Morgunblaðið - 16.01.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.01.1987, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 Hvað segja þeir um samnmgana Skiptaverð hækkar í 7 6% MEGINATRIÐI hins nýja kjarasamnings útgerðar- manna og sjómanna eru eftir- farandi og er stuðst við yfirlit hagfræðings Sjómannasam- bands Islands: 1. Skiptaverð, þegar afli er seld- ur óunninn hér á landi, hækkar úr 71% í 75% frá 1. janúar 1987 og í 76% frá 1. júní næstkomandi. Skipta- verðið hækkar því um 7% á árinu. Skiptaverðið er tengt olíuverði í birgðum og hækkar eða lækkar ef frávik verða. 75% skiptaverðið miðast við olíuverð á bilinu 98—144 doll- ara tonnið og 76% skiptaverð- ið miðast við 98—156 dollara. Til samanburðar má geta þess að olíuverð í birgðum er nú 132 dollarar tonnið en verð- skráningar í Rotterdam voru komnar upp í 160 dollara í upphafi vikunnar vegna kulda í Evrópu. 2. Þegar afli fiskiskips er fluttur út ísaður í kössum með öðru skipi, gámum, er skiptaverð- mæti aflans 76% af heildar- verðmæti að frádregnum flutningskostnaði, erlendum tollum og kostnaði við söluna erlendis. Tekur þetta ákvæði gildi 1. júní næstkomandi. 3. Skiptaverðmæti frystitogara sem frysta bolfiskafla um borð hækkar þannig: Fob- verð til skipta hækkar úr 71% í 74,5% (eða um 4,9%) frá 15. janúar og í 75% (um 0,7%) frá 1. júní. Skiptaverðmæti frysti- skipa sem frysta rækju um borð hækkar þannig: Skipta- verð af fob-verðmæti hækkar úr 71% í 71,5% frá 15. janúar og í 72% frá 1. júní (1,4% hækkun). 4. Starfsaldursálag verður 2% eftir 2 ár hjá sömu útgerð og 4% eftir 4 ár hjá sörnu útgerð af kauptryggingu. Þetta er metið um 1% í kauptryggingu. 5. Hlífðarfatapeningar hjá und- irmönnum, sem greiðast hvort sem aflast fyrir kauptrygg- ingu eða ekki, hækka úr 1.103 krónum á mánuði í 1.324 krónur. Hlífðarfatapeningar hjá vélstjórum og vélavörðum verða 1.103 krónur. Nái hlut- ur ekki kauptryggingu greið- ist auk þessa 882 krónur á mánuði í fatapeninga til við- bótar kauptryggingu, eða samtals 2.206 krónur á mán- uði. Þessir liðir eru metnir á um '/2% í kaupi. 6. Tímakaup hækkar um 18% eða í 173 krónur á klukku- stund hjá undirmönnum og í 263 krónur hjá vélstjórum. Samningur undirmanna er gerður til eins árs en yfirmanna til tveggja ára. í samningunum eru ný verkfallsákvæði, þar sem öllum skipum verður gert að hætta veiðum á sama tíma er verkfall skellur á enda verði það boðað með 21 dags fyrirvara og mega þá skipin selja aflann hvar sem er. Farmanna- og fiskimanna- sambandið telur að samningurinn færi þeirra mönnum 12,6% launahækkun, miðað við ákveðn- ar forsendur um aflamagn. LIU telur að samningamir auki út- gjöld útgerðarinnar um 250 til 300 milljónir króna á ári. Keflavík: Sjómenn óánægðir með samn- ingana Keflavlk. LOÐNUSJÓMENN gáfu tón- inn á fundi sjómannafélag- anna í Keflavík þegar nýgerðir kjarasamningar voru kynntir. Þeir sögðust greinilega hafa setið lengi í landi fyrir lítið og vildu fella samningana. Fundinn sátu um 130 sjómenn og stóð hann í tvær klukkustundir. Þeir Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasam- bands Suðumesja, og Karl Steinar Guðlaugsson alþm. kynntu samningana. í máli samningamanna kom fram að I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Skammt suðvestur af Hvarfi er víðáttumik- il 970 millibara lægð, sem þokast norður, en við Færeyjar er 1043 millibara hæð, sem hreyfist austur. Áfram verður hlýtt sunnan- og vestanlands, en vægt frost norðaustan- og austanlands. SPÁ: í dag verður suðaustanátt á landinu. Allhvass víða vestan- og suðvestanlands, en hægari um austanvert landið. Sunnan- og vestanlands verða skúrir, en að mestu þurrt í öðrum landshlutum. Hiti verður 3 til 5 stig á suðvestur- og vesturlandi. Annarsstaðar verður hitinn rétt um frostmark. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: LAUGARDAGUR og SUNNUDAGUR: Áfram verður suðlæg átt og fremur hlýtt í veöri. Rigning á suður- og vesturlandi en að mestu þurrt noröaustanlands. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- ■\ 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus A stefnu og fjaðrirnar • jj Heiðskirt ▼ A vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Skúrir * V E' •( jím Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka A / / / = Þokumóða Hálfskýiað * / * ’ , ’ Súld Askýiað r * / * Slydda r * r OO Mistur —j. Skafrenningur / K Alskýjað * * * * Snjókoma # * * Þrumuveður * VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri hiti -2 veður léttskýjað Reykjavík 4 úrk.lgr. Bergen -2 léttskýjað Helsinki -13 skýjað Jan Mayen 3 skýjað Kaupmannah. -4 komsnjór Narssarssuaq 7 alskýjað Nuuk 1 skýjað Osló -11 léttskýjað Stokkhólmur -12 léttskýjað Þórshöfn 4 alskýjað Algarve 10 rigning Amsterdam -7 mistur AÞena 17 skýjað Barcelona 7 léttskýjað Berlín -13 renningur Chlcago 2 þokumóða Glasgow 2 slydda Feneyjar -1 slydda Frankfurt -13 snjókoma Hamborg -9 renningur Las Palmas 20 léttskýjað London -1 snjókoma Los Angeles 8 heiðsklrt Lúxemborg -11 snjókoma Madríd 4 hálfskýjað Malaga 7 rigning Mallorca 6 úrk. igr. Miami 17 léttskýjað Montreal 0 þokumóða NewYork 7 rigning París -11 snjókoma Róm 7 rigning Vín -9 snjókoma j Washington vantar , Winnipeg -25 heiðskírt Lítil ánægja með samninga á fundi Sjó- mannafélags Reykjavíkur Stígum fram með harðar launakröf- ur um næstu áramót, sagði Guðmund- ur Halivarðsson formaður ÞUNG orð féllu um samningana á félagsfundi Sjómannafélags Reykjavíkur sem haldinn var í húsi Slysavarnafélags íslands í gær. Deildu menn einkum á að hlutdeild sjómanna í olíukostn- aði væri nú komin inn í kjara- samninga og sögðu að erfitt yrði að fella þetta ákvæði út. „Við hefðum viljað ganga inn á þennan fund með samninga sem færðu ykkur fleiri krónur í Iaunaumslögin Ég tel engu að síður að nokkrum áfanga hafi verið náð, ekki síst þar sem sjó- menn gátu með samstöðu sinni náð lagasetningunni út úr sölum Alþingis," sagði Guðmundur Hallvarðsson, formaður. „Það koma áramót og þá munum við stíga aftur fram og leggja til grundvallar harða kröfugerð um hreina peningahækkun sem verður ekki frá kvikað. í framsögu Guðmundar kom fram gagnrýni á þau vinnubrögð sem notuð voru við samningagerð- ina af hálfu sjómanna. Sagðist hann ætla að beita sér fyrir því að fækkað í samninganefndinni. Hefði reynst ófært að vinna með á fjórða tug manna innbyrðis. Þá hefði deilur um aukaatriði tafið starfíð og væri vænlegra að fresta heldur samningum um þau atriði þar til verkfalli hefði verið aflýst. Hann gagnrýndi einnig talsmenn sjómannasamtakanna fyrir yfír- lýsingar þeirra um löndunarbann á togara erlendis. Þær lýstu ábyrgðarleysi, enda hefði löndun- arbann komið stéttarbræðrum þeirra verst. Guðmundur sagði að hags- munapot fulltrúa landsbyggðar- innar tefði allt of oft fyrir heildarlausn í samningum. „Við sitjum oft uppi með samninga sem samþykktir eru með fyrirvara því menn eru á leiðinni heim í hérað til þess að semja betur bak við tjöldin fyrir sína menn. Sjómanna- samtökin verða að standa saman. Af hverju ættu sjómenn á Aust- fjörðum til dæmis að fá meira fyrir sína vinnu en Reykvíkingar?" spurði Guðmundur. Svöruðu fund- armenn þessum orðum með hrópum og lófataki. Þórður Eiríksson var einn þeirra sem kröfðust að samningamir yrðu felldir. Hann sagði að sjó- menn ættu heimtingu á því að fá umbun erfiðis síns, þar sem þeir legðu þjóðinni til meirihluta tekna hennar. Benti hann á að inn í samningin væri nú tekið ákvæði um dánarbætur sem næmu aðeins 550.000 krónum. „Erum við svona lítils metnir ?“ spurði Þórður. Hann gagnrýndi kostnaðarhlutdeildina og dró í efa að útgerðarmenn myndu sína heilindi við útreiking hennar. Starfsaldursálag sem nemur 2% eftir tveggja ára starf hjá sömu útgerð og 4% eftir 4 ár hjá sömu útgerð var Þórði einnig þymir í augum. Vildi hann að sjó- menn sem störfuðu á mörgum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.