Morgunblaðið - 15.01.1987, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987
Ást er ...
... að fínna að fátt. er
svo með öllu illt að eigi
boði nokkuð gott
TM R«g. U.S. Pat. Off — all rlghts reserved
01986 Los Angetes Times Syndícate
Úr því þú getur búið til
músarholu, hlýt ég að geta
búið til flugnagat?
Guð er eins og Bibl-
ían segir hann vera
Svar við hugvekju Einars J.
Gíslasonar þ. 23.11.86. Guð er
ekki eins og mennirnir vilja hafa
hann. Hann er eins og Biblían
segir frá. Og þar stendur allur
sannleikurinn, og ekki bara hálf-
ur eins og prestamir segja frá.
Þeir velja gjarnan þann hluta
sem þeim líst best á og sleppa
öllu hinu.
í III. Mósebók 26:1-45 stend-
ur t.d.: „Blessun eða bölvun. Þér
skuluð eigi gjöra yður falsguði,
né heldur reisa yður skurðgoð,
til þess að tilbiðja hjá þeim, því
að ég er Drottinn, Guð yðar.
Mina hvíldardaga skuluð þér
halda og fyrir mínum helgidómi
lotningu bera; ég er Drottinn.
Ef þér breytið eftir mínum setn-
ingum og varðveitið mínar
skipanir og haldið þær, þá skal
ég jafnan senda yður regn á
réttum tíma og landið mun gefa
ávöxt sinn og trén á mörkinni
bera aldin sín. Skal þá ná saman
hjá yður þresking og vínbeija-
tekja, og sáning; og þér skuluð
eta yður sadda af brauði og búa
öruggir á landi yðar. Og ég vil
gefa frið í landinu, og þér skuluð
leggjast til hvíldar og enginn
skal hræða yðar; óarga„dýrum“
vil ég eyða úr landinu og sverð
skal ekki fara um land yðar.
Og ég vil snúa mér til yðar og
gjöra yður frjósama og marg-
falda yður, og ég vil gjöra
sáttmála minn við yður. Og ég
mun reisa búð mína meðal yðar
og sál mín skal ekki hafa óbeit
á yður. Og ég mun ganga meðal
yðar og vera Guð yðar, ojg- þér
skuluð vera mín þjóð. Eg er
Drottinn, Guð yðar, sem íeiddi
yður út af Egyptalandi, til þess
aö þér væruð eigi þrælar þeirra.
En ef þér hlýðið mér ekki og
haldið ekki allar þessar skipanir,
og ef þér hafnið setningum
mínum og sál yðar hefir óbeit á
dómum mínum, svo að þér hald-
ið ekki allar skipanir mínar, en
rjúfið sáttmála minn, þá vil ég
gjöra yður þetta: Ég vil vitja
yðar með skelfingu, tæringu og
köldu, svo að augun slokna og
lífíð fjarar út. Og þér skuluð sá
sæði yðar til einskis, því að óvin-
ir yðar skulu eta það. Og ég vil
snúa augliti mínu gegn yður og
þér skuluð bíða ósigur fyrir óvin-
um yðar; og íjandmenn yðar
skulu bíða ósigur fyrir óvinum
yðar; og fjandmenn yðar skulu
drottna yfir yðar og þér skuluð
flýja, þótt enginn elti yður. En
ef þér viljið enn ekki hlýða mér,
þá vil ég enn refsa yður sjö sinn-
um fyrir syndir yðar. Og ég vill
bijóta ofurdramb yðar, og ég
vill gjöra himininn yfir yðaur
sem járn og land yðar sem eir.
Þá mun kraftur yðar eyðast til
ónýtis; land yðar skal eigi gefa
ávöxt sinn og trén á jörðunni
eigi bera aldin sín. Og ef þér
gangið í gegn mér og viljið ekki
hlýða mér, þá vill ég enn slá
yður sjö sinnum, eins og syndir
yðar eru til. Og ég vill hleypa
dýrum merkurinnar inn á meðal
yðar og þau skulu gjöra yður
barnlausa, drepa fénað yðar og
gjöra yður fámenna, og vegir
yðar skulu verða auðir. Og ef
þér skipist ekki við þessa tyftun
mína, heldur gangið í gegn mér,
þá vill ég einnig ganga gegn
yður. Og ég vill láta sverð koma
yfir yður, er hefna skal sáttmál-
ans; munuð þér þá þyrpast inn
í borgir yðar, en ég vill senda
drepsótt meðal yðar og þér skul-
uð seldir í óvina hendur.“ Og svo
áfram í þessum dúr.
Guð er fyrst og fremst rétt-
látur Guð. í sálm. 9:8-9 segir:
„Drottinn ríki að eilífu, hann
hefir reist hásæti sitt til dóms.
Hann dæmir heiminn með rétt-
vísi, heldur réttlátan dóm yfir
þjóðunum.“ í sálm. 21:9-11 seg-
ir: „Hönd þín nær til allra óvina
þinna, hægri hönd þín nær til
allra hatursmanna þinna. Þú
gjörir þá sem glóandi ofn, er þú
lítur á þá, Drottinn; hann tortím-
ir þeim í reiði sinni og eldurinn
eyðir þeim. Ávöxtu þeirra af-
máir þú af jörðinni og afkvæmi
þeirra úr mannheimi." Sálm.
25:8-10 „Góður og réttlátur
er Drottinn, þess vegna vísar
hann syndurum veginn. Hann
lætur hina voluðu ganga eftir
réttlætinu og kennir hinum vol-
uðu veg sinn. Allir vegir Drottins
eru elska og trúfesti fyrir þá,
er gæta sáttmála hans og vitnis-
burða. En auglit Drottins horfir
á þá, er illa breyta, til þess að
afmá minningu þeirra af jörð-
unni,“ 34:17 (Opinberun 20:15)
Sálm. 58:4: „Ogurlegir eru frá
móðurlífi viknir af leið, lygarar
fara villir vegar frá móður-
skauti!“ Sálm. 64:11 „En hinn
réttláti mun gleðjast yfír Drottni
og leita hælis hjá honum, og
allir hjartahreinir munu sigri
hrósa.“ í Malaki 3:6 stendur:
„Ég, Drottinn, hefi ekki breytt
mér.“ í Jes. 45:7 „Ég er Drott-
inn sem tilbý ljósið og framleiði
myrkrið, sem veiti heill og veld
óhamingju — ég, Drottinn, gjöri
allt þetta.“ í Malaki 4:5-6: „Sjá,
ég sendi yður Elías spámann
áður en hinn mikli og ógurlegi
dagur Drottins kemur. Hann
mun sætta feður við sonu og
sonu við feður, til þess að ég
komi ekki og Ijósti jörðina
banni."
Og í Jesaja 66:15-16 stendur:
„Því sjá, Drottinn kemur í eldi,
og vagnar hans eru sem vind-
bylur, til þess að gjalda reiði
sína í heift og hótun sína í elds-
logum. Þvi að Drottinn mun
dóm heyja með eldi, og með
sverði sínu yfir öllu holdi, og
þeir munu margir verða, er
Drottinn fellir. Sjá einnig
Jesaja 26:21 og 13:6-13.
Já, Drottinn vor er réttlátur
Guð.
Margrét Helgadóttir
HÖGISTI HREKKVÍSI
l~-JbULj
„H/4NN L/ETUJ? M'G VITA EFHANN VERÐUK
SVAMGUF?. “
Yíkrerji skrifar
Víkveiji sótti á dögunum tón-
leika sem haldnir voru í
Gerðubergi, menningarmiðstöðinni
í Breiðholti. Leið hans hafði ekki
áður legið í þessa byggingu enda
nokkuð úr leið fyrir íbúa í vest-
urbæ. En það er óhætt að óska
Breiðhyltingum til hamningju með
þessa miðstöð menningar og tóm-
stunda. Víkveiji komst að raun um
að þarna var að finna prýðilegan
sal fyrir smærri tónleika, eins og
um var að ræða í þessu tilfelli, og
allar vistarverur hinar vistlegustu
að öðru leyti. Reyndar saknaði
Víkveiji þess að bókasafnið skyldi
ekki vera opið og því bæði hann
og ýmsir fleiri tónleikagestir höfðu
hug á að nota tækifærið til að skoða
safnið. Hlýtur því að vera um-
hugsunarefni fyrir forráðamenn
útibús Borgarbókasafnsins þarna í
Gerðuberginu hvort ekki eigi að
hafa safnið opið á kvöldin, eða
amk. þau kvöld þegar einhveijir list-
viðburðir eru á ferðinni, þar sem
búast má við einhveijum mannsöfn-
uði og ætla má að þar innan um
séu einhveijir borgarbúar sem ekki
gera sér að öllu jöfnu ferð í þessa
myndarlegu menningarmiðstöð
þarna efra.
XXX
Oft er kvartað undan barnaefni
í sjónvarpi. Nýja sjónvarps-
stöðin, Stöð 2, hefur tekið þá stefnu
að vanda nokkuð til bamaefnis sem
þar er á dagskrá, þó að e.t.v. megi
kvarta undan því að það sé meira
og minna allt úr sömu áttinni. En
alltént er það kærkomin viðbóta við
það efni fyrir börn, sem löngum
hefur verið að finna á dagskrá ríkis-
sjónvarpsins, sem segjast verður
eins og er að hefur verið í býsna
föstum skorðum um langt skeið.
Það verður að teljast skynsamleg
stefna hjá nýju sjónvarpsstöðinni
að leggja rækt við barnaefni, því
að líklega er það efni ásamt kvik-
myndunum, best fallið til að draga
að sér áhorfendur og gefur mörgum
fjölskyldum tilefni til að réttlæta
fjárfestingu í lykilabúnaði og áskrif
að nýju stöðinni. Á sama tíma hlýt-
ur að vera orðið tímabært fyrir
ríkissjónvarpið að skoða sinn gang
í dagskrárefni fyrir böm.
XXX
að er alltaf ánægjulegt þegar
stjómmálamenn em sjálfum
sér samkvæmir og fylgja sannfær-
ingu sinni. Hínn óvæntu viðbrögð
Þorsteins Pálssonar, fjármálaráð-
herra, gegn fyrirhugaðri lagasetn-
ingu í kjaradeilu sjómanna og
farmanna, hafa eðlilega vakið mikla
athygli, enda sjaldgæft að ráðherra
rísi gegn áformum ríkisstjómar
með þessum hætti. En Þorsteinn
hefur allt frá því að hann sat í
Vinnuveitendasambandinu verið
eindreginn talsmaður fijálsra
samninga — án afskipta ríkisvalds-
ins, sem leiða má rök fyrir að hafí
verið íhlutunarsöm um of í þessum
málum á liðnum ámm. En Þorsteinn
er þannig trúr sannfæringu sinni
og sýnir umtalsvert pólitískt hug-
rekki. Vonandi munu deiluaðilar
virða það við hann.