyrri hluta árs og gat snúið sér að jólabókunum. Oftar en ekki endurtekið efni í sjónvarpi frá því fyrir útlegðina og ofrausn að horfa t.d.í annað sinn á stjórn- málamenn og starfsfólk sjónvarps dansa um næstu jól og aftur rétt á eftir á nýju balli á byijuðu ári, utan þeir sem stunda vísindalega könnun á dansmennt og útlits- breytingum. En svo fór í verra, því svo langt eftir auglýstum tíma hófst leikritið „Líf til einhvers" og svo oft búið að slökkva á endur- tekna efninu á undan, að ég missti af krassandi byijuninni og því ekki viðræðuhæf í selsköpum fyrstu daga nýja ársins. Maður varaði sig ekki eftir allar frönsku rásimar fimm sem byija á mínú- tunni. Einhvern veginn þótti ekki eins umræðuhæf önnur frábær útsend- ing á nýjársdag, óperan Aida í íburðarmikilli og lofaðri útsend- ingu erlendis. Eftir áramótin kom svo á skjáinn önnur merkileg út- sending um töku stórkvikmyndar- innar Otello, sem gengur nú í kvikmyndahúsum á meginlandinu og kemur hingað eflaust líka. En kvikmyndagerð frægra ópera er nú mikið um rædd og hvemig eigi þá að þeim að standa. Ymis- legt verið reynt. Til dæmis er haft eftir hinni frægu divu Elisa- bethu Schwartzkopf:„Ég hefí megnustu fýrirlitningu á stór- veldadraumum söngvara um hvíta tjaldið. Það eyðileggur alla töfra tónlistarinnar". Ekki eru allir því sammála, eins og sjá má af um- mælum Lorins Maazels annars staðar í blaðinu. Fer líka eftir aðferðum. Stórsöngkonan Renata Tebaldi sagði t.d. góðlátlega eftir reynslu sína af að syngja í slíkri kvikmyndaupptöku: „Mér fannst mjög gaman á kvikmyndinni Aidu, þar sem Sophia Loren sýndi svo fallega leikmynd af mér“. Einni endurtekningu var þó fagnað á þessum bæ, viðtalinu hennar Steinunnar Sigurðardótt- ur við Guðberg Bergsson rithöf- und, sem fór á kostum. Kannski jafn vel þegið af þeim sem á horfðu í haust, því þetta fágaða og lúmska skopskyn Guðbergs verður e.t.v. ekki alltaf gripið umsvifalaust á svipulu augnabliki þessa miðils eða notið nákvæms og í senn áreynslulauss málfars hans og hugmyndauðgi. Gáruhöfundur sperrti eyrun við einni hálfsvaraðri spurningu Steinunnar, sem kannski mætti gantast við að fylla út í. Hún vék að því að vinahópur Guðbergs á Spáni hefði gefið honum nafnið Han d’Islande. Kallað hann það í merkri bók um þetta listafólk. Líklega hafa þessir erlendu bók- menntamenn suður í álfu ekki þekkt nema nafnið á bók franska rithöfundarins Victors Hugo frá 1821, sem hann nefndi Han d’Is- lande, enda ómerkilegasta bók þessa fræga höfundar vísast kunn, þótt ekki sé nema að nafn- inu til. Hugo skrifaði bókina aðeins 18 ára gamall. Hafði ekki mikla þekkingu á efninu og enga á íslandi, en veifaði óspart svo sem ungra manna er háttur til- vitnunum í franskar, þýskar og spænskar heimsbókmenntir. Hef- ur eflaust lesið eitthvað um bækur Islendinga þótt þess sjái aðeins merki í nöfnum. Þar koma fyrir Ingólfur Arnarson, Isleifur biskup í Skálholti, Þormóður Torfason og Snorri. En því er þá svona líklegt að vinir Guðbergs hafi þekkt nafnið eitt á bókinni? Jú, sögupersónan Han frá Thule, upphaflega Hann- es, er eiginlega ófreskja, brennu- vargur og morðingi, sem flýr undan bændum á trédrumb til Noregs og býr þar í helli eins og óvættur. Myrðir, brennir og sýgur blóð úr mönnum. Hann segir m. a.:„Ég er djöfullinn frá Klipps- stað. Móðir mín er þetta gamla ísland, eldfjallaeyjan. Áður var hún ekki nema eitt eldijall, en var kramin af stórum risa sem studdi staf sinn á hana þegar hann datt niður úr himnum. Eg hefi enga þörf fyrir að þú berir af mér blak (dómari). Ég er afkomandi útrým- isins Ingólfs og ber í mér anda hans“. Svo lýsir Han öllu því illa sem hann hefur gert af því að sál Ingólfs er í honum. Skal dæmast fyrir íkveikju í fangelsi og upp- reisn í blýnámu. Einhvern tíma var gluggað af forvitni í þessa bók hins fræga Hugos með Ísland í titlinum - og olli áfalli. Kannski væri það breytt núna, eftir að við megum vart mæla af stolti hvar og hvenær sem nafnið Island er nefnt, sama í hvaða munni og hvaða mynd er upp dregin. Hvað þá úr munni jafn frægs manns sem Victors Hugos,en hann leggur sumum Islendingunum í þessari ungdóms- bók sinni einmitt í munn ýmis spakmæli, svo sem: „Gullið er stundum dýru verði keypt". Ekki skil ég af hveiju þér leiðast jólin, Anna, mér finnst þau svo yndisleg. ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Byggðaþróun: Blíkur á lofti landsbyggðar Það er rík ástæða til að velta fyrir sér líklegri framvindu í bygKð f landinu. Um aldamótin síðustu (1901), er landsmenn töld- ust 78.500, bjuggu 73% þjóðarinnnar í strjálbýli en aðeins 27% í þéttbýli. Síðan hefur íbúum í stijálbýli fækkað jafnt og þétt, bæði í beinum tölum og hlutfallslega. í dag búa um 90% þjóðarinnar í þéttbýli en aðeins 10% í sveitum. Hér hefur í raun orðið bylting í byggðaþróun á þremur aldarfjórð- ungum eða á tíma sem spannar meðalævi íslendings í dag. Spum- ingin er einfaldlega sú, hvort stijálbýlið standi frammi fyrir enn stærra vandamáli, hvað byggða- þróun í landinu varðar, en nokkru sinni fyrr? Tæknin hefur tvær hliðar Á síðustu áratugurn 19. aldar- innar fluttu hátt í 15 þúsundun íslendingar til N-Ameríku. Það er hátt hlutfall þegar tekið er til- lit til þess að hér bjuggu aðeins 78.500 manns árið 1901. Áður en nútíma tækni kom til sögunnar í atvinnulífí og verðmætasköpun bar landið ekki mikið meira en 100.000 íbúa. Með nútíma tækni gáfu hefð- bundnir atvinnuvegir okkar hinsvegar verðmæti sem stóðu undir batnandi kjömm ört stækk- andi þjóðar. Bættur aðbúnanður hverskonar (húsnæði, fæði, vinnu- aðstaða o.fl.), stóraukin menntun og þekking, að ógleymdri fram- vindu í heilsugæzlu, valda því, að meðalævi á íslandi en lengri en í nokkm öðm landi, þótt mjótt sé á munum f samanburði við Japan. Tæknin og vélvæðingin ollu því hinsvegar að hægt var að nýta þá möguleika í sjávarútvegi og landbúnaði, sem fýrir hendi vóm og em, með æ færra starfsfólki. Þrátt fyrir vemlega fækkun í sveitum framleiðum við búvöm umfram innlenda eftirspum. Sama sagan hefur hvervetna gerzt um hinn vestræna heim. Þessvegna er útflutningur búvöm miklum erfiðleikum bundinn og gengur ekki nema með þung- bæmm útflutningsbótum. Framvindan í sjávar- útvegi Engin leið er að sjá fyrir, hver Mjólkurkýr í umsjá ungmenna. framvindan í sjávarútvegi verður. Hér verður aðeins staldrað við eitt fyrirbæri, sem raunar hefur lengi verið til staðar, en fengið aukna þýðingu síðustu árin: út- flutningur ferskfisks. Fiskiskip hafa um langan aldur siglt með afla á erlenda markaði. Nú hefur útflutningur í gámum bæzt við. Aflabrestur (Noregur/ írland) og aukin fiskneyzla hafa stuðlað að vaxandi eftirspum og verðþróun, sem gerði ferskfískút- flutning hagstæðan. Þessi stað- reynd er ein meginskýring batnandi rekstrarstöðu fiskveiði- flotans á næstliðnu ári. Sjávarpláss og fiskvinnslufólk, sem byggja afkomu á vinnslu fiskjar (frystiiðnaður, saltfísk- verkun), hljóta hinsvegar að hafa áhyggjur af þessari þróun. Sama máli gegnir um þá aðila sem byggt hafa upp mikilvæga söluaðstöðu fyrir frystar sjávarvömr í Banda- ríkjunum, en Bandaríkin era eitt af örfáum viðskiptasvæðum okk- ar, sem skilað hafa okkur hag- stæðum viðskiptajöfnuði. Hér skulu ekki fram settar hrakspár um framvinduna í fisk- vinnslu okkar, enda ferskfískút- flutningur háður markaðssveifl- um, sem ekki verða fyrir séðar. Engu að síður er ástæða fyrir þá, sem í þessu efni hafa hagsmuna að gæta, að íhuga stöðuna vel. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Hagsmunir skarast Flestir þéttbýlisstaðir á svokall- aðri landsbyggð styðjast bæði við sjávarútveg og landbúnað, þ.e. úrvinnslu hráefna frá landbúnaði og verzlunar- og iðnaðarþjónustu við nærliggjandi sveitir. Þetta á við staði eins og Húsavík, Akur- eyri og Sauðárkrók, svo dæmi séu nefnd. Onnur þéttbýli byggja nær eingöngu á landbúnaði: Selfoss, Hveragerði, Blönduós, Egilsstað- ir. Umtalsverður samdráttur í sveitabyggð hlýtur því að bitna jafnframt á þéttbýli, enda skarast hagsmunir meira og minna. Ef frystiiðnaður í sjávarpláss- um siglir inn í erfíðleika, vegna hugsanlegra breytinga í erlendri markaðseftirspum, vandast málin enn. Hugleiðingar af þessu tagi hljóta að gera vart við sig þegar horft er til byggðaþróunarí landinu næstu ár og áratugi. Tillaga þrig'gja sjálf- stæðismanna Egill Jónsson, Halldór Blöndal og Ámi Johnsen, alþingismenn, hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um eflingu at- vinnu og byggðar í sveitum vegna breyttra búhátta. Tillagan felur ráðhermm, verði hún samþykkt, að hlutast til um að skipulegt átak verði gert til atvinnuuppbygging- ar í sveitum til að vega upp á móti samdrætti í hefðbundnum landbúnaði, svo að byggðin í landinu treystist. Jafnframt verði könnuð áhrif hinnar mörkuðu framleiðslu á afkomu bænda og ráðstafanir gerðar til úrbóta þar sem þeirra er þörf. Tillagan bendir á ákveðin markmið, sem stefna beri að, og henni fylgir löng og vönduð grein- argerð. Ekki em tök á að fara nánar út þá sálma hér og nú. Þeir, sem áhuga hafa á að fara ofan í sauma á tillögugerðinni, geta orðið sér úti um viðkomandi gögn hjá Alþingi. Tillaga þeirra þremenninga er hér nefnd sem dæmi um að al- þingismenn gera sér grein fyrir því að blikur em á lofti lands- byggðar, þegar horft er til næstu framtíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.