Morgunblaðið - 15.01.1987, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987
43
Af konum í hefndarhug
Konur í hefndarhug á götum Napólí-borgar.
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Regnboginn: Comorra ★ 'h
Handrit og leikstjórn Lina Wert-
miiller. Kvikmyndataka Guiseppe
Lanci. Framleiðendur Golan-
Globus. Aðalhlutverk Angeia
Molina, Harvey Keitel, Isa Dani-
elli, Fransico Rabal. ítölsk.
Cannon 1986.
Sú var tíðin að menn biðu með
eftirvæntingu nýrrar myndar eftir
Linu Wertmiiller enda var hún með-
al athyglisverðari leikstjóra fram
eftir síðasta áratug. Árið 1972 kom
sú ógleymanlega mynd The
Seduction of Mimi, sem vakti
mikla athygli. Næsta ár rak hvert
meistaraverkið annað; Love and
Anarchy, Swept Away... og
1976 Seven Beuties, tvímælalaust
hennar besta verk fyrr og síðar.
Eins og flestum er kunnugt hefur
smælinginn í þjóðfélaginu löngum
verið meginviðfangsefni Wertmiill-
ers og var hann lengst af túlkaður
af snilld í myndum hennar af hinum
hæfileikaríka Giancarlo Gianinni. í
Seven Beuties reis frábær sam-
vinna þeirra hæst. Myndin er
klassísk og segir fyrst af gangstem-
um og undirheimahöfðingjanum
Gianinni, síðar stríðsfanga Þjóð-
vetja í seinna stríði, baráttu hans
við að komast af undir gjörólíkum
kringumstæðum.
Myndin varð heimsfræg og nú
komst Wertmuller ekki lengur hjá
garði í Hollywood. Warner Bros
bauð henni margra mynda samning
og fyrsti afrakstur hans var hin
kolómögulega The End Of The
World In Our Usual Bed In Night
full Of Rain. Sambúð Hollywood
og Wertmullers var bæði stutt og
slæm, ferili hennar beið skipbrot
eftir Wamer-ævintýrið og hefur lítið
sést eftir konuna fyrr en nú að
Comorra kemur fram á sjónarsvið-
ið með dyggri aðstoð Cannon-fyrir-
tækisins.
Enn er yrkisefnið barátta lítil-
magnans við fjandsamlegt, yfir-
drottnandi umhverfi. Að þessu sinni
em það húsmæður í Napólí, sem
eiga harma að hefna á Mafíunni,
sem þar í borg gengur undir nafninu
Comorra. Þessar harðsnúnu konur
eiga það sameiginlegt að böm þeirra
hafa orðið eiturlyfjum að bráð fyrir
tilstilli Comorrunnar. Og þær safna
liði og hefna . . .
Því miður eimir lítið eftir af fomri
frægð Wertmullers í Comorra sem
er ósköp hversdaglegur og auð-
gleymdur þriller, efnistökin t.d.
ekkert merkilegri á nokkurn hátt
en í meðalsakamálaþætti á borð við
t.d. bann ítalska Kolkrabba.
Ekki bætir úr að myndin er
„döbbuð“ og ég minnist þess ekki
að hafa séð þau vinnubrögð vel úr
garði gerð. „Döbbun" verður alltaf
lýti á kvikmynd og óskandi að við-
komandi aðilar legðu kapp á að fá
allar myndir með frumtexta. Það
væri greiði við alla kvikmyndahús-
gesti.
Mikill skákáhugi í Dölum:
Gísli Gunnlaugs-
son sigraði
í firmakeppni
Búðardal.
Ungmennasamband Dala-
manna og Norður-Breiðfirðinga
efndi til firmakeppni í skák i
Dalabúð 27. desember sl. 35 fyr-
irtæki, félög, stofnanir og sveit-
arfélög tóku þátt í keppninni.
Keppendur voru 61 er kepptu í
7 flokkum. Sigurvegari mótsins
varð Gísli Gunnlaugsson er
keppti fyrir Samvinnubankann
Króksfjarðarnesi.
í kvennaflokki sigraði Sigurbjörg
Kristmundsdóttir. Hún keppti fyrir
Þömngaverksmiðjuna, Reykhólum.
í öldungaflokki sigraði Jósef Jó-
hannesson, Kaupfélagi Hvamms-
íjarðar. í 16—18 ára flokki sigraði
Guðjón Gíslason, Kaupfélagi
Saurbæinga. í 13—15 ára flokki
sigrað, Elvar Guðmundsson, OLÍS,
Búðardal. í 11—12 ára flokki sigr-
aði Gunnar Gunnarsson, Mjólkur-
samlagi Búðardals. í flokki 10 ára
og yngri sigraði Ragnar Gísli Ólafs-
son, Lyfsölunni, Búðardal.
Sérstök verðlaun vom veitt
yngsta og elsta keppanda mótsins.
Einnig vom veitt verðlaun þeirri
fjölskyldu er samanlagt hlaut flesta
vinninga. Þessi verðlaun hlaut fjöl-
skyldan að Giljalandi, Haukadal.
Vegleg verðlaun vom í boði, sem
gefin vom af eftirfarandi fyrirtækj-
um í Reykjavík: Bílanausti hf.,
Goða, kjötiðnaðarstöð, Teppaland,
Víði Finnbogasyni, Þýsk-íslenska
verslunarfélaginu. Við öll þessi fyr-
irtæki hafa Dalamenn og Austur-
Barðstrendingar átt góð viðskipti á
liðnum ámm.
Á þessu skákmóti keppti fjöldi
barna og unglinga. Eflaust má
rekja skákiðkunina til þess, að skól-
amir hafa haldið upp skákstarfi
undanfarin ár. T.d. í Búðardals-
skóla er ráðinn á hverju hausti aðili
til að sjá um skáklífið í skólanum.
Þá má geta þess, að í vetur er rek-
inn skákskóli í Dalabúð fyrir böm
og unglinga eða alla, sem hafa
áhuga.
Það er Gísli Gunnlaugsson, sem
hefur staðið fyrir skákíþróttinni í
Búðardal og stendur fyrir skákskól-
anum og fær húsnæði í Dalabúð.
Gísli eyðir sínum frítíma í að leið-
beina börnum og unglingum í
þessari íþrótt og á hann þakkir
skildar fyrir þau störf.
Kristjana
Málfreyjudeildin Kvistur 10 ára:
'ftirminnileg ferð, sem kostar
aðeins frá kr. 24.385.-
Afmælisfagnaður
á Sögu um helgina
UM ÞESSAR mundir er mál-
freyjudeildin Kvistur 10 ára.
Deildin mun af því tilefni efna
til afmælisfagnaðar að Hótel
Sögu þann 17. janúar nk. og hefst
hann kl. 19.00.
Samtökin Intemational Training
in Communication vom stofnuð í
Bandaríkjunum árið 1938. Stofn-
andi þeirra, frú Emestine White,
sameinaði þá úndir merki ITC
ræðuklúbba kvenna sem starfandi
vom víðsvegar um Bandaríkin. Hún
sagði þá: „að með sameiginlegu
átaki væri ófyrirséð hversu langt
konur gætu náð í því, að vinna sjálf-
um sér og þjóðfélaginu gagn.“
Stefna ITC er: „að efla frjálsar og
eðlilegar umræður sem skulu vera
hlutlausar í stjómmálum, félags-
málum, fjármálum, kynþáttamálum
og trúmálum".
Fyrsta málfreyjudeildin var
stofnuð hér á landi árið 1975 og
ber hún heitið Varðan í Keflavík,
en málfreyjudeildin Kvistur er
fyrsta deildin sem stofnuð var í
Reykjavík. Stofnforseti hennar var
Aðalheiður Maack.
Málfreyjudeildin hefur staðið fyr-
ir kynningarfundum í starfi mál-
freyja og stuðlað að stofnun deilda
víða og em deildimar nú orðnar
23 og starfa þær í Hafnarfírði,
Kópavogi, Mosfellssveit, Keflavík,
Reykjavík, Selfossi, Akranesi, Vest-
mannaeyjum, Stykkishólmi, Pat-
reksfírði, Bolungarvík, ísafirði,
Bíldudal, Tálknafírði, Akureyri,
Mývatnssveit og yngsta deildin
verður á Hvolsvelli.
í núverandi stjórn Kvists em:
Guðrún Björg Gísladóttir forseti,
Olga Hafberg 1. varaforseti, Hafdís
Benediktsdóttir 2. varaforseti, Jóna
Möller ritari, Jóhanna Hlöðvers-
dóttir gjaldkeri, Hansína Á. Björg-
vinsdóttir þingskapaleiðari og
Hildur G. Eyþórsdóttir ráðsfulltrúi.
(Úr fréttatilkynningu)
Tónlistin hefur verið
aðalsmerki Vínar um aldir
og svo er enn í dag.
Hvergi í heiminum er
tónlistarlífið blómlegra,
eins og sjá má á
fjölbreyttum dagskrám ópera og annarra
tónlistarhúsa.
Á næstu vikum gefst þér m.a. kostur á að
sjá óperurnar La Traviata, Hollendinginn
fljúgandi, Valkyrjurnar, Leðurblökuna og
ótal margar fleiri.
Vínarbúar eru snillingar í
matargerð. í Vín getur þú
valið um fjölmörg úrvals
veitingahús, sem öll eiga
það sameiginlegt að bjóða
upp á fyrsta flokks mat.
Daglega eiga sér stað stórviðburðir á öllum
sviðum í þessari sígildu borg lista og
menningar í hjarta Evrópu. - Það er
FLUGLEIDIR
sannarlega þess virði að
skella sér með í Vínarferð
SAS og Flugleiða og
upplifa allt það sem Vín
hefur að bjóða.
SAS og Flugleiðir bjóða þér fimm daga
Vínarferðir, brottför er alla fösfudaga.
Gist er á Sheraton í Kaupmannahöfn eina
nótt og fjórar nætur í Vín, þar sem þú getur
valið um gistingu á nokkrum fyrsta flokks
hótelum. Hægt er að framlengja dvölina í
báðum borgunum að ósk.
Boðið er upp á fjölbreyttar
skemmti- og skoðunarferð-
ir um borgina og einnig til
Búdapest.
Eftirminnileg Vínarferð með SAS og
Flugleiðum kostar aðeins frá kr. 24.385.- í
tvíbýli. Innifalið er flug, gisting og
morgunverður.
ffl/SHS
G0H FÓLK / SÍA