Morgunblaðið - 15.01.1987, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987
-
Árið 1919 hófst reglulegt áætlunarflug frá Hamborgarflugvelli. Fyrsta ferðin var
farin til Berlínar og var flogið á opnum flugvélum og því eins gott fyrir fólk að
vera dúðað.
Morgunblaðið/RAX
Árið 1986 var fyrsta áætlunarferðin milli íslands og Hamborgar farin á vegum Arnar-
flugs eftir að beinar áætlunarferðir milli þessara staða höfðu legið niðri í 23 ár. Á
myndinni er áhöfn Amarflugs sem fór þessa ferð. Talið frá vinstri: Þórarinn Hjálm-
arsson aðstoðarflugmaður, Ómar Ólafsson flugsljóri, Inga Jónsdóttir flugfreyja,
Guðbjörg L. Krisljánsdóttir flugfreyja, Kristín Valsdóttir flugfreyja, María Wendel
flugfreyja og Mekkinó Björnsson flugsijóri.
Elsti flugvöllur í
Þýskalandi 75 ára
Vagga flugs í Þýskalandi er í Hamborg
Ljósmynd/Louis Meycr
Árid 1955 fór Flugfélag íslands sína fyrstu áætlunarferð til Ham-
borgar frá íslandi. Myndin sýnir áhöfnina í þeirri ferð. Frá vinstri:
Jóhann Gíslason loftskeytamaður, Örn Eiríksson siglingafræðingur,
Auður Jónsdóttir yfirflugfreyja, Gunnar Valdimarsson flugvélstjóri,
Sigrún Mathiesen flugfreyja, Júlíus B. Jóhannesson loftskeytamað-
ur, Anton G. Axelsson flugstjóri og Björn Guðmundsson aðstoðarflug-
maður. Loftleiðir fóm fyrsta áætlunarflugið milli íslands og
Hamborgar tveimur ámm áður, eða 1953. Áður höfðu bæði félögin
farið leiguflugferðir til Hamborgar.
Fiug________
Gunnar Þorsteinsson
Þriðjudaginn 10. janúar 1911,
nánar tiltekið klukkan hálf þijú
samkvæmt annálaðri þýskri ná-
kvæmni, var stofnað hlutafélag
í Hamborg í V-Þýskalandi til að
byggja og reka flugvöll þar í
borg. Sem von var þótti þetta
uppátæki djarft því um þessar
mundir var gullaldarskeið loft-
skipanna. Því er Hamborgar-
flugvöllur núna 75 ára gamall
og er hann elsti flugvöllur Þýska-
lands. Sjálfir gerðu Hamborg-
arbúar og gestir þeirra sér
glaðan dag af þessu tilefni í júní
í sumar og efndu til einnar alls-
heijar flughátíðar. Þar sem
þetta em líka merk tímamót í
þýskri flugsögu verður hér á
eftir stiklað á stóm í merkilegri
sögu flugvallarins sem heitir
raunar Fuhlsbílttel-flugvöllur.
íslensk flugfélög koma við sögu.
Hlutafélagið sem stofnað var í
Hamborg árið 1911 hét Loftskipa-
skýli Hamborgar hf., og á stofn-
skránni var að reisa skýli fyrir
loftskip í Hamborg eða nágrenni
og leggja kapp á að styðja loftskipa-
flug frá borginni með ráðum og
dáð. Strax var tekið til starfa af
fullum krafti og var loftskipaskýli
reist nokkrum mánuðum áður en
fyrstu Saxelfargöngin voru tekin í
notkun og aðeins fimm árum eftir
að aðaljámbrautarstöðin í Hamborg
var opnuð.
Hvatamenn að stofnun þessa
merka hlutafélags voru fáir en virt-
ir menn úr viðskiptalífinu í
Hamborg og keyptu þeir hlutafé
fyrir a.m.k. 1.000 ríkismörk svo
hægt yrði að helja framkvæmdir
við skýlið, sem jú allt snerist um.
Að baki þessu þá óvenjulega frum-
kvæði kaupsýslumannanna lá
einfaldlega hið alkunna viðskiptavit
sem hinir þýsku Hansakaupmenn
hafa verið svo frægir fyrir. Þeir
töldu nefnilega að þó Hamborg
hefði frábærlega góða höfn, sem
lægi vel við flutningum um Evrópu,
þá yrði líka að tryggja ekki síðari
aðstöðu fyrir loftflutninga í fram-
tíðinni.
Hið nýja hlutafélag hóf þegar
viðræður við sambandsþingið í
Hamborg um landskika undir starf-
semina og leiddu þær til þess að
félagið fékk úthlutað tæplega 45
hektara landi við syfjulegt lítið þorp
skammt frá Hamborg þeirra tíma,
Qarri ys og þys borgarinnar. Þorpið
hét Fuhlsbúttel. Staðarvalið réðst
af því að þangað var stutt og greið-
fær leið úr sjálfri borginni og einnig
af því, að á þessu svæði komu
menn ekki auga á neitt sem gæti
hindrað eða takmarkað flugumferð.
Hinsvegar var einn stór annmarki
á þessu staðarvali og hann var sá,
að þarna var mjög mýrlent. Af þeim
sökum varð þegar í upphafi að ráð-
ast í að ræsa fram landið og segjast
flugvallaryfirvöld ekki hafa lokið
við það verk fyrr en fyrir örfáum
árum, loksins orðin fyllilega ánægð
með árangurinn.
Stóra stundin rann upp í janúar
árið 1912 þegar loftskipaskýlið var
formlega opnað með mikilli viðhöfn,
rauðum teppum, fagnaðarlátum
Hamborgarbúa og öllu tilheyrandi.
Skýlið var enginn smásmíði enda
gert til að hýsa hin risastóru loft-
skip. Það var 160 metrar á lengd
og kostaði 685.000 ríkismörk að-
eins. Tilgangurinn var sá að koma
Hamborg inn á leiðarkort loftskip-
anna og þeim áfanga var náð. Það
má geta þess til gamans hér að
ferð með loftskipi frá Hamborg,
sem er hafnarborg við Saxelfi nyrst
í Þýskalandi, að landamærum Sviss
tók 11 klukkustundir sem í þá daga
þótti stórkostlegur hraði. Það er
ferð yfír Þýskaland þvert frá norðri
til suðurs. En sem sé, því er ekki
að leyna að í fyrstu voru það loft-
skipín tignarlegu sem áttu hug og
hjörtu allra um þessar mundir, ekki
síst í Þýskalandi því þarlendir voru
fremstir í loftskipaflugi.
Öld loftskipanna leið hraðar en
nokkum grunaði. Hamborgarmenn
geðru sér fljótlega grein fyrir því
að þeir myndu ekki komast hjá
því, að búa sig undir innreið nýmóð-
ins flugvéla og við það tók aðstaðan
í Fuhlsbúttel stakkaskiptum. Fyrstu
flugmennirnir í Hamborg hlutu
þjálfun sína þegar árið 1913 hjá
stofnun sem hét því ágæta nafni
Cent, „Centrale fúr Aviatik", „Flug-
miðstöðin". Byijunin lofaði óneitan-
lega góðu en því miður braust fyrri
heimsstyrjöldin út og stöðvaði allt
flug frá Fuhlsbúttel sem var gerður
að herstöð á meðan stríðið geysaði.
Sigrar og bakslög
Þegar stríðinu lauk voru nær öll
mannvirki á flugvellinum í niður-
níðslu og til að bæta gráu ofan á
svart varð samkvæmt Versala-
samningnum að sprengja loftskipa-
skýlið í loft upp og eyðileggja allar
flugvélarnar sem áttu heimavöll í
Hamborg. Árið 1919 samþykktu
borgaryfirvöld að veija fé til að
hefja uppbyggingu flugvallarins svo
Hamborg kæmist að nýju inn á
landakort flugfrömuðanna. Sú fjár-
festing borgaði sig greinilega fljótt
upp eins og flutningstölurnar hér á
eftir sýna.
Áætlunarflug frá Hamborg hófst
árið 1919 og var fyrsta ferðin farin
til Berlínar en samtals urðu far-
þegamir sem fóru um völlinn þetta
ár 233 talsins. Fljótlega hófst síðan
áætlunarflug til nálægra borga eins
og Amsterdam, Rotterdam og
Kaupmannahafnar. En það má
segja að flugumferðin um Fuhls-
búttel hafi ekki fengið byr undir
báða vængi fyrr en þýski gjaldmið-
illinn, ríkismarkið, öðlaðist traust
eftir að linnti kreppu og verðbólgu
sem fylgdi í kjölfar fyrri heimsstyij-
aldarinnar. Arið 1923 varð Fuhls-
búttel fyrstur þýskra flugvalla til
að fá íjarskiptabúnað og þremur
árum síðar voru tjöldin á vellinum
tekin niður og tekin í notkun ný
flugstöðvarbygging. Þessi sama
bygging, með svolítið sérkennilega
bogadregna framhlið, er ennþá í
notkun þó vitaskuld sé búið að
byggja við hana og endurbæta.
Árið 1926 var þýska flugfélagið
Lufthansa sett á laggimar og á því
60 ára afmæli í ár. Arið 1925 vom
5 þúsund flugtök og lendingar á
Fuhlsbúttel flugvelli og farþega-
íjöldinn 12.500 manns enda þá
beint flug þaðan til allra borgara-
legra þýskra flugvalla.
Síðan skall kreppan mikla á og
olli miklum afturkippi í flugi eins
og flestu öðru. Sarnt stóð Fuhls-
búttel-flugvöllur það vel fjárhags-
lega að hægt var að bregðast
myndarlega við þegar uppsveiflan
í efnahagslífinu varð og flugum-
ferðin tók að aukast. Flugið var
sífellt öruggara, þægilegra og fljót-
legra. Svo skall seinni heimsstyij-
öldin á, og rétt áður vom 10 þúsund
flughreyfingar á vellinum og far-
þegamir orðnir 57 þúsund talsins.
Sem sagt mikil aukning.
Borgaralegt flug frá Fuhlsbúttel
féll aftur niður í seinni heimsstyij-
öldinni og var svæðið kringum
völlinn lýst stórskotaliðsbelti og
tekið hemámi af þýska flughemum,
Luftwaffe. Sem betur fer og ólíkt
því sem varð með aðra borgaralega
þýska flugvelli, slapp Fuhlsbúttel
við gereyðingu. Talið er að það
hafí fyrst og fremst verið að þakka
frábæmm felubúnaði. Eftir stríðið
tóku Bretar við stjóm vallarins og
þá var lítið um að vera enda flugið
aðeins fyrir fáa útvalda sem gátu
greitt fargjaldið í erlendum gjald-
eyri eins og krafíst var.
Að fmmkvæði Breta vom byggð-
ar tvær flugbrautir sem skera hvor
aðra. En áður en hægt var að ljúka
þeim framkvæmdum gekkst flug-
völlurinn undir sína fyrstu eldraun.
Berlínarloftbrúna árið 1948. Flug-
vélar breska flughersins hófu sig á
loft frá Fuhlsbúttel allan sólar-
hringinn með lífsnauðsynjar handa