Morgunblaðið - 15.01.1987, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987
VÖRUHAPPDRÆTTI
1. fl. 1987
VINNINGA
SKRÁ
Kr. 500.000
26350
Kr. 50.000
65086
Kr. 10.000
1797 10724 21709 27609 35456 47803 55367 64525 68034 71744
3203 18483 22271 28061 35607 48136 60167 66821 69219 72572
8076 20521 23603 30900 36671 52915 60196 67227 69278 72597
9840 20738 25296 32998 40306 53344 61031 67600 69379 73718
19 2164 4209 5758 6793 Kr. 8711 5.000 10528 12057 14556 16520 17647 19218
134 2221 4409 5777 6831 8757 10578 12136 14793 16576 17745 19222
187 2304 4525 5868 7139 8763 10591 12166 14890 16598 17752 19432
380 2596 4526 5919 7416 8911 10599 12235 15033 16627 17762 19438
395 2628 4588 6006 7577 9339 10725 12361 15049 16636 17833 19460
403 2713 4634 6239 7645 9361 10805 12551 15132 16639 17863 19584
456 2842 4706 6252 7692 9406 10807 12556 15293 16674 17947 19863
521 2958 4717 6360 7786 9430 10819 12622 15391 16721 18075 19918
588 2969 4953 6511 7941 9534 10828 12774 15432 16820 18222 19959
670 3036 4962 6514 7947 9572 10837 12804 15521 16851 18324 20037
687 3057 5085 6531 7999 9619 10925 12940 15734 16872 18531 20208
901 3134 5100 6562 8149 9686 10960 12986 15870 16944 18560 20286
902 3417 5299 6570 8215 9715 11110 13014 15946 17099 18562 20287
946 3428 5312 6584 8228 10103 11245 13062 15962 17119 18599 20327
1112 3515 5345 6636 8281 10199 11318 13137 16165 17331 18730 20486
1355 3575 5371 6653 8329 10251 11441 13166 16239 17366 18835 .20616
1533 3727 5464 6662 8500 10357 11645 13693 16324 17488 18871 20629
1626 3730 5474 6733 8503 10371 11651 14016 16353 17512 18951 20727
1642 3800 5488 6737 8603 10459 11803 14357 16461 17602 19038 20783
1745 4188 5654 6783 8605 10517 12004 14553 16492 17639 19088 21011
21125 26651 31274 35055 39423 Kr. 5.000 43740 48121 52206 56477 60901 66683 71009
21140 26758 31305 35191 39479 43771 48251 52335 56497 60916 66696 71038
21335 26767 31348 35316 39629 43892 48270 52429 56507 61340 66838 71089
21544 26828 31410 35342 39659 43967 48295 52444 56523 61414 67107 71130
21567 26974 31590 35368 39738 43989 48508 52446 56563 61416 67154 71171
21732 26989 31754 35379 39783 44330 48513 52517 56705 61499 67206 71189
21796 27312 31934 35386 39819 44399 48558 52577 56887 61582 67447 71203
21836 27502 31960 35414 40222 44489 48668 52735 56894 61716 67452 71213
22030 27516 32071 35483 40323 44533 48791 52753 56913 61770 67713 71277
22034 27581 32075 35560 40339 44544 48824 52770 57035 61817 67772 71322
22094 27698 32106 35563 40449 44563 48857 52847 57178 61913 67798 71336
22144 27728 32154 35574 40453 44667 48984 52853 57262 61952 67832 71563
22178 27772 32250 35623 40500 44687 49022 52931 57266 61995 67952 71566
22189 27982 32308 35674 40517 44742 49082 52966 57321 62017 67970 71587
22345 28019 32311 35699 40523 44777 49141 52987 57393 62138 68041 71591
22354 28109 32444 35702 40545 44809 49201 53001 57395 62157 68114 71667
22400 28184 32507 35783 40699 44932 49288 53012 57410 62188 68126 71704
22407 28221 32523 35868 40737 44970 49316 53045 57434 62230 68162 71783
22504 28253 32730 35897 40920 44999 49320 53053 57483 62304 68202 71885
22599 28275 32822 35913 40927 45115 49327 53237 57494 62497 68370 72011
22907 28336 32964 36031 40982 45116 49466 53258 57500 62618 68641 72020
22923 28439 33023 36116 41065 45211 49532 53329 57579 62757 68656 72101
23050 28443 33043 36146 41106 45395 49624 53351 57671 62783 68782 72140
23064 28462 33136 36153 41130 45529 49836 53529 57733 62906 68953 72162
23086 28478 33185 36286 41209 45537 49927 53537 57748 62947 69040 72227
23407 28552 33236 36401 41281 45547 49979 53597 57754 62973 69051 72246
23450 28555 33301 36431 41343 45562 49993 53598 58041 63168 69076 72267
23662 28751 33332 36436 41419 45638 50063 53666 58095 63219 69201 72308
23705 28768 33393 36654 41426 45770 50308 53790 58193 63321 69241 72400
23810 28879 33585 36663 41499 45811 50322 53895 58217 63377 69281 72474
23820 29012 33603 36669 41536 45850 50326 54157 58349 63553 69364 72489
23839 29107 33616 36730 41635 45895 50336 54268 58388 63745 69436 72574
23863 29149 33726 36830 41651 45972 50501 54349 58408 63776 69440 72689
23960 29165 33847 36881 41672 46077 50591 54393 58510 63809 69452 72873
24082 29459 33887 36982 41771 46121 50619 54469 58554 63839 69555 72930
24362 29473 33893 37369 41836 46124 50712 54492 58574 64018 69575 73035
24432 29682 33959 37394 41865 46127 50791 54548 58661 64162 69637 73272
24463 29774 34019 37464 41892 46132 50804 54652 58694 64200 69647 73355
24621 29798 34087 37615 42099 46358 50819 54674 58963 64223 69668 73385
24640 29818 34088 37706 42133 46395 50861 54761 59044 64422 69677 73419
24711 29905 34099 37741 42189 46406 50967 55183 59057 64442 69747 73441
24788 29907 34106 37835 42215 46436 50971 55225 59169 64494 69768 73534
25101 29927 34148 38057 42237 46525 51032 55305 59194 64498 69860 73618
25137 29938 34171 38100 42544 46640 51147 55448 59240 64522 70043 73691
25187 30159 34296 38167 42589 46652 51188 55468 59250 64618 70127 73706
25206 30183 34368 38203 42672 46828 51211 55647 59253 64680 70241 73775
25216 30201 34460 38259 42683 46872 51304 55693 59270 64741 70286 73815
25258 30431 34487 38263 42969 46968 51444 55713 59323 64762 70288 73961
25365 30436 34488 38268 43012 47044 51'469 55731 59354 64807 70394 74009
25698 30443 34541 38523 43020 47169 51548 55744 59448 64944 70495 74189
25805 30572 34604 38750 43056 47296 51769 55777 59628 65359 70506 74344
25957 30675 34720 38828’ 43100 47309 51830 55808 59737 65610 70531 74493
26279 30690 34812 38992 43164 47512 51902 55810 59844 65763 70605 74589
26390 30802 34848 39111 43252 47809 51920 55877 59849 65911 70709 74667
26403 30866 34859 39296 43370 47895 51947 55931 60042 65934 70724 74751
26445 31079 34866 39305 43371 47924 51956 56200 60054 66021 70737 74832
26504 31092 34877 39324 43401 47934 51965 56208 60121 66305 70741 74931
26588 31166 34879 39371 43550 47974 51998 56370 60631 66317 70753 74970
26612 31234 34937 39389 43598 48018 52091 56438 60752 66603 70847
26625 31269 34965 39391 43723 48039 52098 56439 60832 66622 70916
Árftun vinnlngsmíða helst 20. janúar 1987. VÖRUHAPPDRÆTTI S.I.B.S.
Tómas Þór Tómasson sem starfar í kynningardeild Samvinnuferða-
Landsýnar afhendir þeim Eddu Kristjánsdóttur og Sigurmundi
Jónssyni vinningsbréfið.
Hlutu ferðavinning
DREGIÐ hefur verið í Jólasprelli
Samvinnuferða-Landsýnar sem öll-
um farþegum í hópferðum ferða-
skrifstofunnar á síðastliðnu sumri
gafst færi á að taka þátt í.
Alls bárust hátt á 5.000 lausnir og
voru vinningshafar dregnir úr öllum
innsendum lausnarseðlum.
Vinninginn, sem var ferð fyrir alla
Qölskylduna til Sæluhúsa Samvinnu-
ferða-Landsýnar í Hollandi í sumar,
hrepptu þau Edda Kristjánsdóttir og
Sigurmundur Jónsson úr Reykjavík.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir TORFA H. TÚLINÍUS
Þungur róður fyrir ríkis-
sljórn Jacques Chirac
Flestum fréttaskýrendum hér í Frakklandi ber saman um það
að, ekki síðar en í byrjun nóvembermánaðar, hefði verið ómögu-
legt að spá fyrir um þá ólgutíma sem voru að fara í hönd í
frönsku þjóðfélagi. Haustið einkenndist af þjóðarsamstöðu gegn
ógnaröld hryðjuverka sem ríkt hafði í september. Fylgi Jacques
Chirac, forsætisráðherra, virtist vera á stöðugri uppleið í skoðana-
könnunum og ekki var hægt að sjá annað en að þjóðinni likaði
ágætlega við það að gaullistinn Chriac og sósíalistinn Mitterrand
deildu völdum í landinu. E.t.v. hefði tiltölulega mikil þátttaka í
eins dags verkfalli opinberra starfsmanna 21. október getað orð-
ið sumum vísbending um það sem koma skyldi. Hvað sem um það
má segja, hefur hver stóratburðurinn rekið annan á undanförnum
tveimur mánuðum og hafa þeir gerbreytt stöðunni í frönskum
stjórnmálum.
Um miðjan nóvember hófust
mótmæli gegn lagafrum-
varpi um háskóla sem vakið hafði
gremju námsmanna því þeir ótt-
uðust að verið væri að auka á
misrétti til náms. Þangað til höfðu
flestir trúað því að tímar stúd-
entamótmæla væru löngu liðnir.
Því kom á óvart hvað hreyfing
þeirra varð öflug. Eftir að götu-
bardagar brutust út í París og
óhug sló á allan almenning vegna
láts námsmanns eftir misþyrm-
ingar sem hann hafði orðið fyrir
af völdum lögregluþjóna, ákvað
Chirac, þann 8. desember, að
draga frumvarpið til baka og
slaka þannig á þeirri spennu sem
hafði skapast í þjóðfélaginu. Sú
ákvörðun hefuur almennt verið
túlkuð sem ósigur fyrir ríkis-
stjómina því hún neitaði lengst
af að verða við kröfum náms-
manna.
Flýttu þér hægt
Þegar stúdentadeilunni lauk
virtist Chirac túlka nýliðið spenn-
utímabil sem merki um að þjóðin
væri búin að fá nóg af lagabreyt-
ingum í bili enda hafði þingið
staðið í ströngu allar götur síðan
stjómin tók við í mars síðastliðn-
um við að samþykkja þau nýju lög
sem stjórnarflokkarnir töldu að
nauðsynleg væm til að koma
frönskum efnahag á réttan kjöl.
Þessi lög áttu m.a. að auðvelda
atvinnurekendum að segja upp
starfsfólki, felldu niður skatta,
þar á meðal sérskatt sem lagður
var á stórefnafólk af sósíalista-
stjórninni, og heimiluðu ríkis-
stjórninni að selja fyrirtæki í eigu
ríkisins. í janúar stóð til að kalla
saman sérstakt löggjafarþing til
að samþykkja enn frekari grund-
valiarbreytingar svo sem að leyfa
einkaaðilum að reka fangelsi og
að herða á reglum um franskan
ríkisborgararétt. Strax 9. des. til-
kynnti Chirac að hann hefði fallið
frá þeirri
ákvörðun sinni að kalla þingið
saman utan venjulegs þingárs og
þannig hygðist hann fresta um-
fjöllun um þessi mál fram í apríl.
Hér var um að ræða talsverða
breytingu á stjómarstefnu Chirac
því fram að þessum tíma virðist
hann hafa gert ráð fyrir því að
„samúðartímabil" hans og Mitter-
rand forseta myndi ekki vara lengi
og því væri honum nauðsyn að
komast yfir sem mest á stuttum
tíma til að geta sýnt kjósendum
hvers hann er megnugur þegar
fram kemur að forsetakosningun-
um, sem verða í síðasta lagi á
næsta ári. Nú virtist hann kominn
á þá skoðun að forsætisráðherra-
tíð myndi endast lengur en á
horfði í fyrstu, því það væri jafnt
Chirac og forsetanum í hag. Því
væri óhætt að flýta sér hægt,
forðast að styggja stóra hópa af
kjósendum að óþörfu með um-
deildum lagabreytingum og
einbeita sér að efnahagsvandan-
um, einkum að atvinnuleysinu, en
það vandamál brennur hvað sár-
ast á Frökkum um þessr mundir,
því tala atvinnuleysingja er að
nálgast þriðju milljónina.
Atvinna er forréttindi
Efnahagsstefna ríkisstjórnar-
innar er fólgin í því að losa
atvinnulífíð undan of miklum
ríkisafskiptum og leysa þannig
Mótmæli verkfallsmanna
á götum Parísar.
úr læðingi þau öfl sem eiga að
koma efnahagsvélinni aftur á fullt
skrið. Þannig telur hún að megi
ráða bót á atvinnuleysinu. Veiga-
mikill þáttur þessarar stefnu er
að halda verðbólgunni í skefjum
til að tryggja stöðugleika í við-
skiptalífinu. Þess vegna er honum
mikið í mun að laun hækki ekki
mikið í landinu. Þegar verkfall
lestarstjóra skall á 18. desember,
kom ekki til greina að láta undan
launakröfum þeirra. Samt sem
áður reyndi stjórnin í fyrstu að
halda sér utan við þessa vinnu-
deilu, e.t.v. vegna þess álitshnekk-
is sem hún hafð orðið fyrir í
stúdentadeilunum. Það kann ein-
mitt að vera af sömu ástæðum
sem lestarstjórarnir sýndu dæma-
lausa þrautseigju í verkfalli sínu
sem stóð til 11. janúar. Þeir héldu
að þeir gætu fengið ríkisstjómina
til að láta undan sínum kröfum á
sama hátt og námsmenn. í árs-
byrjun kunngerði ríkisstjómin að
hún hygðist ekki láta undan nein-
um launakröfum og bjó sig undir
langt verkfall. Um sama leyti lét
Chirac þau orð falla að það væm
forréttindi að hafa atvinnu á þess-
um atvinnuleysistímum og því
kæmi ekki til greina að hækka
laun lestarstjóra, þegar alla
áherslu ætti að leggja á það að
koma atvinnulífínu í betra horf.
Reyndar hafa jámbrautar-
starfsmenn ekki sett launamál á
oddinn, heldur kröfur um bætta
vinnuaðstöðu og að hætt væri við
að koma á afkastahvetjandi kerfi
um launa- og tignhækkanir.
Afleiðingar
Ljóst er að þessi verkföll hafa
haft víðtækar afleiðingar. Fyrst
skal nefna það tjón sem fyrirtæk-
in hafa orðið fyrir. Tap járnbraut-
arfélagsins nemur hundmðum
milljóna franka og mörg iðnfyrir-
tæki hafa þurft að stöðva starf-
semi sína þegar líða fór á
verkfallið annaðhvort vegna þess
að þau gátu ekki sent frá sér
framleiðsluna eða vegna þess að
ómögulegt var að koma til þeirra
nauðsynlegum hráefnum.
Ólga síðustu vikna hefur einnig
komið illa niður á franska gjald-
miðlinum sem á nú í vök að
veijast. Stjórnin vill síst af öllu
grípa til þess ráðs að fella gengi
frankans og hún hefði neyðst til
þess ef V-Þjóðvetjar hefðu ekki
fallist á að hækka gengi marksins
nú um helgina.
Mestu afleiðingarnar em þó af
pólitískum toga. Fylgi Chirac hef-
ur dvínað vemlega á undanföm-
um vikum samkvæmt skoðana-
könnunum. Honum hefur ekki
tekist að halda tvennum þjóð-
félagsdeilum innan hóflegra
marka og því virðist hann smám
saman vera að glata því trausti
sem hann hafði áunnið sér á
fyrstu mánuðum „sambúðarinn-
ar“. Nú virðist hann ekki vera
vænlegasti forsetaframbjóðandi
hægri flokkanna ef hann þarf að
keppa við Mitterrand, en það verð-
ur æ líklegra að hinn síðarnefndi
gefi aftur kost á sér.
í forsetakosningunum hér eru
tvær umferðir. Allir flokkar bjóða
fram í fyrstu umferð en í annarri
umferð em það atkvæðamestu
frambjóðendurnir af hvomm
væng sem keppa um embættið.
Það skiptir miklu máli fyrir Chirac
að vera sá frambjóðandi hægri
flokkanna sem hreppir flest at-
kvæði til að komast ömgglega í
seinni umferðina en hann á sér
hættulegan keppinaut í Raymond
Barre, sem var forsætisráðherra
frá 1976 til 1981, og lítur hým
auga á forsetastólinn. Hann hefur
haldið sér utan við allt stjóm-
málaþras eftir þingkosningarnar
í mars en þá var sigur hans og
manna hans minni en hann hafði
gert ráð fyrir. Nú hefur hann
fært sér í nyt erfiðleika Chirac til
að skjóta aftur upp kollinum og
hefur fylgi hans aukist að sama
skapi og fylgi forsætisráðherrans
hefur dvínað.
Mörgum er hætt við að halda
að Mitterrand sé ekki óánægður
með hvað gengur illa hjá Chirac
en fréttaskýrendur halda að hann
sé þvert á móti fremur óhress
með það, því hann vilji síður þurfa
að mæta Raymond Barre í ann-
arri umferð forsetakosninganna
sem flestir telja að yrði honum
skæðari keppinautur en Chirac. í
síðustu viku hélt hann ræðu þar
sem hann kom á framfæri stuðn-
ingi sínum við verðbólguhjöðnun-
arstefnu stjórnarinnar. Var þetta
túlkað sem merki um að forsetinn
hygðist hlífa forsætisráðherran-
um í nánustu framtíð og að ekkert
slit verði á „sambúð“ þeirra í bili.
Höfundur er fréttaritari
Morgunblaðsins í París.