Morgunblaðið - 15.01.1987, Page 4

Morgunblaðið - 15.01.1987, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 A vél- hjólum í vor- veðri Borgarbúar sjá ekki oft lög- reglumenn á vélhjólum í um- ferðinni á þessum tíma árs, en nú er færð svo góð að hjólin hafa verið dregin fram úr geymslum sínum. Að sögn lögreglunnar eru hjólin alltaf notuð þegar færð leyfir og nú eru fimm hjól á götunum. Oft- ast eru hjólin ónotuð í janúar vegna hálku og snjóa, en vegna vorveðurs að undanfömu eru götur auðar. Kollegar lögreglumannanna á meg- inlandi Evrópu geta tæpast notað sín hjól núna, því þar er víðast hvar mikill snjór og kuldi. Morgunblaðið/Júlíus Þeir Stefán Guðjónsson, Svavar G. Jónsson og Jónas Þorgeirsson þeysa nú um götur Reykjavíkur á vélhjólum, enda er færð einstak- lega góð miðað við árstíma. VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Skammt noröaustur af Labrador er víðáttumikil 970 millibara djúp lægð sem þokast norðnorðaustur. Milli Færeyja og íslands er 1036 millibara hæð sem þokast austur. SPÁ: Allhvöss sunnan- og suðaustanátt og skúrir um sunnan- og vestanvert landið en hægari sunnan og úrkomulaust í öðrum lands- hlutum. Hiti á bilinu 4 til 6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR og LAUGARDAGUR: Suðlæg átt og fremur hlýtt í veðri. Rigning eða skúrir um sunnan- og vestanvert landið en þurrt og viða léttskýjað á noröur- og norðausturlandi. TAKN: O Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýiað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —[- Skafrenningur |"7 Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri Reykjavfk Bergen Helsinki Jan Mayen Kaupmannah. Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn Algarve Amsterdam Aþena Barcelona Berlín Chicago Glasgow Feneyjar Frankfurt Hamborg Las Palmas London Los Angeles Lúxemborg Madríd Malaga Mallorca Miami Montreal NewYork Parfs Róm Vin Washington J Winnipeg 2 skýjað 3 skýjað -7 lóttskýjað -12 skýjað 2 skýjað -9 alskýjað 7 alskýjað -1 alskýjað -7 alskýjað -10 alskýjað 3 léttskýjað 9 skýjað -12 mlstur vantar 4 skýjað -17 renningur 2 skýjað 0 snjóél 1 rlgnlng -9 mistur -14 þokumóða vantar -3 snjókoma 11 mistur -7 skýjað 0 lóttskýjað 8 léttskýjað S alskýjað 11 léttskýjað -5 alskýjað 1 skýjað -6 |}okumóða 17 skýjað -12 snjókoma 2 alskýjað -7 alskýjað Vertrarhörkur valda verðhruni á fiski VETRARHÖRKURNAR sunnan við okkur hafa talsverð áhrif á sölu á ferskum fiski. Ófærð frá hafnarborgunum Hull og Grims- by hefur komið í veg fyrir ao hægt sé að flytja fiskinn til ann- arra landshluta. Vegna þess hefur verð á fiskinum hrunið þessa dagana, eða úr rúmum 70 krónum niður í 35 krónur fyrir hvert kíló. Verð er hins vegar enn i hærri kantinum í Þýzkal- andi og Frakklandi. Á þriðjudag seldi Ýmir HF 163 lestir í Grimsby. Heildarverð var 7,2 milljónir, meðalverð 44,06 krón- ur. Dagstjaman KE seldi sama dag 150 lestir í Hull. Heildarverð var 7,1 milljón króna, meðalverð 47,39. Otur Hf seldi á þriðjudag 140 lestir í Cuxhaven. Heildarverð var 8,9 milljónir, meðalverð 64,01. Sama dag seldi Klakkur VE 167 lestir í Bremerhaven. Heildarverð var 10,8 milljónir, meðalverð 64,73. A miðvikudag seldi Núpur ÞH 59,3 lestir í Hull. Heildarverð var 2,9 milljónir, meðalverð 48,05. Hjörleifur RE seldi einnig í Hull, 138 lestir. Heildarverð var 6,4 millj- ónir, meðalverð 46,33. Loks seldi Ottó Wathne NS 163 lestir í Grims- by. Heildarverð var 5,8 milljónir, meðalverð 35,76. Breki VE seldi á miðvikudag 215 lestir í Bremer- haven. Heildarverð var 12,3 milljón- ir, meðalverð 57,07. Loks seldi Dalborg EA afla sinn í Boulogne á miðvikudag. Ekki hafa fengizt ná- kvæmar upplýsingar um söluna. Aflinn var að mestu þorskur og ýsa og mun meðalverð hafa verið um 60 krónur. í gær var alveg ófært vegna snjóa frá Grimsby og illfært frá Hull. Þar sem miklum vandkvæðum er bundið að flytja fiskinn til ann- arra landshluta, hefur fískverðið á markaðnum lækkað verulega, en mikill hluti landaðs fisks á þessu svæði fer til annarra landshluta, þegar allt er með felldu. Hótel Mælifell á Sauðárkróki: Greiðslu- stöðvun í þrjá mánuði HÓTEL Mælifell á Sauðárkróki hefur fengið greiðslustöðvun í þijá mánuði vegna tímabundinna erfiðleika í rekstri fyrirtækisins. Greiðslustöðvunin var veitt 29. desember síðastliðinn. Guðmundur Tómasson hótelstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að rekstur hótelsins væri alltaf erf- iður yfir vetrartímann, en ástæðan fyrir því að nú var beðið um greiðslustöðvun væri sú að á síðasta ári var ráðist í framkvæmdir og anddyri og setustofa hótelsins end- urbætt og reksturinn hefði síðan ekki staðið undir kostnaðinum við þetta. Guðmundur sagðist reikna með að málin leystust farsællega fyrir vorið og þá væri hægt að halda áfram endurbótum á húsakynnum hótelsins. Sambandið hættir rekstri Torgsins Verslunardeild Sambandsins hefur í hyggju að hætta rekstri versl- unarinnar Torgsins við Austurstræti í Reykjavík en þar hefur aðallega verið seldur fatnaður. Leigusamningi við eigendur hússins, sem verslunin er í, hefur verið sagt upp frá og með 1. apríl, svo og starfsfólki verslunarinnar, tæplega 20 manns. í samtali við Morgunblaðið sagði unarinnar hefði verið boðið upp á Hjalti Pálsson forstöðumaður versl- unardeildar að rekstur Torgsins hefði ekki gengið vel. Verslunin væri erfið að því leyti að hún er á þremur hæðum og því .þyrfti þar of margt starfsfólkmiöað yið rekst- urinn. ' Hjalti sagði að starfsfólki verel- önnur störf hjá Sambandinu, ef það óskaði. Einnig væri sá möguleiki í athugun að reyna að finna hent- ugra húsnæði fyrir verslun á borð við Torgið, sem aðallega selur fatn- að frá fataverksmiðju Sambandsins á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.