Morgunblaðið - 15.01.1987, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987
Kommúnistaflokkur Kazakhstans:
Varaformaimmum
vikið úr embætti
Moskvu. AP.
RÚSSINN Gennady Kolbin, sem
skipaður var flokksleiðtogi kom-
múnistaflokksins í Kazakhstan í
síðasta mánuði, hefur gagnrýnt
spillingu og óstjórn þar á bæ, og
á laugardag rak hann næstæðsta
Noregur:
7,5% samdráttur
olíuframleiðslu
Öflló. Rcuter.
NORSK stjórnvöld tilkynntu á
þriðjudag, að dregið yrði úr fram-
leiðslu á Norðursjávarolíu um
7,5%, eða sem næmi 80.000 tunnum
daglega, og væri þetta liður í þeirri
stefnu, sem OPEC-ríkin hefðu haft
forystu um og miðaði að því að
létta á markaðnum og hækka olíu-
verð.
Ame Oeien olíu- og orkumálaráð-
herra sagði á fundi með fréttamönn-
um, að enda þótt Noregur væri ekki
aðili að OPEC, mundi verða dregið
úr framleiðslu á olíusvæðum landsins
á fyrstu sex mánuðum ársins 1987
til þess að koma til móts við þá
ákvörðun bandalagsins að draga
heildarframleiðsluna saman um
7,25%.
Oeien sagði, að ákvörðun OPEC
væri „markvert skref" í þá átt að
hækka heimsmarkaðsverð á olíu.
embættismann lýðveldisins úr
starfi.
Þegar Gennady Kolbin var skip-
aður flokksformaður í síðasta
mánuði og tók við embætti af Kaz-
akhastananum Dinmukhamed
Kunaev, urðu miklar stúdentaóeirð-
ir í höfuðborg lýðveldisins, Alma
Ata.
Embættismaðurinn, sem rekinn
var á laugardag, er Rússi, Oleg
Mirochkhin að nafni, og var aðstoð-
armaður Kunaevs. Eftirmaður
hans, Sagidulla Kubachev, er að
öllum líkindum Kazakhastani.
Tass-fréttastofan nefndi þjóðemi
hans ekki í fréttinni, en nafn hans
er runnið frá Miðasíu.
Talið er, að Gennady Kolbin hafí
gripið til þessa ráðs til að lægja
óánægjuöldumar sem risu, er hann
var skipaður flokksformaður.
Kabúl:
Fréttamenn
fylgjast með
vopnahléi
Kabúl, AP, Reuter.
Um 50 erlendir fréttamenn fóru
í gær frá Moskvu til Kabúl, höfuð-
borgar Afganistans, til að fylgjast
með framkvæmd vopnahlésins,
sem Kabúlstjómin hefur boðað frá
og með deginum i dag.
Það felst í vopnahléinu, að stjóm-
arherinn í Afganistan og sovéski
herinn ætla að hætta hemaðinum í
sex mánuði til að byija með og leng-
ur ef skæruliðar virða það. Sovéska
utanríkisráðuneytið skipulagði ferð
fréttamannanna.
Sovéskir flölmiðlar hafa gert mikið
úr vopnahléstilboði Najibullahs, leið-
toga afganska kommúnistaflokksins,
en hann hefur einnig lagt til, að leið-
togar skæruliða taki höndum saman
við hann um landsstjómina. Það til-
boð er hins vegar mjög óljóst og ekki
hægt af því að ráða, að kommún-
istaflokkurinn ætli að afsala sér
völdunum að neinu leyti.
Alton G. Keel
NATO:
Nýr sendiherra
Bandaríkjanna
RONALD Reagan Bandaríkja-
forseti hefur tilnefnt Alton G.
Keel í embætti sendiherra
Bandaríkjanna hjá NATO. Tekur
hann við af David Abshire, sem
kallaður hefur verið til starfa í
Hvíta húsinu til að fara með ír-
ans-málið fyrir hönd Bandaríkja-
stjórnar.
Alton G. Keel hefur tekið þátt í
að móta hermálastefnu Banda-
ríkjanna síðustu fímm árin, var
formaður rannsóknamefndar Chal-
lenger-slyssins, varaformaður
þjóðaröryggisráðsins og loks form-
aður þess til bráðabirgða eftir
afsögn John Poindexters.
Tilnefningin verður að hljóta
samþykki Bandaríkjaþings.
Tálbeita
Pioneer RPV könnunarflugvél skotið á loft frá
herskipinu Iowa á dögunum. Lítil eldflaug á
flugvélinni neðanverðri aðstoðar við flugtakið.
Flugvélin er örsmá og mannlaus en hefur ver-
ið kölluð „auga himinsins" því hún er búin
myndatökuvélum til eftirlits og njósna. Hún
er einnig notuð sem tálbeita. Iowa er nú á sigl-
ingu til Nicaragua.
Austurríki:
Stj órnarmyndun
komin í sjónmál
ZUrich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarítara Morgunbladsins.
STÓRU austurrísku stjórnmála- aðarmenn. Talið er, að SPÖ fái
flokkarnir virðast vera að ná
samkomulagi um stjórnarmynd-
un. Skriður komst á samninga-
viðræður þeirra eftir áramótin
og þeir hafa fundað daglega það
sem af er þessari viku. Sam-
kvæmt óstaðfestum fréttum
hefur samkomulag þegar náðst
um stjórnarstefnuna en deilur
standa um skiptingu ráðherra-
embætta.
Kurt Waldheim, forseti Aust-
urríkis, fól Franz Vranitzky, kansl-
ara og kanslaraefni Jafnaðar-
mannaflokksins, SPÖ, að mynda
nýja ríkisstjóm eftir kosningarnar
í lok nóvember. SPÖ tapaði miklu
fylgi í kosningunum en ÖVP tókst
ekki að auka fylgi sitt verulega
þótt flokkurinn hafí verið í stjómar-
andstöðu í 16 ár.
ÖVP leggur áherslu á að fá jafn
mörg sæti í ríkisstjóminni og jafn-
fjármála-, iðnaðar- og félagsmála-
ráðuneytið og beri því ábyrgð á
mikilvægustu málaflokkunum.
Ahugaleysi ÖVP á þessum ráðu-
neytum þykir benda til, að flokkur-
inn efist um eigin hæfni til að leysa
vandamálin, sem steðja að þjóðinni
í efnahagsmálum. Samkvæmt skoð-
anakönnun myndi flokkurinn tapa
fylgi ef kosningarnar yrðu endur-
teknar. Alois Mock, kanslaraefni
hans, verður væntanlega varakansl-
ari hinnar nýju ríkisstjórnar og er
auk þess sagður hafa áhuga á emb-
ætti utanríkisráðherra.
Bretland:
Ihaldsflokkur-
inn 1 forystu á ný
London, Reuter.
ÍHALDSFLOKKURINN
Brezki nýtur fimm prósentu-
stiga meira fylgis en Verka-
mannaflokkurinn, samkvæmt
skoðanakönnun, sem gerð var
Ítalía:
ítalir fáfróðir um hollt mataræði
Torino, Ítalíu, frá Bryqju Tomer fréttaritara Morgunblaðsins.
Aðeins einn af hveijum fjórum ítölum býr yfir viðunandi vitn-
eskju um næringargildi algengustu fæðutegunda. Þetta kemur
fram í könnun sem gerð var um allt landið fyrir alþjóðlega ráð-
stefnu um mataræði sem haldin var í Róm fyrir skömmu. I sömu
könnun kemur ennfremur í ljós að mataræði ítalskra barna á
grunnskólaaldri er einhæft og næringarsnautt, og byggist fyrst
og fremst upp á próteinum, sykri og fitu. Um 10% ítalskra barna
eru talin „of feit“ eða um 20% þyngri en eðlilegt gæti talist.
Sama hlutfall ítalskra bama þjáist af of miklum sykri í blóðinu.
ítalir eru frægir fyrir pizzur og neytinu og landssamtökum um
ýmsa aðra pastarétti, en nú hefur
komið í Ijós að meginhluti þeirra
er fáfróður um næringargildi al-
gengustu fæðutegunda. Fyrir
skömmu var haldin alþjóðleg ráð-
stefna um mataræði og næringu
í Róm. Ráðstefnan var skipulögð
meðal annars af ítalska heilbrigð-
isráðuneytinu, landbúnaðarráðu-
næringu. Fyrir ráðstefnuna var
gerð almenn könnun um mata-
ræði ítala, vitneskju þeirra um
næringargildi helstu fæðutegunda
og hversu miklu þeir eyddu í
matarinnkaupum. Það athyglis-
verðasta sem kom í ljós í könnun-
inni, var að aðeins einn flórði hluti
þeirra sem spurður var hugsaði
um næringargildi þeirrar fæðu
sem hann neytti og hafði viðun-
andi þekkingu á næringargildi
helstu fæðutegunda.
Morgunverður flestra ítala
byggist upp á kaffí og einni eða
tveimur kexkökum. Margir borða
heitan mat í hádeginu, en þó
nokkrir borða eingöngu samlokur.
Langflestir borða heita máltíð á
kvöldin, um kl. 20.
í áðumefndri könnun kom í ljós
að böm á grunnskólaaldri neyta
einhæfrar og næringarsnauðrar
fæðu. Sum þeirra fá sér fransk-
brauðssamloku í skólanum, en
mörg þeirra borða eingöngu snúða
og kexkökur fyrri hluta dags.
Enda kom í ljós að um 10% ít-
alskra grunnskólanema þjást af
offítu og of miklu sykurmagni í
blóði. „Of feit“ böm teljast þau
sem em um 20% þyngri en það
sem eðlilegt getur talist.
Ein niðurstapan úr könnuninni
leiddi í ljós að ítalir eyða um 25%
of miklu í matarkaup, þar sem
þeir kaupa töluvert af sætindum,
kökum og drykkjarföngum.
Niðurstöður úr þessari könnun
hafa vakið marga ítali til um-
hugsunar um mataræði sitt, sem
þeir hafa hingað til verið stoltir
af. Sumir em ósáttir við þá stað-
hæfingu að þeir eyði of miklu í
„óþarfa", en flestum sámar sú
fíillyrðing að þeir viti yfír höfuð
ekki hvað þeir láta ofan í sig.
fyrir óháðu sjónvarpsstöðina
TV-AM.
Samkvæmt könnuninni nýtur
íhaldsflokkurinn fylgis 42% kjós-
enda, Verkamannaflokkurinn
37% og kosningabandalag Fijáls-
lynda flokksins og Jafnaðar-
mannaflokksins 20%.
Talið er að niðurstöðumar
verði til að hvetja Margaret
Thatcher, forsætisráðherra, til að
efna til kosninga, jafnvel í vor.
Kjörtímabil stjórnarinnar rennur
þó ekki út fyrr en vorið 1988.
Kunnugir segja að Thatcher muni
þó líklega bíða með að taka
ákvörðun um kosningar þar til
skoðanakannanir sýna stöðugt
að Ihaldsmenn hafí forystu. Sam-
kvæmt könnun, sem birt var fyrir
viku, var fylgi íhaldsflokksins
39% og Verkamannaflokksins
38%.
ERLENT