Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 38 Kaupstaður og höfnin í Vestmannaeyjum í kringum 1910. Vesimanneyjar Kaupstadur höfnin Vesfcraanneyjar Frá Vestmannaeyjahöfn í byijun aldarinnar. Jósef (Valdason) Jónsson, skipstjóri, Vestmannaeyjum £ l í t- eftir Ólaf ísleifsson Á morgun, 12. janúar 1987, er rétt öld liðin frá því að Jósef Valda- son, skipstjóri, langafi minn, fórst í fiskiróðri við Vestmannaeyjar. Mér þykir hlýða að minnast hans á hundruðustu ártíð hans, enda var hann minnisverður maður. Hann var dugandi og aflasæll skipstjóri. Guðjón Ármann Eyjólfsson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans, telur hann meðal frumkvöðla í kennslu sjómannafræða hér á landi. Séra Jes A. Gíslason í Vestmannaeyjum sagði hann hafa skarað fram úr samtíðarmönnum sínum fyrir vits- muna sakir. Hundraðasta ártíð langafa míns gefur jafnframt kærkomið tækifæri til að varpa ljósi á, hver hinn eigin- legi faðir hans var, því að Jósef var ekki sonur þess manns er hann var kenndur við. Þegar að var gáð, reyndust kirkjubækur hafa að geyma mikilsverðar upplýsingar um það efni, eins og vikið verður að í þessari grein. Um Jósef er til mikilsverð heim- ild, sem er kafli eftir Jóhann Þ. Jósefsson í bókinni Faðir minn. Margt af því sem segir hér á eftir er frá afa mínum komið. II Um miðja síðustu öld tók að vora á ný á íslandi eftir aldalangan vet- ur. Alþingi var edurreist árið 1845, og Islendingar tóku sókn til forræð- is í eigin málum. Jósef fæddist að vorlagi 1848, hinn 6. maí, á prestssetrinu í Holti undir Eyjafjöllum. Móðir hans hét Þorgerður Guðmundsdóttir og var vinnukona á heimili prestsins, séra Þorvarðar Jónssonar. Skammt var milli lífs og dauða á prestssetrinu þetta vor. Því að þremur vikum áður hafði húsfreyjan, Anna Skúla- dóttir, andast. Ástæður, sem síðar verður greint frá, leyfðu ekki að sveinninn fædd- ist upp hjá móður sinni. Honum var komið í fóstur í Indriðakoti undir Eyjafjöllum hjá Jóni Jónssyni bónda þar og Amdísi Þorsteinsdóttur frá Sólheimum í Mýrdal. Meðal barna þeirra hjóna var merkiskonan Þuríður í Hvammi. Jósef ólst upp hjá góðu fólki. Um æsku Þuríðar í Hvammi segir Þórð- ur Tómasson í bókaflokki sínum, Eyfellskum sögnum, að foreldrar hennar hafi verið fátæklingar, sem búið hafí í hrörlegum híbýlum og hafí oftast átt minna en til hnífs og skeiðar. En ekki er öll sagan sögð með því. Jóhann Þ. Jósefsson segir í bókarkaflanum um föður sinn: „Mitt í allri fátækt sinni af veraldlegum gæðum voru þau þess umkomin að miðla fóstursyninum, sem var enn fátækari, því andans vegamesti og trúaröryggi, er entist honum svo vel til æviloka, að hann gat hughreyst bátsfélaga sína, að sögn þeirra er af komust er hann drukknaði, þegar hann horfðist sjálfur í augu við dauðann í álnum sunnan við Bjarnarey." Snemma kom í ljós að Jósef var gæddur óvenjumiklum hæfileikum. Þórður Tómasson segir hann hafa verið mikinn gáfupilt, drekknæman og skilningsgóðan. Jóhann Þ. Jós- efsson segir: „Faðir minn virðist hafa verið mjög hneigður fyrir stærðfræði og lék að sögn kunn- ugra allt í höndum hans á því sviði. Móðir mín sagði mér, að hann hefði í tómstundum sínum jafnan leikið sér að tölum, reiknað dæmi sér til skemmtunar. Tekið spjald og griffíl til tómstundareiknings eins og menn taka sér bók í hönd til tóm- stundalesturs.“ III Ungur maður fluttist Jósef til Vestmannaeyja, líkt og Eyfellingar hafa gert fyrr og síðar. Þar voru atvinnu- og afkomuhorfur góðar framsæknum og dugmiklum mönn- um. í Eyjum staðfesti hann ráð sitt og kvæntist Guðrúnu Þorkelsdóttur (f. 10. jan. 1844, d. 14. okt. 1919), sem var í móðurætt ættuð úr Eyj- um, en faðir hennar, Þorkell Einarsson, var frá Eyvakoti á Eyr- arbakka. Þau reistu þar bú, sem þá var kallað á Hólnum, en síðar var gefíð nafnið Fagurlyst og tald- ist til Þurrabúða. Séra Jes A. Gíslason komst svo að orði í blaðinu Víði um heimili þeirra Jósefs og Guðrúnar í af- mælisgrein um Jóhann Þ. Jósefsson fimmtugan: „Á fagurri hæð, þar sem góð er útsýn og fyrrum var víðsýni, stóð vagga hans hér í Eyj- um. Þar bjuggu góðkunnir foreldrar hans, Jósef og Guðrún. Jóhann átti hér til góðra að telja. Faðir hans var mesti dugnaðarmaður og skar- aði fram úr samtíðarmönnum sínum fyrir vitsmuna sakir. Ungur kynnt- ist ég þessu góðfræga heimili, því þangað var mér komið til náms í þeirri grein sem þá var á fárra manna færi hér að veita tilsögn í. Skólar voru þá hér engir. En Jósef var maður svo vel sjálfmenntaður í ýmsum greinum og sérstaklega í reikningi, að hann stóð þar jafnfæt- is, ef ekki framar, þeim bestu hér og þótt víðar væri leitað." Jósef lærði siglingafræði hjá dönskum stýrimanni, er hann var við veiðar á einni af jöktunum, sem komu að vorlagi með vörur til sel- stöðuverslananna dönsku í Eyjum. Þetta voru 150—200 smálesta segl- skip, sem voru svo send á þorskveið- ar með handfærum yfír sumarið. Siglingafræðin lá vel fyrir langafa mínum, enda hafði hann þegar nokkra þekkingu á gangi himin- tungla og var leikinn í reikningi. Jósef kenndi síðar Sigurði Sigur- finnssyni, skipstjóra í Vestmanna- eyjum, siglingafræði og ef til vill fleirum. Sigurður kenndi formönn- um í Vestmannaeyjum siglinga- fræði og var skipaður af Bátaábyrgðarfélagi Vestmannaeyja til að prófa þá í greininni, sem tók- ust formennsku á hendur. Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, telur því Jósef og lærisvein hans, Sigurð Sigur- fínnsson, meðal frumkvöðla í kennslu sjómannafræða hér á landi. Sigurður varð síðar hreppstjóri í Vestmannaeyjum og landskunnur maður. Jósef lagði stund á sjósókn, sem var aðalatvinna hans, sem og fugla- tekju, sem þá var þýðingarmikil atvinnugrein. Hann varð skipstjóri á þilskipinu Josephine, sem var ein- möstruð jakt og haldið var úti til hákarlaveiða. Stundaði hann há- karlaveiðamar árum saman á þessu skipi, en veiðisvæðið var frá Reykja- nesi til Austurhoms að jafnaði. Hárkarlatíminn var frá mars til septemberloka. Fuglatekjan var dijúg til búbæt- is, en þó að jarðabændur einir ættu rétt til fuglaveiðanna, fengu samt þeir þurrabúðarmenn, sem áhuga höfðu, að fara í eftirleit á haustin eftir lok hinna reglulegu fuglaveiða. í slíkar ferðir fór Jósef oft með góðum árangri, því að hann var mjög áræðinn og heppinn bjarg- maður eða ijallamaður, eins og þeir menn eru oftast nefndir í Eyjum. Milli vertíða stundaði Jósef mest seglasaum, en brá sér stundum á sjó á smáferju sem svo voru þá kallaðar. Hann fórst 38 ára að aldri í einum slíkum róðri á feræringi suðvestur af Bjarnarey. Að sögn Sigurðar Sigurfinnssonar, hrepp- stjóra, var sjór nokkuð úfinn er þessi atburður átti sér stað og dálít- ill kaldi á austan. Báturinn var lítið eða ekkert fískaður en hvolfdi í sátri á færum. Drukknuðu þar fjór- ir menn, en tveir komust af. IV Jósef og Guðrún áttu þijá syni, Guðjón, Gísla og Jóhann Þorkel. Guðjón Jósefsson (f. 2. ágúst 1875, d. 21. júní 1923) bjó í Vest- mannaeyjum og var fiskmatsmað- ur. Kona hans var Guðrún Árnadóttir af Keldnaætt frá Hurð- arbaki í Flóa. Þau voru barnlaus. Sonur Guðjóns var Jósef, sjómaður. Gísli Jósefsson var fæddur 30. okt. 1878. Hann fluttist til Kanada þar sem hann stundaði fískveiðar á Winnipegvatni. Hann lést þar vestra ókvæntur og bamlaus. Jóhann Þ. Jósefsson lét síðar reisa bróður sínum legstein í Winnipeg. Jóhann Þ. Jósefsson var fæddur 17. júní 1886 og var því á fyrsta ári er faðir hans fórst. Hann ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Magnúsi Guðlaugssyni frá Fífl- holtshjáleigu í Landeyjum, en Magnús tók við búsforráðum hjá Guðrúnu og varð síðari maður hennar. Um Magnús skrifaði Jó- hann, að hann hefði reynst sér sem besti faðir í einu og öllu. Jóhann gerðist fyrirvinna móður sinnar eft- ir að stjúpfaðir hans drukknaði. Hann átti ekki kost á langri skóla- göngu en varð sálfmenntaður maður svo að til var tekið. Sérstak- lega var tungumálakunnáttu hans við brugðið. Hann rak með öðrum verslunar- og útgerðarfyrirtæki í Vestmannaeyjum um áratuga skeið. Hann var kjörinn í fyrstu bæjarstjóm Vestmannaeyja 1918 og sat í henni til 1938. Hann var alþingismaður Vestmannaeyinga 1923—1959, ljármála- og atvinnu- málaráðherra 1947—1949 og atvinnumálaráðherra 1950. Jóhann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Svanhvít Ólafsdóttir (fædd 3. nóv. 1893 d. 13. ágúst 1916). Eftirlifandi kona hans er Magnea Þórðardóttir (f. 10. okt. Myndin sýnir Guideon, sem var gerður út frá Vestmannaeyjum á síðustu öld. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.