Morgunblaðið - 15.01.1987, Síða 60
i^TERKT KDRT
*f$titt(Igifetí>'
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
FIMMTUDAGUR 15. JANUAR 1987
VERÐ I LAUSASOLU 50 KR.
Fríhöfnin á
Keflavíkurflugvelli:
Hagnaður um
180 milljónir
4 fyrra
Afkoma fyrirtækisins
aldrei betri en á sl. ári
REKSTUR Fríhafnarinnar á
Keflavíkurflugvelli gekk ein-
staklega vel á siðastliðnu ári, en
þá velti fyrirtækið um 13,6 millj-
ónum doliara, sem samsvarar
liðlega 560 milljónum islenskra
króna og varð hagnaður af
rekstrinum um 180 milljónir
króna, samkvæmt upplýsingum
Guðmundar Karls Jónssonar,
forstjóra Fríhafnarinnar.
Guðmundur Karl sagði í samtali
við Morgunblaðið að afkoma fyrir-
*>.ækisins hefði aldrei verið betri en
á liðnu ári. Hann sagði að skil í
ríkissjóð af hagnaði af rekstrinum
hefðu verið 165 milljónir króna.
Guðmundur sagðist þakka þessa
bættu aíkomu auknum farþega-
fjölda um flugvöllinn, svo og
hagstæðri farþegaskiptingu, en ís-
lendingar hefðu verið í miklum
meirihluta. Þeir versluðu ávallt mun
meira en útlendingar.
JÖankastjórar
Útvegsbankans:
Hörð gagnrýni
á skýrsluna
BANKASTJÓRAR Útvegsbank-
ans telja að misskilningur,
mótsagnir og villandi og rangar
ályktanir einkenni skýrslu um
viðskipti bankans við Hafskip,
sem birt var i nóvember á síðasta
ári. Þetta kemur fram í ýtarleg-
um athugasemdum við skýrsl-
una, sem bankastjórarnir hafa
sent viðskiptaráðherra og bank-
"■Lráði Útvegsbankans.
Skýrslan, sem bankastjóramir
gagnrýna, var samin af þriggja
manna nefnd, er Hæstiréttur til-
nefndi í samræmi við lög frá Alþingi
í desember 1985. I henni er Qallað
á mjög gagnrýnin hátt um viðskipti
Útvegsbankans og Hafskips.
Sjá nánar á bls. 24.
Mikið fuglalíf á Tjörninni
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
MIKIÐ fuglalíf er nú á Tjörninni í Reykjavík og hefur fuglum
þar fjölgað undanfarin þijú til fjögur ár miðað við það sem áður
var.
Ævar Pedersen fuglafræðingur sagði að álíka fuglafjöldi væri nú
á Tjörninni og í fyrra. Um það bil hundrað álftir hafa haft hér vetur-
setu undanfama tvo vetur á meðan aðrar álftir fljúga til Bretlands á
haustin. Stokkendur em hér á bilinu 500 til 1.000 talsins og em þær
mikið á ferðinni á milli Tjamarinnar, Skerjafjarðar og jafnvel halda
þær út á sjó er Tjömina leggur.
Grágæsir em hér á bilinu hundrað til tvö hundmð talsins og em
fuglamir líklega þeir sömu og hér vom sl. vetur, að sögn Ævars.
Staðan í kjaradeilu fiskimanna og útgerðar á miðnætti:
Líkur voru á að sam-
komulag næðist í nótt
SAMKOMULAG hafði ekki tek-
ist í sjómannadeilunni um
miðnætti í nótt, en viðræðum
miðaði vel áfram í gær og bjart-
Brottrekstur fræðslustjóra Norðurlands eystra:
Norðlendingar líta enn á
Sturlu sem fræðslusljóra
Skólamenn hvelja til niðurfellingar kennslu á morgun
VIÐBROGÐ norðlenskra skólamanna við brottrekstri Sturlu Krist-
jánssonar, fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis eystra, eru mjög
harkaleg og eindregin. Fræðsluráð hefur ályktað að menntamála-
ráðuneytið geti ekki mælt fyrir um verkefni fræðsluskrifstofunnar
nyrðra án atbeina fræðsluráðsins. Líta því Norðlendingar enn á
Sturlu sem fræðslustjóra.
Á fjölmennum fundi skólastjóra,
-^fíirkennara og stjómar Bandalags
kennara í kjördæminu síðdegis í
gær var samþykkt samhljóða harð-
orð ályktun með beiðni til forsætis-
ráðherra um að hann afturkallaði
uppsögnina. Þá Iýsti fundurinn yfir
stuðningi við ákvarðanir fræðslu-
ráðs frá því fyrr í gær þess efnis
að hundsa bréf ráðuneytisins um
— Yjýja skipan á yfirstjóm fræðslu-
skrifstofunnar. Auk þess skorar
fundurinn á skólamenn að sýna
samstöðu um að fella niður kennslu
á morgun, föstudag, og nota tímann
til að ræða stöðu mála. Niðurlag
ályktunarinnar en „Við munum
áfram líta á Sturlu Kristjánsson
sem fræðslustjóra á Norðurlandi
eystra."
í samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins í gærkvöldi sagði einn
skólastjóranna á Norðurlandi
eystra, að þeir túlkuðu þessar að-
gerðir menntamálaráðherra sem
svar hans við ósk þeirra um viðræð-
ur og höguðu sínum viðbrögðum í
samræmi við það.
Af hálfu ráðuneytisins var farið
fram á það við Úlfar Bjömsson,
skrifstofustjóra fræðsluskrifstof-
unnar, að hann tæki að sér störf
fræðslustjóra um tíma, þar til ráðið
verði í starfið. Með skeyti til ráðu-
neytisins hafnaði Úlfar þessari ósk.
Telur hann það mál fræðsluráðs
Norðurlands eystra að ráðstafa sínu
starfí.
Sjá nánar bls. 34-35.
sýni ríkti um að samkomulag
næðist í nótt. Fyrir miðnættið
lá fyrir óformlegt samkomulag
um stærstu málin, hlutfall afla
til skipta við sölu afla heima
og erlendis úr gámum, en það
verður að öllum líkindum 75 til
76%. Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kveldi, að slitnaði upp úr
viðræðum á ný, myndi hann
þegar óska eftir að Alþingi yrði
kallað saman til að taka málið
fyrir. Samningafundur hófst
klukkan 11 árdegis og stóð enn
er komið var fram yfir mið-
nætti.
„Þessu hefur skilað jafnt og
þétt áfram í dag, en það er dálít-
ið eftir ennþá,“ sagði Guðlaugur
Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, er
Morgunblaðið náði sambandi við
hann skömmu fyrir miðnættið.
„Það er ekki búið að ganga frá
stærsta málinu formlega, en það
er eiginlega búið að ganga frá
öllu öðru. Það sýndi sig að mikið
var ófrágengið, þegar viðræður
hófust að nýju. Eg vona að það
gangi saman í nótt og á bágt með
að trúa að það slitni upp úr við-
ræðum úr þessu, en maður veit
aldrei hver framvindan verður,"
sagði Guðlaugur ennfremur.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins var óformlegt sam-
komulag komið fyrir miðnættið
um þann hluta afla, sem kemur
til skipta, bæði við sölu hans
heima og við sölu úr gámum er-
lendis. Þó voru ýmis atriði varð-
andi þetta ófrágengin. Ekki
fengust upplýsingar um það hve
mikill hluti aflans skyldi koma til
skipta, en það munu vera nálægt
75 til 76%.
Það mun vera frágengið af
hálfu Farmanna- og fískimanna-
sambandsins og Sjómannasam-
bandsins, að kosið verði um
samningana þannig að heildamið-
urstaða ráði úrslitum, en ekki
atkvæðagreiðsla innan einstakra
félaga. Verkfalli verður ekki af-
lýst fyrr en að lokinni atkvæða-
greiðslu, verði samkomulagið
samþykkt.
Fundað var óformlega um deilu
undirmanna á farskipum og kaup-
skipaútgerðarinnar í gær og búist
við að formlegur fundur yrði boð-
aður í dag.
Sjá ennfremur forystugrein,
frétt á bls. 2 og viðtöl á bls. 32.