Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.1987, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 8. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Persaflóastríðið: Þúsundir manna falla í sókn Irana Nicosíu, Kypur, AP. HERSVEITIR írana sóttu á ný yfir Shatt-al Arab-vatnasvæðið í gper. IRNA, hin opinbera fréttastofa írana, sagði að barist væri af hörku og- að írönum hefði tekist að ná landsvæði vestan megin Shatt-al Arab á sitt vald. írakar kváðust hafa hrundið sókninni og fellt þúsundir íranskra hermann Sérfræðingur, sem starfar á veg- um bandaríska varnarmálaráðu- neytisins, sagði í gær að 15.000 íranskir hermenn hefðu fallið í átök- um yfir jólahátíðina. Kvað hann líklegt að íranir hefðu goldið álíka afhroð í sókn þeirra síðustu tvo daga. Ýmislegt þykir benda til þess að írönum gangi nú í fyrsta skipti erfiðlega að fá unga menn til að ganga til liðs við hinar svonefndu Basiij-herdeildir, sem eru jafnan í fylkingarbijósti árásarliðs þeirra. íranir sögðu í gær að hermenn þeirra hefðu fellt eða sært 7.500 íraka og náð nokkrum herstöðvum þeirra vestan Shatt-al Arab á sitt vald. írakar kváðust á hinn bóginn hafa gereytt ijórum herdeildum íranskra byltingarvarða en 10.000 menn eru yfirleitt í hverri deild. Þá skutu írakar flugskeytum á sex íranskar borgir í hefndarskyni við stórskotaliðsárásir írana á borgina Bashra, skammt frá Shatt-al Arab. Fréttir þessar hafa ekki fengist staðfestar þar eð vestrænum frétta- mönnum er að öllu jöfnu ekki leyft að fylgjast með átökum ríkjanna, sem nú hafa staðið í rúm sex ár. Spánn: Verk Picassos send aftur til Frakklands Madnd, Reuter. SPÁNVERJAR hyggjast skila aftur 61 listaverki, sem fengið var að láni frá Frakklandi, til sýningar á listasafni í Madrid. Forstöðu- maður safnsins segir hins vegar að Jacqueline Picasso, ekkja Pablos Picasso, hafi viljað að verkin yrðu framvegis geymd á Spáni. Aurelito Torrente, forstöðumað- ur Nýlistasafnsins í Madrid, segir að Jaqueline Picasso hafi oftlega tjáð honum að hún óskaði þess að verkin yrðu framvegis geymd á Spáni. Að hans sögn hringdi Jacqu- eline í hann kvöldið áður en hún lést og sagði að hún hygðist gefa safninu verkin^ sem voru úr einka- safni hennar. Á meðal j. ei'-ra verka sem nú eru sýnd í Madr u , mörg sem Picasso hafði sérstavar mætur á og vildi ekki fyrir nokkurn mun selja. Talsmaður spænska menningar- málaráðuneytisins segir að hinsta ósk Jacqueline Picasso sé hvergi til skjalfest og því muni verkunum verða skilað aftur til Frakklands. Sýningunni í Madrid lýkur í dag, sunnudag. Rúmlega 200.000 manns hafa séð hana og voru lista- verkin tryggð fyrir rúmar 960 milljónir ísl. kr. Suður-Afríka: Ættbálkar beij- ast í gullnámu Jóhannesarborg, Reuter. ÁTTA MENN létust og 53 særð- ust er átök blossuðu upp í gullnámu í Orange-ríki aðfara- Lestarslys í Svíþjóð Stokkhólmi, AP. EINN maður lét lífið og ellefu slösuðust er farþegalest rakst á eimreið tæpa 40 kflómetra vestur af Sundsvall í gærmorgun. Talið er að stjórntæki skiptispors hafi frosið föst og því hafi járnbraut- irnar lent á sama spori. Annar lestarstjóranna lét lífið í árekstrinum og ellefu farþegar slös- uðust. Farþegalestin var á leið frá Gautaborg til Sundsvall og lenti af einhveijum orsökum á sama spori og eimreiðin. nótt laugardags. Svo virðist sem komið hafi til deilna milli ætt- bálka en á siðasta ári létu hundruð manna lífið í átökum verkamanna í gullnámum Suð- ur-Afríku. Að sögn talsmanns námafélags- ins var allt með kyrrum kjörum í námunni í gær. Spenna var þó í loftinu og voru öryggisverðir við öllu búnir. Stjórnin í Pretoríu bannaði í gær fundahöld á vegum samtaka sem vilja endurskoða námsefni í skólum landsins með tilliti til sögu og menn- ingar hinna svörtu íbúa landsins. Talsmenn samtakanna fullyrða að menntakerfið mismuni blökku- mönnum og hafa hvatt kennara til að fræða skólabörn um sögu kyn- þáttastefnunnar og baráttu blökku- manna gegn henni. Fyrir hálfum mánuði var sett bann við kennslu námsefnis sem ekki hefur hlotið samþykki stjómarinnar. Nicaragua: ^ Morgunbladið/Bára Iviðjum vetrar Akvæði nýrrar stjóm- arskrár gerð ógild Managua, AP. DANIEL Ortega, forseti Nic- aragua, skrifaði á föstudag undir nýja stjórnarskrá. Nokkrum klukkustundum síðar gaf hann út tilskipun um neyðarlög, sem gilda eiga í eitt ár. Þar með hafa mörg ákvæði stjórnarskrárinnar misst vægi sitt. Ortega skrifaði undir neyðarlögin við athöfn, sem mörg þúsund manns sóttu. Þar sagði forsetinn að ekki hefði verið hjá því komist að setja neyðarlögin vegna stefnu Banda- ríkjamanna í málum Nicaragua og einkum og sér f~lagi stuðnings þeirra við skæruliða, sem berjast gegn stjóm sandinista. Gagnrýnendur sögðu’að stjórnar- skráin væri einskis vert skjal, sem nota ætti í áróðursskyni til að tryggja áframhaldandi vinstri stjórn í landinu. Nokkrum klukkustundum eftir að neyðarlögin vom sett sagði í ríkisútvarpinu í Nicaragua að neyð- arlög hefðu verið sett fyrir allt landið og væri það í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar. Við undirritun hennar var neyðarlögun- um, sem sett voru árið 1982, aflétt. Samkvæmt nýju neyðarlögunum hafa menn ekki rétt til að mót- mæla, fara í verkfall eða ferðast um landið að vild. Lögregla getur handtekið fólk án handtökuskipun- ar. Sömu ákvæði vom í gömlu neyðarlögunum. Erick Ramirez, formaður stjóm- arandstöðuflokks kristilegra, sagði að ríkisstjómin hefði enn einu sinni sýnt að hún myndi ekki fara lýðræð- islegar leiðir til að leysa úr vanda- málum Nicaragua. Phyllis Oakley, talsmaður Banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að nýja stjórnarskráin væri einungis gríma alræðisafla í Nic- aragua: „Eins flokks stjórn hefur verið tryggð með lögum og þar með alræði í Nicaragua."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.