Morgunblaðið - 15.01.1987, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987
51
lega skeð. Búið að pæla í okurmáli
því mesta að talið er, sem nokkurn
tímann upp hafi komið, lögfræðing-
ar og allra handa sýslumenn lagt
nótt við dag við að pæla í þessum
ósköpum öllum og svo að endingu
komið fyrir æðsta dómstól landsins,
að þá allt í einu kemur uppúr kaf-
inu, að engin lög í okkar landi banna
nokkrum lifandi manni að okra svo
mikið, sem hann hefur vit og þor
til. Já, ef þetta er ekki hneyksli,
þá veit ég ekki hvað hneyksli er.
Og þriðja
Einhvem tímann í sumar las ég
það í blaði, að bmnnið hefðu veiðar-
færi hjá manni norður í landi.
Maðurinn taldi veiðarfærin tryggð,
en kom svo uppúr kafinu, að trygg-
ingarfélagið taldi sér ekki skylt að
borga tjónjð, þar sem ekki hafði
verið borgað iðgjaldið af trygging-
unni. Hafði þó upp gefið að dráttar-
vextir hafi reiknaðir verið, svo sem
af öðmm vangoldnum skuldum. Nú
skal ég því ekki bót mæla, að ið-
gjaldið var ekki borgað, en það er
hitt, sem ég engan veginn get að
mér komið, hvernig hægt er að
krefjast dráttarvaxta af skuld, sem
ekkert gildi hefur. Nú veit ég það,
að tryggingarfélög borga tjónabæt-
ur þótt ekki sé borgað iðgjaldið
áður en brennur, enda vanalegt að
hringt sé í tryggingarfélag og beðið
um tryggingu frá þeim degi og hún
samþykkt án þess að nokkur stafur
sé kominn fyrir tryggingarkostnað-
inum. Og svo ef brennur daginn
eftir að tryggt er, er þá ekki trygg-
ingarfélaginu skylt að greiða
tryggingampphæð þess ti-yggða,
þótt ekki sé búið að borga iðgjaldið?
Ef tryggingarfélag segir ekki
upp tryggingu frá ákveðnum degi
eða tíma er ekki nokkur leið að
telja fyrir tryggingartaka, að trygg-
ingin sé ekki í lagi, enda einmuna
siðferðisleg skylda tryggingarfé-
lagsins að tilkynna slíkt, annað-
hvort með símtali beint við
viðkomandi mann eða með ábyrgð-
arbréfi. En þótt iðgjald sé ógreitt,
en með fullum dráttarvöxtum reikn-
að tel ég vera bara eins og hverja
aðra viðskiptaskuld og enginn rétt-
ur sé því samfara til að standa
ekki ábyrgur fyrir tjónabótum ef
svo til falla.
En það er eins og ágætur maður
sagði: Að það er ekkert fyrirtæki
betra en maðurinn sem stjórnar
því. En slíka gerð sem þessa kalla
ég hneyksli.
En svo lýsandi
Ijósgeisli í lokin
En burtséð frá öllum ama og
hrellingum hefur þó einn lýsandi
geisli skinið á vegferð okkar ágætu
þjóðar á sl. ári, og á ég þar við
hana Hófí okkar, fegurðardrottn-
inguna frægu.
Ekki bara fyrir það eitt, að hún
sé falleg ásýndum, heldur miklu
fremur fyrir þann yndislega þokka,
sem af henni Ijómar í framkomu
allri — og viðmóti, Einlægir geislar
blíðu og hógværðar streyma frá
henni út í vitund manna svo hvar-
vetna vekur hylli og aðdáun — og
svo sannarlega kórónar hún tilfinn-
ingar fjöldans með sinni ástríku
umhyggju og elskulegheitum til
bamanna sinna, sem svo djúpum
rúnum rista í tilveru og meðvitund
allra, að maður verður snortinn af
kærleikstilfinningu til okkar
minnstu meðbræðra. Og svo sann-
arlega skein þar sú hamingjusól —
þar sem Hófí fór — að upplýsti
margar þær skuggaskúrir, sem víða
upp drógust á þjóðarhimin ársins
1986 og sem þjóðhetja ársins mun
hún um ókomin ár verða í tilfinn-
ingu okkar ein sú sterkasta og
elskulegasta minning, sem dýrust
mun í hugskotinu geymast.
Hún er svo sannarlega mann-
eskja ársins nítján hundruð áttatíu
og sex.
Eg óska landsmönnum árs og
friðar á nýju ári.
Höfundur er bóndi á Bæjum
á Snæfjallalströnd.
Herskarar harðstjóranna, 2. grein:
Að ganga með Gúlaginu
eftir Vilhjálm
Eyþórsson
Mér er fullljóst, að samúð með
Gúlaginu er ekki það eina, sem
greinir sundur vinstri menn og
hægri, en um forræðishyggju, sýnd-
armennsku, tvöfeldni, óskhyggju og
orðagjálfur mun ég e.t.v. ræða
síðar. Það er afstaðan til alræðis-
stjórna kommúnista, og mun ég því
enn ræða hana nokkuð:
Lengi hefur verið meginregla,
a.m.k. innan stjórnmálafræði, að
skipta harðstjórnum heimsins í tvo
flokka. Annars vegar eru svonefnd-
ar hefðbundnar einræðisstjórnir
(sem hafa t.d. verið og eru í ýmsum
Afríku- og Suður-Ameríkulöndum),
og hins vegar alræðisstjórnir (þ.e.
flokksræðisstjórnir kommúnista og
nasista). Hugtakið „alræði" er þó
allflókið og er umdeilt, hvort um
sé að ræða sérstakt stjórnarform
eða einungis harðneskjulegasta af-
brigði einræðis. Hér gefst ekki rúm
til að ræða alræðið sem vert væri,
en til er eitt ágætt ráð til að greina
sundur alræðisstjórnir og hefð-
bundnar einræðisstjómir: Þær
harðstjórnir heimsins, sem eiga
skipulagða hópa samúðar- og
stuðningsmanna í öðrum löndum
eru alræðisstjórnir. Þær sem
ekki hafa slíkt aðdráttarafl út
fyrir landamæri sín eru hefð-
bundnar einræðisstjórnir.
Þetta segir vissulega ekki alla
sögu um mun alræðis og einræðis,
en af fyrrnefndri reglu má sjá, að
skipta má vondum stjómum heims-
ins í tvo meginflokka og sú skipting
er mikilvæg: í öðmm flokknum
lenda þær, sem ekki draga að sér
aðdáun erlendra manna. I síðari
flokknum em þær harðstjórnir, sem
eiga stjórnmálaflokka sér til full-
tingis í lýðftjálsum löndum, auk
víðtækrar samúðar og skilnings,
ekki síst meðal mennta- fjölmiðla-
og listamanna.
Að bæta líkama og- sál
Þetta er ástæða þess, að mann-
réttindabarátta á Vesturlöndum fer
fram með tvennum hætti: I fyrsta
lagi er sú barátta, sem beinist gegn
stjórnum, sem af einni eða annarri
ástæðu em á móti kommúnistum
(m.ö.o. em „hægrisinnaðar"). Flest-
allir hægri menn (þ.e. andkomm-
únistar) á Vesturlöndum finna þó
ekki hjá sér þörf til að réttlæta þær
eða verja). Má hér nefna sem dæmi
Chile, Suður-Afríku, eða þá vald-
Vilhjálmur Eyþórsson
hafa, sem til skamms tíma ríktu í
Argentínu, á Haiti eða Filippseyj-
um.
Mannréttindabarátta, sem bein-
ist gegn stjórnum af þessu tagi
hlýtur að vera góð fyrir sálina, en
líka fyrir líkamann, því henni fýlgja
oft gönguferðir. Þar að auki er hún
auðveld og felur ekki í sér hættu.
Aðalatriðið er að lýsa hneykslun
sinni á fyrrnefndum stjómum á sem
áhrifamestan og ábúðarfýllstan
hátt, helst í fjölmiðlum, til að sem
flestir sjái, hvað manni er annt um
mannréttindin. Líka eru stofnaðir
„mannréttindahópar", sem hafa það
markmið að sýna, hvað meðlimir
þeirra hafi mikinn áhuga á mann-
réttindum.
Stundum röltir fólk í bæinn og
ber spjöld, þar sem ástandið í þessu
eða hinu landinu er harmað. Ræður
eru fluttar og ljótar sögur sagðar.
Allir em sammála og þeim líður
vel, vegna þess að þeir em góðir,
en hinir em vondir.
Stjórnirnar, sem úthúðað var,
frétta trúlega aldrei af þessu fram-
taki hér uppi á íslandi og þátttak-
endur þurfa ekki að óttast neitt.
Engin „vináttufélög" em hér starf-
andi við andkommúnískar harð-
stjórnir úti í hinum stóra heimi,
enda eiga slíkir valdhafar ekki
skipulagða hópa ^ samúðar- og
stuðningsmanna á íslandi.
Að glíma við Gúlagið
Öðm máli gegnir um alræðis-
stjómimar í síðari flokknum. Þar
er ekki við að eiga valdsmenn í fjar-
lægum og tiltölulega litlum löndum
í afskekktum heimshlutum. Hér er
um að ræða sjálft Gúlagið og þá
Vesturlandabúa, sem taka málstað
þess, m.ö.o. vinstri menn sem heild,
og ekki einungis þann hluta þeirra,
sem nefnist kommúnistar. Baráttan
gegn valdhöfum Gúlagsins fer fram
á innanlandsvettvangi.
Tali menn of mikið um kúgun
og ódæðisverk Ho Chi Minhs, Maos,
eða Castrós, svo nokkrir séu nefnd-
ir, eiga þeir ekki von á góðu, allra
síst frá friðar-, mannúðar- og
mannréttindapostulum þeim, sem
háværastir eru.
Sumir vinstri menn þora reyndar
ekki lengur nema að mjög takmörk-
uðu marki að vetja Stalín og
ýmislegt í Austur-Evrópu, sem allra
rækilegast hefur verið flett ofan
af. Þeir eiga þó enn alltaf hlý orð
um t.d. Mao, Tito og fleiri, sem enn
bíða þess að sannleikurinn um þá
komi í ljós.
Sá sem er of berorður um Gúlag-
ið má búast við öllu illu og ekki
aðeins frá alþýðubandalagsmönn-
um og Kvennalista þeirra, heldur
má hann búast við kárínum frá
framsóknar- og alþýðuflokksmönn-
um (þeir síðarnefndu eru m.a.
dyggustu bandamenn Nicaragua-
stjórnar á íslandi).
A undanförnum árum og áratug-
um hafa menn margsinnis fengið
að sjá hvemig Gróu á Leiti er kom-
ið á kreik gagnvart þeim, sem
dirfast að vera eindregið á móti
alræðiskúgunarkerfi kommúnista.
Séu þeir listamenn eru verk þeirra
svívirt eða þöguð í hel. Sá sem
ekki gefur a.m.k. þegjandi sam-
þykki sitt við þeim illræðisverkum
sem daglega fara fram innan jám-
og bambustjalds hlýtur nefnilega
að vera að minnsta kosti „hægri-
öfgamaður", en þó trúlega „fasisti".
Séu menn mjög harðir em þeir
sennilega „nasistar“.
Vegna þessa alls er í rauninni
miklu sniðugra að vera vinstri mað-
ur en hægri, hafi menn geð í sér
til þess að ganga með Gúlaginu á
annað borð. Sjálfur hef ég þó aldr-
ei getað hugsað mér það og svo er
um fjölmarga aðra. Vinstri mennsk-
an hefur um langt skeið þótt fín
og bera vott um gáfur og mann-
gæsku. Þetta viðhorf þarf að
breytast og það mun gera það.
Höfundur er ritstjóri bókafiokks-
ins íslenskur annáll.
V estmannaeyjar:
Kiwanismenn minna
á tilkynningaskylduna
Vestmannaeyjum.
Kiwanisklúbburinn Helgafell í
Vestmannaeyjum hefur þriðja
árið í röð gefið út dagatal sem
dreift er ókeypis um borð í öll
fiskiskip landsins. Dagatali þessu
er ætlað fyrst og fremst að
minna skipstjórnarmenn á til-
kynningaskylduna og hefur
þetta framtak þeirra Kiwanis-
manna fallið i góðan jarðveg.
Auk áminningar um að sinna
skyldunni eru á dagatalinu ýmis
varnaðarorð og þarfar leiðbeiningar
til sjómanna varðandi björgunar-
°g öryggismál um borð í skipum.
Hver mánuður er skreyttur litmynd
sem tengist sjómennskunni.
Útgáfa dagatalsins er fjármögn-
uð með auglýsingum. Hagnaði
hefur meðal annars verið varið til a
þess að styrkja skipstjóra Lóðsins
í Eyjum til þess að sækja námskeið
í björgunarskóla í Aberdeen í Skot-
landi. Þá færðu Kiwanismenn í
Helgafelli Slysavarnarfélagi Islands -
að gjöf sjónvarps- og myndbands-
tæki til notkunar við fræðslustörf^
-hkj.
COSA NOSTKA
■ fyrsta sklpti opinberlega
eftir langt hlé
riý og betri Cosa Hostra kemur í fyrsta skipti fram
opinberlega í EVRÓPU í kvöld. tlljómsveitin hefur
tekið stakkaskiptum frá því sem áður var og er í raun
orðin dúett. Cosa riostra er í dag skipuð þeim Mána
Svavarssyni og Ólöfu Sigurðardóttur og segja þeir
sem til þekkja að þau hafi ýmislegt nýtt og ferskt
fram að færa.
Mætum öll og hlustum á þetta áhugaverða „band".
Daddi kynnir nýjustu músíkmyndböndin og athyglis-
verðustu tónlistina.
Mél Sí Kim
Því miður seinkar komu systranna Mél og Kim til
íslands þar sem Mél varð fyrir slysi og liggur nú á
sjúkrahúsi í London. Þær munu koma til landsins í
byrjun næsta mánaðar og skemmta í EVRÓPU 5., 6.
og 7. febrúar.
Jimmy "Bo" Home
Söngvarinn Jimmy "Bo" Horne, sem frægur varð fyrir
lögin "Dance across the floor", "Gimme some' og
"Spank", skemmtir í EVRÓPU um næstu helgi.
augljós