Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 29 Plnrfujj Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, simi 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakið. Umbrot í Klna Mótmæli stúdenta í Kína eru þess eðlis, að þeir, sem þekkja aðstæður í landinu, eru sannfærðir um, að voldug öfl standi þeim að baki. Ekkert er máli skiptir gerist í landinu af tilviljun. Þótt kínverska stjómkerfið hafí verið að breyt- ast, eru breytingamar ekki orðr.ar nægilega miklar til þess, að almenningur hafí sjálfur fmmkvæði að jafn róttækum aðgerðum og námsmenn hafa gripið til og vakið hafa heims- athygli. I fyrsta lagi hafa námsmenn haft í frammi ögranir við lög- regluna. Þeir hafa farið í mótmælagöngur í trássi við opinber fyrirmæli. í öðru lagi hafa stúdentar tekist á við op- inbera málsvara stjómvalda með árásum á forystugreinar í dagblöðum, stjómarmálgögn- um, og þá sérstaklega á Dagbiaðið íPeking. „Dagblaðið birtir fullt af lygum,“ sagði einn námsmanna við Reuter-frétta- stofuna og bætti við: „Allur leiðarinn er uppfullur af lygum utan ein lína. Þar segir að maður eigi ekki að óttast sann- leikann." Unnt er að velta lengi vöng- um yfír því, hvað valdi umbrot- unum í Kína og hvert þau leiði. Þær vangaveltur em þó byggð- ar á sandi vegna þeirrar miklu leyndar, sem enn ríkir í Kína. Á þessu stigi nægir að staldra við þá staðreynd eina, að til okkar berast þær fréttir og myndir, sem menn hafa getað séð á síðum Morgunblaðsins. Hvemig yrði okkur við, ef ein- hver sambærileg tíðindi bærust frá Sovétríkjunum? Ekki em mörg ár síðan stjómkerfí þess- ara tveggja kommúnistaríkja var sambærilegt að því leyti, að í báðum réð leyndarhyggja og hrein fátæktarstefna í efna- hagsmálum. Nú geta frétta- menn breska útvarpsins, BBC, staðið á Torgi hins himneska friðar í Peking og talað við kínverska námsmenn á ensku og sent skoðanir þeirra hindr- unarlaust til heimsins alls. Hvenær fá þeir leyfí til slíkrar starfsemi á Rauða torginu í Moskvu? Og í Kína hefur mark- aðsöflunum verið leyft að draga úr fátækt og örbirgð. Ekkert sambærilegt er að gerast í sov- ésku efnahagslífí. í október síðastliðnum vom tíu ár liðin frá því að menning- arbyltingunni svonefndu lauk í Kína. Á tímum byltingarinnar ?gengu námsmenn um að skipun stjómvalda og kröfðust skilyrð- islausrar hlýðni við kenningu Maós. Á árinu 1978 ákváðu kínversk stjómvöld undir for- ystu Dengs Xiaoping, að tekin skyldi upp ný efnahagsstefna og stefnt að opnu þjóðfélagi. Síðastliðið sumar var formlega ákveðið, að setning, sem höfð er eftir Maó og varð stefnuat- riði kínverskra kommúnista 1956: „Látum hundrað blóm blómstra og hundrað skoðanir keppa“ ætti ekki einungis við um vísindi heldur einnig stjóm- mál. Nú er það yfírlýst stefna stjómvalda í Peking, að al- menningi sé ekki aðeins heimilt að ræða um stjómmál heldur er fólk hvatt til að láta í ljós eigin skoðanir á þeim. Efnahagsstefna Dengs er umdeild meðal þeirra, sem stjóma Kína. Þeir em vafalaust margir, sem vilja hverfa til gamla tímans. Innleiðing skoð- anafrelsis er ekki síður um- deild. Svo virðist, að þeir, sem vilja, að blómin fái að blómstra, standi að baki kinverskum námsmönnum og hvetji þá til dáða. Niðurstaða umbrotanna í Kína er alls ekki gefín, hvorki í efnahagsmálum né að því er þróunina til lýðræðis varðar. En Kínveijar em ekki hræddir við að leyfa umheiminum að fylgjast með umbrotunum. Þjóðviljinn og Afganistan Iforystugrein Þjóðviljans á föstudag er rætt um horfur í Afganistan eftir för Eduards Shevardnadze, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, til lands- ins. Gefur Þjóðviljinn sér það, að mark eigi að taka á yfírlýs- ingum sovéskra ráðamanna og leppa þeirra í Kabúl um vopna- hlé og friðarvilja. Blaðið telur á hinn bóginn, að Kínverjar og Vestur-Evrópumenn þurfí að láta að sér kveða til að „sæmi- legar friðaraðgerðir" komi til sögunnar í Afganistan. Og hvað er „sæmilegt" að mati Þjóðviljans? í forystugrein mál- gagns Alþýðubandalagsins segir: „að í Kabúl sæti stjóm sem gætti hlutleysis en væri um leið vinsamleg Sovétrílqun- um.“ í „þjóðfrelsi" Alþýðubanda- lagsins og Þjóðviljans felst, að ríkisstjómir skuli vera „vin- samlegar Sovétríkjunum". Það er ekki frelsi Afgana, sem Þjóð- viljinn ber fyrir bijósti heldur hagsmunir Sovétríkjanna. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 10. janúar Það var athyglisvert að hlusta á samtal við Rob- ert McNamara, fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í CNN- sjónvarpsstöðinni bandarísku sem var hvað atkvæðamest á topp- fundinum í Reykjavík. Samtalið átti sér stað vegna bókar sem McNamara hefur skrifað og heitir Blundering into Disaster. I þessu samtali kom Reykjavík mjög við sögu og stórveldafundurinn þar. McNam- ara kvaðst þess fullviss að ástandið í heimsmálunum hefði batnað verulega á sl. ári. Það hefði verið áberandi að forystu- maður Sovétríkjanna hefði talað með öðrum hætti en menn ættu að venjast úr þeirri átt. Gömlu vígorðin hefðu verið sett til hliðar. Þessi fyrrum vamarmálaráð- herra og því fyrirrennari Weinbergers sagði að Reagan-stjómin hefði fylgt sterkri utanríkisstefnu og virtist lýsa yfir stuðn- ingi við þann þátt í stjómarathöfnum forsetans. McNamara hefur mikla þekk- ingu á alþjóðamálum og vakið athygli á hungri og fátækt í þriðja heiminum á und- anfömum árum, því að hann settist svo sannarlega ekki í helgan stein, þegar hann hætti afskiptum af stjórnmálum, heldur einbeitti hann sér að efnahags- og al- þjóðamálum eins og kunnugt er. McNamara sagðist hafa trú á því að Reagan mundi halda áfram sterkri ut- anríkisstefnu, ef hann fengi frið til. Hann gerði ekki alltof mikið úr írans-hneyksl- inu, en sagði að það sýndi að óvanir menn hefðu verið að vasast í því sem þeir kynnu ekki og hneykslið stafaði m.a. af því að vanir stjómarerindrekar með mikla reynslu hefðu ekki verið kallaðir til. Utanríkismál væm viðkvæm og það væri of mikið af því að óvanir menn fjölluðu um þau með ýmsum hætti. Allir þræðir ættu að liggja um utanríkis- og vamarmálaráðuneytið, en það hefði augsýnilega ekki verið í þessu tilfelli. Schultz og Weinberger hefðu verið utangátta og þeirra menn. Áður hafði Donald Regan verið yfír- heyrður fyrir nefnd þingsins sem fjallar um málið og svo er að skilja að hann hafí ekki vitað um atburðarás í þessu vopna- sölumáli. Hann kemur afarvel fyrir. Regan er starfsmannastjóri Hvíta hússins og því er haldið fram í fjölmiðlum, að Nancy Reagan, eiginkona forsetans sem fjölmiðl- ar telja áhrifamesta ráðgjafa hans, vilji að Regan hverfí úr embætti, en aðspurður blæs hann á allt slíkt. Regan var með Reagan í Reykjavík. Hann hafði verið hér áður, það var í stríðinu eins og kom fram í samtali sem Agnes Bragadóttir átti við hann fyrir Morgunblaðið í Washington eftir toppfundinn. Framburður Regans fyrir þingnefndinni virðist falla í sama farveg og það sem McNamara sagði, þ.e. að þeir sem helzt hefðu átt að fylgjast með framvindu hefðu verið utan gátta. Samt eru margir sem telja að forsetinn sjálfur hafí vitað meira en komið hefur fram, en engar heimildir eru þó fyrir því. Helzt er að sjá eins og þama hafí orðið eitthvert tjáskiptaslys á æðstu stöðum og þykir ekki gott þegar forsetaembætti Bandaríkjanna er annars vegar. Þess var beðið með óþreyju að Casey, yfírmaður bandarísku leyniþjónustunnar CLA, kæmi fyrir þingnefndina, en í stað þess var farið með hann í sjúkrahús í höf- uðborginni og tekið úr honum heilaæxli. Hann hafði fengið aðsvif. Shultz og Weinberger hafa augsýnilega frétt af vopnasölunni eins og hveijir aðrir blaðalesendur, annað hefur a.m.k. ekki komið fram, og Shultz hefur nánast hreins- að sig af öllu vitorði. En svona framkoma við utanríkis- og vamarmálaráðherra landsins hefur einmitt verið meinið, að dómi McNamara. Reykjavík enn í sviðsljósinu Eins og fyrr getur kom Reykjavík mjög við sögu í samtalinu við McNamara. Hann sagði að forsetinn hefði ekki verið nægi- lega vel undirbúinn undir þennan fund, enda sagði hann sjálfur: Við erum komnir á kaf í samninga, en það var ekki ætlun- in. Þetta undirbúningsleysi hefði komið fram undir lokin, einnig hjá aðstoðarmönn- um forsetans. McNamara sagðist vera sammála þeim tillögum eða áætlunum sem rætt hefði verið um í Reykjavík og ekki væri hægt að halda viðræðum áfram án þess að byggja á toppfundinum í Reykjavík. Þar hefðu línumar verið lagðar, hvað sem segja mætti um fundinn að öðm leyti. Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér á einum stað viðhorfin sem fram komu í Reykjavík skal bent á nýútkomna bók blaðamanns Morg- unblaðsins, Guðmundar Magnússonar, Leiðtogafundurinn í Reykjavík, en þar em helztu atriði hans tíunduð í hnotskum. Þar segir: „Hvað gerðist í raun og vem á fundi Reagans og Gorbachevs í Höfða? í fæstum orðum sagt gerðust þar óvæntari og sögu- legri atburðir en nokkur átti von á þegar til fundarins var boðað. Bandaríkjamenn komu til fundarins í von um að geta lagt gmndvöll að samkomulagi um vemlega fækkun meðaldrægra kjamorkueldflauga í Evrópu og Asíu og takmörkun á tilraun- um með kjamorkuvopn. Þeir vonuðust líka eftir því að ákvörðun yrði tekin um dag- setningu næsta fundar Reagans og Gorbachevs í Washington, þar sem unnt yrði að ganga formlega frá slíku samkomu- lagi. Sovétmenn virðast hafa komið til fundarins með það eitt í huga að stöðva geimvamaáætlun Bandaríkjastjómar. Til að ná því markmiði virðast þeir hafa verið reiðubúnir að kasta öllum eða nær öllum kjamorkuvopnum fyrir róða. Og Banda- ríkjamenn reyndust fúsir að útrýma megninu af eigin kjamorkuvopnum, ef þeir fengju að halda áfram rannsóknum og tilraunum með geimvamir. í Höfða tókst samkomulag — sem aldrei var þó undirritað og er því ekki í gildi — um að útrýma öllum meðaldrægum kjamorkueld- flaugum í Evrópu, þ.e. SS-20 flaugum Sovétmanna og stýri- og Pershingflaugum Bandaríkjamanna. Fyrir fundinn höfðu samningamenn stórveldanna í Genf orðið ásáttir um að fækka þessum vopnum svo að hvor aðili hefði flaugar sem geta borið 100 lqamorkusprengjur eða kjamaodda. Niðurstaðan varð hins vegar í samræmi við tillögu sem Reagan forseti setti fram fyrir nokkmm ámm, þegar harðast var deilt um kjamorkuvopn í Evrópu og svo- kallaðar friðarhreyfíngar létu hvað mest til sín taka. í annan stað tókst um það samkomulag í Höfða, að í Asíu gætu Sov- étmenn haft eldflaugar er bæm 100 kjamaodda og Bandaríkjamenn sama §ölda á heimaslóðum. Þama er um að ræða vemlega fækkun, því nú em kjama- oddar Sovétmanna í Asíu 513. í þriðja lagi féll Gorbachev frá kröfu sinni um tafarlausa stöðvun allra kjam- orkuvopnatilrauna. Hann féllst á tillögu Reagans um að fækka í staðinn slíkum tilraunum og draga úr umfangi þeirra, en samkomulagsdrögin gera ráð fyrir því að stefnt skuli að því að hætta þeim með öllu síðar. Um þessi þijú atriði hefði verið hægt að gefa út sameiginlega yfírlýsingu að loknum fundinum í Höfða og undirrita samninga um þau í Washington síðar á árinu. Bandaríkjamenn virðast hafa verið reiðubúnir til þess, en það vom Sovétmenn ekki. Þessi afstaða hefur komið mörgum á óvart vegna þess að Sovétstjómin hafði látið í það skína að áfangasamningar væm mögulegir. Á Reykjavíkurfundinum setti Gorbachev hins vegar sem úrslitaskil- yrði fyrir samkomulagi um þessi atriði að það væri tengt fækkun langdrægra kjam- orkueldflauga og verulegum takmörkun- um á geimvamarrannsóknum Bandaríkja- manna. Bandaríkjamenn sættu sig hins vegar ekki við að marka rannsóknum á geimvömum þann þrönga bás sem Sovét- menn kröfðust og á því atriði strandaði samkomulag í Höfða á síðdegisfundinum óvænta 12. október. Þegar fundinum í Höfða lauk var einnig óleystur ágreiningur um framtíð skamm- drægra kjamorkueldflauga í Evrópu. Tillaga Gorbachevs var að þeim yrði ekki fjölgað frá því sem nú er, en það hefði í för með sér yfírburði Sovétríkjanna á þessu sviði. Það var þess vegna ekki að ástæðu- lausu að Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, sendi Reagan bréf nokkmm dögum fyrir Reykjavíkurfundinn og benti honum á þá stöðu sem yfírburðir Sovét- manna á þessu sviði sköpuðu í Evrópu. Tillaga Bandaríkjamanna í Höfða var um jafnræði á þessu sviði, þ.e. að fjöldi skammdrægra eldflauga hjá báðum aðilum skyldi miðast við núverandi fjölda sovésku flauganna. Um þetta náðist ekki sam- komulag. í viðræðunum um langdrægar eldflaug- ar og geimvamir þokaðist í samkomulags- átt um veigamikil atriði. Báðir aðilar féllust á að fækka kjamorkusprengjum í hinum langdræga herafla sínum (langdrægum eldflaugum á landi og í kafbátum og sprengjum og meðaldrægum eldflaugum í flugvélum) um helming á næstu fímm árum. Samstaða var einnig um að virða samninginn um gagneldflaugar (ABM) frá 1972 í tíu ár, en að þeim tíma liðnum mætti segja honum upp með sex mánaða fyrirvara. í Genfarviðræðunum höfðu Bandaríkjamenn fallist á að virða samning- inn í sjö og hálft ár en Sovétmenn gert kröfu um að virða hann í fímmtán ár, eins og vikið var að hér að framan, svo þama komu Reagan og Gorbachev hvor til móts við hinn. Með því að virða ABM-samning- inn getur hvorugur aðili sett upp gagneld- flaugakerfi í geimnum á gildistíma samningsins. Öll þessi samkomulagsdrög hvíldu að mati Gorbachevs á því hvert yrði leyfílegt umfang geimvamarrannsókna á næstu tíu árum. Krafa Gorbachevs var að rannsókn- ir og tilraunir yrðu alfarið bundnar við rannsóknarstofur. í því skyni vildi hann setja nýtt ákvæði í ABM-samninginn sem kvæði upp úr um þetta, en í samningnum nú er ekkert sem bannar tilraunir utan rannsóknarstofu. Gorbachev kvað þetta vera gert til að „styrkja" samninginn, en Reagan og ráðgjafar hans töldu þetta „rót- tæka breytingu" á samningnum sem myndi leiða til þess að geimvamaáætlunin væri í rauninni úr sögunni. Gorbachev benti á að sú staða blasti við að langdrægum kjamorkueldflaugum Sovétríkjanna hefði verið fækkað um helm- ing og í kjölfarið hefðu Bandaríkjamenn komið sér upp geimvamakerfí sem drægi mjög úr áhriftim þeirra sovésku eldflauga sem eftir væm. I rauninni þyrftu Sovét- menn að ijölga langdrægum kjamorku- flaugum sínum við þessar aðstæður en ekki fækka þeim. Svar Reagans var: Við skulum þá semja um það að eyða öllum langdrægum eldflaugum á næstu fímm ámm eftir að helmingnum hefur verið eytt. Gorbachev féllst á tillöguna og kvaðst síðan vilja enn lengra á seinna tímabilinu. Hann sagðist vilja eyða öllum langdræga kjamorkuheraflanum, en ekki bara eld- flaugunum. Heimildum ber ekki saman um það, hvort Reagan hafði samþykkt þetta, en Sovétmenn fullyrða að hann hafí gert það. Þegar að þessum púnkti var komið var það spuming Gorbachevs og ráðgjafa hans, hvað Bandaríkjamenn ætluðust fyrir með geimvamakerfí eftir að öllum lang- drægum flaugum hefði verið útrýmt. Þeir sögðu að ónauðsynlegt væri að veijast því sem ekki væri til. Svar Reagans var að Bandaríkjamenn yrðu að hafa tryggingu gegn brotum á samkomulaginu og hugsan- legri árás þriðja aðila, sem kæmi sér upp kjamorkuvopnum. „Ég hef heitið bandarísku þjóðinni því að afsala okkur ekki geimvamaráætlun- inni,“ sagði Reagan við Gorbachev. „Fyrir alla muni, reyndu ekki að fá migtil þess.“ McNamara taldi það galla á gjöf Njarð- ar að Reagan skyldi ekki hafa getað ráðfært sig við bandalagsþjóðimar í NATO og hefði það háð honum á fundinum. Slík ráðfærsla væri nauðsynleg. En nú lægju málin fyrir og alls ekki annars að vænta en áframhaldandi bata í samskiptum stór- veldanna á þessu ári. Undirstaðan væri Rekkjavik. Það er dálítið skemmtilegt að heyra bandaríska stjómmálamenn og fréttamenn tönnlast á þessu orði Rekkjavik eins og mm mm rfJ\ fVl , m Morgunbladið/RAX. ekkert sé. Robert McNamara talaði um Rekkjavik eins og hann hefði búið þar frá blautu bamsbeini. Líklega verður Reykjavíkur-fundurinn langlífari og minnisstæðari í Bandaríkjunum og víðar en bréfritari taldi fyrir nokkm. Krókur móti bragði Þetta sama kvöld var langur þáttur um afvopnunarmál á annarri sjónvarpsstöð. Þar talaði m.a. Paul Wamke, sendiherra, aðalsamningamaður Bandaríkjanna í SALT II-viðræðunum á vegum samtak- anna Womans National Democratic Club, en þessi dagskrá var flutt undir titlinum Arms Control and Reykjavík og var hádeg- isverðarfundur í Washington. Sendiherr- ann nefndi einnig Reykjavík nokkrum sinnum og er athyglisvert að Bandaríkja- menn segja aidrei Rekkjavik Iceland, heldur nægir borgamafnið eitt. Það segir sína sögu. Sendiherrann kvaðst ekki halda að af- staða stjómarandstöðunnar brezku hefði nein áhrif á viðræður risaveldanna um afvopnunarmál, þær væm milli þeirra tveggja. Hann var spurður, hvort hann væri sammála því sem Fulbright hefði sagt, að allar slíkar viðræður byggðust á gagnkvæmu trausti, annars yrði ekkert samkomulag, og kvaðst hann taka það nærri sér að þurfa að vera ósammála þess- um fyrrverandi öldungadeildarþingmanni. Hann væri þeirrar skoðunar að engum væri treystandi fyrir neinu nema hagsmun- um sínum! Hann hefði verið lögfræðingur í Washington í 38 ár „og ég held ég treysti engum", sagði Wamke af sannfæringu og brosti. Það em einfaldlega hagsmunir Sov- étríkjanna að ekki komi til kjamorkustyij- aldar og meðan svo er ætti að vera hægt að treysta þeim, svo langt sem þessir hags- munir næðu. Sendiherrann sagði að það væri ekki aðalatriðið hve mikið kjamorku- oddum eða -flaugum væri fækkað, það sem skipti máli væri, að þau vopn sem eftir stæðu kæmu í veg fyrir að þau yrðu not- uð. Það væri aðalatriðið. Aðspurður sagði sendiherrann að lokum, að geimvamaráætlun Reagans væri ekki efnahagsstyijöld við Sovétríkin, því að ekki væri ólíklegt að Rússar fyndu tiltölu- lega ódýrt svar við henni, eins og Gor- basjov gaf raunar í skyn þegar hann svaraði spumingu Guðna Bragasonar á blaðamannafundinum í Háskólabíói. Geim- stöðvar væm vamarlitlar og hægt að granda þeim. Þótt ekki kæmust nema 10% eldflauga gegnum vamarkerfíð væri það nægilegt til að ógna Bandaríkjunum. Rúss- ar gætu einfaldlega íjölgað eldflaugum sínum og kjamaoddum. Það væri raun- hæfara að spyija, hvort Bandarlkin héldu út að eyða trilljón milljónum dollara í stjömustríðsáætlun, á sama tíma og þeir þyrftu að veija miklu Qármagni í önnur atriði landvama, s.s. flugmóðurskip. Síðar þetta sama kvöld talaði Sigmund Cohen, sem stjómar upplýsingadeildinni í Washington um afvopnunarmál, og Qallaði einnig um fundinn í Reykjavík öðrum þræði. Hann sagði að Rússum hefði orðið ágengt í Reykjavík vegna þess þeim hefði tekizt að draga athyglina frá mannrétt- indamálum, þar sem þeir stæðu illa að vígi og að afvopnunarmálunum, en þar ættu þeir betra tafl. Hann sagði að eftir- lit með afvopnun kæmi ekki eitt sér í veg fyrir styijöld og afvopnunarsáttmáli væri því miður ekki heldur trygging fyrir friði í heiminum. Rússar vissu að Bandaríkja- menn væm óþolinmóðir, ekki sízt frétta- menn, en sjálfír hefðu þeir nægan tíma sem þeir hygðust m.a. nota til að sundra samstarfí vestrænna þjóða. Hann sagði að Rússar bæru sjálfír ábyrgð á því, að SALT II hefði ekki verið samþykkt með 2/s atkvæðum á Bandaríkjaþingi, því að þeir hefðu gert innrás í Afganistan þegar samþykkja átti sáttmálann og hann því saltaður. Wamke sendiherra hafði áður sagt að stjómmálamenn hefðu ekki treyst kjósend- um fyrir því að leggja blessun sína yfir samkomulagið eins og á stóð. Var að heyra sem hann harmaði það og teldi þennan j ótta merki um vanmátt og ístöðuleysi. Cohen nefndi nokkur atriði SALT II og virtist telja að ekki væru allir á einu máli um það hver væru aðalatriði sáttmálans, sumir segðu að með honum hefði verið sett þak á fjölda kjamorkuflauga, ef svo mætti segja, aðrir að helztu tíðindi hans hefðu verið þau, að með honum hefði m.a. verið lagt blátt bann við því að framleiða nýjar tegundir eldflauga eins og MX og SST 24. Framburður Reg- ansfyrirþing- nefndinni virðist falla í sama far- vegogþað sem McNamara sagði, þ.e. að þeir sem helzt hefðu átt að fylgjast með framvindu hefðu verið utan gátta. Samt eru margir sem telja að for- setinn sjálfur hafi vitað meira en komið hefur fram, en engar heimildir eru þó fyrir því. Helzt er að sjá eins og þarna hafi orðið eitthvert tjá- skiptaslys á æðstu stöðum og þykir ekki gott þegar försetaembætti Bandaríkjanna er annars vegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.