Morgunblaðið - 15.01.1987, Side 17

Morgunblaðið - 15.01.1987, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 17 Um hvalveiðar Eftir Kristján Lilliendahl Áframhald hvalveiða íslendinga og vísindalegt gildi þeirra hefur mjög verið til umræðu. Saga hval- veiða við ísland er sorgleg. Þremur tegundum hefur verið útrýmt og margar aðrar verið ofveiddar. Und- anfarin ár hefur langreyður verið uppistaðan í veiðunum og hafa um 240 dýr verið drepin á hverju ári. Þrátt fyrir aðvaranir var þessum veiðum haldið áfram og rökin voru þau að á meðan okkur tækist að veiða sama fjölda árlega væri allt í lagi. Nú hefur komið í ljós að þetta var ekki rétt. Nýleg áætlun Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir um 160 dýra veiðiþoli stofns- ins. Fylgjendur hvalveiða hafa verið duglegir að koma skoðunum sínum á framfæri en minna hefur heyrst til andstæðinganna þar til að Sea Shepherd lét til skarar skríða. Að- gerðir þeirra eru óveijandi en hinsvegar mátti búast við einhveiju slíku. Hlutur stjórn- málamanna Þrátt fyrir samþykkt Alþingis á hvalveiðibanni Alþjóða hvalveiði- ráðsins hefur sjávarútvegsráðu- neytið unnið gegn vilja Alþingis í þessu máli. Ástæður þess eru aug- ljósar, sem sé að tryggja áfram- haldandi rekstur Hvals hf. Ekki vil ég draga í efa gildi Hvals hf. sem skattgreiðanda og vinnuveitanda. Fyrirtækið virðist vera arðvænlegt sem sést best á því að það treystir sér til að taka út úr rekstrinum 50 milljónir á fjórum árum sem eiga að notast í hvalrannsóknir. Eg held að fá önnur fyrirtæki í landinu gætu þetta. Hversu öflugt og gott fyrirtæki sem Hvalur hf. er breytir það því ekki að Alþingi ákvað að fóma hvalveiðum fyrir hagsmuni sem taldir voru meira virði fyrir þjóðina. Endalaust má ræða um hvort þessi ákvörðun hafi verið rétt, en það er tilgangslaust þar sem hún hefur þegar verið tekin. Lítilsvirð- ing sú sem sjávarútvegsráðuneytið sýnir Alþingi er hinsvegar um- hugsunarefni. Sérstaka athygli vekur framganga sjávarútvegsráð- herra í málinu. Fundið var gat í alþjóða hvalveiðisáttmálanum og vísindamenn fengnir til aðstoðar við að klæða hvalveiðar í visindabún- ing. Flestir sáu í gegnum þessar áætlanir og mótmælum rigndi yfir okkur. Þá hófst áróðursherferð sem átti að skýra málið fyrir þjóðinni. Höfðað var til þjóðrembu og útlend- ingahaturs okkar. Samkvæmt skoðanakönnunum virðist stór hluti þjóðarinnar hafa lagt trúnað á þennan málflutning. Blindan var svo mikil að ýmsir töldu sjávarút- vegsráðherra betri í enskri tungu en bandaríska ráðamenn. Ráðherra þýðir „primarily for local consump- tion“ sem heimild til að flytja hvalkjötið út en flestir aðrir héldu þetta þýða „aðallega til neyslu inn- anlands". Bandaríska stjórnin taldi sig neydda til að setja viðskiptahömlur á íslenskar afurðir ef íslendingar Nýttfélagum þjóðleg fræði Félag áhugafólks um þjóðleg fræði verður stofnað n.k. laugar- dag. Markmið hins nýja félags verður að stuðla að söfnun, varð- veislu og rannsóknum þjóðfræði- efnis hverskonar og æskilegri nýtingu þess í þágu íslenskrar menningar og visinda, eins og segir í tilkynningu frá undirbún- ingsnefnd. Stofnfundurinn verður haldinn í forsal Þjóðminjasafnsins laugar- daginn 17. janúar kl. 17. Kristján Lilliendahl „Kjarni málsins er sið- leysi sjávarútvegsráðu- neytisins og misnotkun vísindanna. Þetta vita allir sem vilja vita en því miður virðist áróður hvalveiðisinna hafa ruglað almenning í ríminu.“ reyndu að sniðganga hvalveiðibann- ið. Afstaða Bandaríkjanna byggðist á þarlendum lögum og stjómvöld þar geta ekki haft fmmkvæði að því að bijóta landslög. Þar verða forsetar jafnt sem aðrir stjóm- málamenn að hlíta lögum eða segja af sér ella. Bandaríkjamenn hafa aldrei haft áhuga á því að lenda í deilum við íslendinga en mæli lög þeirra svo fyrir komast þeir ekki hjá því. Hérlendis var ekki skilning- ur fyrir hendi á þessari erfiðu aðstöðu Bandaríkjanna. Menn vildu bara reka herinn enda ekki vanir því að stjórnvöld teldu sér skylt að hlíta lögum. íslenskir stjómmála- menn virðast álíta að lagasetningar séu einskonar viljayfirlýsingar sem ekki þurfi að taka tillit til nema það henti þeim sjálfum. Málflutningur hvalveiðisinna hefði aldrei hlotið þessar undirtekt- ir hjá þjóðinni ef þeir hefðu ekki verið dyggilega studdir af flestum fjölmiðlum landsins. Hryggilegast- ur var fréttaflutningur sjónvarpsins af málinu og oft fékk maður á til- finninguna að Hvalur hf. ætti sjónvarpið. Umfjöllun þess var nær öll á einn veg þótt fjölmiðlamenn ættu að vita að tvær eða fleiri hlið- ar em á hveiju máli. Vísindaveiðarnar em, ef ekki ólöglegar, þá að minnsta kosti sið- lausar. Þær em slæmt fordæmi. Brasilíumenn, sem hættir vom hval- veiðum, ætla að hefja „vísindaveið- ar“ og Norðmenn og Kóreubúar ætla að halda áfram veiðum undir yfirskini vísindanna? í fiskveiðideil- um okkar höfum við haft vemdar- sjónarmið að leiðarljósi og notið samúðar erlendis. Þeirri samúð er nú stefnt í voða. Hlutur Hafrann- sóknastofnunar Allri rannsóknastarfsemi í landinu er haldið í stöðugu fjár- svelti. Gildir það jafnt um Hafrann- sóknastofnun og aðrar rannsókna- stofnanir. Viðbrögð starfsmanna hennar ber að skoða í þessu ljósi. Sjávarútvegsráðherra lofar þeim 50 milljón krónum og biður þá um að sýna fram á nauðsyn hvalveiða. Auðvitað verða mennirnir við bón ráðherra. Þótt ástæðurnar séu aug- ljósar er það engu að síður sorglegt að sjá vísindi misnotuð á þennan hátt. Hinsvegar hafa lengi verið tengsl á milli Hvals hf. og Hafrann- sóknastofnunar. Stofnunin hefur ætíð stutt hvalveiðar með vísindum og leitt hjá sér gögn sem bent hafa til ofveiði. Með nýjustu áætlun sinni virðist stofnunin þó viðurkenna fyrri mistök en gefur sem fyrr grænt ljós á áframhald veiða. í vísindaáætlun Hafrannsókna- stofnunar mistókst að sýna fram á nauðsyn hvaladráps. Engum dylst sem áætlunina les að veiðamar eru aðalatriðið en ekki rannsóknimar. Að vísu hefur einhver dýralæknir hjá Hval hf., Lambertsen að nafni, áhuga á dauðum hvölum, en ég sé ekki ástæðu til að við veiðum hvali hans vegna. Bæði erlendir og inn- lendir vísindame'nn hafa bent á að veiðamar séu óþarfar. Mikið er til af gögnum sem ekki er búið að vinna úr og tækni nútímans kemur í stað hvaladráps við söfnun upplýs- inga. Rannsóknir á lífríki sjávar eru okkur íslendingum nauðsjmlegar. Menn verða að geta trúað niður- stöðunum en þær má ekki gefa sér fyrirfram. Ef vísindin eiga að vera trúverðug verða þau að standa óháð og mega ekki ganga kaupum og sölum. Hafrannsóknastofnun hefur mikil áhrif á nýtingu okkar á gæð- um hafsins. íslendingar verða að geta treyst því að tillögur stofnun- arinnar byggist á bestu fáanlegu upplýsingum. Þetta traust hefur nú orðið fyrir áfalli vegna hvalamáls- ins. Náttúruvernd Erlend náttúmvemdarsamtök hafa talsvert látið í sér heyra vegna hvalveiða íslendinga. Enda ekki að furða. Hér á landi hefur málflutn- ingur þeirra verið skmmskældur af hvalveiðisinnum og honum ekki verið svarað á málefnalegan hátt. Rökþrot hvalveiðimanna virðast al- gjör og þá er gripið til skítkasts. Heyrst hafa ummæli eins og „gaml- ar kerlingar í teboðum" til að lýsa þessum samtökum. En hvalir em ekki einkaeign okkar íslendinga. Hvalimir veija miklum hluta ævinn- ar á alþjóðlegum hafsvæðum og em þannig sameiginleg auðlind margra þjóða. Sjávarútvegsráðherra hefur sagt okkur Islendinga vera svo mikla náttúmvemdarþjóð að við þörfn- umst ekki leiðbeininga um það efni. Ekki þurfa menn langt að fara til að finna uppblásna mela og rofa- börð og sjá með eigin augum náttúmvernd okkar. Öðm máli gegnir um hafið, kynni einhver að segja, en þar má t.d. benda á að ekki em nema um 20 ár síðan við Islendingar veiddum síðustu torfu vorgotssíldarinnar. Sá stofn hrygndi við Suðvesturland og var sú síld er feitust var að hausti. Hún kemur trúlega aldrei aftur. Náttúmvemdarráð er sá aðili sem leiða ætti umræður í þjóðfélag- inu um náttúmvemd. Þrátt fyrir ýmis mál sem það hefur lýst sig andsnúið getur barátta þess ekki talist þróttmikil. Hvalveiðar okkar em einungis eitt dæmi um stefnu náttúmverndarráðs sem lýsa mætti með orðunum ,já ráðherra“. For- svarsmenn þess virðast hafa sofnað, en allir geta vaknað og vonandi tekur ráðið röggsama afstöðu gegn vísindaveiðum. Sjávarútvegsráðherra hefur í fjölmiðlum haldið því fram að ef við hættum hvalveiðum myndi hvöl- um fjölga og þeir éta nytjafiska okkar út á gaddinn. Á þennan hátt reynir ráðherra að gera hvalina að meindýmm. Vísindalega er enginn fótur fyrir þessari skoðun. í Suður- höfum hefiir ekki orðið vart við meiri fisk þótt hvölum hafí verið nær útrýmt þar. Eða hafa sjómenn hér kannski orðið varir við aukinn afla sem rekja megi til áratuga of- veiði okkar á hvölum? Höfundur er líffræðingur og starfarlýá Líffræðistofnun Há- skólans. AUGLYSING um aðalskoðun bifreiða, bifhjóla og léttra bifhjóla í Hafnarfirði, Garðakaupstað og í Bessastaðahreppi 1987: Skoðun fer fram sem hér segir: Mánud. 19.jan. G 1 til G 300 Þriðjud. 20. jan. G 301 til G 600 Miðvikud. 21.jan. G 601 til G 900 Fimmtud. 22.jan. G 901 til G 1200 Föstud. 23. jan. G 1201 til G 1500 Mánud. 26. jan. G 1501 til G 1800 Þriðjud. 27.jan. G 1801 til G 2100 Miðvikud. 28. jan. G 2Í01 til G 2400 Fimmtud. 29. jan. G 2401 til G 2700 Föstud. 30. jan. G 2701 til G 3000 Mánud. 2. febr. G 3001 til G 3300 Þriðjud. 3. febr. G 3301 til G 3600 Miðvikud. 4. febr. G 3601 til G 3900 Fimmtud. 5. febr. G 3901 til G 4200 Föstud. 6. febr. G 4201 til G 4500 Mánud. 9. febr. G 4501 til G 4800 Þriðjud. 10. febr. G 4801 til G 5100 Miðvikud. 11. febr. G 5101 til G 5400 Fimmtud. 12. febr. G 5401 til G 5700 Föstud. 13.febr. G 5701 til G 6000 Mánud. 16. febr. G 6001 til G 6300 Þriðjud. 16. febr. G 6301 til G 6600 Miðvikud. 18. febr. G 6601 til G 6900 Fimmtud. 19. febr. G 6901 til G 7200 Föstud. 20. febr. G 7201 til G 7500 Mánud. 23. febr. G 7501 til G 7800 Þriðjud. 24. febr. G 7801 til G 8100 Miðvikud. 25. febr. G 8101 til G 8400 Fimmtud. 26. febr. G 8401 til G 8700 Föstud. 27. febr. G 8701 til G 9000 Mánud. 2. marz G 9001 til G 9300 Þriðjud. 3. marz G 9301 til G 9600 Miövikud. 4. marz G 9601 til G 9900 Fimmtud. 5. marz G 9901 til G 10200 Föstud. 6. marz G10201 til G 10500 Mánud. 9. marz G10501 til G 10800 Þriðjud. 10. marz G10801 til G 11100 Miövikud. 11. marz G11101 til G 11400 Fimmtud. 12. marz G11401 til G 11700 Föstud. 13. marz G11701 til G 12000 Mánud. 16. marz G12001 til G 12300 Þriðjud. 17. marz G12301 til G 12600 Miðvikud. 18. marz G12601 til G 12900 Fimmtud. 19. marz G12901 til G 13200 Föstud. 20. marz G13201 til G 13500 Mánud. 23. marz G13501 til G 13800 Þriðjud. 24. marz G13801 til G 14100 Miðvikud. 25. marz G 14101 til G 14400 Fimmtud. 26. marz G14401 til G 14700 Föstud. 27. marz G14701 til G 15000 Mánud. 30. marz G15001 til G 15300 Þriðjud. 31. marz G15301 tiíG 15600 Miðvikud. 1. apr. G15601 til G 15900 Fimmtud. 2. apr. G15901 til G 16200 Föstud. 3. apr. G16201 til G 16500 Mánud. 6. apr. G16501 til G 16800 Þriðjud. 7. apr. G16801 til G 17100 Miðvikud. 8. apr. G17101 til G 17400 Fimmtud. 9. apr. G17401 til G 17700 Föstud. 10. apr. G17701 til G 18000 Mánud. 13. apr. G18001 til G 18300 Þriðjud. 14. apr. G18301 til G 18600 Miðvikud. 15. apr. G18601 til G 18900 Þriðjud. 21.apr. G18901 til G 19200 Miðvikud. 22. apr. G19201 til G 19500 Föstud. 24. apr. G19501 til G 19800 Mánud. 27. apr. G19801 til G 20100 Þriöjud. 28. apr. G20101 til G 20400 Miðvikud. 29. apr. G20401 til G 20700 Fimmtud. 30. apr. G20701 tii G 21000 Mánud. 4. maí G21001 til G 21300 Þriðjud. 5. mai G21301 til G 21600 Miövikud. 6. maí G21601 til G 21900 Fimmtud. 7. mai G21901 til G 22200 Föstud. 8. maí G22201 til G 22500 Mánud. 11. maí G 22501 til G 22800 Þriðjud. 12. maí G22801 til G 23100 Miövikud. 13. maí G23101 til G 23400 Fimmtud. 14. maí G23401 til G 23700 Föstud. 15. maí G23701 og yfir. Skoðun verður við Helluhraun 4, Hafnarfirði, frá kl. 8:00— 12:00 og kl. 13:00—16:00 alla framantalda daga. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðagjöld séu greidd, að vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi og að bifreiðin hafi verið Ijósa- stillt eftir 1. ágúst sl. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma ökutæki sínu til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðalögum og ökutækið tekið úr um- ferð hvar sem til þess næst. Einkabifreiðar sem skráðar hafa verið nýjar á árinu 1985 og síðar eru ekki skoðunarskyldar að þessu sinni. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga afi máli. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði og í Garðakaupstað. Sýslumaðurinn í Kjósasýslu. 13. janúar 1987 Einar Ingimundarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.