Morgunblaðið - 15.01.1987, Side 40
40_______
Blönduós
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987
Marga lífeyris-
sjóði í stað eins
Dionauwti.
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í A-Húnavatnssýslu héldu fund á
Blönduósi laugardaginn 10. janúar með efstu mönnum á framboðs-
lista flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. En þeir eru Páhni
Jónsson alþingismaður sem skipar fyrsta sætið, Vilþjálmur Egils-
son hagfræðingur VSÍ og formaður SUS sem er í öðru sæti og
Karl Sigurgeirsson f ramkvæmdastj óri Hvammstanga í því þriðja.
j Á fijndinum kom fram hugmynd
hjá Vilhjálmi Egilssyni, um marga
jjjálfstæða lífeyrissjóði víða um
lánd í stað eins lífeyrissjóðs fyrir
alla landsmenn. í ræðu Vilhjálms
kom fram að lífeyrissjóðimir væru
að eflast svo mikið um þessar
mundir og það væri mjög mikil-
vægt að hafa marga sjálfstæða
sjóði víða um land og nota þann
spamað sem fæst í gegnum lífeyr-
issjóðina til að byggja upp atvinnu-
lífíð í viðkomandi byggðarlögum.
Vilhjálmur benti m.a. á að Al-
þýðuflokkurinn vildi fá einn lífeyr-
issjóð fyrir alla landsmenn en
Hér er Pálmi Jónsson alþingismaður í pontu. MorKunbiaðia/J6n Sipr-
gallinn við það væri sá að þá sogað-
ist allt Qármagnið suður og til yrði
eitthvað apparat sem drottnaði
yfír þessum sjóði.
Vilhjálmur kom einnig fram með
þá hugmynd, að þar sem sveitafé-
lög em hluthafar í fyrirtækjum og
hlutafjárins aflað með útsvömm á
fólkið, þá eigi skattgreiðendur hver
og einn í sveitarfélaginu að fá
hlutabréf í fyrirtækinu sem hann
síðan getur notað til skattafrá-
dráttar.
Margar athuglisverðar hug-
myndir komu fram hjá frambjóð-
endum og er greinilegt að
kosningabaráttan er að heíjast hér
í vestara kjördæminu norðan heiða.
- Jón Sig.
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
Lífsreyndur maður sagði eitt sinn:
Guðhjálpi þeim sem ekki villgiftast
fyrr en hann hefur fundið hina full-
komnu konu.
Guð hjálpi honum þó enn meir
þegar hann hefur fundið hana.
— hann var góður þessi —
Eins og menn hafi nú yfír ein-
hveiju að kvarta. Hin fullkomna
kona býður aðeins upp á fullkomna
máltíð. Beinasta leið að hjarta
mannsins er jú — I gegn um magann!
Dömur, þið fylgið bara uppskrift-
inni:
NU ER GLETTILEGA ODYRT AÐ
FLJÚGA BEINT TIL ORLANDO
Hvort sem þú dvelur í Orlando eða á Madeira Beach,
örskammt frá St. Petersburg, áttu dýrðardaga í vændum.
Á Flórída getur þú valið úr fjölda skemmti- og veitinga-
staða, faríð á tónleika, sirkus og kynnst ævintýraheimi
Walt Disney, Epcot Center og ótal fleiri staða. Dollarinn
erá góðu verðiþannig að verðlag erlíka sérlega hagstætt.
Verð* Hótel Staður Dvöl
A Kr. 22.478 Days Inn Orlando 11 dagar
B Kr. 26.030 Days Inn Orlando 18dagar
C Kr. 25.063 Madeira Place Madeira Beach 11 dagar
D Kr. 30.260 Madeira Place Madeira Beach 18dagar
Steiktur regn-
bogasilungur
með zucchini
og gulrótum
1 kg silungur
1 sítróna
1—2 msk. hveiti
4 msk. smjörlíki
1 zucchini
3 gulrætur (250 gr)
’Msk. söxuð steinselja
eða þurrkuð (parsley)
2 msk. vatn
örlítið salt
1 bolli gijón
1. Silungurinn er hreinsaður og
flakaður, bein fjarlægð, en ekki roð-
flett. Flökin em síðan sett á disk
og er safa úr lh sítrónu dreypt yfir
þau og þau látin standa í 5—10 mín.
2. Fiskflökin em skorin í 2—3
stk. og velt létt upp úr hveiti. 2
msk. smjörlíki er brætt á pönnu og
fískurinn steiktur í feitinni við væg-
an hita á báðum hliðum þar til
fiskurinn er steiktur í gegn.
Ef aðeins ein steikarpanna er til
á heimilinu er best að steikja fiskinn
fyrst og setja hann síðan í heitan
ofn á meðan grænmetið er útbúið
og gijónin em soðin.
3. Gulrætumar em hreinsaðar og
skomar í þunnar sneiðar. Zucchini
er hreinsað vel (með bursta undir
rennandi vatni) og þerrað. Það er
einnig skorið í mjög þunnar sneiðar.
3. 2 msk. smjörlíki er hitað á
pönnu. Niðurskomar gulrætur og
zucchini em léttsteikt í feitinni, salti
er stráð yfír grænmetið og örlítið
af möluðum pipar. 2 msk. af vatni
er bætt á pönnuna og lok sett yfír.
Grænmetið látið krauma í ca. 10
mín. Hristið pönnuna af og til. Að
síðustu er saxaðri steinselju blandað
saman við grænmetið.
4. Steiktum fískinum er raðað á
fat og er grænmetið sett meðfram.
lh sítróna er skorin í litla báta og
sett með fiskinum.
Meðlæti er soðin grjón: Hlutföli
em 1 bolli gijón á móti 2 bollum
af vatni. Þau á að skola fyrst og svo
soðin í vatninu í 10 mín. og látin
standa í pottinum með loki á í aðrar
10 mín. Eiga þau á þeim tíma að
hafa dregið í sig hæfilegan raka og
verða laus í sér.
Innifalið i verði er: Flugferðir og gisting. Ókeypis rútuferðir frá Orlando til St. Petersburg.
* Verð á mann í 4ra manna fjölskyldu (tvö börn undir 12 ára aldri)
Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur.
Upplýsingasími:
25100
FLUGLEIDIR
ða: Laakjai
Álftabakka 10.
Ótal fleiri otrulega ódýrir möguleíkar.
Verð á hráefni
Regnb.sil.......... 215,00
Sítróna ............ 11,00
3gulrætur .......... 17,50
1 zucchini ........ 73,00
Kr. 316,50
VJterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamióill!