Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 31 Reagan að máli skömmu eftir að Daniloff var sleppt gæti Gorbachev skapað hagstæðar forsendur fyrir för sinni til Washington. Hann hefði getað komið þangað í góðu and- rúmslofti. Málum var ekki þannig háttað. Daniloff-málið var ekki ástæðan fyrir tillögu Gorbachevs. I sjónvarpsávarpi til sovésku þjóðarinnar eftir Reykjavíkurfund- inn lýsti Gorbachev undirbúningi hans með þeim orðum, að sovéska forystan hefði unnið mikið starf og sagði: „í því starfi tóku þátt, auk stjórnmálaráðsins og ritara mið- stjómar, utanríkisráðuneytið og vamarmálaráðuneytið, önnur ráðu- neyti, fulltrúar vísinda, hemaðar- sérfræðingar og sérfræðingar á ýmsum iðnaðarsviðum. Sú afstaða sem við mótuðum fyrir fundinn í Reykjavík var árangur af víðtækum og mörgum viðræðum við vini okk- ar, við forystumenn í hinu sósíalíska samfélagi." So/étmenn vildu, að rædd yrðu grundvallaratriði á fund- inum. Framgangur á fundinum Þegar til fundarins kom reyndust Sovétmenn samvinnufúsir. Þeir samþykktu margt, sem þeir höfðu áður verið andvígir. Sergey Akhr- omeyev, marskálkur og forseti sovéska herráðsins, gegndi mikil- vægu hlutverki í viðræðunum um afvopnunarmál og reyndist fús til að samþykkja raunsæjar tillögur. Það miðaði verulega í viðræðunum um fækkun langdrægra eldflauga og brottflutning neðaldrægra eld- flauga frá Evrópu. En þegar kom að því að ræða um eftirlit með gerð- um samningum svöruðu Sovétmenn almennum orðum og vildu ekki, að neitt yrði fest á blað. í upphafí ríkti mikil bjartsýni á fundinum og allt fram á síðustu stundu. Bandaríkjamenn urðu alls ekki varir við, að geimvamimar þvældust neitt fyrir viðmælendum þeirra. Það var ekki fyrr en á loka- fundinum, sem Gorbachev sagði, að framgangur allra mála væri undir því kominn, að Bandaríkja- menn settu óaðgengilegar skorður við rannsóknum vegna geimvam- anna. Þetta kom Bandaríkjamönnum á óvart. Þeim varð ljóst, að eitthvað óvænt hafði gerst, sem olli því, að Sovétmenn sneru við blaðinu. Þeir áttu erfitt með að skilja ástæðuna. Geimvarnir eru mikilvægar í augum Sovétmanna. Þeir eru ekki komnir eins langt í tæknilegri úrvinnslu og Bandaríkjamenn. Þeir þurfa að brúa bil til að ná æskilegri stöðu að eigin mati. Sovétmenn hafa kom- ið sér upp eigin gagneldflaugakerfi. Þeir hafa í 20 ár unnið að því að hanna slíkt kerfí. Bandaríkjamenn fóru síðar af stað en Sovétmenn. Nú vilja sovésk stjómvöld tefja fýr- ir Bandaríkjamönnum. Óbeit Sovétmanna á hervæðingu í geimn- um er ekki unnt að taka alvarlega. Þeir urðu fyrstir til að senda vígtól út í geiminn árið 1957. Sovétmenn vilja semja um tak- mörkun vígbúnaðar, af því þeir vita, að það er á þeirra valdi að virða eða brjóta slíka samninga. Leyndar- hyggjan ræður ríkjum í Sovétríkj- unum. Þar kemst aldrei upp um mál eins og það, sem Bandaríkja- stjóm glímir nú við vegna vopnasölu til írans. Það verða aldrei sambæri- leg stjómmálahneyksli í Sovétríkj- unum. Þjóðfrelsishermenn og hryðjuverkamenn um heim allan nota sovésk vopn — sovéskir kal- ashnikov-rifflar gætu verið í skjald- armerki hryðjuverkamanna um heim allan. í fijálsum löndum er sagt frá öllu, sem ríkisstjórnir gera. Þess vegna er engin þörf á sérstöku eftir- liti þar með þvi, hvort þær standa við gerða samninga. I jafnstóru landi og Sovétríkjunum er nauðsyn- legt að halda uppi eftirliti með fjölda langdrægra eldflauga. Frá þvi var sagt í blaðinu Isvestíu, að tíðinda- maður blaðsins fór og hitti starfs- Á grafhýsi Leníns 1. maí 1985. Gorbachev stendur næstur herforingjunum en annar frá hægri á myndinni er Yegor Ligachev, annar ritari flokksins. Lengst til hægri á myndinni er Gaidar Aliyev, aðstoðarforsætisráðherra, sem stóð að því með Ligachev að láta handtaka Nicholas Daniloff. menn í eldflaugastöð. Hann lýsir komu sinni þangað og segist fýrst hafa spurt, hvar eldflaugamar væm. Var honum þá sagt, að hann stæði ofan á skotpalli, sem var fal- inn neðanjarðar. Sovétmenn líta á afvopnunar- samninga sem tæki til að skapa sér þá stöðu að ná undirtökunum gagn- vart andstæðingum sínum. Þeir ætla ekki að virða þá frekar en þeim hentar. Þannig em samningar af þessu tagi lykilatriði í mati þeirra á eigin styrkleika á vettvangi al- þjóðastjómmála. í Reykjavík sögðu Sovétmenn, að Reagan yrði að líta á tillögumar í heild og setja skorður við rann- sóknum vegna geimvama. Vom þeir svo bamalegir að halda, að hann myndi sætta sig við þá niður- stöðu? Nei, þeir vildu, að ftmdurinn yrði árangurslaus. Hvað býr að baki þessari ákvörðun? Hér em fjór- ar forsendur, sem má nota við mat á afstöðu Sovétmanna: 1. Þeir vildu ekki skapa gott andrúmsloft. 2. Þeir beittu Reagan ekki nein- um þrýstingi. 3. Þeir vildu geta dregið upp þá mynd, að Reagan hefði komið í veg fyrir samkomulag. 4. Gorbachev náði engu fram á fundinum. Honum mistókst. Þegar litið er á þessi fjögur at- riði og þróun mála frá lyktum fundarins er erfítt að komast að rökfastri niðurstöðu. Helsta álykt- unin, sem unnt er að draga, er sú, að framkoma Sovétmanna hafí ver- ið órökrétt. Sovétmenn virtust vilja skapa gott andrúmsloft, þar til dró að lykt- um fundarins. Þeir settu Reagan enga afarkosti fyrr en samkomulag virtist í nánd. Þeir hafa ekki lagt sig sérstaklega fram um að sverta Reagan eftir fundinn. Gorbachev reyndi það að vísu á blaðamanna- fundi sínum í Reykjavík. En fáein- um dögum síðar, þegar Viktor Karpov, formaður samninganefnd- ar þeirra í Genf, kom til Bonn, varð ljóst, að ekki var um samræmda stefnu að þessu leyti að ræða. Þá er ljóst, að Gorbachev náði ekki til- gangi sínum. Hinn mikli undirbún- ingur Sovétmanna undir fundinn bar ekki árangur. Aðalritari, sem er eigin utanríkisráðherra, þarf að ná árangri á alþjóðavettvangi til að sanna eigið ágæti. Hann hefur nú hitt forseta Bandaríkjanna tvisv- ar sinnum án árangurs. Þegar þessi íj'ögur atriði eru metin verður niðurstaðan sú, að framkoma Sovétmanna sé ekki rök- rétt. Framganga Gorbachevs á fundinum gefur hins vegar til kynna baráttu meðal manna í sovésku for- ystunni. Gorbachev ræður ekki einn ferðinni, hvorki í utanríkismálum né á öðrum sviðum. Stjómmála- maður, sem lendir í sömu aðstöðu og hann, á í vandræðum. Ómarkviss utan- ríkisstefna Eftir að Michael Voslensky hefur dregið þræði Reykjavíkurfundarins saman með þessum hætti segir hann: Ég hef aldrei áður séð slíka órökvísi í framkvæmd sovéskrar utanríkisstefnu. Hér er ekki um samræmda áætlun að ræða; sovésk utanríkisstefna er ómarkviss. Hún byggist ekki lengur á samræmdri áætlanagerð og síðan fastmótaðri stefnu. Hún líkist stefnumótun í lýðræðisríki. Voslensky telur, að stjómmála- ráðið hafí komið saman til fundar, á meðan þeir Gorbachev og Reagan ræddu saman í Höfða. Þar hafí Ligachev, formaður utanríkismála- nefndar flokksins, sett fram tillögu, sem hlaut samþykki og Gorbachev varð að hlýða. Hann telur, að Lig- achev og félagar hans taki ekki ákvarðanir um mál af þessu tagi á grundvelli efnisþátta í umræðunum um takmörkum vígbúnaðar. Þeir líti á valdahlutföllin í stjómmálaráð- Fáir, sem eru á þessari mynd með Mikhail Gorbachev (önnur -*m röð yst til hægri) frá því 28. desember 1983, eru enn virkir í forystu Sovétrikjanna. Gromyko, fremstur til vinstri, er orðinn forseti, Gorbachev skipar sæti Chernenkos, aðalritara, Tikhonov (neðst til hægri) er hættur sem forsætisráðherra, Romanov (önnur röð til vinstri) hefur verið sparkað, Grishin (i miðið i annarri röð) er ekki lengur i stjórnmálaráðinu, Anatoly Dobrynin hefur tekið við af Ponomarev (þriðja röð til vinstri), Kunayev (þriðja röð í miðið) flokksleiðtoga i Kashakztan var sparkaðá dögunum, en Solomentsev (þriðja röð til hægri) situr enn í stjórnmálaráðinu. inu; hefði Gorbachev náð söguleg- um árangri í viðræðum sínum við Reagan hefði það styrkt hann inn á við og út á við. Fyrir Ligachev og félögum hans hafí vakað, að Gorbachev næði ekki árangri, þeir vissu, að Reagan féllist aldrei á stöðvun rannsókna vegna geim- vama. Stjómmálaráðið skipaði Gorbachev að setja Reagan óað- gengileg skilyrði. Gorbachev vildi geta skrifað und- ir eitthvað í Reykjavík. Hann kom ekki til fundarins til að ganga það- an út tómhentur. Hann vildi ekki, að geimvamimar yrðu gerðar að úrslitaatriði. Hann dró umræður á langinn, þegar hann vissi, að hann yrði að slíta þeim án árangurs. Hann taldi það geta bætt stöðu sína. Andstæðingar hans í stjómmála- ráðinu náðu sínu fram í utanríkis- málum. Frá því Gorbachev tók við völdum hafa verið gerðar léttvægar breyt- ingar í efnahags- og atvinnumálum innan Sovétríkjanna. Lenín gerði róttækar breytingar á þriðja ára- tugnum, sem Stalín nam úr gildi. Khmchev steig skemmri skref, sem Brezhnev hafði að engu. Hver ný kynslóð ráðamanna reynir fyrir sér með breytingar á þrjátíu ára fresti. En kerfíð hefur þó fljótlega fallið í fyrri farveg. Nomenklátúra þolir ekki breytingar. Það er misskilning- ur, að Gorbachev hafí tögl og hagldir í stjómmálaráðinu. Það hef- ur alltaf tekið aðalritara allnokkum - tíma að ná óskomðu valdi. Við eig- um enn eftir að sjá, hvort Gorbach- ev tekst það. Leiðtogafundurinn í Reykjavík staðfestir það. Af þessum sökum er hann merkilegur. Bj.Bj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.