Morgunblaðið - 15.01.1987, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 15.01.1987, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 33 Flóttamaður frá Iran: Ottast um líf sitt ef hann verður sendur frá Islandi MAÐUR frá íran, sem hefur dva- list hér á landi síðan í desember, var handtekinn af útlendingaeft- irlitinu síðdegis á þriðjudag og var ætlanin að hann yrði sendur úr landi í gærmorgun. Af því varð ekki þar sem vinir hans fengu yfirvöld til að kanna mál hans betur. Maðurinn, sem er 22 ára, óttast mjög um líf sitt ef hann fer aftur til Iran. Maðurinn, sem hér eftir verður nefndur dulnefninu Hassan, starf- aði innan pólitískrar hreyfingar í íran, sem barðist gegn Khomeini og fylgismönnum hans. Að sögn erlendra vina hans, sem dveljast hér á landi, voru nokkrir félaga hans teknir af lífi, en hann komst sjálfur úr landi með því að beita mútum til að fá vegabréf. Hassan fór til Istanbúl í Tyrklandi og þar fékk hann vegabréfsáritun til Is- lands. Var ætlan hans að hitta hér bróður sinn, sem er búsettur í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni og kom bróðir hans hingað í desember. Sjálfur hafði Hassan reynt að fá vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, en ekki tekist. Hingað til lands kom Hassan 5. desember og rann dvalarleyfi hans út 17. desember. Þá hafði hann sótt um að fá að dveljast hér áfram, en íslensk yfirvöld töldu engar þær ástæður vera sem réttlætt gætu áframhaldandi dvöl. Síðdegis á þriðjudag var Hassan því tekinn höndum og var tjáð að hann yrði sendur aftur til Tyrklands. Átti hann að fara úr landi kl. 7 í gær- morgun, en vinir hans, sem áður DREGIÐ hefur verið fyrri umferð í happdrætti Handknatt- leikssamband íslands og eftir er að draga í seinni umferð. Til að mæta fjölmörgum óskum um annan miða og eins vegna þeirra, sem voru ekki með í fyrri útdrætti, en vilja vera með í seinni útdrætti, 9. febrúar nk., mun HSÍ á næstunni bjóða ódýrari miða á er minnst á, fengu brottför hans frestað eftir samtöl við íslenska embættismenn og er hann nú laus úr haldi. Hassan óttast mjög að fara til Tyrklands, því hann er þess fullviss að yfirvöld þar sendi hann aftur til íran. Hann var eitt sinn tekinn höndum í Tyrklandi og fluttur að landamærum íran, en þá tókst hon- um að losna gegn gjaldi. Þar sem hann er liðhlaupi úr íranska hernum verður hann dreginn fyrir herdóm- stól þar í landi og að öllum líkindum tekinn af lífi. * Ekki amast við Irönum í Tyrklandi Karl Jóhannsson hjá útlendinga- eftirlitinu sagði að dvalarleyfí mannsins hér væri löngu útrunnið og þar eð dómsmálaráðuneytið hefði synjað um framlengingu þess kr. 250. Miðar greiddir 9. janúar og fyrr gilda aftur 9. febrúar. Þessir ódýrari miðar, sem sendir verða út á næstunni, eru innifaldir í heildarmiðafjölda í happdrættinu 244 þúsund. Misskilningur hefur komið upp, þar sem heildarmiðafjöldi er 244 þúsund, en til fyrirtækja voru send 5 númer á einum miða og heildar- númerafjöldi því 271.316. Það skal hefði átt að senda hann úr landi. „Maðurinn dvaldi ólöglega í landinu og hafði leitað sér að vinnu, en slíkt er brottrekstrarsök í fleiri löndum en Islandi. Hann var margbúinn að bijóta af sér þegar við tókum hann,“ sagði Karl. „Það er tóm vit- leysa að hann lendi í erfiðleikum ef hann er sendur aftur til Tyrk- lands. Það sem ég hef fyrir mér í því eru fréttir kollega minna erlend- is og svo kaupi ég Time. Fyrir rúmum mánuði sagði það virta tímarit frá því að þúsundir írana dveldust í Tyrklandi og það væri ekki amast við þeim þar. Þessi maður kom líka hingað á fölskum forsendum, því hann sagðist ætla að hitta bróður sinn og þeir bræður fullvissuðu yfirvöld um að hann kæmi ekki hingað til að sækja um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Hálfum öðrum mánuði áður en hann kom hingað hafði hann samt sótt um áritun til Bandaríkjanna í Tyrk- þó tekið fram til að forðast frekari misskilning, að reglum um, að heildarverðmæti vinninga skuli vera */g af heildarverðmæti útgefínna númera, var fylgt og vel það. Þá hefðu þurft að vera 47 bílar sam- tals í vinninga, en þeir voru 50 talsins. Bæði til að mæta þessum mis- skilningi og eins til að hvetja landsmenn til enn betri þátttöku í landi, en ekki fengið og skömmu eftir að hann kom hingað sótti hann um áritun hjá bandaríska sendiráð- inu. Slíka áritun fá menn auðvitað ekki í hvelli og hann bað um að fá að bíða hér til að byija með í 2-3 ár. Því var hafnað, sem er ósköp eðlilegt, því maður sem kemur á fölskum forsendum og falast eftir vinnu er alls staðar brottrækur úr landi og það er m.a. skýrt tekið fram í útlendingalögunum,“ sagði Karl Jóhannsson. Ólafur Waltér Stefánsson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu sagði að ákveðið hefði verið í gær- kveldi að bíða með að senda manninn úr landi. „Það var talin ástæða til að skoða málið betur og endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir fyrr en við höfum fengið öll gögn málsins í hendur frá útlend- ingaeftirlitinu. Meira er ekki hægt að segja sem stendur." seinni umferðinni hefur HSÍ ákveð- ið að draga um 50 bíla 9. febrúar í stað 30 bíla eins og fyrirhugað var og verða því 23 bílar í vinninga umfram það sem þyrfti að vera. Vonumst við til, að það verði enn frekari hvatning til að hvetja lands- liðið okkar til stórra sigra, um leið og þakkað er fyrir veittan stuðning. (Frétt frá HSl) GENGIS- SKRÁNING Nr. 8 - 14. janúar 1987 Kr. Kr. ToU- Ein.KI. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 40,000 40,120 40,580 Stpund 59,888 50,068 59,145 Kan.dollari 29,267 29,354 29,400 Dönskkr. 5,6567 5,6727 5,4561 Norskkr. 5,5815 5,5983 5,4364 Sænskkr. 6,0537 6,0719 5,9280 Fi.mark 8,6430 8,6690 8,3860 Fr.franki 6,4360 6,4554 6,2648 Belg. franki 1,0411 1,0442 0,9917 Sv.franki 25,6739 25,7510 24,7326 Holl. gyllini 19,1022 19,1595 18,2772 V-þ. mark 21,5459 21,6106 20,6672 Itlíra 0,03025 0,03034 0,02976 Austurr. sch. 3,0599 3,0690 2,9416 Port.escudo 0,2811 0,2819 0,2742 Sp.peseti 0,3125 0,3135 0,3052 Jap.yen 0,25999 0,26077 0,25424* Irsktpund 57,520 57,693 56,123 SDRISérst.) 49,6537 49,8026 49,2392 ECU, Evrópum. 44,3820 44,5151 42,9296 Willy Milly í Laugarásbíó Laugarásbíó hefur tekið til sýninga myndina Willy Milly. Milly Neiss- mann á sér eina ósk og hún er að verða strákur. Hún trúir að fólk geti fengið óskir sínar uppfylltar ef það fylgist með sólmyrkva. Það gerir hún og ósk hennar rætist. Ekki eru öll vandamál Millyar^ sem nú fær nafnið Willy, leyst og söguþráðurinn fylgir henni/honum í gegnum ný vináttubönd og nýjan skóla þar sem ýmislegt er öðruvísi en Milly hélt. Leikstjóri myndarinn- ar er Paul Schneider en aðalhlut- verk er í höndum Pamelu Segall. Austur- bæjarskóli: Nemendur kveiktu í TVEIR tíu ára gamlir drengir hafa viðurkennt að hafa borið eld að einangrunarplötum, sem staflað var upp á neðstu hæð Austurbæjarskólans. Eldur kom upp í Austurbæjar- skólanum um hádegið á mánudag, en greiðlega gekk að ráða niðurlög- um hans. Drengirnir tveir, sem eru báðir nemendur í skólanum, hafa viðurkennt íkveikju. Enn er unnið að rannsókn á bruna veiðihúss við Elliðaár og vinnuskúr við Sævarhöfða. Eldur kom upp á báðum stöðunum skömmu eftir miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins. „Hassan yrði tekinn af lífiu VINIR íranans Hassan hér á landi hafa látið Morgunblaðið fá yfirlýsingu um málið, eins og það snýr við þeim. Það er að ósk Hassan sjálfs sem dulnefni er notað, því hann óttast um afdrif fjölskyldu sinnar í íran að öðrum kosti. Yfírlýsing vina hans er á þessa leið: „Hassan yrði tekinn af lífi ef hann færi aftur til Iran. Hann óskar aðeins eftir því að fá að dveljast á Islandi þar til hann fær leyfí til að fara til ættingja sinna í Banda- ríkjunum. Útlendingaeftirlitið ákvað að Hassan skyldi sendur úr landi og er þar líklega um að kenna skorti á lagalegri aðstoð, tungumálaerfið- leikum hans og því, að upplýsingar hafa ekki komist til skila. Til allrar hamingju urðu samtöl við íslenska embættismenn til þess að mál hans verður tekið upp aftur. Nánari könnun á tiltækum upp- lýsingum og samskipti við þá sem til þekkja leiða án efa í ljós að lífi Hassan yrði stefnt í voða ef hann yrði sendur úr landi. Hassan hefur setið í haldi í Iran vegna pólitískra skoðana sinna og nokkrir vina hans hafa verið teknir af lífi. Þegar hann dvaldist í Tyrklandi var hann eitt sinn nærri því að vera sendur aftur til íran.“ Bíla-happdrætti HSÍ: Vinningiim fjölgað um 20 Kjartans J. Jóhanns- sonar minnst á Alþingi HELGI Seljan, varaforseti sam- einaðs þings, flutti eftirfarandi minningarorð um Kjartan J. Jó- hannsson, lækni og fyrrverandi alþingismann, á Alþingi í gær. Kjartan andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík miðvikudaginn 7. jan- úar, tæplega áttræður að aldri. „Kjartan J. Jóhannsson var fæddur 19. apríl 1907. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Ármann úrsmiður Jónasson bónda í Drangshlíð undir Eyjafjöllum Kjart- anssonar og Ólöf Jónsdóttir bónda á Álftanesi á Mýrum Oddssonar. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1925 og læknisfræðiprófi frá Há- skóla íslands 1931. Síðar á árinu 1931 var hann fimm mánuði við framhaldsnám í sjúkrahúsi í Niirn- berg í Þýskalandi. Á starfsferli sínum eftir það fór hann margar náms- og kynnisferðir til sjúkra- húsa erlendis og kynnti sér í flestum ferðum einkum handlækningar og svæfingar, en einnig barnávemdar- og áfengismál. Árið 1978 var hann . viðurkenndur sérfræðingur í heimil- islækningnum. Á árunum 1931— 1932 gegndi hann um stundarsakir héraðslæknisstörfum í Seyðisfjarð- arhéraði, Blönduóshéraði og loks í Stykkishólmshéraði. Haustið 1932 settist hann að á Isafirði sem starf- andi læknir og var jafnframt aðstoðarlæknir við sjúkrahúsið þar og staðgengill héraðs- og sjúkra- húslæknis 5 fjarvistum hans. Sjúkrahúslæknir var hann 1942— 1946 og nokkra mánuði á árinu 1954, meðan beðið var eftir nýjum sjúkrahúslækni. Vorið 1963 var hann skipaður héraðslæknir í Kópa- vogshéraði en lét af því embætti í febrúar 1978 fyrir aldurs sakir. Eftir það var hann yfirlæknir sjúkrahótels Rauða kross íslands í Reykjavík. Kjartan J. Jóhannsson lagði víða Kjartan J. Jóhannsson lið í félagsmálum og frarnkvæmdum á starfsárum sínum á ísafirði og síðar hér syðra. Hann var formaður nefndar, sem sá um uppbyggingu sundhallar á ísafirði 1944—1945, formaður Skíðafélags ísafjarðar, í stjóm Skógræktarfélags ísafjarðar, formaður Læknafélags Vestijarða og ísafjarðardeildar Rauða krossins og síðar í stjóm Rauða kross ís- lands. Hann var í stjóm útgerðarfé- laga og rækjuverksmiðju á ísafirði. í bæjarstjórn ísafjarðar átti hann sæti 1950—1958. Umdæmisstjóri Rótarý-klúbbanna á íslandi var hann 1951—1952. Á Alþingi átti hann fyrst sæti í nóvember og des- ember 1946 sem landskjörinn varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins. Alþingismaður Isafjarðarkjör- dæmis Var hann 1953—1959 og Vestfjarðakjördæmis 1959—1963, sat á 12 þingum alls. I trygginga- ráði átti hann sæti 1953—1971 og í áfengisvamaráði frá stofnun þess 1954 til 1978. Árið 1954 var hann Iqörinn í milliþinganefnd í heilbrigð- ismálum en var leystur frá störfum í nefndinni að eigin ósk. Sama ár var hann kosinn í nefnd til að endur- skoða lög um almannatryggingar. í stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs var hann 1956—1963. I maí 1959 var hann kjörinn í milliþinganefnd til að athuga á hvem hátt unnt væri að búa öldmðu fólki skilyrði til að nota starfsorku sína og árið 1966 í nefnd til að stjóma fram- kvæmd breytingar frá vinstri til hægri umferðar. Formaður Geð- verndarfélags íslands var hann 1966—1975 og formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda 1971— 1974 og síðar heiðursfélagi þess. Kjartan J. Jóhannsson lauk lækn- isfræðiprófi tæplega hálfþrítugur og starfaði við lækningar og líknar- mál ævilangt upp frá því. í þeim störfum sínum ávann hann sér hylli á heimaslóðum sínum með ljúf- mennsku, samviskusemi og ósér-.# hlífni. Hann var ötull starfsmaður, vel íþróttum búinn, viðbragðsfljótur og félagslyndur. Vegna þessara og annarra mannkosta hlóðust á hann margvísleg störf á öðram sviðum. Á Alþingi sinnti hann mest heil- brigðismálum og framfaramálum kjördæmis síns. Mörg áranna á þingi átti hann sæti í fjárveitinga- nefnd og var formaður hennar á tveimur síðustu þingunum. Hann átti framkvæði að lögum um bann við hnefaleikum, sem vora sam- þykkt árið 1956. Hann bar fram á Alþingi tillögu um hægri umferð og átti síðan þátt í farsælli fram- kvæmd laga um það efni. Hann var tillögugóður og samstarfsfús og lauk miklu ævistarfi á löngum ferli. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að minnast Kjartans J. Jóhannssonar með því að rísa úr sætum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.