Morgunblaðið - 15.01.1987, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 15.01.1987, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 „Skóli á að opna glugga að nýjum víðáttum og þekkingu“ - Nýbygging Fjölbrautaskóla Suðurlands tekin í notkun við hátíðlega athöfn Selfossi. FJÖLBRAUTASKÓLI Suður- lands hefur nú fengið þak yfir höfuðið, nýja stórglæsilega byggingu sem er sú eina sinnar tegundar á landinu og sú eina ^sem hönnuð er sérstaklega með þarfir fjölbrautaskóla í huga. Sá hluti byggingarinnar sem tekinn var í notkun laugardaginn 10. janúar er 3000 fermetrar að grunnfleti en í heild verður byggingin 5400 fermetrar. I máli Þorsteins Pálssonar fjár- málaráðherra kom fram að unnið er að því að gera samning um framkvæmdirnar við skólann milli menntamálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og heima- aðila sem tryggja mun framhald framkvæmda og kveða á um kost naðarskip ti ngu. Formleg afhending byggingar- innar til skólastjómar skólans fór '►fram í samkomusal skólans sem þó er ekki fullkláraður en var ruddur svo þar mætti hafa þennan mann- fagnað. Nemendur skólans sáu um kaffiveitingar og hveijum sem vildi var boðið að skoða bygginguna þennan dag. Þorsteinn Pálsson afhendir lykil- inn að skólanum til Þórs Vigfús- sonar skólameistara og húsið er •Tormlega tekið í notkun. Garðar Hannesson varaformaður byggingarnefndar skólans afhenti Hirti Þórarinssyni lykilinn að bygg- ingunni. Hjörtur fór nokkrum orðum um sögu skólans og tilurð hans sem byggðist fyrst og fremst á því að heimaaðilar hafa hrundið í framkvæmd áformum sínum og áhugamálum varðandi aukna fram- haldsmenntun. Um það vitnar skólasaga Suðurlands með sína bautasteina þar sem sá nýjasti og stærsti er stórbygging Fjölbrauta- skólans þar sem gert er ráð fyrir að rúmlega 600 nemendur rúmist ''»yið nám. Guðmundur Kr. Jónsson bygg- ingarstjóri lýsti framkvæmdum og einstökum verkþáttum. Arkitekt hússins er dr. Maggi Jónsson. Aðr- ir hönnunaraðilar eru Júlíus Sólnes sem gerði sérstaka úttekt vegna jarðskjálftahættu. Verkfræðistofa Suðurlands sem sá um burðarþols- og lagnahönnun, Verkfræðistofa Benedikts Bogasonar sá um burðar- þolskönnun við uppsteypu, verk- fræðistofan Fjölhönnun sá um hita-, hreinlætis- og loftræstilagnir og vei-kfræðistofan Rafhönnun um ■ hönnun raflagna. Framkvæmdir við húsið hófust 23. júlí 1983 þegar fyrsta skóflu- stungan hafði verið tekin. Fossvélar á Selfossi sáu um jarðvinnu, vöru- bílstjórafélagið Mjölnir um flutning fyllingarefnis í bílastæði. Ahalda- hús Selfossbæjar sá um skolplagnir , Jjg sprengingar, Selós sf. um smíði vinnubúða og Sigfús Kristinsson byggingameistari um uppsteypu kjallara hússins en því verki lauk 24. maí 1984. Sigfús hefur verið aðalverktaki hússins við uppsteypu sem hófst 10. nóvember 1984 og lauk í árslok 1985. Síðan við að loka húsinu og skila því eins og það er í dag. Sú vinna hófst 20. apríl 1986. Að frágangi hússins komu marg- ir aðilar. Trésmiðja Þorsteins og Ama smíðaði glugga, úti- og inni- hurðir og innréttingar. Vökvalagnir sf. á Selfossi sáu um hita- og hrein- lætislagnir, Rásverk í Hafnarfirði um loftræstilagnir og Rafstjóm sf. í Reykjavík sá um uppsetningu stýribúnaðar fyrir loftræstikerfíð. Siggj Gíslason á Selfossi sá um raflagnir, Límtré hf. á Flúðum framleiddi límtré í burðarvirki þaks- ins og Kaupfélag Amesinga smíðaði festingar fyrir límtré, handföng og handrið. Siguijón Erlingsson og Guðmundur Kr. Ingvarsson múrarameistarar á Selfossi önnuð- ust múrverk, Samverk á Hellu framleiddi allt gler í húsið samtals 45 tonn. Gluggasmiðjan í Reykjavík annaðist uppsetningu glerþaks hússins, Málningaþjónustan Sel- fossi sá um alla málun og Guð- mundur R. Oskarsson frá Reykjavík sá um dúkalögn. í máli Guðmundar byggingar- stjóra kom fram að allir verktakar hefðu lagst á eitt um að verkið gengi fram eins og best hefði verið á kosið. Húsið var vatns- og vind- helt 23. október og til þess það var tekið í notkun liðu 70 almanaks- dagar eða 50 venjulegir vinnudag- ar. Hátt á annað hundrað menn hafa komið að frágangi hússins og er sá hópur þess albúinn að takast á við framhald verksins. Dr. Maggi Jónsson lýsti bygging- unni og því eftir hvaða forsendum hún væri hönnuð. Hann kvað húsið vera svar við vandlega íhuguðum þörfum sem unnar voru upp af undirbúningsnefnd sem í áttu sæti ásamt honum Heimir Pálsson og Erlendur Hálfdánarson. Markmiðið hefði verið að byggja vandað hús sem ekki þyrfti ótímabært og kostn- aðarsamt viðhald. „Þetta hús er þáttur í framfara- sögu þessa byggðarlags," sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra sem gegndi á samkomunni embætti menntamálaráðherra. Hann flutti kveðjur frá Sverri Hermannssyni og sagði það ætlun menntamála- Mik.il! fjöldi fólks var við athöfnina í skólanum. Nemendur gengu um götur Selfossbæjar og kvöddu kennslustaði skólans á táknrænan hátt. ráðuneytis og fjármálaráðuneytis að tekið yrði tillit til þess að fram- kvæmdir við byggingu framhalds- skóla kostuðu meira en bygging grunnskóla, ennfremur varðandi þessa byggingu að kostnaðarauki gæti orðið vegna hönnunar með til- liti til jarðskjálftahættu. Hann sagði að unnið væri að samkomulagi milli ríkis og heimaaðila sem eyddi óvissu um fjármögnun framkvæmda við skólann. „Skóli á að opna mönnum glugga að nýjum víðáttum og þekkingu," sagði Þorsteinn og benti á að stóri glugginn sem einkennir húsið gæti verið tákn um það. Þorsteinn sagði skólann vera einn þáttinn í því sem tryggði það að óskir ungs fólks um veru í heimabyggð sinni yrðu að veruleika. „Þetta hús er í órofa samhengi við það sem áður hefur verið gert í því efni og framfara- spor,“ sagði Þorsteinn og ennfrem- ur: „Skóli á að gera menn að góðum mönnum og það er ósk mín til Fjöl- brautaskóla Suðurlands að hann eigi einnig eftir að gera menn að góðum íslendingum." Hjörtur Þórarinsson formaður skólanefndar afhendi Þorsteini Pálssyni lykilinn að húsinu og Þor- steinn síðan Þór Vigfússyni skóla- meistara og byggingin þá formlega tekin í notkun. Að því búnu söng kór Fjölbrautaskólans nokkur log á samkomunni undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. Séra Sigurður Sigurðarson sókn- arprestur flutti ávarp og blessunar- orð. Hann minnti á siðferði menntunar og boðskap þeirra fleygu orða að vammlaus maður þyrfti ekki að óttast ógn vopnanna. I þeim fælist sú ósk að geta sú sem guð hefði gefíð manninum yrði ekki til þess að tortíma honum. í lok ávarps síns færði Sigurður skólan- um Biblíu að gjöf. Aðrir sem fluttu ávarp voru Heimir Pálsson fyrsti skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands sem minnti á að aldrei áður hefði verið hannað hús sérstaklega ætlað fjöl- brautaskóla. Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri. gat þess að miklar vonir væru bundnar við skólann einkum af þeim rúmlega 30 grunn- skólum sem starfandi eru í fræðslu- umdæminu. „Megi hér alltaf vera hátt til lofts og vítt til veggja í öll- um skilningi,“sagði Jón. Ingvar Asmundsson formaður skólameistarafélags íslands benti á að á síðastliðnum 15 árum hefðu orðið meiri breytingar á framhalds- námi en áður hefði verið. Agústa Ragnarsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nemenda og benti hún á að félagslíf nemenda ætti eftir að taka miklum breytingum með tilkomu hússins, kynni nemenda ykjust er þeir losnuðu við sífelld hlaup milli kennslustaða. Hún fagnaði góðri Séra Sigurður Sigurðarson afhendir skólameistara Biblíu til skólans. y' ■ ' m. *. •. ■ ■ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fyrsti áfangi nýbyggingar Fjölbrautaskóla Suðurlands við Tryggvagötu á Selfossi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.